Morgunblaðið - 23.11.2004, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 2004 35
FRÉTTIR
FYRRI hlutinn á Íslandsmóti
skákfélaga var tefldur í Menntaskól-
anum í Hamrahlíð um síðustu helgi.
Fyrsta umferð var tefld á föstudags-
kvöld, tvær umferðir á laugardag og
ein á sunnudag. Teflt er í fjórum
deildum og er metþátttaka á mótinu
að þessu sinni. Þátttökusveitirnar eru
50, þannig að alls tefla 316 skákmenn í
hverri umferð. Mikil þátttaka er vel
við hæfi á 30 ára afmæli Íslandsmóts
skákfélaga, sem áður var kallað
Deildakeppni Skáksambands Íslands.
Fyrsta mótið var sett á Akureyri, en
stórskotalið Taflfélags Reykjavík,
með Friðrik Ólafsson, stórmeistara, í
broddi fylkingar, sótti Akureyringa
heim í fyrstu viðureigninni á mótinu.
Til gamans má geta þess, að tíma-
mörkin á fyrsta mótinu voru 1,5 klst.
til að ljúka skákinni fyrir hvorn tefl-
anda.
Yfirbragð mótsins er nokkuð
breytt frá undanförnum árum, því að
Skákfélagið Hrókurinn er hætt að
senda lið í keppni. Hin sigursælu og
alþjóðlegu lið félagsins eru þar af leið-
andi ekki lengur í mótinu. Þetta hefur
þó ekki orðið til þess, að erlendir
skákmeistarar tefli ekki lengur á
mótinu, þeir voru nokkrir í MH um
helgina.
Í 1. deild, Flugfélagsdeildinni, tefla
8 lið, en þar veitir Taflfélag Vest-
mannaeyja „gömlu“ Reykjavíkur-
stórveldunum, Taflfélagi Reykjavík-
ur og Helli, keppni um meistara-
titilinn. Í liði TV eru fjórir
stórmeistarar, Nataf (Frakklandi),
Helgi Ólafsson, Danielsen (Dan-
mörku), Votava (Tékklandi), og þar er
einnig alþjóðlegi meistarinn, Sævar
Bjarnason. Skákfélag Akureyrar hef-
ur einnig styrkt sig mikið, en í liðinu
tefla m.a. Jóhann Hjartarson, stór-
meistari, Steffen Pedersen, alþjóðleg-
ur meistari og skákmeistari Dan-
merkur 2004, John Arni Nilsson, Jón
Garðar Viðarsson, alþjóðlegur meist-
ari, og Flovin Tor Naes.
Aðrar sveitir í Flugfélagsdeildinni
hafa stórmeistara í liðinu, svo sem
Hellir, með Hannes Hlífar Stefáns-
son, Helga Áss Grétarsson, Jón L.
Árnason, TR með Þröst Þórhallsson,
en stigahæsti keppandinn á mótinu er
stórmeistarinn, Jaan Ehlvest (2631),
frá Eistlandi, sem teflir í liði Hauka í
2. deild.
Eftir þær fjórar umferðir, sem
tefldar voru um helgina, er staðan
þessi:
Flugfélagsdeildin (1. deild):
1. Taflfélag Reykjavíkur, a-sveit,
28,5 v. af 32 mögulegum
2. Taflfélagið Hellir, a-sveit, 24,5 v.
3. Skákfélag Akureyrar, a-sveit,
20,5 v.
4. Taflfélag Vestmannaeyja, a-
sveit, 18 v.
5. Taflfélag Reykjavíkur, b-sveit,
11 v.
6. Taflfélagið Hellir, b-sveit, 10,5 v.
7. Taflfélag Garðabæjar, a-sveit,
9,5 v.
8. Skákfélag Akureyrar, b-sveit, 5,5
v.
A-sveit Taflfélags Reykjavíkur hef-
ur góða forystu, en hún á eftir að tefla
við liðin í 2.-4. sæti, þannig að sveitin
þarf að öllu sínu að halda til að
tryggja sigurinn í mars, á næsta ári,
þegar seinni hluti mótsins verður
tefldur.
Liðsmenn Taflfélags Vestmanna-
eyja eru trúlega ekki sáttir við stöðu
sína. Tap fyrir a-sveit Hellis, 2,5-5,5,
setti stórt strik í reikning þeirra, auk
þess að þeir gerðu 4-4 jafntefli við Ak-
ureyringa, þar sem Jóhann Hjartar-
son og Ingo-Alexandre Nataf tefldu
magnaða baráttuskák, sem lauk með
jafntefli.
Efstu sveiti í 2. deild:
1. Haukar, a-sveit, 19,5 v. 24 mögu-
legum
2. Selfoss, a-sveit, 15 v.
3. Bolungarvík, 12 v. (5 stig)
4. Taflfélag Reykjavíkur, c-sveit, 12
v. (4 stig).
Haukarnir eru í góðum málum,
eins og við mátti búast, og Selfyss-
ingar standa mjög vel að vígi í barátt-
unni um 2. sætið, sem gefur einnig
keppnisrétt í 1. deild á næsta móti.
Efstu sveitir í 3. deild:
1. Taflfélag Garðabæjar, b-sveit,
16,5 v. af 24
2. Taflfélagið Hellir, c-sveit, 16 v.
3. Skákfélag Akureyrar, c-sveit,
14,5 v.
Keppnin er mjög jöfn og spennandi
í 3. deild.
Efstu sveitir í 4. deild (þar tefla 26
sveitir):
1. Fjölnir, a-sveit, 19,5 v. af 24
mögulegum
2. Haukar, b-lið, 18,5 v.
3. Taflfélag Vestmannaeyja, b-
sveit, 16 v.
4. Skákdeild KR, b-sveit, 15,5 v.
Fjölnir, a-sveit, og Haukar, b-sveit,
standa vel að vígi í 4. deildinni.
Stórmeistararnir á Íslandsmóti
skákfélaga hafa átt fullt í fangi með
andstæðinga sína, sem ekki skarta
slíkum titli. Nefna má, að Bolvíking-
urinn harðskeytti, Halldór Grétar
Einarsson, gerði jafntefli við stiga-
hæsta skákmann mótsins, Jaan
Ehlvest, Ingvar Ásmundsson lagði
Hannes Hlífar Stefánsson að velli í
innbyrðis viðureign Hellissveitanna
og Kristján Guðmundsson, liðsmaður
Taflfélags Garðabæjar, vann Helga
Áss Grétarsson. Kristján, sem er
fyrrverandi skólastjóri Skákskóla Ís-
lands, háði harða baráttu við núver-
andi skólastjóra, Helga Ólafsson,
stórmeistara, og skulum við skoða þá
skák.
Hvítt: Kristján Guðmundsson
Svart: Helgi Ólafsson
Sikileyjarvörn
1.e4 c5 2.Rf3 Rc6 3.d4 cxd4 4.Rxd4
Rf6 5.Rc3 Db6 6.Rb3 e6 7.Be3 Dc7
8.a3 a6 9.f4 d6 10.Df3 b5 11.Bd3 Bb7
12.0–0 Be7 13.Kh1 0–0 14.f5!? –
Það er frekar óvenjulegt að gefa
svarti eftir e5-reitinn fyrir riddara.
Algengt er að leika 14.Rd4, ásamt
Dh3, t.d. 14.Rd4 Rd7 15.Dh3 Rxd4
16.Bxd4 e5 17.Be3 exf4 18.Bxf4 Re5
o.s.frv.
14...Re5 15.Dg3 Kh8 16.fxe6 fxe6
17.Rd4 Dd7 18.Dh3 Bc8
Almennt er það talið neyðarbrauð
að leika manni til baka upp í borð á
þennan hátt. Hugmyndin kemur fram
í næstu tveim leikjum svarts, en hvít-
ur kemur í veg fyrir lokaleikinn í
áætluninni, e6-e5.
19.Rce2 De8 20.Rf3 Reg4
Eðlilegra virðist að drepa hinn
hættulega biskup á d3, t.d.
20...Rxd3!? 21.cxd3 e5 o.s.frv.
sjá stöðumynd
21.e5!? dxe5
Auðvitað ekki 21...Rxe5?? 22.Rxe5
dxe5 23.Hxf6! Bxf6 24.Dxh7+ mát.
22.Bxh7 Dh5! 23.Dxh5 Rxh5
24.Be4 Rxe3 25.Bxa8 Rxf1 26.Rxe5?
–
Hvítur hefði átt að drepa riddarann
á f1, sem hefði gefið nokkuð jafnt tafl.:
26...Hf6 27.Bf3? –
Hvíti yfirsést leikflétta svarts. Eft-
ir 27.g4 Bd6 28.Hd1 Bxe5 29.Hd8+
Kh7 30.Be4+ g6 31.gxh5 Kg7
32.Hxc8 gxh5 33.Ha8 Hf2 34.Bd3
Hxh2+ 35.Kg1 Re3 á svartur mun
betra tafl, vegna slæmrar stöðu hvíta
kóngsins.
27...Rhg3+! 28.Rxg3
Eða 28.hxg3 Hh6+ 29.Kg1 Bc5+
30.Kxf1 Hh1+ 31.Rg1 Hxg1+ 32.Ke2
Hxa1 og svartur vinnur.
28.-- Rxg3+ 29.Kg1 –
Leikur sig í mát, en taflið er tapað,
eftir 29.hxg3 Hh6+ 30.Kg1 Bc5+
31.Kf1 Hh1+ 32.Ke2 Hxa1 o.s.frv.
29...Bc5+ mát.
A-sveit TR hefur forystu
á Íslandsmóti skákfélaga
SKÁK
Menntaskólanum í Hamrahlíð
Íslandsmót skákfélaga
19.–21. nóvember 2004
Bragi Kristjánsson
Sveit Eyktar sigraði í deildar-
keppninni sem lauk um helgina og
öðlaðist sveitin þar með rétt til að
spila fyrir Íslands hönd í Norð-
urlandamótinu á næsta ári.
Í sigursveitinni spiluðu Jón
Baldursson, Þorlákur Jónsson, Að-
alsteinn Jörgensen, Sigurður
Sverrisson, Ragnar Her-
mannnsson, Sveinn Rúnar Eiríks-
son og Hrannar Erlingsson.
Lokastaða efstu sveita í 1. deild:
Eykt 246
Skeljungur 231
Ferðaskrifst. Vesturlands 217
Vinabær 213
Í annarri deild sigraði sveit
Landsbankans á Ísafirði en þar
fara saman í sveit Vestfirðingar og
Selfyssingar. Þar er fremstur með-
al jafningja Arnar Geir Hinriksson
en með honum spiluðu Guðmundur
Þ. Gunnarsson, Þórður Sigurðsson,
Vilhjálmur Þ. Pálsson og Óskar
Elíasson.
Tvær efstu sveitirnar flytjast
upp í fyrstu deild að ári en með
sigursveitinni flyzt sveit Guðlaugs
Sveinssonar.
Lokastaða efstu sveita í 2. deild:
Landsbankinn Ísafirði 240
Guðlaugur Sveinsson 224,5
ÍAV 221
Tryggingamiðstöðin 214
Suðurnesjamenn spiluðu best í
þriðju deild og uppskáru sigur en
með þeim fer sveit Sölufélags
garðyrkjumanna í aðra deild en
Sölufélagið átti ævintýralegan
lokasprett meðan helztu andstæð-
ingarnir misstigu sig.
Í sigurliðinu í 3. deild spiluðu
Kristján Örn Kristjánsson, Garðar
Garðarsson, Arnór Ragnarsson,
Heiðar Sigurjónsson, Karl G.
Karlsson, Þröstur Þorláksson og
Gunnlaugur Sævarsson.
Lokastaða efstu sveita í 3. deild:
Suðurnesjasveitin 240
Sölufél. garðyrkjumanna 225
Marin ehf. 224
Jón Björnsson 217
Kristján B. Snorrason afhenti
verðlaun í mótslok. Hann þakkaði
Kristjáni Blöndal og Matthíasi
Þorvaldssyni fyrir hugmyndasmíð-
ina að deildarkeppninni sem hann
taldi góða viðbót í flóru bridsmót-
anna.
Keppnisstjóri var Björgvin Már
Kristinsson og Stefanía Sigur-
björnsdóttir mótsstjóri.
Sveit Eyktar deildarmeistari
Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson
Í mótslok fengu þrjár efstu sigursveitirnar í hverri deild verðlaun. Myndin er af þremur efstu sveitum í fyrstu deild.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
VEITTIR voru fimm styrkir úr
Starfsmenntunarsjóði ungra
kvenna á vegum Bandalags kvenna
í Reykjavík, 8. nóvember sl. Rúm-
lega 20 beiðnir bárust.
Starfsmenntunarsjóður ungra
kvenna var stofnaður 18. mars 1995
og í reglugerð sjóðsins segir m.a.
að tilgangur hans sé að hvetja og
styðja við bakið á ungum konum til
þess að leita sér aukinnar mennt-
unar.
Á myndinni eru styrkþegar BKR,
frá vinstri: Jóhanna Margeirsdóttir,
Steinunn Ruth Stefnisdóttir, Ester
Einarsdóttir og Díana Ósk Ósk-
arsdóttir. Á myndina vantar Ástu
Kristrúnu Ólafsdóttur.
Þau fyrirtæki, sem styrktu sjóð-
inn að þessu sinni voru Hafgæði,
Gripið og greitt, Orkuveita Reykja-
víkur, Gæðabakstur og K. Karlsson.
Auk þess lögðu nokkur aðildarfélög
bandalagsins framlag í sjóðinn.
Bandalag kvenna
veitir fimm námsstyrki
Ljósmynd/Róbert Fragapane
JÓLAKORT Svalnanna eru komin
út. Í ár prýðir jólakortin myndverk
eftir Gerði Gunnarsdóttur mynd-
höggvara og félagskonu. Jólakortin
eru fimm saman í pakka og kosta
500 kr. pk. og er hægt að fá þau
bæði með eða án texta.
Sala jólakortanna er aðal fjár-
öflun félagsins og mun ágóðinn
m.a. fara í að styrkja Rjóðrið í
Kópavogi, hvíldarheimili fyrir
langveik börn.
Eftirtalin fyrirtæki selja kortin:
Jón Indíafari og Villeroy og Boch í
Kringlunni. Líf og list í Smáralind,
Ulrich Falkner í Mjódd, Guðrún,
tískuverslun, Rauðarárstíg, Hjá
Hrafnhildi við Engjateig, Kello í
Hamraborg, Lífstykkjabúðin á
Laugavegi, MKM við Óðinstorg,
Soldis við Vitastíg og Runni – stúd-
íóblóm Grafarvogi.
Jólakort
Svalnanna
Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 sími 551 4050 Reykjavík