Morgunblaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN V ísindamönnum er ekk- ert mannlegt óvið- komandi. Víða um heim hírast þeir á rannsóknarstofum sínum og komast að niðurstöðum um bókstaflega allt milli himins og jarðar; niðurstöðum sem margar hverjar hafa áhrif á okkar daglega líf. Stundum koma niðurstöðurnar sér vel fyrir okkur – stundum ekki. En þá er bara spurning um að velja út „heppilegar“ niðurstöður. Er það ekki? Svo framarlega sem allt sé innan hóflegra marka. Að minnsta kosti tek ég fagn- andi öllum þeim niður- stöðum sem ýta undir minn lífsstíl. Súkku- laði hefur t.d. verið vís- indamönnum hugleikið. Nýlega bárust þau ánægjulegu tíðindi af virtri vísindaráðstefnu í Banda- ríkjunum að súkkulaði væri ekki bara gott (það þurfti nú ekki vís- indaráðstefnu til að sanna það) heldur einnig hollt! Samkvæmt fregnum af ráð- stefnunni bendir ýmislegt til þess að ákveðnar tegundir af súkkulaði geti verið góðar fyrir hjartað og æðakerfið. (Jú, vissulega er það ákveðinn galli á gjöf Njarðar að þessar góðu fregnir eigi aðeins við um sumar tegundir af súkkulaði – en þó skref í rétta átt). Mér skilst að þessar ákveðnu tegundir séu dökkt súkkulaði – en treysti mér þó ekki út í nákvæmar vísinda- legar útlistanir á hollustu þess. Ég vonast þó til þess að vísindamenn finni út hið fyrsta hve hollt það sé líka að borða ljóst súkkulaði. Og allt sem sætt og gott er! Vísindamenn hafa rannsakað fleiri lífsins lystisemdir. Ég nefni rauðvínið sem dæmi. Af og til ber- ast nefnilega fregnir af því að hóf- leg neysla rauðvíns sé með ein- dæmum holl; hún hamli gegn hjarta- og æðasjúkdómum. Mér skilst að það sé efnið flavónóli, sem komi úr ávöxtum, sem hafi þessi góðu áhrif. Vísindamenn hafa þó, samkvæmt nýjustu fréttum, ekki látið hér staðar numið, heldur vinna að því hörðum höndum að koma rauðvíninu í pilluform! Þannig mætti njóta hollu efnanna í rauðvíninu, þ.e. flavónólsins, en sniðganga um leið alkóhólið. Hug- myndin er vissulega falleg. En halló! Hver nennir að taka inn rauðvín í pilluformi? Og áfram af eftirtektarverðum niðurstöðum vísindamanna. Frá því farsímabyltingin hóf innreið sína, undir lok síðustu aldar, hafa æ fleiri vísindamenn rannsakað áhrif farsíma á heilsu manna. Fyrstu rannsóknir bentu til afleið- inga á borð við krabbamein, Alz- heimer, Parkinson og astma. Einn sænskur vísindamaður orðaði það þannig að líkja mætti því að tala í tvo tíma í farsíma við að stinga höfðinu inn í örbylgjuofn í eina mínútu! Aðrir vísindamenn draga þó slíkar fullyrðingar stórlega í efa. Segja reyndar að engar áreið- anlegar vísbendingar séu um að farsímanotkun hafi skaðleg áhrif á fólk. En hvað á maður að halda þegar rannsóknir gefa svo misvísandi niðurstöður? Ágæt lausn er að velja og hafna eftir hentugleika, eins og áður sagði. Ég hef til dæm- is fundið út að ég get alls ekki án farsíma verið. Því tek ég öllum nið- urstöðum um skaðsemi farsíma með fyrirvara. En öllum niður- stöðum um hið gagnstæða með miklum fögnuði. Þannig getur maður með vísan í hinar ýmsu rannsóknir talið sér trú um að maður lifi afskaplega heilbrigðu og góðu lífi. En talandi um að velja sér rann- sóknarniðurstöður. Ég er viss um að margur karlmaðurinn hafi glott við tönn þegar vísindamenn í Bandaríkjunum fundu það út, fyrir ekki margt löngu, að karlar, sem höfðu snúið sér að heimilis- störfum, ættu frekar á hættu að fá hjartaslag. „Dánartíðni karla, sem kváðust vinna við heimilisstörf, var 82% hærri en hjá útivinnandi körl- um,“ segir í frásögn Morgunblaðs- ins af þessari rannsókn, í apríl 2002. Væntanlega hefur einhver eiginmaðurinn komið þessu „pent“ á framfæri við eiginkonuna með þessum orðum: „Heyrðu, elskan, ef þú vilt auka lífslíkur mínar, þá skaltu hlífa mér við heimilisverk- unum.“ Bandarískir sérfræðingar, sem tjáðu sig um rannsóknina, út- skýrðu niðurstöður hennar með ýmsum hætti. Þar sem ég er kona, ætla ég að draga eina skýringu fram. Hún er svona: „Flestir karl- ar halda að það að vera „húsfaðir“ feli í sér pínulítinn þvott, koma börnunum í skólann og setjast síð- an með fæturna upp í loft og kaffi- bolla í hendi […]. Húsmæður þurfa að flétta saman fleiri verk- efni í einu en nokkur maður þarf nokkru sinni að gera í vinnunni!“ Og hananú! Jæja, úr því ég er farin að fjalla um kynin, verð ég að nefna banda- ríska rannsókn sem bendir til þess að konur haldi sínu andlega at- gervi betur og lengur en karlar. Samkvæmt rannsókninni er mæl- anlegur munur á andlegum burð- um kynjanna við 85 ára aldur, kon- um í vil. Vísindamenn segja að þennan mun megi skýra með líf- fræðilegum ástæðum; konurnar séu almennt með lítið af hjarta- og æðasjúkdómum miðað við karlana og því sé blóðstreymi um heilann betra hjá konunum. Já, það er eiginlega sama hvar borið er niður, vísindamenn hafa rannsakað það allt. Kynlíf er til dæmis afar vinsælt viðfangsefni. Hafa þeir m.a. fundið út að kynlíf geri menn ekki einungis ham- ingjusamari heldur einnig gáfaðri. Já, kynlíf eykur gáfur! (Þurfi ein- hver slíka hvatningu til að stunda það). Já, allt er rannsakað. Vís- indamenn hafa til að mynda fundið út að það sé afar slæmt fyrir aug- un að vera of lengi fyrir framan tölvuna. Ég læt því staðar numið hér. Hvað á maður að halda? „Þannig getur maður með vísan í hinar ýmsu rannsóknir talið sér trú um að maður lifi afskaplega heilbrigðu og góðu lífi.“ VIÐHORF Eftir Örnu Schram arna@mbl.is HINN 11. nóvember sl. birti Morgunblaðið opið bréf Margrétar Eiríksdóttur geðhjúkrunarfræðings til félagsmálaráðherra, Árna Magn- ússonar, um málefni geðfatlaðra á Ís- landi. Hún spyr ráðherrann hvort hann viti að rúmlega 60 einstaklingar eigi ennþá heima á Kleppsspítala. Ráðherrann svaraði síðan Margréti hinn 17. nóvember í sama blaði. Skömmu síðar sat ég áhugaverðan fund á vegum sviðsstjóra hjúkrunar á geðdeild- um Landspítala – há- skólasjúkrahúss. Mér er minnisstætt þegar Ásta Þorsteins- dóttir, hjúkrunarfræð- ingur og fyrrverandi þingmaður, var að und- irbúa lög um málefni fatlaðra á alþingi. Hún hélt því fram að fatlaðir ættu rétt á að búa einir í íbúð ef þeir óskuðu þess, það væru mann- réttindi. Á þeirri stundu fannst mér þetta fráleitt og óraun- verulegt. Það eru um það bil 15 ár síðan. Nú hef ég annað sjónarhorn og tek heils hugar undir orð Ástu. Auðvitað eru þetta sjálfsögð mannréttindi. Fyrir þremur og hálfu ári var ég ráðin af Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra í Reykjavík til að veita forstöðu nýju búsetuúrræði, íbúðasambýli fyrir fólk með geðfötl- un. Ég hófst strax handa við að und- irbúa komu einstaklinga frá geðdeild Landspítala – háskólasjúkrahúss við Klepp. Ég hitti viðkomandi einstaklinga og ræddi einnig við það starfsfólk sem þekkti þá. Hjá starfsfólkinu fékk ég upplýsingar um líf tilvonandi íbúa minna og heilsufar, svo og faglegt mat á getu þeirra. Því næst kom að því að kynna þetta nýja úrræði fyrir aðstandendum þessara einstaklinga. Mér er minnisstætt að ég upplifði tregðu hjá starfsfólki Kleppsspítala og aðstandendum þegar flutning- urinn var að verða að veruleika. Upp kom efi um að einstakling- arnir gætu tekist á við sjálfstæða bú- setu eftir svo langa sjúkrahúsdvöl og hvort þeir myndu einangrast. Sumir höfðu verið 20 ár eða lengur á Kleppi. Starfsfólk Kleppsspítala hafði lagt mikla vinnu í að undirbúa flutning- inn. Mér fannst eins og starfsfólkið sæi eftir þessum einstaklingum og það bar mikla um- hyggju fyrir velferð og framtíð þeirra. Sumir aðstandendur sýndu líka ákveðna andstöðu og sögðust óttast ein- angrun og óöryggi. Þetta varð til þess að fresta þurfti flutnings- áætlun um þrjár vikur. Þessi tregða gerði mig örlítið óörugga og það læddust að mér efasemdir. Þá fékk ég stuðning frá þeim að- ilum á Svæðisskrifstofu sem höfðu með málið að gera. Þau töldu þetta eðli- lega byrjunarörðug- leika, enda hefur reynslan og rannsóknir sýnt að þetta er hægt. Ég réð fólk til starfa og þegar íbúarnir fluttu inn hófst samstarf íbúa og starfsmanna. Ég er hjúkr- unarfræðingur og hef starfað innan heilbrigð- iskerfisins í 30 ár. Ég hafði lítið komið að málefnum fatlaðra og hafði takmarkað velt þeim fyrir mér. Í þessu nýja starfi varð ég að kynna mér málefni þeirra og starfsemi Svæðisskrifstofu og endurskoða viðhorf mín til mála- flokksins í heild. Í dag sé ég að þroskaþjálfar hafa unnið ómetanlegt starf við uppbygg- ingu sambýla um allt land fyrir ein- staklinga með margs konar fötlun. Nú voru einstaklingarnir ekki lengur sjúklingar heldur íbúar og það bar að virða óskir þeirra, frið- helgi einkalífs og sjálfræði. Íbúarnir voru vanir stýringu og ég vön að stýra því gekk okkur bara vel. Í fyrstu var skipulagið eins og það hafði verið á Kleppi. Síðan hófst mjög hæg jákvæð þró- un. Íbúar, og starfsfólk hafa verið að átta sig smátt og smátt á því að íbú- arnir geta borið ábyrgð á og stjórnað mörgu í sínu lífi. Að sjálfsögðu eru íbúarnir ólíkir og þess vegna ganga hlutirnir misvel og mishratt, en öllum miðar þeim áfram. Þeir þurfa eftirlit með lyfjatöku, máltíðir, aðstoð við þrif og að sjálf- sögðu hvatningu og stuðning. Þeir hafa aukin fjárráð, hafa m.a. eignast sín eigin heimilistæki sem þeir eru að læra á. Lagt er upp úr því að þeir kaupi sér vandaðan fatnað og séu snyrtilegir. Þeir fara í ferðalög innanlands og utan og geta keypt sér eitt og annað þarft og óþarft eins og gengur. Þeir nota debetkort og fara með strætó eða í bíl eins íbúans. Þeir sækja kaffihús, kvikmyndahús og bókasöfn og fara í sund. Þeir hafa lykil að heimili sínu og treysta á að koma alltaf að öllu sínu óhreyfðu. Þessi sjálfstæða búseta og aukin fjárráð auka tvímælalaust lífsgæði þeirra og áræði. Sjálfsvirðing þeirra eykst og sjálfsmynd þeirra hefur styrkst. Eftir þessa reynslu mína í aðeins þrjú og hálft ár sé ég hlutina í allt öðru ljósi. Þegar Kópavogshælið var stofnað var það eflaust mikill léttir fyrir fjölskyldur og heimilislíf að fatl- aðir voru vistaðir þar, en tímarnir hafa breyst og kröfurnar líka. Við getum nýtt okkur þekkingu þá sem skapaðist við að stofna íbúðar- úrræði hvers konar fyrir fatlaða sem áður voru vistaðir m.a. á Kópavogs- hæli. Þegar kemur að því samkvæmt áætlun Árna Magnússonar að rýma Kleppsspítala og fara að lögum um málefni fatlaðra síðan 1992 verðum við vonandi tilbúin að taka á móti því fólki út í þjóðfélagið sem er með geð- fötlun og hefur beðið í mörg ár eftir þeim sjálfsögðu mannréttindum að eignast eigið heimili. Skipt um sjónarhorn Guðrún Einarsdóttir fjallar um vandamál geðfatlaðra ’Við getum nýttokkur þekkingu þá sem skapaðist við að stofna íbúðarúrræði hvers konar fyr- ir fatlaða sem áður voru vist- aðir m.a. á Kópa- vogshæli.‘ Guðrún Einarsdóttir Höfundur er hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður á íbúðasambýli í Reykjavík. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin beinir kröftum sínum varðandi HIV/ alnæmi á þessu ári að stöðu ungra stúlkna og kvenna í heiminum undir yfirskriftinni: Hlustið á rödd okkar! Það er ekki að undra að stöðu kvenna sé gefinn sérstakur gaumur því staðreyndir tala sínu máli. Af hverju konur? Í dag eru 17 milljónir kvenna 15–49 ára smit- aðar af HIV-sjúk- dómnum og hefur þeim fjölgað mikið hlutfalls- lega á undanförnum árum, eða úr 35% árið 1985 í 48% smitaðra í dag. Í sumum löndum er 5–6 sinnum algeng- ara að ungar stúlkur smitist af HIV en menn á sama aldri. Samfélagsleg staða kvenna er víða um heim afar bágborin. Samkvæmt rannsókn UNICEF 1998–2003 kom fram að 80% 15–20 ára gamalla stúlkna vissu ekki hvernig sjúkdóm- urinn smitaðist eða hvernig bæri að verjast honum. Víða viðgengst að eiginmaður sé með fleiri konum en einni og rannsóknir sýna að fleiri giftar konur eru smitaðar af veir- unni en jafnöldrur þeirra ógiftar. Ákveðin smyrsl sem konur geta bor- ið á kynfæri sín sem kynsjúkdóma- vörn lofa góðu, en það þarf að auka verulega fjármagn til rannsókna og framleiðslu þeirra eigi slík vörn að geta orðið almenn á næstu árum. Staðan hér á landi Hér á landi er samfélagsleg staða kvenna einna best í heiminum en það þýðir ekki að við þurfum ekki að huga að forvörnum gegn HIV. Hér er smitun annarra kynsjúkdóma mjög algeng. Það greinast 4–5 manns með klamydíu á dag, flestir á aldrinum 15–25 ára og fleiri stelpur en strák- ar. Enn fleiri smitast af kynfæraáblæstri (herpes) og kynfæra- vörtum. Þessi mikla út- breiðsla kynsjúkdóma sýnir glöggt að smokk- urinn er ekki notaður sem skyldi en hann er besta vörnin sem við höfum í dag gegn kyn- sjúkdómum, að skírlífi undanskildu. Um 60% þeirra sem hafa greinst með HIV hér á landi frá árinu 1999 eru gagn- kynhneigðir. Helmingurinn er kon- ur. Rannsóknir sýna að því fyrr sem stúlkur byrja að stunda kynlíf því meiri líkur eru á að þær verði fyrir ofbeldi, sleppi getnaðarvörnum, fái kynsjúkdóma og þurfi að gangast undir fóstureyðingar. Það er því mikilvægt að allir aðilar sem koma nálægt uppeldi og mótun barna, for- eldrar, skólar, fjölmiðlar og yfirvöld, geri sér grein fyrir ábyrgð sinni í þessum efnum. Byggja þarf upp gagnrýnið við- horf ungs fólks til villandi upplýs- inga sem það fær um kynlíf á Net- inu, í tímaritum, tónlist og bíómyndum. Opin umræða er til góðs og hún þarf að geta snúist um siðferðileg gildi eins og ást og til- finningar, jafnrétti, sjálfsvirðingu og virðingu fyrir hinum aðilanum. Um ábyrgð, notkun getnaðarvarna og rétt beggja aðila til þess að njóta kynlífs. Almennar forvarnir Það þarf að auka aðgang kvenna að góðum HIV-forvörnum hvar sem er í heiminum og bæta lífsgæði þeirra sem þegar eru smitaðar. Brýnt er að jafna réttinn til menntunar, eigna og auðæfa jarðar því styrkari staða kvenna í þjóðfélögum heimsins eyk- ur mótstöðu þeirra gegn smiti. Það fer ekki á milli mála að þegar upp er staðið græða strákar, karlar og heimurinn í heild sinni á því að vel sé hlúð að öllum kvenkyns íbúum hans. Hlustið á rödd okkar! Sigurlaug Hauksdóttir fjallar um alnæmi ’Það þarf að auka að-gang kvenna að góðum HIV-forvörnum hvar sem er í heiminum og bæta lífsgæði þeirra sem þegar eru smitaðar.‘ Sigurlaug Hauksdóttir Höfundur er yfirfélagsráðgjafi á sótt- varnasviði Landlæknisembættisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.