Morgunblaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2004 31 MINNINGAR ✝ Matthías Bjarna-son fæddist í Reykjavík 10. jan- úar, 1926. Hann lést á sjúkrahúsi í Lúx- emborg 17. nóvem- ber síðastliðinn. For- eldrar Matthíasar voru Bjarni Brands- son, f. í Keflavík á Snæfellsnesi 10. september 1889, d. í Reykjavík 3. janúar 1968 og Elín Jóns- dóttir, f. í Leiru í Leirársveit 14. nóv- ember 1896, d. í Reykjavík 19. nóvember, 1965. Föðurafi Matthíasar var Brandur Bjarnason, útgerðar- og formað- ur, f. í Neðri-Lág á Snæfellsnesi 3. október 1863, d. í Reykjavík 26. febrúar 1925. Matthías var yngst- ur fjögurra systkina, en hin voru Jónas Hafsteinn sjómaður, f. 1918, fórst með togaranum Jóni Ólafs- syni, haustið 1942, Brandur bif- reiðastjóri, f. 1920, d. 1977 og Ingibjörg, húsmóðir, f. 1922, d. 1976. Hinn 26. desember 1952 kvænt- ist Matthías Margréti Guðrúnu Magnúsdóttur, f. á Brekku í Langadal fyrir botni Ísafjarðar- djúps 9. júní 1932, d. 22. nóvember saman soninn Gunnar Þorbjörn. Frá fyrri hjónaböndum átti Gunn- ar Ingi fyrir þau Huldu Margréti, Guðrúnu Katrínu, Svanhildi Ástu, Sverri Inga og Áslaugu Heiðu, en Erna átti fyrir Daníel Jónsson verkfræðistúdent. 4) Jónas Haf- steinn rafeindavirki, f. 11. desem- ber, 1959, kvæntur Inge Elisabeth Nielsen. Þau eru búsett í Þýska- landi. Frá fyrra hjónabandi átti Jónas fyrir soninn Andra í Reykja- vík og Inge dóttur í Þýskalandi. Matthías var Reykvíkingur í húð og hár, fæddur í Selbrekk- unni, þar sem hann sleit barns- skónum. Að skólaskyldu lokinni fór Matthías að vinna fyrir sér. Hann reyndi fyrir sér við ýmis störf, þar á meðal millilandasigl- ingar, áður en hann hóf sitt eig- inlega ævistarf, verslunar- og þjónustustarf hjá fyrirtækinu J. Þorláksson og Norðmann í Reykjavík, en þar vann Matthías í um fjóra áratugi, eða þar til hann fór á ellilífeyri árið 1993. Í rótleysi ekkilsins, eftir andlát Margrétar árið 1994, kynntist Matthías þýskri ekkju, Marianne Wolf að nafni, þar sem hann var á ferð er- lendis. Með þeim Marianne tókst smám saman traust vinátta, sem leiddi til þess, að þau ákváðu að hefja sambúð þar ytra árið 1996. Þeirri sambúð lauk með andláti Matthíasar, hinn 17. nóvember, síðastliðinn. Útför Matthíasar fer fram í Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. 1994. Foreldrar henn- ar voru Magnús Jens- son, bóndi á Brekku og síðar Hamri, f. á Gullhúsá í Snæfjalla- hreppi 30. ágúst 1896, d. í Reykjavík 19. september 1969 og Jensína Arnfinnsdótt- ir húsfreyja, f. í Ísa- fjarðarsýslu 7. sept- ember 1894, d. í Reykjavík 30. nóvem- ber 1986. Þau Matth- ías og Margrét bjuggu fyrst á Vesturgötu 65a í Reykjavík, en síðar í Búlandi 29. Börn þeirra eru: 1) Jensína (Jenný), BA., f. 24. ágúst 1952, gift Ásgeiri Torfasyni, flugstjóra hjá Cargolux. Þau hafa búið í Lúxemborg frá 1975 og eiga saman þau Veru MA í myndlist og Matthías verkfræðistúdent. Fyrir átti Ásgeir þau Ingunni og Torfa, frá fyrra hjónabandi, en Jenný Önnu Margréti Birgisdóttur arki- tekt, en hún býr í Sviss ásamt makanum, Laurent Sonderegger arkitekt og dótturinni Helenu Margréti. 2) Bjarni Brands hús- gagnasmiður, f. 8. október 1953. 3) Erna hjúkrunarfræðingur, f. 27. september 1957, gift Gunnari Inga Gunnarssyni, lækni. Þau eiga Það er sagt að góður sé hver genginn. Það má vel vera að svo sé. En þeir eru nú örugglega eitthvað misgóðir, þessir gengnu. Það er ég viss um. Og því segi ég þetta að nú er enn einn okkar genginn – og það einn af þeim bestu, að mínum dómi. Þetta er hann Matti, tengdapabbi minn, vinur og veiðifélagi. Þótt sárt sé að missa Matta þá reynist mér samt auðvelt að minnast hans. Það er vegna þess að Matti átti orðið svo mikla inneign í mér þegar hann fór. Þess vegna hef ég af miklu og góðu að taka þegar hugsað er til baka. En það eru einmitt þess kon- ar inneignir, sem eru okkur lang- dýrmætastar, þegar yfir lýkur – ekki þessar veraldlegu, heldur hug- lægu – þessar óborganlegu. En hver var þessi vinur og félagi – hann Matti tengdapabbi? Fyrir hvað stóð hann, þessi fyrrum vest- urbæjarstrákur, sem sleppti lang- skólagöngu til að missa ekki af líf- inu og samtímanum? Þessi myndarlegi strákur, já flotti gaur, sem féll flatur fyrir lífsbyltingu stríðsáranna og gerðist lífsglaður heimsmaður, með hnattræn sjón- armið og lífsviðhorf – löngu áður en jafnaldrar hans í háskólum gátu svo mikið sem gripið almennilega líðandi daginn – á heimaslóð. Matti var með sjómennsku föð- urafans í æðunum og fylgdist með öllum skipaferðum – íslenskum, sem erlendum – alveg frá bernsku. Ungur munstraði hann sig á frakt- skip til að skoða heiminn. Hann var með útþrá. Matti lét sig dreyma um ferðalög um heim allan. Og draumarnir hans rættust – loftleið- is – með Ásgeiri tengdasyni: Brazzeville – Kinsasa – Lusaga – Kano – Lagos – Nairobi – Bagdad – Karachi – Dubai – AbuDabi – Madras – Kuala Lumpur – Singa- púr – Hong Kong – Taipei – San Fransisco – Seattle – Minneapolis – Winnipeg – Hudson Bay – Mont- real o.fl. o.fl. Allt þetta hafði heims- maðurinn, Matti, skoðað, þegar yfir lauk. Og þannig hafði Matti útskrif- ast úr sínu eigin universitas – með fullnaðareinkunn, sem honum þótti samkeppnishæf við hvað sem var hvar sem var. Engin minnimátt- arkennd þar. Það var þessi hressi ævintýra- strákur sem hitti hana Möggu sína fyrst niðri í miðbæ árið 1951. Þá daga ók Matti, með Jóni vini sín- um, um bæinn á stórri drossíu með amerískt tyggjó, sígarettur og bús í skottinu, tilbúinn að leggja undir sig hvaða sveitaball sem var. Í lok desember, 1952 gengu þau Magga í hjónaband – þá búin að eignast frumburðinn þremur mánuðum áð- ur. Þótt Matti hafi verið stælgæi á þessum tímum var hann samt afar skyldurækinn, duglegur og greið- vikinn, en þessir höfuðkostir Matta urðu mjög áberandi þegar hlutverk fjölskylduföðurins tók við. Matti reisti fjölbýlishúsið á Vesturgötu 65A með bróður sínum og eignaðist þannig sína fyrstu íbúð. Lág laun verslunarmannsins stóðu engan veginn undir metnaði þeirra Matta og Möggu, þegar þau stóðu saman í því að koma upp fjórum börnum sínum, mennta þau og byggja rað- hús í Fossvogi. Til þess að ná þeim markmiðum hjónanna, þurfti Matti að ná sér í kvöld- og helgarvinnu við uppskipun hjá Eimskip, tína og selja góðmálma, ganga í hús og gera við klósettkassa og síðast en ekki síst að tína, rækta og selja – ávallt bakveikur – samanlagt hundruð þúsunda orma, svo burg- eisar bæjarins gætu sótt laxveiði- árnar sínar vor og sumur. Og Magga tók að sér þrif í húsum, áð- ur en börnin uxu úr grasi þannig að hún kæmist út á vinnumark- aðinn til að róa með Matta. Þessi afrek þeirra Matta og Möggu eru klár vitnisburður um það að það er sannarlega nokkuð til, sem kalla má íslenska drauminn, þar sem samhent alþýðufólk, sem tileinkar sér skynsamlegan metnað, óbilandi dugnað og klár markmið, skilar af sér heilbrigðum og menntuðum börnum og glæsilegu búi á besta staða í borginni. Svo einfalt er það. Matti missti Möggu sína fyrir um tíu árum. Það voru erfiðir tímar. Einmana og þunglyndur ekkillinn reyndi að finna lífinu nýjan tilgang – nýkominn á ellilaun – í stað þess að mega eyða ævikvöldinu með Möggu eftir áratuga róðurinn. Þá kom Marianne hin dansk-þýska til bjargar. Sjálf hafði ekkjan Mari- anne ýmsa fjöruna sopið, þegar þau hittust. En þau smullu vel saman og höfðu átt um átta ár í sambúð, þegar Matti lést. Marianne reynd- ist Matta afar vel í erfiðum veik- indum, sem hófust með bráðaað- gerð, vegna leka í brjóstholsslagæð og síðar í kjölfari aðgerðar á þrem- ur mismunandi krabbameinum, sem Matti fékk á sama tíma. Í kjöl- far seinni aðgerðarinnar þurfti Matti að þola erfiðleika á mörkum hins mannlega þols. Smátt og smátt hresstist Eyjólfur samt sem áður og þar kom að Matti gat farið á stjá og fundið einhvern tilgang í nýjum degi. Þau Marianne komu heim til Íslands, við batnandi heilsufar Matta og batinn náði sínu hámarki, þegar við Matti fórum saman í Laxá í Kjós í sumar leið. Þar varð Matti næstum samur og naut sín mjög. En þannig fengum við ekki að hafa Matta lengi. Matta fór að svima fyrir nokkrum vikum og síðar kom staðfesting á því að heilaæxli væri í hröðum vexti. Eftir tvær erfiðar aðgerðir varð ljóst að Matti var kominn á leiðarenda. Að skammt framundan væri aðeins þetta eina örugga – dauðinn, sem er í sjálfu sér alls ekki það versta – heldur hitt, að neyðast til að lifa til- gangslausu og sársaukafullu lífi. Þegar ljóst var að hverju stefndi, safnaðist fjölskyldan utanum Matta og Marianne í Lúxemborg og þann- ig var Matti umvafinn ástvinum sínum, þegar hann skildi við í ró- semd og kyrrð. Þannig kvaddi Matti með reisn og skildi eftir sig frábærar minningar um pabba, afa, langafa og tengdapabba. Já, vel á minnst. Er það ekki alveg sérstök tilviljun – eða hvað – að Matti skuli – að lokum – hafa gefið okkur Ás- geiri fallegu dæturnar sínar? Flug- stjóranum Ásgeiri, sem uppfyllti draumana um heimsferðirnar allar og mér, laxveiðimanninum, sem kynnti Matta síðar fyrir nokkrum af þeim laxveiðiám, sem hann lét sig oftsinnis dreyma um, þegar hann tíndi bograndi maðkana handa burgeisunum á regnvotum kvöldum. Tilviljun, forlög eða eitt- hvað annað – skiptir ekki máli, því við Ásgeir erum og verðum æv- inlega þakklátir honum Matta okk- ar fyrir hvort tveggja – gefandi samfylgdina og dæturnar báðar. Meira en þetta getur enginn tengdapabbi gefið. Frábær maður er genginn. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Gunnar Ingi Gunnarsson. Matthías Bjarnason lést hinn 17. nóvember sl. í Lúxemborg, þar sem hann bjó hin síðari ár ásamt sam- býliskonu sinni Marianne Wulf. Matthías var vesturbæingur eins og frekast var hægt. Fæðingar- staður hans og uppeldisstaður var vestast á Vesturgötunni, og var leiksvæðið því að sjálfsögðu fjaran, höfnin og Örfirisey. Þar man ég fyrst eftir Matta þar sem hann fór yfirleitt í broddi fylkingar stráka, sem léku sér í ósnortinni náttúru. Þar var mikið um útgerð, trillubáta t.d. í Selvör sem var undan húsi Jóns Loftssonar, sem í dag er Nóa- túnsverslun. Karlarnir stunduðu hrognkelsaveiðar og skak og svona strákahópar gátu gert mikið gagn, við sjósetningu bátanna og löndun. Ég þekkti Matta ekki nema í sjón þá, ég var yngri og átti heima við Túngötuna sem var jaðargata þá og tún og móar úti á Seltjarnarnesi og kýr á beit og víða voru hænsni við hús. Það var rúmt um okkur alla og frelsið mikið á þessum ár- um. Þegar kreppan reið yfir heim- inn og mikil fátækt var á mörgum heimilum bæði hér heima og í öðr- um löndum, óvissa og milliríkjadeil- ur voru miklar. En þessar deilur enduðu með heimsstyrjöld sem barst hingað til lands og breskt herlið gekk hér á land 10. maí 1940. Með komu hersins skapaðist mikil vinna og á skömmum tíma voru flestir komnir í vinnu hjá Bretunum. Matti var stór miðað við jafnaldra sína og því fyrirhafnarlít- ið fyrir hann að fá vinnu. Miðað var við að strákar þyrftu að vera 16 ára til þess að vera hlutgengir í vinnu hjá Bretum, en algengt var að strákar segðust vera eldri en þeir voru til að fá vinnu. Þarna var breyting á, allt í einu höfðu allir nóg að gera og enginn leikaraskap- ur lengur. Ég veit ekki um skóla- göngu Matta, en það veit ég að hann varð vel enskumælandi á skömmum tíma í samskiptum við Bretana. Ég giftist Kristínu Magnúsdótt- ur frá Brekku í Langadal og systir hennar Margrét kom hingað til Reykjavíkur upp úr 1950. Ekki leið á löngu þar til hún kom í heimsókn til okkar með herra, og hver skyldi það nú hafa verið nema athafna- maðurinn Matthías Bjarnason. Hann var þá ásamt bróður sínum Brandi Bjarnasyni að byggja myndarlegt hús á sínum heimaslóð- um á Vesturgötunni. Það þarf ekki að orðlengja það að þau Margrét og Matti giftu sig og fluttu í sitt nýbyggða glæsilega hús og bjuggu þar. Þau eignuðust 4 börn, Jenný, Bjarna, Ernu og Jónas. Nú var komin stór fjölskylda og því nauðsynlegt að stækka húsnæð- ið. Réðust Matti og Magga því í það að byggja raðhús í Fossvogi. Var þar allt mjög vandað, þau voru einstaklega samhent hjónin að allt skyldi vera vandað og smekklegt og var Magga engin eftirbátur í því. Þau báru bæði gott skynbragð á hvað var vandað og hvað ekki. Matti var fjölhæfur og góður verk- maður og var lengst af hjá J. Þor- láksson og Norðmann bygginga- verslun. Þar setti hann sig inn í starfið og gat leiðbeint mönnum um hvað heppilegast væri að kaupa. Matti var skemmtilegur og sagði vel frá. Hann ferðaðist mikið og var flinkur veiðimaður. Margrét veiktist og lést fyrir 10 árum, langt um aldur fram. Matti var oft hjá dóttur sinni Jenný sem býr í Lúx- emborg, og þar kynntist hann Marianne Wulf sem misst hafði mann sinn. Þau höfðu greinilega gleði og styrk hvort af öðru. Þau ferðuðust mikið bæði hingað til lands og annað. Þau komu hér sl. sumar og höfðu þá verið hér við veiðar bæði í ám og sjó, Matti naut sín vel, þegar hann rakti ferðasög- una og Marianne var ánægð, enda veðurfar það besta hér sem elstu menn muna. Matthías var sannarlega eftir- minnilegur maður og mætti margt um hann segja, en ég læt hér stað- ar numið og við Kristín vottum börnum hans, barnabörnum og Marianne, sem missir góðan félaga, okkar dýpstu samúð. Ingvar Jónsson. Látinn er í Lúxemborg frændi minn og samstarfsmaður til margra ára, Matthías Bjarnason, 78 ára að aldri. Hann starfaði um langt árabil hjá fyrirtæki fjölskyldu minnar, J. Þorláksson & Norðmann hf., við út- keyrslu og afgreiðslustörf. Matth- ías kom til starfa hjá fyrirtækinu ungur að árum og starfaði þar lengst af. Ég minnist Matta, eins og hann var oftast kallaður, frá bernskuárum mínum. Fjölskylda mín bjó á hæðinni fyrir ofan J.Þ.& N í Bankastræti 11, og var leik- svæði mitt var gjarnan vöruport fyrirtækisins á baklóðinni. Þar voru miklir ævintýraheimar fyrir ungan strák, stórir kassar og tunn- ur sem breyttust í hús og hallir í hugarheimi barns. Portið var ekki með öllu hættulaust og minnist ég þá fyrst Matta, er hann hafði vök- ult auga með okkur strákunum í portinu og gætti þess að við færum okkur ekki að voða. Í minningunni eru margar skemmtilegar ferðir í vörubílnum með Matta og skemmtilegar frásagnir hans. Magnaðastar þóttu mér frásagnir hans frá stríðsárunum, enda sá tími í lífi Matta honum ákaflega hjart- fólginn. Á þeim árum upplifði hann ungur komu umheimsins til Íslands í formi hermanna, skipa og alls kyns búnaðar, sem íslensk ung- menni höfðu aldrei séð fyrr. Þeir sem þekktu Matta minnast þess hve léttur hann var í lund, brosmildur og greiðvikinn með af- brigðum. Fjölskylda mín stendur í mikilli þakkarskuld við Matta, þar sem hann var alltaf boðinn og bú- inn að leggja sitt lið í hverju því sem gera þurfti. Matti var sann- kallaður þúsundþjalasmiður, það var nánast ekkert handverk sem hann hafði ekki góð tök á. Leiftrandi frásagnargleði var einn af þeim þáttum í fari hans sem samferðamenn hans muna sérstak- lega. Hann hafði unun af því að segja frá því sem fyrir hann hafði borið á lífsleiðinni, hvort sem það voru frásagnir af ferðum hans með ms. Fold eða með Cargolux vítt og breitt um heiminn sem hann fór með tengdasyni sínum. Sem dæmi um frásagnargáfu Matta er mér minnisstætt þegar við fjölskyldan vorum eitt sinn stödd í Lúxemborg og ákváðum að heimsækja dóttur hans. Hún býr í litlum bæ í Móseldalnum og feng- um við leiðarlýsingu til þess að rata. Þegar við nálguðumst staðinn kannaðist ég við flest það sem fyrir augun bar og þekkti meira að segja húsið þeirra úr fjarlægð. Skýringin var sú, að Matti hafði svo oft sagt mér sögur af því þegar hann hjálp- aði til við byggingu hússins. Frá- sagnir hans voru svo ljóslifandi að maður þekkti staðinn án þess að hafa komið þangað áður. Frásagnir Matta voru jafnan jákvæðar og glettnar, en aldrei var hallað á nokkurn mann. Matti var mikill gæfumaður. Hann kvæntist Margréti Guðrúnu Magnúsdóttur 1952 og eignuðust þau fjögur glæsileg börn sem lifa foreldra sína. Guðrún lést fyrir réttum tíu árum. Síðar kynntist Matthías Marianne Wolf frá Þýska- landi og bjuggu þau saman í bæn- um Ehnen í Lúxemborg síðustu ár- in. Þau nutu þess að ferðast og fóru víða á þessum árum sínum saman. Þó að fundum okkar Matta hafi fækkað síðustu árin eftir að hann flutti út, þá hélst sambandið alltaf. Þegar hann kom til Íslands, nú síð- ast í ágúst, lét hann ekki hjá líða að koma við hjá mér og spyrja frétta af mér og mínum. Jafnframt hafði hann gjarnan meðferðis einhverja smáhluti, s.s. frímerki eða seðla frá Þýskalandi stríðsáranna, sem hann gaf mér. Þessir hlutir urðu oftar en ekki kveikjan að upprifjun atburða úr fortíðinni og sýnir manni hve hugleikinn honum þessi tími var. Fyrir nokkrum árum veiktist Matti alvarlega og þurfti hann að gangast undir margar erfiðar skurðaðgerðir. Þær tókust vel og hafði hann orð á því við mig síðar aðspurður um veikindi sín, að hann væri „meira skorinn en vel flakaður þorskur“. Þetta lýsir vel hve lund hans var létt, þrátt fyrir mótlæti erfiðra sjúkdóma. Ég kveð nú þennan kæra frænda minn og samstarfsmann með sökn- uðu og virðingu. Við Hrefna og synir okkar sendum fjölskyldu Matta innilegar samúðarkveðjur. Hjörtur Örn Hjartarson. MATTHÍAS BJARNASON Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.