Morgunblaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 47
* * * * ** * * * * * * ** *** * * * * * * Nýr og betriHverfisgötu ☎ 551 9000 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. B.i. 14 ára. * * * * * * * * * * * * www.regnboginn.is Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.15. B.i. 14 ára. Kvikmyndir.com  PoppTíví  Kolsvört jólagrínmynd með Billy Bob Thornton ... þú missir þig af hlári Billy Bob Thorton Bernie Mac Lauren Graham Billy Bob Thorton Bernie Mac Lauren Graham VINCE VAUGHN BEN STILLER Frá leikstjóra RUSH HOUR og RED DRAGON PIERCE BROSNAN SALMA HAYEK WOODY HARRELSON DON CHEADLE Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Ein besta spennu- og grínmynd ársins www.laugarasbio.is Kr. 500 Kapteinn skögultönntei s lt Sýnd kl. 6. Ísl. tal. M.M.J. Kvikmyndir.com  H.J. Mbl.  LÍF OG FJÖR Á SALTKRÁKU 2 EINGÖNGU SÝND UM HELGAR Kvikmyndir.is Ómar í Quarashi / DV Mbl  Frá leikstjóra RUSH HOUR og RED DRAGONPIERCE BROSNAN SALMA HAYEK WOODY HARRELSON DON CHEADLEEin besta spennu- og grínmynd ársins Jólaklúður Kranks TIM ALLEN JAMIE LEE CURTIS Sýnd kl. 5.45 og 8. Jólaklúður Kranks Jólamynd fjölskyldunnar Jólaklúður Kranks MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2004 47 ÞAÐ varð uppi fótur og fit á skrif- stofu Morgunblaðsins er Robertinos varð vart á göngunum. Tvær blaða- konur sáu sig tilneyddar að ganga upp að manninum og tilkynna hon- um um aðdáun þá sem þær höfðu á honum er þær voru yngri. Auk þess að segja honum að hann hefði verið sá sem þær ætluðu að giftast! Robertino var ekki brugðið. Hann brosti ljúfmannlega við yfirlýsing- unum og þakkaði kurteislega hólið. Greinilega vanur þessu. Þessi uppákoma er til marks um hversu gríðarlega vinsæll þessi ítalski söngvari varð í upphafi sjö- unda áratugarins. Robertino var þá rétt skriðinn yfir þrettán ára ald- urinn en átti eftir að selja plötur úti um allan heim í 56 milljónum ein- taka. Þessi tala var fáheyrð á þess- um tíma. Robertino ferðaðist á rétt rúmlega einu og hálfu ári út um gervalla heimsbyggðina og söng linnulaust á tónleikum. Kom hann m.a. til Íslands árið 1961 og söng á nokkrum tónleikum í Austurbæj- arbíói. Segja má að frami Robertinos hafi verið skjótur en skammvinnur en vinsældirnar voru engu að síður gríðarlegar. Í fyrra kom svo berlega í ljós að rödd Robertinos var geymd en ekki gleymd þegar Óttar Felix Hauksson réðst í það verkefni að láta endurhljómjafna helstu smelli hans og gefa út á plötu. Rauk hún beint í gull og Robertinofár reið yfir landið á nýjan leik. Ekki nóg með það heldur hefur Óttari tekist að selja plötuna áfram til landa sem voru helsta athafnasvæði Robert- inos á sínum tíma en einnig til nýrra svæða, meira að segja til Kína! Í tilefni af útkomu nýrrar safn- plötu með Robertino, sem kallast Romantica, ákvað útgefandinn að fá Robertino til landsins og mun hann troða upp í Austurbæ í kvöld ásamt hljómsveit Pino Marcucci en hann hefur stjórnað og útsett fyrir m.a. José Carreras og Placido Domingo og samið yfir 2000 lög og eitthvað um sextíu stykki fyrir Robertino. Líkara gríni Robertino er „Ítalalegur“ mjög að sjá, í brúnum rykkfrakka og í forláta slönguskinnsskóm. Og þrátt fyrir að hafa þykknað um belti staf- ar af honum áreynslulaus sjarmi. Hann segir ekki mikið, Marcucci hefur oft orð fyrir honum og túlkar spurningarnar fyrir hann er þurfa þykir. Óforvarandis ryður Robert- ino stundum út úr sér ítölskunni er hann er spurður einhvers og þá snarar Marcucci yfir á ensku jafn- óðum. Robertino og Marcucci rifja upp í sameiningu hverja hann hafi verið að kljást við um toppsætin í gamla daga. „Elvis, Cliff Richard, Pat Boone, Nana Mouskouri, Paul Anka, Neil Sedaka …,“ heyrist m.a. í belg og biðu. „Ég var heppinn,“ lýsir Robertino svo yfir. „Ég var tólf ára þegar ég var uppgötvaður.“ Hann gerir þó lítið úr því að þessi skyndilega heimsfrægð hafi farið illa með hann. „Þetta var líkara gríni fyrir mér. Ég var svo ungur að ég áttaði mig ekki almennilega á þessu. Mér var bara sagt: „Farðu þangað, komdu hingað, syngdu þarna …“.“ Hann rifjar upp að hann hafi ver- ið farinn að syngja þrenna tónleika á dag á tímabili. „Pabbi minn heimtaði einhverju sinni að ég fengi nú frí, einn dag í viku. Ég var orðinn lúinn. Þá var bara sagt: „Jæja, þá bara setjum við fleiri tónleika á hvern dag.“ Ég þorði auðvitað lítið að skipta mér af þessu. Ég hafði auðvitað ekkert peningavit, hafði engan tíma til að spá í það. Ég var að upplifa allan heiminn á örskömmum tíma.“ Robertino náði hvað mestri frægð í Rússlandi en þangað kom hann samt aldrei ungur. Í dag er hins vegar nóg að gera þar og rifjar Ro- bertino upp að milljónamæringar þaðan hafi látið senda eftir honum með einkaþotu og hafi hann sungið þrjú lög á einhverju hóteli fyrir fúlgur fjár. Gestgjafinn varð meira að segja svo glaður að hann gaf Ro- bertino hest og gullúr í þakklæt- isskyni en Robertino er mikill hestamaður. Robertino hristir hausinn og dæs- ir yfir þessu. Gamalt og gott Áður en heimsfrægðin bankaði upp á var Robertino brauðsendill í Róm. Hann átti sjö systkini og fjöl- skylda hans lapti dauðann úr skel en faðir hans var óvinnufær eftir bakmeiðsli. Frægð Robertinos átti hins vegar eftir að snúa gæfunni heldur betur fjölskyldunni í vil. Robertino segist hafa verið syngj- andi frá blautu barnsbeini en þegar hann var níu ára komst hann í kynni við söngkennarann Tito Schipa og breytti það lífi hans. „Hann var voðalega hrifinn af mér og þegar ég hitti hann í fyrsta skipti söng ég fyrir hann vöggu- vísuna „Nina Nana“ (og Robertino gefur smáforsmekk að kvöldinu og syngur brot úr laginu fyrir blaða- mann).“ Robertino segist hafa orðið hissa þegar hann frétti af góðu gengi safndisksins hér á landi og sér- staklega að fólk hafi munað eftir honum hér. „Mér fannst þetta fyndið. Ég er auðvitað mjög ánægður með þetta og platan er flott, vel frá henni gengið.“ Robertino er þéttbókaður fram að áramótum. Spurður um efniskrá kvöldsins segir hann: „Þetta verður samsafn af slög- urunum mínum og öðrum þekktum ítölskum lögum. Einhver lög líka sem Sinatra og Mario Lanza gerðu vinsæl. Svo ætla ég að syngja „White Christmas“. Ég ætla gefa fólkinu það sem það vill, það verða engin óþekkt lög þarna, bara gömul og góð lög sem fólk þekkir.“ Tónlist | Robertino syngur í Austurbæ í kvöld Með heiminn að fótum sér … Morgunblaðið/Jim Smart Robertino og Pino Marcucci eru jafnaldrar og hafa starfað saman að ýmsum verkefnum í gegnum tíðina. Tónleikar Robertinos hefjast klukkan 20.30. Miða er hægt að nálgast í Bókabúð Máls og menn- ingar á Laugavegi 18, á www.midi- .is og í Austurbæ. arnart@mbl.is Ítalski söngvarinn Ro- bertino heillaði heims- byggðina barnungur fyrir rúmlega fjörutíu árum með engiltærum söng sínum. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við Robertino vegna endurkomu hans til Íslands – fjörutíu og þremur ár- um eftir að hann söng sig inn í hjörtu þjóð- arinnar. MYNDBANDSUPPTAKA, þar sem Díana prinsessa af Wales talar hisp- urslaust um barnæsku sína, hjóna- band og bresku konungsfjölskyld- una, hefur verið sýnd í bandarísku sjónvarpi, að því er fram kemur í frétt BBC. Þátturinn var settur saman úr upptökum sem gerðar voru með óopinberum hætti af Peter Settel- en, talþjálfara Díönu. Á þeim ræðir Díana um óhamingjusama æsku sína, um það hvernig hún og Karl Bretaprins kynntust og samskipti hennar við drottninguna. Peter Hunt, fréttamaður BBC sem fæst við mál konungsfjölskyld- unnar, sagði að upptökurnar hefðu verið gerðar eftir að hjónaband prinsessunnar fór út um þúfur. Þær hefðu verið gerðar í einrúmi og Díana hefði aldrei gert ráð fyrir að þær yrðu birtar. Hunt sagði jafn- framt að engar nýjar upplýsingar kæmu fram á upptökunum. Lundúnalögreglan lagði hald á upptökurnar árið 2001 en þá var Paul Butler, fyrrum þjónn Díönu, sakaður um að hafa stolið verðmæt- um úr eigu hennar. Upptökurnar voru hins vegar ekki notaðar við réttarhöldin og að þeim loknum var upptökunum skilað til Settelen. Rifrildi foreldra Á myndbandinu ræðir Díana meðal annars um „óhamingjusama“ æsku sína. Hún greinir frá rifrild- um foreldra sinna og því að hún hafi verið nefnd „sú feita.“ Annars staðar á myndbandinu ræðir hún fund sinn við Breta- drottningu þar sem þær ræddu um samband manns Díönu við Camillu Parker Bowles. Þegar Díana spurði hana hvað hún ætti að gera, segir hún að drottningin hafi svarað: „Ég veit ekki hvað þú getur gert – Charles er vonlaus.“ Díana prinsessa. Fólk í fréttum | Upp- lýsandi myndbandsupp- tökur sýndar í sjónvarpi Díana átti „óhamingju- sama“ æsku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.