Morgunblaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2004 43 MENNING LJÓÐABÓKIN Á leiðinni er 3. bók Sigurðar Skúlasonar, sem getið hef- ur sér gott orð sem leikari. Í þessari bók blandast per- sónur saman, slitna sundur, villast og týnast og finnast. Helsti kostur bókarinnar er einlæg áhersla á hið jákvæða í til- verunni. Það skýtur því skökku við að fyrsta ljóð bókarinnar skuli fjalla um dreng sem „fékk ekki þá ást sem hann þurfti“ og lýsir mannfólkinu sem einhverslags ástlausum sál- arlausum maskínum sem dreng- urinn þarf að reyna að losna við. Hann reynir að „blinda sig með hug- arorkunni einni saman“. Út af fyrir sig er þetta ljóð, ásamt Palli var eitt með heiminum, það besta í bókinni, í krafti þess að í því er dramatísk spenna – en hins vegar lýsir það fá- dæma mannhatri, sem mætti þó – allavega fyrir kurteisi sakir – ætla að höfundur hafi búið til af fullum vilja. Ljóðið Palli var eitt með heim- inum er líka nokkuð lunkið, þar sem Palli er „eitt með öllu“ og „blekk- ingin“ er frá – og svo lýsir Palli því yfir að það sé engin þörf á að „dúndrast inn í nirvana“. En það að vera „eitt með heiminum“ er alls ekki svo slæm útskýring á hinu búddíska ástandi nirvana – og þann- ig minnir yfirlýsing Palla á mót- sagnakennd kóan-ljóð Zen-búddista. Þetta ljóð er því þannig ólíkt mörg- um öðrum í bókinni að það hefur til að bera myndmál sem hægt er að setja fótinn í eða umfaðma, allt eftir því hvort lesandinn kýs. Ljóðin Við deyjum öll á Gaza og Innsta ósk hryðjuverkamannsins virðast við fyrstu sýn stórpólitískar yfirlýsingar, eins og höfundur ætli aldeilis að leggja orð í belg. En síðan kemur í ljós að ljóðin setja fram svo einfeldningslega mynd af hryðju- verkamönnum að hvergi verður á snert, þó þau minni kannski í ein- feldni sinni á það hversu hæpið er að skilja fjarlægar deilur, og þá sem eru tilbúnir til að deyja til að drepa aðra í nafni einhvers málstaðar. Og hversu auðvelt er að falla í þá hættu- legu gryfju að ofureinfalda hlutina, sjóða þá niður í einhvers konar „sannleika“ – hvort sem það var ætl- un höfundar eða hans eigin einfeldni að verki. Satt best að segja verður þetta allt voðalega loftkennt hjá Sigurði, og maður saknar sterkari mynda. Vandamálið við ljóð sem eru þetta fínleg, sem svífa svona snerting- arlaust um, er að höfundur fríar sig að miklu leyti frá því að segja nokk- uð. Ljóð sem svífa – frekar en að fljúga – eru stefnulaus, og svo opin fyrir túlkunum að þau gætu þýtt næstum hvað sem er. Þetta getur verið kostur í ljóðabókum sem born- ar eru uppi af kraftmiklu myndmáli, mótsögnum eða dramatískri spennu, en því er því miður ekki til að dreifa í þessari bók. Sigurður fer á mikið flug, en með sjálfshjálparkenndu málfari virka ljóðin meira eins og karamellubréf sem fýkur yfir rusla- haug, en tignarlegir fálkar. BÆKUR Ljóð Sigurður Skúlason. Útg. Salka 2004 Á leiðinni Sigurður Skúlason Eiríkur Örn Norðdahl Svif án snertingar 101 hollráð er falleg, yfirveguð bók, prentuð á vandaðan pappír, með mynd á forsíðu sem verkar róandi og svo er bókin í smáu broti, tæplega A5, sem gerir hana þægilega í hendi. Jafnvel hægt að stinga henni í töskuna sína. Hún er skrifuð til þess að hafa áhrif á þig, lesandi góður, og hjálpa þér til að losna við óæskileg kíló með því að hefja nýtt líf. Vilji er allt sem þarf! Og á hverju skyldi nú þetta nýja líf byggjast? Jú, á meiri sjálfsvirðingu, hollari fæðu, reglulegri máltíðum, heilbrigðari svefni, meiri hreyfingu, drekka 2 lítra af vatni á dag … hefurðu heyrt þetta áður? Allt hefur þetta margoft komið fram í bókum, útvarpserindum, sjón- varpsþáttum, kvikmyndum og hjá fagfólki af ýmsu tagi en þrátt fyrir það léttist fólk því miður ekki, nema þá kannski lystarstolssjúklingarnir, illu heilli. Almenningur á Vestur- löndum heldur áfram að þyngjast sem aldrei fyrr og ekki sér enn fyrir endann á þeim ósköpum. Líkast til er það eina sem gæti dugað einhvers konar vitundarvakning meðal fólks, breytt hegðun, önnur sýn. Það gildir hið sama með þessa sjálfshjálparbók og svo ótal margar aðrar sem ég hef lesið, að uppskrift- ina að því að bæta heilsuna má vel finna í henni. Megnið af því sem tekið er fyrir í 101 hollráði er satt og rétt frá mínum bæjardyrum séð. Það góða við bókina er að Victoria Moran gengur ekki út frá því að það sé með skyndiáhlaupi og patent lausnum hægt fyrir þann sem er of þungur að komast í kjörþyngd heldur gerir hún sér grein fyrir því að líkami og sál eru eitt. Þess vegna þarf fólk að vera sátt við sjálft sig eins og það er og koma fram við sig af þeirri virðingu sem það á skilið. Sértu ekki sátt/sáttur við þig þá lifirðu lífinu kannski ekki til fulls og ef þú lifir ekki til fulls þá þarftu að bæta þér það upp með ein- hverju öðru (svo sem því að borða of mikið). Gott og vel. Það að vera of þung getur verið til óþæginda, slæmt fyrir heilsuna og verið merki um hömluleysi, kæru- leysi, græðgi eða jafnvel andlega van- líðan. Hver sem ástæðan er blasir við að megrunarkúrar eru ekki svarið heldur það að takast á við grunn- vandamálið. Höfundur leggur mikla áherzlu á að fólk hætti að fara í megr- unarkúra, eða sveltikúra eins og þeir eru líka kallaðir, með þeim rökum að þeir séu niðurdrepandi og hafi öfug áhrif. Við svelti fái líkaminn þau skilaboð að hungursneyð sé yfirvof- andi og fari því að nýta hverja dýr- mæta hitaeiningu og við söfnum forða (bls. 34). Betra sé að borða þrjár máltíðir á dag og huga vel að fæðunni því hún þarf að vera holl, fal- leg og bragðgóð, meira að segja betra að maður hafi ræktað eitthvað af henni sjálfur. Sammála. Þá sé gott að maður hreyfi sig reglulega og klæði sig í eins falleg föt og maður getur. Bíði með hvorugt þar til 5 kíló eða 10 eru farin því þá verður það kannski um seinan. Mér finnst það ágæt ábending hjá Victoriu Moran að það sé jafnfráleitt að við eigum allar að vera í laginu eins og ofurfyrirsætur og að ætlast til að við höfum greindarvísitölu Alberts Einsteins. Ef stærðfræðireglur væru eins hátt metnar og tízka myndum við harma það hve heimsk við værum í stað þess að væla yfir því hvað lærin séu feit og slöpp. Með greindarvísitölu eins og Einstein? BÆKUR Lífstíll Höfundur: Victoria Moran Þýðandi: Anna María Hilmarsdóttir, 258 (litlar) bls. Útgefandi: Salka Reykjavík 2004. 101 hollráð Katrín Fjeldsted VINAFÉLAG Sinfóníuhljómsveitar Íslands gengst fyrir samverustund og tónleikakynningu fyrir sinfóníu- tónleika í Sunnusal Hótels Sögu á morgun. Þar mun Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur kynna efnisskrá sinfóníutónleika kvöldsins, en flutt verða verk eftir vin- ina og barokkmeistarana Johann Sebastian Bach og Georg Philipp Telemann. Kynningin hefst kl. 18.30, en samverustund Vinafélagsins byrjar hálftíma fyrr og þá er framreidd súpa og brauð. Verð er kr. 1000 og eru allir velkomnir. Árni Heimir mun að þessu sinni kynna söng- og hljóm- sveitarverk eftir tvö af merkustu tónskáldum átjándu aldar, en meðal verka á efnisskrá tónleikanna er hið stór- fenglega Magnificat Bachs og skemmtileg vatnamúsík eftir Telemann, Hamburger Ebb und Fluht. Árni, sem einnig er kennari við Listaháskóla Íslands, segir fræðsluna hafa hafist fyrir nokkrum árum. „Ég hef verið með þetta síðan í fyrrahaust. Þetta er svona sam- verustund þar sem fólk kemur saman og fær sér brauð og súpu á Hótel Sögu. Síðan er ég með kynningar á verk- unum sem verða flutt, segi frá sögunni á bak við þau og spila tóndæmi og reyni að útskýra hvað er að gerast og hverju fólk má eiga von á á tónleikunum,“ segir Árni. „Ef marka má viðbrögð þeirra sem hafa komið er ekki nokk- ur vafi á því að þetta hjálpar fólki að njóta tónlistarinnar. Ég held að fólki finnist ánægjulegt að eiga kost á því að koma saman og hita sig upp fyrir tónleika, að skerpa eyru og huga til að taka á móti tónlistinni.“ Samverustundin fyrir tónleika morgundagsins hefst kl. 18 en kynning Árna Heimis hefst kl. 18.30. Árni segir gesti Sinfóníuhljómsveitarinnar geta átt von á dálítið óvenjulegum tónleikum. „Sinfóníuhljómsveitin hefur ekki sérstaklega lagt sig eftir því að spila tónlist frá bar- okktímanum,“ segir Árni. „Hún hefur meira einbeitt sér að seinni tímabilum sögunnar og á undanförnum áratug- um hefur orðið ákveðin hefð að flytja barokktónlist, þar sem er reynt að nálgast þann spilamáta sem tíðkaðist á þeim tímam. Og núna hefur hljómsveitin fengið stjórn- anda sem er sérfræðingur í gamalli tónlist og hvernig á að flytja hana, þannig að þetta er í fyrsta skipti svo ég viti að hljómsveitin gerir þessa tilraun að breyta sér í barokkhljómsveit, svo hún hljómar talsvert öðruvísi núna heldur en hún gerir yfirleitt.“ Morgunblaðið/Jim Smart Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur er leið- sögumaður vina Sinfóníuhljómsveitarinnar. Tónlist | Tónleikakynning Sinfóníuhljómsveitarinnar Fyrsta tilraun til barokkflutnings Félagsstarf Aflagrandi 40 | Jóga kl. 10, línudans kl. 11, postulínsmálun kl. 13, baðþjón- usta þriðju-, fimmtu- og föstudaga. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, al- menn handavinna, glerlist, bridge/vist, fótaaðgerð. Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og dag- blöð, kl. 9–14 baðþjónusta, kl. 9–16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 10–11 sam- verustund, kl. 11.15–12.15 matur, kl. 14 félagsvist, kl. 14.30–15.30 kaffi. FEBÁ, Álftanesi | Bingó. Helga Ólafs- dóttir (Veturliðasonar) syngur einsöng við undirleik Sigrúnar organista. Kaffi- veitingar. Félag eldri borgara, Reykjavík | Sam- félagið í nærmynd kl. 11 þáttur um mál- efni eldri borgara á RUV. Síðdegisdans í dag kl. 14–16, húsið opnað kl. 13.30, Guðmundur Haukur leikur. Kaffi og terta. Síðasti dansinn fyrir jól. Söng- félag FEB, kóræfing kl. 17. Félag kennara á eftirlaunum | Tölvu- starfið hefst kl. 16.20 í stofu V23 í Ár- múlaskóla. Öll tölvuvandræði tekin til athugunar. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Kvennaleikfimi kl. 9.15, 10.05 og 11, glerskurður kl. 13, postulínsmálun kl. 16, bridge og handavinnuhorn í Garða- bergi kl. 13. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar. Ártúnsskóli býður í heimsókn á Þjóðernisdagskrá, lagt af stað frá Gerðubergi kl. 9.45, allir vel- komnir, akstur og veitingar í boði. Frá hádegi spilasalur opinn. Kl. 14.30 kór- æfing. S. 575 7720. Furugerði 1 | Kl. 9, aðstoð við böðun og bókband, kl. 13 leikfimi, í kvöld kl. 19.30 kemur Álafosskórinn í heimsókn og syngur jólalög. Hraunbær 105 | Kl. 9 almenn handa- vinna, bútasaumur, útskurður, hár- greiðsla, kl. 10 fótaaðgerð, kl. 11 banki, kl. 12 hádegismatur, kl. 13 brids, kl. 15 kaffi. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa kl. 9–15, jóga kl.9–12, samverustund kl. 10.30, jólabingó kl. 14, góðir vinningar, kaffi og meðlæti, námskeið í myndlist kl. 15–18, böðun virka daga fyrir há- degi. Fótaaðgerðir, hársnyrting. Hæðargarður 31 | Listasmiðja, postu- línsmálun, frjálst. Betri stofan opnuð kl. 10 árdegis. Myndlistarsýning Gerð- ar Sigfúsdóttur. Brynhildur Björns- dóttir syngur við píanóundirleik. Kveikt á og dansað í kringum jólatré í Listigarði Hæðargarðs með börnum af Leikskólanum Jörfa. Jóladrykkir og piparkökur. Norðurbrún 1, | Kl. 9–16.30 opin vinnustofa, kl. 9 smiði, kl. 13 banka- þjónusta fyrsta miðvikudag í mánuði kl. 14 félagsvist, kaffi, verðlaun. Sjálfsbjörg | Félagsvist í kvöld kl. 19.30. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–16 myndmennt, kl. 10–12 sund (Hrafnistulaug), kl. 10.15–11.45 spænska, kl. 11.45–12.45 hádegisverður, kl. 12.15–14 versl- unarferð í Bónus Holtagörðum, kl. 13– 14 spurt og spjallað, kl. 13–16 tréskurð- ur, kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Jóla- bingó kl. 13, súkkulaði með rjóma og rjómaterta í kaffitímanum. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, bókband og hárgreiðsla, kl. 9 fótaaðgerðir, kl. 9.30, morgunstund með séra Sigurði Pálssyni, kl. 10, handmennt almenn, kl. 9 til 16 kóræf- ing kl. 13. Bónusferð kl. 12.30. Íbúar í Mosfellsbæ | 60 ára og eldri! Jólaskemmtun verður í Hlégarði 2. des. kl. 19. Jólahlaðborð, söngur, dans, tískusýning og færeyskir dansar. Miða- verð kr. 3.700. Velkomið er að taka með sér gesti. Sala aðgöngumiða er hjá Svanhildi í Dvalarh. Hlaðhömrum kl. 13–15. Sími 586 8014 e.h. og GSM 692 0814. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Mömmumorgunn kl. 10–12. Opið hús, kaffi og spjall. – Kirkjuprakkarar kl. 15.30–16.30. Árbæjarkirkja | Kyrrðarstund í hádeg- inu. Íhugun, fyrirbænir og alt- arisganga. Súpa og brauð í safn- aðarheimilinu gegn vægu gjaldi. Foreldramorgnar kl. 10–12. Samvera, spjall, fræðsla, helgistund og söngur. Breiðholtskirkja | Kyrrðarstundir alla miðvikudaga kl. 12. Tónlist – fyr- irbænastund. Léttur málsverður eftir stundina. Kirkjuprakkarar kl. 16.30, TTT kl. 17.30. Æskulýðsfélag KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Bústaðakirkja | Starf aldraðra í Bú- staðakirkju. Samverur okkar eru á miðvikudögum frá kl. 13. Við spilum, föndrum og erum með handavinnu. Um klukkan 15 er kaffi og þá kemur alltaf einhver gestur með fróðleik eða skemmtiefni. Efni: Óvæntur gestur. Digraneskirkja | Barnastarf 6–9 ára kl 17.15–18 á neðri hæð.www. digra- neskirkja.is Fríkirkjan Kefas | Bænastund kl. 20.30. Allir eru hjartanlega velkomnir. Garðasókn | Foreldramorgnar hvern miðvikudag kl. 10 til 12. Fyrirlestur mánaðarlega. Gott tækifæri fyrir mömmur og börn að hittast og kynn- ast Allir velkomnir, pabbar og mömmur, afar og ömmur. Alltaf heitt á könnuni. Grafarvogskirkja | Kyrrðarstund í há- degi kl. 12. Altarisganga og fyrirbænir. Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Prest- ar safnaðarins þjóna fyrir altari, org- elleikari Hörður Bragason Grensáskirkja | Samverur eldri borg- ara í Grensáskirkju eru hvern miðviku- dag kl. 14–15.30. Kvenfélag Grens- ássóknar annast kaffið. Hallgrímskirkja | Starf með öldruðum alla þriðjudaga og föstudaga kl. 11–15. Súpa, leikfimi, kaffi og spjall. Háteigskirkja | Foreldrar, gamlir og nýir, sem hafa stundað foreldra- morgna í Háteigskirkju, ætla að hittast í Setrinu 2. des. kl. 20. Ætlunin er að hittast fyrsta fimmtudag hvers mán- aðar í framtíðinni. Sjáumst. Hjallakirkja | Fjölskyldumorgnar eru í Hjallakirkju á miðvikudögum kl. 10–12. Tíu til tólf ára starf á miðvikudögum kl. 16.30–17.30. Kristniboðssalurinn | Samkoma kl. 20. „Þorsti eftir Guði“. Sálmur 42, ræðumaður: Birna G. Jónsdóttir. Ein- söngur: Árni Gunnarsson. Kaffiveit- ingar eftir fundinn, allir velkomnir. Laugarneskirkja | Kl. 10 Mömmu- morgunn. Kl. 10.30 Gönguhópurinn Sólarmegin leggur af stað frá kirkju- dyrum alla miðvikudagsmorgna. Kl. 14.10–15.30 Kirkjuprakkarar. (1.– 4. bekkur) Kl. 16.15 T.T.T. (5. – 7. bekkur) Kl. 19 Fermingar-Alfa. 20.30 Unglinga- kvöld Laugarneskirkju. Neskirkja | Foreldramorgnar kl. 10. Börn og bænir. Dr. Sigurður Árni Þórð- arson. Fyrirbænamessa kl. 12.15. Prestur dr. Sigurður Árni Þórðarson. Opið hús kl. 13. Íslendingar og víkingar í nútíð. Gestir Þórarinn Eldjárn rithöf- undur, sem segir frá m.a. sinni nýju bók um baróninn á Hvítárvöllum og Guðmundur K. Magnússon prófessor, sem ræðir um hinar nýju víkingaferðir Íslendinga erlendis. Umsjón sr. Sig- urður Árni Þórðarson. Hátíðarkaffi. 7 ára starf kl. 14.30. Njarðvíkurprestakall | Spilakvöld aldraðra og öryrkja í Ytri-Njarðvík- urkirkju á fimmtudagskvöldum kl. 20. Umsjón hafa Lionsklúbbur Njarðvíkur, starfsfólk kirkjunnar og sóknar- prestur. Staður og stund http://www.mbl.is/sos DAGBÓK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.