Morgunblaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 48
heiti óvenjulegum nöfnum. Demi Moore og Bruce
Willis eru foreldrar Rumer Glenn, Scout LaRue og
Tallulah Belle. Gwyneth Paltrow og Chris Martin
eignuðust Apple nýlega, Erykah Badu á barnið
Puma, Sylvester Stallone á börnin Sage Moonblood
og Sistine Rose. John Travolta og Kelly Preston
gáfu drengnum sínum nafnið Jett og yngsta
barn Christie Brinkley er stelpa sem heitir
Sailor. Listinn er mun lengri en áður en
numið er staðar verður að minnast á tvö
af frægari nöfnunum; Michael heitinn
Hutchence kallaði dóttur sína Heav-
enly Hiraani Tiger Lily og Bob
Geldof datt í hug að kalla dóttur sína
Fifi Trixabelle.
Farhi ræðir við sálfræðinginn
Cleveland Kent Evans, sem hef-
ur rannsakað nöfn og sam-
félagsleg áhrif þeirra. Evans
segir að nafngiftin sé oft gerð
til að efla sjálfan sig fremur
en barnið. „Þessi nöfn koma
ekki frá fræga fólkinu al-
mennt heldur skapandi
dægurstjörnum, eða því
frægu fólki sem vill að al-
menningur telji það vera
skapandi. Það eru tónlist-
armenn og leikarar og
stundum listamenn, sem
nefna börnin sín sérstökum
nöfnum. Stjórnmálamenn
og íþróttafólk virðist ekki
vera eins ákaft að gefa börn-
um sínum nöfn af þessu
tagi.“
DÁLKAHÖFUNDAR í Bandaríkjunum hafa margir
velt sér upp úr nafngift Juliu Roberts á tvíburunum,
Phinneaus og Hazel, sem hún ól í heiminn fyrir
þremur dögum. Börnin bera millinöfnin Walter og
Patricia eftir foreldrum Juliu og þykir hún hafa það
sér til málsbóta þó að flestir séu forviða yfir fyrstu
nöfnum barnanna. „Ef hún hefði nefnt hann Marlon
skildum við það. En það er ljóst að við eigum ekkert
að skilja þetta,“ segir Laura Berman hjá The Detroit
News.
„Hazel er nafn sem hefur vart verið gefið börn-
um síðan á fimmta áratug síðustu aldar en er
nafn fjölda amma og langamma. Nafnið er
næstum eins mikið úr tísku og Phinneaus,“ seg-
ir hún og bætir við að nafnið sé „andsnúið
glamúr“ og „ókynþokkafullt“, ekki síst vegna
sjónvarpspersónu með þessu nafni, sem
Shirley Booth lék.
Berman skrifar að nafngiftin sanni völd
móðurinnar þegar hún reynir að svara spurn-
ingunni af hverju þessi nöfn urðu fyrir val-
inu. „Kannski er það af því þú ert svo með-
vituð um eigin völd sem táknmynd glamúrs
að jafnvel óskáldlegustu nöfn breytast um-
svifalaust eftir að þú notar þau.“
Skapandi nöfn?
Paul Farhi hjá The Washington Post
skrifar að Hazel sé mjög gamaldags og
líkist nöfnum á borð við Bertha, Gladys
og Mildred. „Phinnaeus er ennþá meira
gamaldags, eins og í Gamla testament-
inu, gamaldags og jafnvel enn sjald-
gæfara en önnur nöfn úr Gamla testa-
mentinu á borð við Methuselah og
Obadiah.“
Það er ekkert nýtt að börn fræga fólksins
48 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Richard Gere Jennifer Lopez Susan Sarandon
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10.
Shall we Dance?
SETH GREEN MATTHEW LILLARD DAX SHEPARD
KRINGLAN
Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. B.i. 12 ára.
Frá leikstjóra Mr Deeds kemur
gamanmynd sem fær þig til að
missa það algjörlega.
Fór beint á toppinn í USA
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 12 ára.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. B.i. 12 ára.
Engar tæknibrellur og raunverulegir hákarlar gera
OPEN WATER að mögnuðustu spennumynd síðari ára!
Engar tæknibrellur og raunverulegir hákarlar gera
OPEN WATER að mögnuðustu spennumynd síðari ára!
"Snilldarþriller!
Skuggalega hrollvekjandi!"
- Variety
"Nístir inn að beini!"
- Elle
"Upplifun! Meiriháttar!"
- Leonard Maltin
ill ill !
l ll j i!
- ri ty
í i i i i!
- ll
lif ! i i !
- r lti
"Snilldarþriller!
Skuggalega hrollvekjandi!"
- Variety
"Nístir inn að beini!"
- Elle
"Upplifun! Meiriháttar!"
- Leonard Maltin
i
ll
lti
BLANCHARD RYAN DANIEL TRAVIS
BLANCHARD RYAN DANIEL TRAVIS
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.15.
Sýnd kl. 9.10.
L´affaire Marcorelle
(Marcorelle málið)
sýnd kl. 6.
Inspecteur Lavardin
sýnd kl. 8
Scénes de Crimes
(Glæpavettvangur)
sýnd kl. 10.
Miðaverð 700 krónur. Keyptu þér passa sem gildir á allar 8
myndirnar á 2200 krónur. Allar myndir m. enskum texta.
S.V. Mbl.
Forsýning í kvöld
kl. 19 með
ensku tali
SÍÐAN í sumar hafa verið haldin
Spunakvöld reglulega í salarkynnum
Klink og Bank. Fara þau fram fyrsta
miðvikudaginn í mánuði hverjum.
Skipuleggjendur kvöldanna eru þeir
Magnús Jensson (Maggi I.N.R.I.) og
Gunnar Grímsson en þeir skipulögðu
áþekkar uppákomur fyrir rúmum tíu
árum síðan.
Markmið kvöldanna er einfalt, að
kynna og stuðla að almennum spuna.
Öllum er frjálst að taka þátt í þeim og
er aðgangur ókeypis.
Magnús segir að nýju kvöldin
byggist á sömu hugmyndafræði og
gömlu spunakvöldin og hann leggur
áherslu á að allar listgreinar rúmist á
kvöldunum.
„Fólk hefur algerlega frjálsar
hendur með hvað það gerir,“ útskýrir
Gunnar. „Við erum með undirbún-
ingsfundi samdægurs. Þar förum við
yfir tímarammann og svoleiðis. Fólk
tilkynnir þar hvað það ætlar að vera
lengi, ef það þarf klukkustund þá fær
það klukkustund.“
Óvissan stýrir kvöldunum og aldr-
ei er tilkynnt fyrirfram hverjir taka
þátt í þeim en bæði þekktir og
óþekktir tónlistarmenn, innlendir
sem erlendir, hafa tekið þátt í kvöld-
unum. Kvöldið snýst um spunann –
augnablikið eins og Gunnar orðar
það.
Þeir félagar halda þétt á spöð-
unum hvað Spunakvöldin varðar,
upplýsingar er t.d. hægt að nálgast á
vefsíðunni where.is/spuni/ og á
kvöldunum er allt tekið upp og mögu-
lega verður eitthvað gefið út á næst-
unni. Þeir félagar eru auk þess búnir
að setja á stofn Stoðtækjasafn Spuna
og bjóða öllum sem áhuga hafa að
láta tæki af hendi rakna í safnið, í
hvaða ásigkomulagi sem þau kunna
að vera.
Næsta Spunakvöld er í kvöld og
hefst klukkan 21 en undirbúnings-
fundurinn er klukkan 18.
Tónlist | Spuni í Klink og Bank
Þegar það gerist
Morgunblaðið/Golli
Menn augnabliksins: Gunnar
Grímsson og Magnús Jensson eru
skipuleggjendur Spunakvöldanna.
Fólk | Roberts þykir hafa valið hallærisleg nöfn á tvíburana
Reuters
Af hverju Phinn-
eaus og Hazel?
Óskarsverðlaunaleikkonan
Julia Roberts valdi allt annað
en glamúrleg nöfn á börnin
sín tvö, sem hún eignaðist
með kvikmyndatökumann-
inum Daniel Moder.
where.is/spuni/