Morgunblaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 3
Fullveldiskaka íslensku þjóðarinnar er komin í bakaríin okkar ALLTAF NÝBAKAÐ - ALLTAF FERSKT - ALLTAF LJÚFFENGT Icelandair er samstarfsaðili Veljum íslenskt - og allir vinna. LANDSÁTAKIÐ VELJUM ÍSLENSKT - OG ALLIR VINNA Í BAKARÍUM TIL JÓLA Til hamingju með daginn kæru landsmenn! VERÐUR ÞÚ DREGINN ÚT Í DAG? RISALUKKUPOTTUR Á ÞORLÁKSMESSU Við bjóðum landsmönnum að taka þátt í glæsilegum landsleik bakara og lands- átaksins Veljum íslenskt - og allir vinna í bakaríum okkar um land allt. Viðskiptavinum, sem velja íslenskt, býðst að skrifa nafn sitt og símanúmer aftan á kassakvittunina og stinga henni í lukkubox í viðkomandi bakaríi. Glæsilegar gjafakörfur í vinning í hverju bakaríi á hverjum degi. BRJÓTUM BRAUÐ UM JÓLIN Alla daga fram að jólum bjóðum við nýbökuð brauð, smákökur, lagtertur, laufabrauð, ávaxtakökur, jólabrauð, piparkökuskreytingar og margt fleira. Að auki fá viðskiptavinir óvæntan glaðning í boði landsátaksins meðan birgðir endast. Allir þátttakendur í landsleiknum hafna í risalukkupotti þar sem 30 heppnir Íslendingar hljóta veglega vinninga frá íslenskum framleiðendum, gullsmiðum, snyrtistofum og fleiri fyrirtækjum innan SI. Að auki hreppa tveir heppnir Íslendingar veglegan ferðavinning fyrir tvo á áfangastað Icelandair að eigin vali. Fullveldiskakan fæst aðeins í bakaríum innan Landssambands bakarameistara. Gættu að merkinu okkar á þínu bakaríi! FÖGNUM FULLVELDI ÍSLENDINGA 1. DESEMBER Í tilefni fullveldis Íslendinga 1. desember 1918 bjóðum við landsmönnum nýja ljúffenga Fullveldisköku frá og með 1. desember. Minnumst þessa einstaka dags í sögunni, drögum fána að húni um land allt og gerum okkur dagamun með því að gæða okkur á Fullveldisköku íslensku þjóðarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.