Morgunblaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. KAFLASKIL Í MÝVATNSSVEIT Kaflaskil urðu í atvinnumálum íMývatnssveit í gær, á síðastastarfsdegi Kísiliðjunnar, sem starfað hefur þar í nærri fjóra áratugi. Endalok kísilgúrvinnslu í Mývatni voru fyrirséð. Takmarkaður markaður hefur verið fyrir afurðirnar og kísilgúrnámið í Mývatni hefur alla tíð verið umdeilt. Það liggur í augum uppi að námavinnsla er ekki æskileg í þeirri einstöku nátt- úruperlu, sem Mývatn er, þótt fræði- menn hafi deilt um áhrifin á lífríkið. Lokun verksmiðjunnar er auðvitað mikið áfall fyrir þá 30 starfsmenn, sem missa vinnuna, og fyrir byggðarlagið í heild, en í Skútustaðahreppi búa um 440 manns. Sigbjörn Gunnarsson sveit- arstjóri segir í Morgunblaðinu í gær að sveitarfélagið geti misst 25–30% af tekjum sínum. Rætt hefur verið um að kísilduft- verksmiðja, sem ynni úr innfluttu hrá- efni og veitti um 20 manns atvinnu, kynni að geta komið í stað kísilgúrverk- smiðjunnar. Nú virðist hins vegar ólík- legt að fjármögnun þeirrar verksmiðju takist, þótt ekki hafi það verið útilokað. Þá kom fram í Morgunblaðinu í gær að verið væri að kanna möguleika á að reisa lífmassaverksmiðju, sem ynni et- anól til íblöndunar í benzín úr ýmiss konar lífrænum úrgangi. Slík verk- smiðja gæti skapað um tíu störf. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði hér í blaðinu í gær að stjórnvöld, m.a. Byggðastofnun og Vinnumálastofnun, myndu vinna með heimamönnum í Skútustaðahreppi að því að skapa einhver atvinnutæki- færi. Stjórnmálamenn hafa verið gagn- rýndir fyrir að gera ekki nóg til að skapa atvinnu í Mývatnssveit í stað Kís- iliðjunnar, og skorað hefur verið á þá að gera eitthvað í málinu. Spyrja má hversu raunsætt það sé að ætla að stjórnmálamenn geti skapað atvinnu í einstökum byggðarlögum. Þeir geta sett atvinnulífinu í landinu almennan ramma, en það er ekki lengur á þeirra valdi að efna til atvinnustarfsemi og ríkisrekstur á atvinnufyrirtækjum hef- ur almennt ekki gefizt vel. Það má líka spyrja hvort það sé ábyrgt af stjórn- málamönnum að gefa í skyn að þeir geti í raun gert eitthvað til að skapa ný störf í einstökum byggðarlögum. Eins og málum er nú háttað, hafa þeir ákaflega takmarkaða möguleika á slíku. Ný störf verða til þar sem athafna- fólk sér möguleika á arðbærum rekstri. Og slíkir möguleikar eru í Mývatns- sveit, þótt kísilgúrvinnsla heyri nú sög- unni til. Auðlindir byggðarlagsins eru fyrst og fremst tvær; annars vegar ein- stök og stórkostleg náttúrufegurð, sem laðar að sér tugi þúsunda ferðamanna árlega, og hins vegar jarðhitinn. Í sum- um tilfellum er hægt að sameina þetta tvennt til að skapa atvinnu, eins og hin glæsilegu jarðböð, sem opnuð voru í Mývatnssveit í sumar, eru gott dæmi um. Velgengni Bláa lónsins við Grinda- vík sýnir hverju slíkur rekstur getur skilað, ef rétt er á haldið. Í nýtingu jarðhitans felast mikil tækifæri og nú keppa tvö orkufyrirtæki um réttinn til að nýta jarðgufuna í Gjástykki, eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins í gær. Áhugi er á að reyna að koma Mývatni á heimsminjaskrá UNESCO, sem svæðið stendur fullkomlega undir, ekki sízt nú þegar námavinnslu hefur verið hætt í vatninu. Tækist það myndi það vafalaust auka ferðamannastrauminn. Það er þess vegna langt frá því að ekki séu möguleikar til atvinnusköpun- ar í Mývatnssveit. En það er fremur undir heimamönnum komið að nýta þá en að stjórnvöld geti ráðið þar miklu um. BÍLAFLOTINN OG UMHVERFIÐ Innflutningur jeppa og smájeppa hef-ur aukist umtalsvert á síðustu árum og var hlutur þeirra nær þriðjungur af heildarsölu bifreiða á Íslandi árið 2003. Slíkar bifreiðar geta oft komið í góðar þarfir hér á landi við akstur um illfæra vegi og í snjóþunga. En á móti kemur að þær menga töluvert meira en smábílar, sem duga vel í allan venjulegan akstur innanbæjar. Tinna Finnbogadóttir, viðskipta- fræðinemi við Kaupmannahafnarhá- skóla, hefur á vegum Landverndar skoðað bílaflota Íslendinga með tilliti til losunar gróðurhúsalofttegunda. Eins og Tinna benti á í viðtali í Morgun- blaðinu í gær njóta jeppabifreiðar vin- sælda meðal fjölda fólks sem nánast aldrei leggur leið sína út fyrir bæjar- mörkin, og virðast jepparnir aðallega eftirsóttir sökum þess að þeir gefi til kynna að eigandinn sé vel stæður. Tinna nefnir að þegar vörugjöld á stórar bifreiðar voru lækkuð árið 2000 hafi engin lækkun orðið á gjöldum á smábíla. „Að mínu viti er þetta algjört hugsunarleysi, þar sem með svona að- gerðum er í raun verið að hvetja til kaupa á stórum bílum sem menga meira,“ segir Tinna. Hún nefnir að í haust hafi verið lögð fram tillaga á Alþingi þess efnis að fjár- málaráðherra fengi heimild til að fella niður öll opinber gjöld, svo sem virðis- aukaskatt, vörugjöld og þungaskatt á bifreiðum sem nýta endurnýjanlega orkugjafa, þ.m.t. tvinnbílum, sem nota bæði rafmagn og jarðefnaeldsneyti. Þetta gæti leitt til þess að slíkir bílar yrðu allt að milljón krónum ódýrari en sambærilegir bensínbílar. „Og hver myndi ekki velja umhverfisvænan bíl ef hann væri ódýrari en sambærilegur bensínbíll?“ spyr Tinna. Sérfræðingar hafa í vaxandi mæli áhyggjur af útblæstri koltvísýrings í umferðinni í Reykjavík, en hann jókst um 5% milli áranna 2001 og 2003. Í ýms- um nágrannalöndum okkar hefur verið reynt að draga úr fjölda jeppa á göt- unum í því skyni að draga úr mengun. Í Bretlandi hefur verið rætt um að hækka gjöld á jeppabifreiðar verulega, og borgarráð Parísar hefur lagt til að umferð þeirra verði beinlínis bönnuð í borginni frá næsta ári. Hækkun skatta og gjalda er vita- skuld engin allsherjarlausn, og fáir myndu ljá máls á því að banna jeppa- umferð í Reykjavík. En Íslendingar hafa skuldbundið sig með Kyoto-bók- uninni til þess að draga úr losun gróð- urhúsalofttegunda, og sjálfsagt er að reyna með einhverjum ráðum að beina neytendum að umhverfisvænum sam- göngukostum. Þá er nærtækast að lækka skatta og gjöld á umhverfisvæn- ar bifreiðar, eins og víða hefur verið gert. Í sumum borgum í nágrannalönd- unum njóta eigendur umhverfisvænna bíla einnig lægri stöðugjalda eða jafn- vel ókeypis bílastæða. Það eru kostir sem vert er að skoða, auk eflingar al- menningssamgöngukerfisins. Gengi sjávarútvegsfyrir-tækja í Kauphöllinni hef-ur um margt valdið von-brigðum, skráðum sjávarútvegsfyrirtækjum hefur fækkað mikið eða úr 20 árið 2000 í tíu á þessu ári. Árin 1997–1998 var hlutfallslegt verðmæti sjávarút- vegsfyrirtækja á hlutabréfamarkaði hátt í 40% en hefur hraðlækkað og er nú ekki nema um 6–7%. Þá hefur vísitala útrásarfyrirtækja og Aðal- lista hækkað mun meira en vísitala sjávarútvegs frá því snemma á árinu 2003, að því er fram kom m.a. í setn- ingarávarpi Þórðar Friðjónssonar, forstjóra Kauphallar Íslands, á ráð- stefnu Kauphallarinnar um sjávar- útveg í gær sem bar heitið Er hlut- bréfamarkaðurinn vannýtt auðlind? Friðrik Már Baldvinsson, pró- fessor við viðskipta- og hagfræði- deild Háskóla Íslands, fór yfir helstu atriðin í skýrslu hans og Stef- áns B. Gunnlaugssonar um sjávar- útveg í Kauphöllinni. Sagði Friðrik margar ástæður vera fyrir afskrán- ingu sjávarútvegsfyrirtækja úr Kauphöllinni. Flest þeirra hefðu farið af markaði vegna samruna eða yfirtöku, í sumum tilvikum hefði samruninn verið við fyrirtæki sem skráð væri á markaði en í öðrum til- vikum ekki. Fimm hefðu verið af- skráð vegna samþjöppunar á eign- arhaldi. Friðrik benti á að til þess að styrkja stöðu sjávarútvegsfyrir- tækja á hlutabréfamarkaði væri nauðsynlegt að þau tækju skýra stefnu varðandi hærri arðgreiðslur. Þá væri nauðsynlegt að draga úr óvissu sem ríkti um stjórn fiskveiða þar sem fjárfestar skynjuðu hana sem áhættu. Núverandi kvótaþak takmarkaði stærð sjávarútvegsfyr- irtækjanna og æskilegt að það yrði hækkað eða því aflétt og eins banni við beinum fjárfestingum erlendra aðila í sjávarútvegi. Markaðsverðið of lágt Meginástæður að baki fækkun sjávarútvegsfyrirtækja í Kauphöll- inni sagði Friðrik vera þær að við- skipti með bréf fyrirtækja sem tekin hefðu verið af markaði hefðu verið lítil og hlutfall utan Kauphallar hátt og því hefðu eigendur ekki séð sér hag í skráningu og eins hefðu mörg minni fyrirtækin í raun ekki átt er- indi inn á markaðinn. Þá hefði það verið skoðun margra útgerð- armanna og annarra kjölfestufjárfesta að markaðsverð margra sjávarútvegsfyrirtækja hefði verið of lágt, m.a. vegna þess að kvóti væri yfirleitt bókfærður á broti af markaðsvirði og endurmetið fé því miklu hærra en bókfært. Þetta hefði leitt til þess að kjölfestu- fjárfestar hefðu keypt aðra hluthafa út og tekið fyrirtækin af markaði. Þá benti Friðrik á að vextir hefðu lækkað hér og erlendis á síðustu ár- um, lánsfé væri orðið ódýrara og ávinningur af skráningu hefði því minnkað þar sem fjármögnun með eigin fé væri orðin hlutfallslega dýr- ari. Enn önnur ástæða afskráningar sjávarútvegsfyrirtækja væri síðan ótti kjölfestufjárfesta við að missa stjórn á fyrirtækjunum ef viðskipti með bréf þeirra væru án takmark- ana. Þá kom fram að áhugi íslenskra fjárfesta á sjávarútvegi hefði minnkað verulega frá árinu 1998, m.a. vegna þess að arðsemi og markaðsávöxtun sjávarútvegsfyrir- tækja hefði verið lítil, seljanleiki verið lítill, félögin hefðu vaxið hægt og haft takmarkaða vaxtarmögu- leika enda innlendir fiskistofnar fullnýttir og lög settu stækkun fyr- irtækjanna verulegar skorður. Arð- greiðslur hefðu verið lágar og félög- in byggju við stöðuga óvissu um lagaumhverfi hvað snerti stjórn fiskveiða. Væntingar um að sjávar- útvegsfyrirtækin gætu tekið upp vaxtastefnu virtust því ekki miklar við núverandi aðstæður. Þá skynj- uðu fjárfestar óvissuna sem ríkti um kvótakerfið og mætu því greinina áhættumeiri en aðrar og því væri mikilvægt að óvissan minnkaði. Þá kom fram að margt benti til þess að fjárfestar fjárfestu frekar í stórum en litlum fyrirtækjum og því væri æskilegt að kvótaþakið yrði hækkað eða því aflétt. Þá væru tak- markanir á erlendum fjárfestingum í útgerð og vinnslu sjávarafurða greininni fjötur um fót og æskilegt væri að aflétta banni við beinum fjárfestingum í sjávarútvegi og setja þess í stað reglur um hámarkshlut- deild útlendinga í skráðum félögum. Rétt að takmarka Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra sagði í ávarpi sínu að hann væri ósammála þeim niðurstöðum að viðvarandi óvissa væri um stjórn- kerfi fiskveiða sem hefði áhrif á fjár- festa og leiddi til minni áhuga þeirra á að fjárfesta í sjávarútvegi. Ráðherra benti á að á síðustu ár- um hefðu forystumenn innan stjórnarflokkanna allir talað á þann veg að ekki yrði farið í neinar kollsteypur á fyrir- komulagi fiskveiða. „Það er lengi búið að liggja fyrir mikill þrýstingur á að íslensk sjávarút- vegsfyrirtæki greiddu þjóðinni veiðigjald í einhverju formi. Ekki er hægt að saka stjórnvöld um að hafa stokkið til í þeim efnum. Niðurstað- an um veiðigjaldið fékkst eftir mikla og ítarlega umfjöllun eftir þriggja ára vinnu auðlindanefndar og end- urskoðunarnefndarinnar. Síðastlið- ið vor var svo lokaskrefið á Alþingi stigið í þá átt að gera fiskveiðistjórn- unina heildstæða þar sem hún mun alfarið byggja á aflamarki og daga- kerfið endanlega lagt af. [–] En fjár- málamarkaðurinn virtist ekki taka eftir þessu og ég minnist þ að fulltrúar eða álitsgjafar f fyrirtækja hafi minnst á það á ég í ljósi þessarar umr itt með að skilja,“ sagði Árn Ráðherra ræddi um þak sjávarútvegsfyrirtækja og geta tekið undir að það tak samþjöppunar- og þar me möguleika útgerðarfyrirtæ kvótaþakið er einn liðurinn ná sátt um lögin um stjórn við þjóðina. Takmörkunin kemur þó ekki í veg fyrir ým aðra hagræðingu sem ekk kvótaeigninni. Einkenni í fiskvinnslufyrirtækja er að tiltölulega smá en það er ek kemur í veg fyrir að sjáva fyrirtæki nái fram meiri ingu í vinnslunni. Á því s engar takmarkanir enda te að mikil hagræðing eigi verða á þessu sviði. Það e sem kemur í veg fyrir að t fleiri útgerðir vinni sama vinnslu,“ sagði Árni. Þá ræddi sjávarútvegs um þá fullyrðingu að takma erlendum fjárfestingum í ú vinnslu sjávarafurða væru g fjötur um fót og takmark armöguleika hennar. „Ég sammála þessu. Fjárf möguleikar í íslenskum sjáv eru umtalsverðir þrátt fyri mætti ætla af umræðunni a að þeir væru nánast engir. hlutur erlendra aðila getur upp í 49,9 prósent í gegn deildarfélög. Vitað er að útl hafa fjárfest í sjávarútv tækjum hér á landi en ekki hve miklum mæli það er. [–] Því sjónarmiði hefur ver á loft að það sé óeðlilegt marka fjárfestingu erlendr sjávarútvegi á Íslandi m.a. í ljósi þess að okkur er heimilt án takmark- ana að fjárfesta í ríkjum Evrópusambandsins. Sjálfur er ég eindregið þeirrar skoðunar að rétt s marka erlenda fjárfestingu útvegi. Það þarf að teng lindina við þjóðina í landinu njóti arðsins í sem ríkustum Hann sagði þó að með þe hann ekki að segja að sú að notuð hefði verið við að t áhrif erlendra aðila væri rétta um aldur og ævi. „Ég ítrekaði Árni, „að ekki sé t að breyta reglum um erle festingu í sjávarútvegi.“ Ráðherra benti á að tak erlendra fjárfestinga í sjáv hefði ekki komið í veg fyrir Skýrsla um skráningu sjávarútvegsfyrirtækja á ráðs Afnám kvótaþa takmarkana æs Núverandi kvótaþak takmarkar stærð sjáv- arútvegsfyrirtækja og æskilegt er að það verði hækkað eða horf- ið frá því og eins banni við beinum fjárfest- ingum erlendra aðila í sjávarútvegi. Morgunblað Árni M. Mathiesen og Björgólfur Jóhannsson, formaður LÍÚ. Arðsemi þeirra stóru ekki endilega betri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.