Morgunblaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
Sage fluguveiðisett
Grafit 2 flugustöng með diskabremsuhjóli og uppsettri flugulínu.
Aðeins kr. 29.900
Hafnarstræti 5 - sími 551 6760 • www.veidihornid.is • Síðumúla 8 - sími 568 8410
Sendum samdægursMunið gjafabréfin
Fyrir veiðimanninn
í fjölskyldunni þinni
Mesta úrval landsins af veiðivörum
Byssuskápar
Viðurkenndir, smekklegir
byssuskápar í 3 stærðum.
Aðeins frá kr. 22.980.
Mad Dog galli
Vatnsheldur jakki og
smekkbuxur með útöndun
fyrir skotveiðimanninn.
Aðeins kr. 19.900.
RT Classic vöðlur
4,5 mm þykkar neoprenvöðlur
ásamt vöðlutösku.
Aðeins kr. 12.900.
RT vöðlutöskur
Sérhannaðar töskur fyrir
vöðlurnar.
Aðeins kr. 3.995.
Norinco sjónaukar
Gott úrval af
sjónaukum á góðu
verði.
Aðeins frá kr. 3.995.
Gervigæsir
12 skeljar með lausum hausum..
Festijárn fylgja með.
Aðeins kr. 7.990.
Picknic töskur
Nestistöskur í útileguna,
fellihýsið eða veiðitúrinn.
Aðeins kr. 4.995.
NEVER TURN YOUR MATTRESS AGAIN
Technology so advanced, it´s
TURN-FREE
Amerískar
Skipholt 35
Sími 588 1955
www.rekkjan.is
Valdís Ármann frá Skorra-stað í Norðfirði hefur bak-að margar tertur um dag-ana. Hún fór fljótlega eftir
nám í Húsmæðraskólanum á Lauga-
landi að vinna sem ráðskona í vinnu-
flokkum, fyrst hjá brúarvinnuflokki
sem vann að byggingu brúarinnar yf-
ir Norðfjarðará árið 1947, síðan við
Alþýðuskólann á Eiðum og hjá bygg-
ingar- og verktakafyrirtækinu Snæ-
felli sem starfaði að verkefnum víða
um Austurland.
Valdís kenndi matreiðslu við
barnaskólann sem seinna varð
grunnskólinn á Eskifirði til fjölda ára,
auk þess að vera húsmóðir nær sextíu
ár fram á þennan dag oft með mann-
margt og gestkvæmt heimili. Hér á
eftir fara þrjár af uppáhalds tertu- og
kökuuppskriftum heimilismanna og
afkomenda Valdísar sem alltaf er
gripið til um jólin og í annan tíma
þegar fjölskylda gerir sér dagamun
heima á Eskifirði.
Bananaterta
4 egg
150–200 g sykur
100–150 g hveiti
Bakað í tveimur formum við 150°C
þar til kominn er á hana gylltur fal-
legur litur.
Bananakremið sett á milli botn-
anna og súkkulaðibráðin sett yfir.
Bananakrem:
175 g smjörlíki
150 g flórsykur
3 marðir bananar
Súkkulaðibráð:
150 g flórsykur
2 msk kakó
Sjóðandi heitt
vatn
Hafrakex
4 bollar haframjöl
2 bollar hveiti
1 bolli sykur
1 bolli mjólk
250 g smjörlíki
2 tsk lyftiduft
½ tsk hjartarsalt
½ tsk sódaduft (natron)
Haframjölinu, hveitinu, sykrinum,
lyftiduftinu, hjartarsaltinu og sóda-
duftinu er blandað saman, smjörlík-
inu hrært samanvið, vætt með mjólk-
inni.
Deigið hnoðað saman, gott er að
hnoða hveiti upp í síðast.
Deigið er flatt út, ekki mjög þunnt,
búnar til ferkantaðar eða kringlóttar
kökur, þær pikkaðar og settar á
smurða plötu.
Bakaðar ljósbrúnar við góðan hita.
Þeyttur rjómi sem búið er að
blanda með söxuðum rúsínum og/eða
söxuðu súkkulaði er að lokum settur
ofan á kökurnar.
Bláberjaterta
4 eggjahvítur
1 bolli strásykur
1 bolli púðursykur
1 ½ b rice crispies
1 tsk lyftiduft
Byrjað er að stífþeyta eggjahvítur
og sykur. Rice crispies og lyftiduft er
síðan blandað varlega útí. Deiginu er
skipt í tvo botna og bakað í kringl-
óttum formum, millistærð. Gott er að
setja bökunarpappír undir botnana.
Bakað við 150°C í um klukkustund
í venjulegum ofni eða við 120°C í um
klukkustund í blástursofni.
Bláberjarjómi er settur á milli
botnanna.
Bláberjarjómi:
½ lítri rjómi, þeyttur
2 öskjur af bláberjum blandað
varlega útí þeyttan rjómann
Rjóminn með bláberjunum settur
milli botnanna og þeyttum rjóma
einnig sprautað til skreytingar í
kringum kökuna.
Afkomendur Valdísar segja að gott
sé að frysta kökuna og borða hana
hálf frosna, þá er hún ekki ósvipuð ís-
tertu.
MATARKISTAN
Jólalegar tertur að austan
Morgunblaðið/ÞÖK
Bláberjaterta að hætti Valdísar:
Gott er að borða hana hálffrosna.
Valdís Ármann: Terturnar vinsælar hjá fjölskyldunni.
smáauglýsingar mbl.is