Morgunblaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2004 29 UMRÆÐAN RAUNFÆRNIMAT var aðal- umfjöllunarefni á nýafstöðnum ársfundi Fræðslumiðstöðvar at- vinnulífsins. Afar áhugaverð erindi um þetta fluttu þau Jón Björnsson, for- stjóri Haga, Jón Sig- urðsson, seðla- bankastjóri og fyrrverandi stjórn- arformaður FA, og Agnethe Nordentoft, lektor við Kennarahá- skóla Danmerkur. En hvað er raunfærni? Í stuttu máli má segja að raunfærni sé öll sú færni og þekking sem hver einstaklingur hefur aflað sér, bæði með námi innan skóla- kerfisins, óformlegu námi utan þess, námi á vinnustað, fjöl- breyttri reynslu og öðru því sem ein- staklingnum kann að koma að gagni við at- vinnu eða í námi. Til- gangur raunfærni- mats er fyrst og fremst að ein- staklingur fái notið ofangreindra þátta í atvinnu sinni, í atvinnuleit og við nám innan hefðbundna skólakerfisins Raunfærnimat styrkir sjálfsmynd Tveir til þrír aðilar eiga mest und- ir því að raunfærnimat verði sjálf- sagður og eðlilegur kostur alls al- mennings. Þeir eru einstakling- urinn, atvinnulífið og mennta- kerfið sem nokkurs konar fulltrúi samfélagsheildarinnar. Raunfærnimat er sérstaklega mikilvægt fyrir fólk með stutta formlega skólagöngu. Þannig fæst viður- kennt að þroski, reynsla, vinnustaða- nám og óformlegt nám sé mikils virði, að nám utan skóla- kerfisins sé metið. Það aftur minnir á mikilvægi þess að varðveita hvers kyns vottun um þátttöku í námskeiðum, ráð- stefnum og fræðslu- fundum. Það þarf að leiðbeina ein- staklingnum og styðja hann til að meta sjálfur eigin kunnáttu og færni, en lágt sjálfsmat og vanmat á eigin getu er oft áberandi þátt- ur í fari fólks með stutta formlega skólagöngu að baki. Raunfærnimat er ekki síður mikilvægt fyrir atvinnulífið. Hætta er á að hæfi- leikar og hæfni fólks með lágt sjálfsmat nýtist ekki samfélaginu. Þetta kom einmitt fram í máli Jóns Björnssonar, for- stjóra Haga, á aðalfundinum þeg- ar hann sagði frá því hvað það hefur reynst erfitt að fá starfs- menn með stutta skólagöngu að baki til að taka að sér störf sem krefjast aukinnar ábyrgðar. Við- komandi starfsmaður treystir sér ekki til að taka á sig ábyrgð, jafn- vel þótt atvinnurekandinn eða yf- irmaðurinn telji hann færan um það og leiti eftir því við hann. Fyrir samfélagið er dýrt að vanmeta þekkingu og færni fólks. Margmenntun er dýr, þ.e. þegar fólk er skikkað til að sitja á skóla- bekk og „læra“ hluti sem það kann fyrir. Fyrir íbúa dreifbýlisins er raunfærnimat jafnvel enn brýnna en fyrir íbúa þéttbýlissvæða. Í dreifbýlinu er meðallengd skóla- göngu umtalsvert styttri en í þéttbýli en þar búa menn aftur á móti að víðtækri reynslu úr marg- breytilegu atvinnulífi. Meðal annarra sem líklegt er að njóti sérstaklega góðs af því að raunfærni þeirra sé réttilega met- in eru innflytjendur, konur eftir barnauppeldi og heimilisstörf og fólk sem lagði skólabækurnar snemma á hilluna til að taka full- an þátt í atvinnulífinu. Löng og góð reynsla Umtalsverð reynsla er af raun- færnimati í skólakerfinu, m.a. hjá Fjölbrautaskólanum við Ármúla, Kennaraháskóla Íslands og Há- skólanum á Akureyri en þessir skólar hafa allir metið fólk til inn- göngu á grundvelli raunfærni. Umræddir nemendur skila sam- bærilegum árangri og nemendur með lengri formlegan undirbún- ing þrátt fyrir að í mörgum til- fellum sé jafnframt um að ræða fjarnema sem ekki njóta dag- legrar návistar við kennara. Það er mikilvægt í mörgu tilliti að ein- staklingurinn fái inngöngu og geti byrjað á „réttum stað“ í skóla- kerfinu þótt skólaganga þeirra sé ekki nákvæmlega sú sama og næstu nemenda. Mikið sanngirnismál er að kunnátta og færni fólks sé metin að verðleikum og dýrmætt fyrir samfélagið. Það er því fagnaðar- efni að kraftur sé kominn í und- irbúning raunfærnimats á víðum grundvelli undir forystu Fræðslu- miðstöðvar atvinnulífsins. Raunfærnimat – hagsmunamál einstaklings og samfélags Anna Kristín Gunnarsdóttir skrifar um raunfærnimat ’Mikið sann-girnismál er að kunnátta og færni fólks sé metin að verð- leikum og dýr- mætt fyrir sam- félagið.‘ Anna Kristín Gunnarsdóttir Höfundur er alþingismaður. KYNBUNDIÐ ofbeldi er nú ein af meginorsökum aukinnar út- breiðslu HIV/alnæmis meðal kvenna. Eins og ljóst má vera af umræðu undanfarinna daga er kynbundið of- beldi því miður skelfi- lega víðtækt. Rann- sóknir frá ýmsum löndum sýna að allt milli 10 og 69% kvenna verða fyrir of- beldi af hálfu maka á lífsleiðinni. Í þjóð- armorðunum, sem framin voru í Rúanda fyrir réttum áratug, var hundruðum þús- unda kvenna nauðgað, mörgum af HIV- smituðum körlum. Um 2 milljónir kvenna eru árlega seldar mansali, margar með hættu á kynferðislegri misnotkun og allar með hættu á HIV-smiti. En ef upp kemst um HIV-smit þeirra eiga margar konur á hættu að vera beittar líkamlegu ofbeldi, yfirgefnar eða hent út af heimilum sínum. Á sama tíma og ofbeldi og óttinn við ofbeldi dregur úr aðgengi kvenna að vörnum og meðferð, virðist sú staðreynd ein að konur lifi við ofbeldi auka líkur þeirra á smiti. Ítarleg rannsókn í S-Afríku leiddi í ljós að konur sem lifa við heimilisofbeldi eiga helmingi meir á hættu að smitast en aðrar konur. Í Tansaníu kom í ljós að HIV- smitaðar konur voru 250% líklegri til að hafa orðið fyrir heimilis- ofbeldi en konur sem ekki voru smitaðar af HIV/alnæmi. Á undanförnum tveimur áratugum hef- ur hlutfall kvenna meðal fullorðinna með HIV/alnæmi aukist úr 35% í 48% á heimsvísu. Ungar kon- ur eru nú 60% þeirra sem lifa með HIV/alnæmi á aldrinum 15 til 24 ára og 77% allra kvenna sem smit- aðar eru af HIV/alnæmi búa í sunn- anverðri Afríku. Enginn sjúkdómur hefur á undanförnum áratugum leitt í ljós félagslegt ójafnrétti kynjanna á jafnskýran hátt og HIV/alnæmi. Þar á kynbundið of- beldi ríkan þátt. UNIFEM um allan heim notar tækifærið í dag, hinn alþjóðlega al- næmisdag, til þess að vekja athygli á tengslum kynbundins ofbeldis og útbreiðslu HIV/alnæmis. Til að sporna á árangursríkan hátt gegn útbreiðslu HIV/alnæmis þarf að af- nema ójafnrétti kynjanna og kyn- bundið ofbeldi. Kynbundið ofbeldi er orsök og afleið- ing útbreiðslu HIV/alnæmis Birna Þórarinsdóttir fjallar um kynbundið ofbeldi og alnæmi ’Kynbundið ofbeldihindrar konur í að verja sig gegn smiti og sækja meðferð …‘ Birna Þórarinsdóttir Höfundur er framkvæmdastýra UNIFEM á Íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.