Morgunblaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 14
NORSKA fjár- málaráðuneytið hefur samþykkt kaup Íslands- banka á norska bankanum Kred- ittbanken. Um leið hafa öll skilyrði fyrir kaupum á Kredittbanken verið uppfyllt, að því er fram kemur í tilkynningu Ís- landsbanka. „Við erum mjög ánægð með að kaup okkar á Kredittbanken skuli hafa verið sam- þykkt. Við stefnum á að mynda öfluga norsk-íslenska bankasamstæðu og nú hefur fyrsti hornsteinninn verið lagð- ur. Næsta skref eru kaupin á BNbank, þar sem við höfum gert til- boð upp á 340 norskar krónur á hlut,“ segir Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, í tilkynningunni. Með samþykki norska fjármála- ráðuneytisins eignaðist Íslandsbanki þá 42.703.717 hluti, sem fengist höfðu í gegnum samþykktir á formlegu til- boði í Kredittbanken ASA. Að með- töldu því hlutafé sem þegar var í eigu Íslandsbanka á Íslandsbanki saman- lagt 47.461.257 hluti, sem jafngildir 99,58% hlutafjár í Kredittbanken. Kaupin og vaxtagreiðslur til hluthafa vegna samþykktar á tilboðinu verða gerð upp við hvern hluthafa 1. desem- ber og mun Kredittbankinn verða tekinn inn í samstæðureikningsskil Íslandsbanka frá og með þeim tíma. Í tilkynningunni segir að Íslandsbanki muni á næstu dögum í samræmi við norsk verðbréfalög leggja fram loka- tilboð á genginu 7,25 til handhafa 0,42% hlutafjár í Kredittbanken sem enn hafa ekki samþykkt tilboð Ís- landsbanka. Samhliða mun Íslands- banki fara fram á innköllun þeirra hluta sem eftir eru í KredittBanken í samræmi við lög um hlutafélög í Nor- egi. Tilboðstímabilið er frá 6. desem- ber til 3. janúar 2005. Tilboðsverðið er í samræmi við hæsta verð sem Ís- landsbanki hefur greitt fyrir hluta- bréf í KredittBanken undanfarna sex mánuði. „Í framhaldi af lokatilboði og inn- köllun hlutabréfa mun hluthafafund- ur í KredittBanken taka ákvörðun um að óska eftir afskráningu hluta- bréfa félagsins af Kauphöllinni í Ósló. Stefnt er að því að slík umsókn verði send fyrir áramót,“ segir í tilkynning- unni. Morgunblaðið/Sverrir Samstæðan stækkar Kredittbanken verður hluti af samstæðu Íslandsbanka frá og með deginum í dag. Norsk yfirvöld samþykkja kaup á Kredittbanken 14 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ● VIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands í gær námu tæpum 9 milljörðum króna. Þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir 2,5 milljarða. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði í gær um 0,9%. Þar með hefur vísitalan lækkað tvo daga í röð því hún lækkaði um 1,6% í fyrradag. Mest viðskipti voru í gær með hlutabréf í KB banka, eða fyrir 629 milljónir, og lækkaði gengi bréfanna um 0,9%. Af félögum í úrvalsvísitölunni hækkuðu bréf tveggja félaga en önnur lækkuðu. Þau sem hækkuðu voru Medcare Flaga, 0,7%, og Straumur, 0,5%. Bréf Burðaráss og HB Granda lækkuðu mest í gær af félögum í úrvalsvísitölunni, eða um 2,4%. Hlutabréfavísitölur í helstu kaup- höllum Evrópu lækkuðu víðast hvar í viðskiptum gærdagsins. Tvö félög í úrvalsvísi- tölunni hækkuðu í gær ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● TÉKKNESKA fjarskiptafyrirtækið Ceske Radiokomunikace (CRa), sem að stórum hluta er í eigu Íslend- inga, hefur gert yfirtökutilboð í keppi- nautinn Aliatel samkvæmt vefsíðu Interfax fréttastofunnar. Samkvæmt fréttinni er talið líklegt að fjar- skiptafyrirtækin Czech On Line og Contactel, sem áður hafa litið hýru auga til Aliatel, muni ekki blanda sér í baráttuna um fyrirtækið. Aliatel er nú í eigu þýska fyrirtæk- isins RWE, sem á 39,7% hlut, auk 6 orkudreifingarfyrirtækja, sem hvert um sig á hlut á bilinu 6,4-12,5%. Velta félagsins er 2,5 milljarðar tékkneskra króna sem samsvarar rúmlega 7 milljörðum íslenskra króna. Á síðasta ári var fyrirtækið rekið með 2,2 milljarða króna halla. CRa býður í Aliatel ● ALÞJÓÐLEGA matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest láns- hæfiseinkunnir fyrir Íslandsbanka og Landsbanka Íslands. Fá báðir bank- arnir einkunnirnar A til langs tíma, F1 til skamms tíma, C í eigin ein- kunn og 2 í stuðningseinkunn. Lánshæfiseinkunn staðfest   ( )*+  ) *,) ( -., / +-0 1   " #$%  & &'#        !  "# $  % "& ' ("& )" * )" +"& )" ' ("& ,!( ,!& ! (# -#    - " !  ./0! ./  !  "#)$ 1  ( ) *+, '&  / ' ("& (#(!   %/ " %() 2 3")$ % 4  $ 52 0 " 6)"  *#" +7 8" 2 "" 9:0! .' .( ;(# .("& .(/   0 4  0$ <"# <4## "#/   " = "" (  " 5/2 // >.8)!# -' ) &  .  )  !(& ?4  +"& 7/ ' ("&  <8 8 =4## "# ;(# ' ("&  .7    $!             >  > >     > >  > > >  > > > > >   !4 "#  4   $! > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > > @ > AB @ >AB @ >AB @ > AB > > @ > AB @ >AB @ >AB @  AB @ > AB @ > AB @ >AB @  AB @ >AB > @ > AB > @ > AB > @ > AB @ AB > > > > > > > > > > > > > > %! (&    &# " < () 7 ( &# C * .( $   $ $ $ $ $   $   $ $ $ $  $  $ $ > $ > $  > $ $ > > $ > > > $  $  > > > > > $                 >         >                             > =    7 D3 $ $ <%$ E 0#"(  (&            >  >  >   > >  > > >   > > > > > ● HERDÍS Þorgeirsdóttir dr. jur. hef- ur verið skipuð í stöðu prófessors við lagadeild Viðskiptaháskólans á Bif- röst en þar hefur hún starfað frá árinu 2003. Herdís lauk doktorsprófi í lög- um frá lagadeild Lundarháskóla. Áður lauk hún meistaragráðu á sviði alþjóða- stjórnmála og þjóðaréttar frá The Fletcher School of Law and Diplomacy í Bost- on. Hún hefur skrifað og birt greinar í virtum erlendum lagaritum, að því er segir í tilkynningu frá Viðskiptahá- skólanumm, og á næstunni kemur bók hennar um ritstjórnarlegt sjálf- stæði fjölmiðla á grundvelli tjáning- arfrelsisákvæðis Mannréttinda- sáttmála Evrópu út hjá Kluwer Law International. Hún starfar í hópi sér- fræðinga að þróun jafnréttis- löggjafar fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Herdís skipuð prófessor á Bifröst ÁSTÆÐA er til að endurskoða verð- bólguspá fyrir desember í kjölfar þess að Alþingi samþykkti í fyrra- kvöld lagafrumvarp um að áfengis- gjald á sterku víni hækki um 7% og tóbaksgjald hækki einnig um 7%. Þetta er mat greiningardeilda við- skiptabankanna þriggja. Í Morgunkorni Greiningar ÍSB í gær segir að vegna hækkunarinnar á áfangis- og tóbaksgjaldinu sé útlit fyrir 0,3% hækkun vísitölu neyslu- verðs á milli nóvember og desember í stað 0,2% hækkunar eins og áður hafði verið spáð. Gerir Greining ÍSB ráð fyrir að verðbólgan í desember muni verða 3,7%. Í hálf fimm fréttum KB banka í gær segir að deildin hafi ákveðið að endurskoða verðbólguspá sína fyrir desember til hækkunar úr 0,1% í 0,3%. Ástæða þessa liggi í hækkun áfengisgjalds á sterk vín en einnig spili þar inn í að þróun á bensínverði hafi verið önnur en spáð hafi verið. Af þessum sökum hljóðar 12 mánaða verðbólguspá greiningardeildar KB banka upp á 3,7% en ekki 3,5% líkt og áður hafði verið spáð. Greiningardeild Landsbanka Ís- lands segir í Vegvísi sínum í gær að vegna hækkunar á verði áfengis og tóbaks geri deildin nú ráð fyrir 0,2% hækkun vísitölu neysluverðs milli nóvember og desember í stað 0,1% áður. Hagstofan mun birta vísitölu neysluverðs 10. desember næstkom- andi. Verðbólguhætta eykst Í nýútkomnu Markaðsyfirliti Greiningar Íslandsbanka segir að þeim þáttum sem leitt geti til auk- innar verðbólgu hafi fjölgað að und- anförnu. Í fyrsta lagi hafi breytingar á íbúðalánamarkaði leitt til aukins verðbólguþrýstings. Í annan stað telji deildin að í ljósi verðbólguþró- unar og kjarasamninga opinberra starfsmanna séu líkur á að launalið- ur samninganna verði endurskoðað- ur til hækkunar. Í þriðja lagi hafi bæst við fyrirhugaðar stóriðjufram- kvæmdir þegar tilkynnt var um frek- ari stækkun Norðuráls. Þá sé skatta- lækkun einnig framundan. Þessir þættir hafi aukið við verðbólguhætt- una sem þegar ríki vegna yfirstand- andi stóriðjuframkvæmda. Aukin verðbólga vegna áfengis- og tóbaksgjalds ÍSLENSK-kanadíska fyrirtækið OZ Communications Inc., sem stýrt er af Skúla Mogensen, hefur samið við finnska farsímaframleiðandann Nokia um notkun þess síðarnefnda á farskilaboðalausn OZ. Áður hafði ver- ið samið við farsímaframleiðandann Samsung um notkun á sömu lausn. Skúli segir að þessir samningar skipti miklu máli fyrir OZ. Nokia og Samsung séu tveir stærstu símafram- leiðendur í heimi, Nokia sá stærsti og Samsung í öðru sæti ásamt Motorola. „Til að setja þessa samninga í sam- hengi var um ein milljón síma með okkar hugbúnaði seld á fyrsta fjórð- ungi þessa árs,“ segir Skúli. „Á öðrum ársfjórðungi voru seldar um þrjár milljónir síma með okkar hugbúnaði, á þriðja ársfjórðungi um fimm millj- ónir og við gerum ráð fyrir upp undir tíu milljónum síma á fjórða ársfjórð- ungi. Það er mjög ánægjuleg þróun og við sjáum áframhald á mikilli eft- irspurn eftir hugbúnaði okkar.“ Svipaðar vinsældir og SMS OZ sérhæfir sig í þróun hugbún- aðar sem gerir kleift að senda skila- boð í og úr farsímum, líkt og forritið MSN Messenger gerir í einkatölvum. Geta notendur búnaðarins notað til þess þau spjallforrit sem þeim hugn- ast best, s.s. IRC, Yahoo eða MSN, í farsímum eða á handtölvum. Kallast þetta vörumerkt farskilaboð. Samningar Nokia og Samsung við OZ gera farsímaframleiðundunum kleift að bjóða upp á farskilaboða- lausnina í nýjustu símum sem þeir framleiða. Fyrr í haust var tilkynnt um að fyrirtækið Vantage Point Vent- ure Partners, sem er í Kaliforníu, hefði keypt nýtt hlutafé í OZ fyrir um tvo milljarða króna, til þess að gera OZ kleift að nema land í Evrópu og Asíu. Morgunblaðið hafði þá eftir Skúla Mogensen að vörumerkt far- skilaboð gætu náð svipuðum vinsæld- um í N-Ameríku og SMS-skilaboð hefðu náð í Evrópu. Nokia og Sam- sung semja við OZ Morgunblaðið/Arnaldur Símaskilaboð Áætlað er að upp undir 10 millj. farsímar verði með hugbúnað frá OZ í lok þessa árs. 9 &F .GH    A A <.? I J    A A K K -,J    A A *J 9 !   A A LK?J IM 6"!   A A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.