Morgunblaðið - 14.12.2004, Page 6

Morgunblaðið - 14.12.2004, Page 6
SEX af hundraði Íslendinga á aldr- inum 45 til 54 ára voru tannlaus skv. könnun frá árinu 2000 og þýð- ir það um tvö þúsund einstaklinga í þessum aldurshópi. Árið 1990 voru 26,3% á þessum aldri tannlaus í báðum gómum. Meðalfjöldi tanna hjá 45 til 54 ára Íslendingum var 15 árið 1990, 18,9 árið 1995 og árið 2000 var þessi aldurshópur með 23,3 tennur að meðaltali. Þetta er meðal niðurstaðna könnunar Guðjóns Axelssonar tannlæknis og Sigrúnar Helgadótt- ur tölfræðings og gefin var út ný- lega af Tannlækningastofnun Há- skóla Íslands. Er þetta fjórði áfangi könnunar á tannheilsu Ís- lendinga árin 1985 til 2000. Mark- mið könnunarinnar var að afla upplýsinga um fjölda eigin tanna, á hvaða aldri fólk varð tannlaust, þrif, aldur og notkunarvenjur heil- góma, tannhirðu, tannlæknaþjón- ustu og notkun flúortannkrems svo nokkuð sé nefnt. Kannaðar voru breytingar á tannheilsu Íslendinga frá könnun Dunbars og samstarfs- manna sem fram fór árið 1962. Spurningalisti var sendur til 800 manna slembiúrtaks 45 til 54 ára Íslendinga og var svarhlutfall 50,4% sem er minna í könnunum árin 1990 og 1995 þegar það var 75,5% og 66,8%. Tannlausum fer fækkandi Um 70% kvenna á aldrinum 45 til 54 ára árið 1962 höfðu misst all- ar tennur að því er fram kom í áð- urnefndri könnun Dunbars og fé- laga og hlutfall tannlausra karla var þá rúm 30%. Árið 1990 voru 26,3% Íslendinga tannlaus í báðum gómum, árið 1995 var hlutfall tann- lausra 14% og eins og fyrr segir 6% árið 2000. Hefur því tannlaus- um fækkað um 20,3 prósentustig frá 1990 til 2000 og er sá munur marktækur. Alþjóða heilbrigðis- málastofnunin telur að unnt sé að fylgjast með breytingum á tann- heilsu þjóða með því að kanna hlut- fall tannlausra í slembiúrtaki. Samkvæmt því hefur tannheilsa Ís- lendinga batnað umtalsvert frá árinu 1962. Hlutfall Íslendinga sem voru með allar fullorðinstennur, 28 eða fleiri, hækkaði einnig marktækt milli áranna 1990 og 2000. Voru yf- ir 30% Íslendinga með allar full- orðinstennur sínar árið 2000 en 14,5% árið 1990. Fram kemur í könnuninni að einungis 7,3% þátt- takenda höfðu farið til tannlæknis áður en þeir urðu sex ára. „Þetta sýnir að foreldrar þeirra hafa gert lítið af því að fara með börn sín til tannlæknis til að láta fylgjast með og gera við barna- tennur,“ segir í samantekt Guðjóns um könnunina. „Hlutfall þeirra sem fóru fyrst til tannlæknis 6–10 ára eða eftir að fullorðinstennur byrjuðu að koma var 59,6% og hækkaði um 5,2 prósentustig frá könnuninni 1995. Skilningur for- eldra á nauðsyn þess að fara með börn sín til tannlæknis til eftirlits og meðferðar hefur því farið vax- andi.“ 2% fara aldrei til tannlæknis Spurningunni hvað ferð þú oft til tannlæknis svöruðu 70,25 þannig að þeir kváðust fara árlega eða oft- ar, 27,8% sögðust fara sjaldan og 2% sögðust aldrei fara til tann- læknis. „Sú ánægjulega þróun átti sér stað frá 1995 að hltufall þeirra sem fóru til tannlæknis árlega eða oftar hækkaði úr 53,9% í 70,2%. Munurinn var marktækur. Á sama tíma varð marktæk lækkun á hlut- falli þeirra sem fóru sjaldan, af og til eða þegar þörf krefur til tann- læknis. Ekki varð breyting á hlut- falli þeirra sem sögðust aldrei fara til tannlæknis.“ Þá kemur fram í samantektinni að skiptar skoðanir hafi verið um hvort fólk fari sjaldan eða aldrei til tannlæknis vegna þess að það sé tannlaust eða hvort það sé tann- laust vegna þess að það fór sjaldan eða aldrei til tannlæknis. „Þegar einungis svör þeirra sem voru tenntir við spurningunni „hvað ferð þú oft til tannlæknis“ voru flokkuð eftir fjölda tanna kom í ljós að þeir sem fóru árlega eða oftar til tannlæknis voru með fleiri tennur en þeir sem fóru sjaldan eða aldrei. Þetta styður síðari til- gátuna og sýnir mikilvægi þes að fara árlega eða oftar til tannlækn- is.“ Sex af hundraði 45–54 ára Íslendinga eru tannlausir                              Mikil breyting til batnaðar GUÐJÓN Axelsson, tannlæknir og fyrrverandi prófessor við tann- læknadeild Háskóla Íslands, segir að mikil breyting til batnaðar hafi orðið á tannheilsu Íslendinga á síðustu 10 til 15 árum og ekki síst frá árinu 1962. Hann segir fjölda tanna gefa gott yfirlit um tannheilsu manna. Þá seg- ir hann ljóst af könnuninni að tíðni heimsókna manna til tannlækna skipti miklu máli um það að halda tönnunum. Þeir sem fari reglulega til tannlæknis haldi tönnum sínum mun betur en þeir sem sjaldan fari. 6 ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „VEL HEPPNUÐ HROLLVEKJA“ M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN „... MÆL[I] MEÐ ÞVÍ AÐ SEM FLESTIR HVOLFI SÉR YFIR BÓKINA Í SKAMMDEGINU, EFTIR AÐ HAFA NEGLT AFTUR SKÁPANA ...“ – Úlfhildur Dagsdóttir, bokmenntir.is „SKYLDUEIGN HROLLVEKJUAÐDÁANDANS“ – Þorsteinn Mar, kistan.is „(BÓKIN HEFUR) ÖLL ELEMENT SEM GÓÐ HRYLLINGSSAGA ÞARF AÐ HAFA TIL AÐ BERA. ÓGEÐIÐ, SPENNUNA OG MEININGUNA.“ – Melkorka Óskarsdóttir, Fréttablaðið TVEIR starfsmenn Vélsmiðju Sig- urðar Jónssonar í Garðabæ áttu fót- um fjör að launa í fyrrinótt þegar eldur blossaði upp í vélsmiðjunni og olli miklum skemmdum. Eldurinn kom upp á fjórða tím- anum um nóttina og var Páll Ró- bertsson ásamt starfsfélaga sínum við vinnu í smiðjunni þegar eldsins varð vart. „Við reyndum að slökkva eldinn með handslökkvitæki en það varð ekki við neitt ráðið og húsið varð alelda á nokkrum sekúndum,“ sagði Páll. Þeir voru þá að sjóða og slípa en ekki er ljóst hvort eldur hafi kviknað í tengslum við áhöld þeirra. Innandyra var hins vegar gríð- armikill eldsmatur, málning og þynnir sem fuðraði upp í miklu eld- hafi. „Við forðuðum okkur út og þetta lítur mjög illa út núna,“ sagði Páll. „Það brann allt sem brunnið gat, hurðir og klæðningar. Það er ekki búið að kanna ástand tækja en hér var talsvert af tölvustýrðum og við- kvæmum tækjum. Nú er verið að taka til og loka húsinu til að fyr- irbyggja slys.“ Páll sagði björgun þeirra félaga ekki hafa staðið tæpt þótt eldurinn hefði breiðst út á miklum hraða. Góðar útgönguleiðir séu á húsinu. Þá sakaði ekki. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sendi mannskap á vettvang og tók um klukkustund að ráða niðurlögum eldsins. Þegar að var komið logaði eldur út um tvo glugga á húsinu. Tilkynning um eldinn barst slökkviliði um klukkan 3.40. Lögreglan í Hafnarfirði rann- sakar eldsupptök en orsakir lágu ekki fyrir í gær. Tveir starfsmenn vélsmiðju í Garðabæ áttu fótum fjör að launa í eldsvoða í fyrrinótt Húsið alelda á nokkrum sekúndum Morgunblaðið/Júlíus Slökkviliðsmenn á vettvangi í Garðabæ, en allt brann sem brunnið gat í vélsmiðjunni. Dregur úr tannleysi meðal fólks á miðjum aldri samkvæmt nýlegri könnun Associated Press Flugmenn og flugvél- stjórar semja við Atlanta Lágmark 80 á íslenskum samningum FLUGMENN og flugvélstjórar í Frjálsa flugmannafélaginu sam- þykktu um helgina nýjan kjara- samning við flugfélagið Atlanta, og gildir samningurinn frá næstu ára- mótum til loka árs 2007. Guðni Haraldsson, framkvæmda- stjóri Frjálsa flugmannafélagsins – sem í eru 63 flugmenn og flugvél- stjórar – segir að launahækkanir séu svipaðar og í samningum ASÍ, á bilinu 16–18% á samningstímanum. Einnig náðist samkomulag um lág- marksfjölda flugmanna hjá Atlanta sem starfa á íslenskum kjarasamn- ingum, og verða því aldrei færri en 80. Einnig náðist samkomulag um að Atlanta greiði 21% í lífeyrissjóð á móti starfsmönnunum við lok samn- ings. „Menn eru mjög ánægðir með það líka að ná þessum samningi áður en sá gamli rann út, hann rennur ekki út fyrr en núna í lok desember,“ seg- ir Guðni. Hann segir samningalot- una hafa staðið frá byrjun október þar til samningur var undirritaður 3. desember.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.