Morgunblaðið - 14.12.2004, Side 10

Morgunblaðið - 14.12.2004, Side 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR UM 30 manna hópur rafiðn- aðarmanna frá Alcan í Straumsvík hefur undanfarin ár unnið mikið starf í sjálfboðaliðavinnu við að koma raflögnum og fleiru í Krýsu- víkurskóla í viðunandi horf. Nýj- asta verkefni þeirra var uppsetn- ing á brunaviðvörunarkerfi í skólanum sem þeir luku við nú í haust. Uppsetningin tók um 480 vinnustundir og miðað við algengt verð á útseldri vinnu rafiðn- aðarmanna er virði þessa fram- lags um 1,4 milljónir króna. Í Krýsuvíkurskóla er meðferð- arheimili fyrir langt leidda vímu- efnaneytendur. Fyrir nokkru var gerð krafa um að þar væri bruna- viðvörunarkerfi. Lionsklúbburinn Þór gaf kerfið og Lionsmenn fengu síðan rafiðnaðarmennina til liðs við sig. Bæði klúbburinn og straumvísku rafiðnaðarmennirnir hafa áður styrkt heimilið. Eflir samheldnina „Við erum voðalega glaðir að hafa getað gert þetta en við höfum líka verið voðalega lítið fyrir að auglýsa okkur,“ segir Rúnar Páls- son, rafvirki og verkefnastjóri tæknisviðs Alcan í Straumsvík, í samtali við Morgunblaðið. Hann féllst þó á með smávegis semingi að ræða við blaðamann um þá vinnu sem rafiðnaðarmennirnir hafa unnið í Krýsuvík. Rúnar segir að vinnan í skólanum hafi í raun verið auðveld, hópurinn sé sam- stiga og þekkist vel enda séu þarna menn sem hafi unnið saman í allt að 35 ár. Þegar svo samstiga hópur taki að sér verkefni séu þau bæði fljótunnin og ánægjuleg. Rúnar segir að rafiðnaðarmenn- irnir séu sammála um að sjálf- boðaliðastarfið sé gefandi og það hafi eflt samheldnina í hópnum enn frekar. Rafiðnaðarmenn í Straumsvík hafa aðstoðað meðferðarheimilið í Krýsuvík allt frá því að því var fyrst komið á laggirnar og giskar Rúnar á að vinnustundirnar séu a.m.k. 3–4 falt fleiri en þær sem fóru í uppsetningu brunaviðvör- unarkerfisins. Hann bætir við að vinnuveitandi þeirra hafi látið þeim í té verkfæri og bifreiðar, og þegar lítil aðstaða var í Krýsuvík- urskóla hafi þeir einnig fengið að grípa með sér matarbita úr eld- húsinu. Rafiðnaðarmenn í álveri Alcan í Straumsvík Gáfu 480 vinnustundir í Krýsuvíkurskóla Sjálfboðaliðastarfið er gefandi og eflir enn frekar samheldnina í hópnum. SKÓLASTARF hefur nú staðið í grunnskólum í þrjár vikur frá því að samið var í kennaradeilunni. Yfir- leitt virðist skólastarfið komið í eðli- legt horf, en dæmi eru um að nú séu að koma upp vandamál sem rakin eru til verkfallsins. Auður Árný Stefánsdóttir, skóla- stjóri Laugalækjarskóla í Reykjavík, sagði að í þessari viku hafi verið tölu- vert mikið um nemendamál. Nem- endur í skólanum eru í 7.–10. bekk, það er 12 til 16 ára. „Það bar ekki á því í þeirri viku sem þau komu í skól- ann inn á milli og ekki fyrstu dagana eftir að verkfalli lauk, en núna virðist eitthvað vera að grípa um sig.“ Auður Árný sagði þetta lýsa sér í meiri óróleika meðal nemenda, ekki væri hægt að tala um uppivöðslu- semi eða neitt slíkt. „Við vorum að ræða þetta í morg- un, nokkrir kollegar, og vorum sam- mála um að þetta væri nánast alstað- ar. Við viljum kenna verkfallinu um. Okkur finnst þetta óeðlilega mikið. Yfirleitt er ég með mjög rólega nem- endur. Mér finnst ég hafa þurft að hafa meiri afskipti af nemendum í þessari viku en undir eðlilegum kringumstæðum.“ Los en ekki agaleysi Ragnar Þorsteinsson, skólastjóri í Breiðholtsskóla, taldi ekki óeðlilegt að að þegar börn kæmu úr 6–7 vikna skólaleysi myndaðist svipað ástand og oft er eftir sumarfrí og jólafrí. Börnin séu nokkra daga að ná sér niður. „Ég myndi ekki kalla þetta agaleysi heldur fremur los,“ sagði Ragnar. „Mér finnst ástandið núna komið nánast í eðlilegt horf. Vissu- lega finnum við að börn búa við mis- jöfn skilyrði og hafa haft það mis- jafnt í verkfallinu. Sum komu tættari en önnur til baka. Menn verða að velta því fyrir sér hvers vegna það var.“ Hjördís Guðbjörnsdóttir, skóla- stjóri í Engidalsskóla í Hafnarfirði, sagði að þar væri allt með eðlilegum hætti og engin sérstök eftirköst eftir verkfallið. Í Engidalsskóla eru nem- endur frá 1.–7. bekkjar. Hjördís sagði að upphaf skólastarfs eftir verkfall hefði verið líkt því sem er á haustin. „Þetta var eins og að byrja upp á nýtt. Það tekur svolítinn tíma að komast í gang, sem er bara eðli- legt. Ég myndi ekki segja að ég hafi mikið orðið vör við los eða rót á nem- endum.“ Karl Erlendsson, skólastjóri Brekkuskóla á Akureyri, sagði að þar hefði ekki orðið mikið vart við agaleysi eða los á börnum eftir að verkfallinu lauk. „Það var svolítið óeðlilegt ástand rétt í upphafi, en okkur þykir það allt komið í eðlilegt horf.“ Aðspurður sagðist Karl ekki hafa merkt sjáanlegan mun á því og þegar skólastarf hæfist eftir löng frí. „Við höfum verið að skoða mætingar og annað þess háttar. Það er allt í góðu lagi. Ég tel að þetta sé allt fallið í réttar skorður, nú eftir þriggja vikna kennslu,“ sagði Karl. Starf í grunn- skólum að kom- ast í eðlilegt horf BRATZ-dúkkurnar hafa lækkað í verði hjá Hagkaupum um 900–1.400 krónur síðan Morgunblaðið birti verðkönnun á leikföngum í Banda- ríkjunum og hér á landi 9. desem- ber sl. Þá var kannað verð á þrett- án tegundum leikfanga sem fengust í Hagkaupum 3. desember sl. Þetta er m.a. niðurstaða verðkönnunar á leikföngum sem Neytendasamtökin framkvæmdu í fjórum leikfanga- verslunum á höfuðborgarsvæðinu 13. desember sl. 12 tegundir kannaðar Verslanirnar sem könnunin náði til voru Dótabúðin, Hagkaup, Leik- bær og Liverpool. Kannaðar voru 12 tegundir sem voru í Morgun- blaðskönnuninni ásamt þremur teg- undum í viðbót. Fram kemur að Leikbær er oftast með hæsta verðið en Hagkaup eru oftast með lægsta verðið. Mesti verðmunurinn er á Bratz-dúkkunum í Nighty night-lín- unni. Þær eru ódýrastar í Hag- kaupum en dýrastar í Dótabúðinni Smáralind og munar þar 34%. Dúkkurnar hafa lækkað í verði hjá Hagkaupum um 900–1.400 krónur síðan Morgunblaðið gerði sína könnun hinn 9. sl. Verðkönnun Neytendasamtakanna í fjórum leikfangaverslunum Leikföngin ódýrust í Hagkaupum       !"#  $%  &   '( % !"# $% &  ' ()*+ ( ' !"# $%"" , - .* ' / *01 /2" ' !"# 3%- !"0' 4 ' 5" -  ' !"0' 6) )" *" ) *""  7 " "0' 8)9 !1  !":  ;: 8)9 .":" <=>) /)*" 8)9 .5 "  / *% 8)9 !1  6" /*" ?"1 !9 0" - * @9- /*" ?"1 A" * (9 /*" ?"1 7)2"" $B$ 5 " ? +0 .@9")@5 !0+ 0" $% - + )*  )5 6")  "          80" /C $90%- .D"  82"5 8)2) E" * ) )                                                          34% verðmunur á Bratz-dúkkum RUNÓLFUR Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bif- reiðaeigenda, telur ekki að verð á dísilolíu muni hækka um áramót vegna krafna um lægra brenni- steinsinnihald eldsneytis. Olía með lægra brennisteinsinnihaldi hafi ver- ið á markaði hér við sama verði og önnur olía og því sé það spurning hvort þeir aðilar sem eru með olíu með hærra brennisteinsinnihaldi séu ekki með óeðlilega álagningu á sinni olíu. Ný lög um fljótandi eldsneyti taka gildi um áramót, en með þeim eru lögfestar strangari umhverfiskröfur en verið hafa í gildi til þessa. Þannig má brennisteinsinnihaldið ekki vera yfir 50 á hinum svonefnda ppm- skala, en núgildandi reglur gera ráð fyrir að 350 ppm sé leyfilegt. Í frétt í Morgunblaðinu var sagt að dísilolía muni hækka um 10% af þessum sök- um þar sem olía með lægra brenni- steinsinnihaldi sé dýrari í innkaup- um sem því nemi. Runólfur sagði í samtali við Morg- unblaðið að Atlantsolía hefði aldrei selt dísilolíu nema með þessu lægra brennsisteinsinnihaldi og hann sæi því ekki að þetta hefði nein áhrif á markaðinn hér. Í frétt Morgunblaðs- ins kæmi fram að Skeljungur hefði selt dísilolíu hér á landi með lægra brennisteinsinnihaldi og því væri spurningin hvort hin olíufélögin væru ekki að selja olíuna of dýrt. Ganga misvel eftir olíu Runólfur sagði að FÍB hefði einn- ig verið að skoða þetta út frá því sjónarmiði að eigendur nýjustu dís- ilbíla kvörtuðu stundum undan því að bílarnir gengju misvel eftir því hver olían væri. Það væri ljóst að nýjustu dísilhreyflarnir væru þannig að þeir þyldu illa hátt brennisteins- innihald í eldsneytinu og það væri krafan í dag að það væri ekki hátt. Runólfur benti jafnramt á að menn hefðu keyrt á brennisteins- snauðara eldsneyti í enn lengri tíma í Skandinavíu og Félag íslenskra bif- reiðaeigenda hefði alltaf verið fylgj- andi því að við fylgdum fyrirmælum frá Evrópu í þessum efnum. Framkvæmdastjóri FÍB um gildistöku nýrra eldsneytislaga Hefur ekki áhrif á verð á dísilolíu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.