Morgunblaðið - 14.12.2004, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2004 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
Egilshöll 13. Mars 2005
Lotion Promotion og Viva Art Music kynna með stolti:
ásamt hinni stórkostlegu
Ana Maria Martinez
Sinfóníuhljómsveit Reykjavíkur
Óperukórinn í Reykjavík
Stjórnandi
Eugene Kohn
Miðasala í verslunum Skífunnar og á www.domingo.is
Jólagjöf sem gleður
MEÐLAGSGREIÐENDUR!
Gerið skil hið fyrsta
og forðist vexti og kostnað
INNHEIMTUSTOFNUN SVEITARFÉLAGA
Lágmúla 9 - 108 Reykjavík - Kt. 530372 0229 - www.medlag.is
Banki 0139-26-4700 - Sími 590 7100 - Fax 590 7101
!"#
$%"%#
"
"# & ' &(
' )(
' (
*+$%,%
% -" ., /''"
ÍSLENSK skattayfirvöld þurfa að
kalla eftir upplýsingum um fjármála-
viðskipti í einstökum tilfellum. Þetta
sagði Skúli Eggert Þórðarson, skatt-
rannsóknarstjóri, í samtali við Morg-
unblaðið. Ennfremur sagði hann
þetta ekki svo á hinum Norðurlönd-
unum þar sem bankar sendi óumbeð-
ið inn upplýsingar um vaxtagjöld og
vaxtatekjur. Vegna þessa geti
skattayfirvöld fyllt í þessar upplýs-
ingar fyrirfram á skattframtali.
Jafnframt segir Skúli að samkvæmt
94. grein tekjuskattslaganna beri
fjármálafyrirtækjum að láta skatta-
yfirvöldum þessar upplýsingar í té í
einstökum tilvikum þegar þess er
óskað en slík sé ekki alltaf raunin.
Fóru fyrir hæstarétt
Til dæmis hafi skattayfirvöld þurft
að fara fyrir Hæstarétt árið 1999
þegar Landsbanki Íslands neitaði að
afhenda upplýsingar um vaxtatekjur
1.347 einstaklinga á þeim forsendum
að hér væri um víðtæka beiðni að
ræða. Einnig hafi skattrannsóknar-
stjóri fyrr á þessu ári þurft að stefna
Verðbréfaskráningu Íslands í tví-
gang vegna verðbréfaviðskipta sem
voru til rannsóknar hjá embættinu. Í
öllum þessum málum féll dómur
skattayfirvöldum í vil. Að sögn Skúla
er það ein af tillögum skattsvika-
nefndarinnar að skattayfirvöld fái
sjálfvirkan aðgang að þeim upplýs-
ingum sem hér er um að ræða.
Þegar Guðjón Rúnarsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka banka og
verðbréfafyrirtækja, er inntur eftir
þessu segir hann að hafa verði í huga
að hér sé í mörgum tilfellum um við-
kvæmar persónuupplýsingar að
ræða. „Öllum finnst eðlilegt að veita
skattayfirvöldum aðgang að þeim
upplýsingum sem óskað er eftir.
Hins vegar geta upplýsingarnar í
sumum tilvikum innihaldið persónu-
upplýsingar sem eru viðkvæmar og
því treysta fjármálafyrirtæki sér
ekki til þess að afhenda þessar upp-
lýsingar án dómsúrskurðar,“ segir
Guðjón. Að hans sögn er það þó afar
sjaldgæft að fyrirtæki neiti skatta-
yfirvöldum um upplýsingar. Hann
vísar til skýrslu sem SBV lét ráð-
gjafafyrirtækið Deloitte vinna fyrir
sig og segir að samkvæmt henni sé
aðgangur skattayfirvalda hér á landi
með sama móti og gerist í nágranna-
löndunum og því sé rangt að gefa í
skyn að svo sé ekki.
Bankar meti heimild
Varðandi persónulegt eðli upplýs-
ingana segir Skúli Eggert Þórðar-
son: „Það er auðvitað sjónarmið sem
taka þarf til umhugsunar en þó er
ljóst að skattayfirvöld hafa rýmri
heimildir en aðrir til þess að kalla
eftir upplýsingum.“
Morgunblaðið hafði samband við
Björn Geirsson, lögfræðing hjá Per-
sónuvernd, og innti hann eftir því
hvernig túlka megi þetta með tilliti
til laga um persónuvernd en hann
svaraði því að: „Samkvæmt almenn-
um reglum um vinnslu persónuupp-
lýsinga samkvæmt lögum um per-
sónuvernd og meðferð persónu-
upplýsinga er það hlutverk
ábyrgðaraðila upplýsinganna að
taka afstöðu til þess hvort fullnægj-
andi heimild sé fyrir miðlun upplýs-
inga til þriðja aðila, svo sem á grund-
velli sérlagaákvæða.“ Það er með
öðrum orðum bankanna að meta það
hverju sinni hvort heimild sé fyrir
því að miðla þessum upplýsingum til
skattayfirvalda. Að sögn Björns lýt-
ur það sömu lögmálum hvort skatta-
yfirvöld eigi að fá sjálfvirkan aðgang
að upplýsingunum.
Skattayfirvöld þurfa að
kalla eftir upplýsingum
Fjármálafyrirtækjum ber að gefa upplýsingar um viðskiptavini
TENGLAR
.....................................................
www.mbl.is/itarefni
Skúli Eggert
Þórðarson
Guðjón
Rúnarsson
( F
.G?
/.H
$4<
I4I ;E<
6/<
(
JIH< $: &