Morgunblaðið - 14.12.2004, Síða 26

Morgunblaðið - 14.12.2004, Síða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. B ein tveggja inúítakvenna eru meðal líkamsleifa sem fundist hafa í fornleifaupp- greftri við Skriðuklaustur í Fljótsdal. Sterkar vísbend- ingar eru um að klaustrið hafi sinnt aðhlynningu fá- tækra og sjúkra, en fram til þessa hafa íslensk klaustur fyrst og fremst verið talin hafa gegnt mennta- og menningarhlutverki, auk þess að hafa séríslenskt byggingarlag. Á Skriðuklaustri hefur komið í ljós að gerð klausturbyggingar, kirkju og klaust- urgarðs háttar mjög til sambærilegra bygginga í Evrópu frá sama tímaskeiði. Dr. Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræð- ingur, sem stjórnað hefur rannsóknum og upp- greftri á Skriðuklaustri undanfarin þrjú ár, segir ljóst að klaustrið hafi gegnt hlutverki sjúkrahúss, því fundist hafi leifar lækningajurta, m.a. jurta erlendis frá og beinagrindur sem fundist hafa í kirkjugarðinum beri merki um ýmsa sjúkdóma. „Við vitum ekki hversu lengi þessi sjúkrastofn- un var rekin,“ sagði Steinunn í samtali við Morg- unblaðið. „Það gæti hafa verið framyfir klaust- urtímann. Eins gætu inúítakonurnar hafa komið þarna eftir klausturtíma. Klaustrið er stofnað 1493 og við erum með mjög skýra aldursgrein- ingu á klaustrinu sjálfu skv. rituðum heimildum. Við erum einnig með mjög þykkt öskulag frá gosi í Veiðivötnum árið 1477 og þetta lag liggur undir rústunum, þær eru nánast byggðar ofan á það. Hvað efri mörkin varðar er talið að klaustrið hafi verið lagt af um siðaskipti eins og önnur klaustur á Íslandi, en spurning er hversu lengi var jarðað í klausturgarðinum.“ Líknuðu sjúkum og fátækum Steinunn segir nokkuð víst að klaustrið hafi sinnt fátækra- og sjúkrahjálp á klausturtím- anum. Þannig hafi öll önnur klaustur í Evrópu verið rekin. „Við erum búin að sjá á bygging- unum á Skriðuklaustri að þær voru ekkert sér- íslenskt fyrirbæri. Yfirleitt er talið að íslensk klaustur hafi verið miðstöðvar mennta og menn- ingar og það gleymist að tala um það hlutverk klaustranna sem var mikilvægast og kannski um- svifamest, að líkna sjúkum og fátækum. Ég er sannfærð um, þrátt fyrir að aldursgreiningar liggi ekki fyrir, að þetta var sjúkrastofnun og ein- hver hluti af þessum beinagrindum er frá þeim tíma. Það sem er merkilegt er að allar beina- grindurnar sem við höfum skoðað eru með ein- kenni ýmissa sjúkdóma. Ein beinagrindanna var til dæmis mjög illa farin af einhverskonar ígerð sem hefur étið sig inn í beinin, sem gæti bent til holdsveiki eða jafnvel herpes. Þegar klaustrin voru lögð af héldu sum þeirra líknarhlutverki sínu áfram, en spurning er hvernig þessu veiga- mikla hlutverki var sinnt eftir að klaustrin voru lögð af. Aldursgreiningar sem við eigum von á í janúar nk. geta vonandi hjálpað okkur til að ákvarða þetta. Við höfum nú fengið niðurstöður úr frjókorna- greiningu nokkurra plöntusýna. Þær gefa til kynna að á Skriðuklaustri hafi á klausturtím- anum verið ræktuð lyf og matjurtir. Þetta eru m.a. exemslyf og fleiri lækningajurtir sem marg- ar eru algengar í íslenskri flóru og svo aftur aðrar tegundir sem hverfa eftir klausturtímann.“ 20 af 60 gröfum verið opnaðar Í klausturgarðinum má nú sjá 60 grafir á yf- irborðinu, en þær eru líklega mikið fleiri því gras- rótinni hefur aðeins verið flett ofan af hluta kirkjugarðsins. Í fyrrasumar var ákveðið að veita garðinum sérstaka athygli og segir Steinunn að 20 grafir hafi þegar verið opnaðar. Þær liggja inni í klausturgarðinum og í herbergjum sem liggja næst kirkjunni. Í haust hefur verið unnið að greiningu beinagrindanna sem fundust í gröf- unum. „Þær beinagrindur sem við höfum nú grafið upp eru nánast allar af konum og börnum af því að við erum að grafa á ákveðnum stað í kirkju- garðinum. Við höfum fundið bein af einum karl- manni í þeim 20 gröfum sem við höfum opnað, en næsta sumar ætlum við að halda þessum rann- sóknum áfram og þá förum við til dæmis inn í kirkjuna og verður spennandi að sjá hvort karl- mennirnir eru þar, sem myndi sýna félagslega stöðu karla umfram konur. Það er sóknarkirkja á Valþjófsstað, rétt hjá klaustrinu. Á miðöldum, eins og nú, eru fjöl- s v K ö s li s þ í f u u e á u k h t G f e u Þ þ Þ g g f þ a s g Þ s o j þ n a k S m k .U þ r m a v h þ s k a h s le þ f Lag fyrir lag var skafið ofan af klausturrústunum á Skriðuklaustri í Fljótsdal í fyrrasumar. Fremst á m Ný vitneskja um h verk klaustra á Ís Ljósmynd/Steinunn Kristjánsdóttir Einn sjúklinganna. Höfuðkúpan hefur greinileg einkenni mikillar ígerðar í kjálka sem kann að hafa orðið viðkomandi að bana. Morgunblaðið/Sverrir Merkar uppgötvanir. Dr. Steinunn Kristjáns- dóttir fornleifafræðingur hefur stjórnað rann- sóknum og greiningu á Skriðuklaustri. UPPLÝST ÖRLÆTI Í kjölfar styrktartónleika fyrirkrabbameinssjúk börn hafa vakn-að spurningar um hvernig söfn- unum vegna hjálparstarfs eða góð- gerðarmála er almennt háttað. Örlæti almennings stýrir iðulega hversu mik- ið fé rennur til ýmissa verkefna á sviði þróunaraðstoðar, hjá styrktarfélögum og við líknarstarf af ýmsu tagi og aug- ljóst er að þeim sem láta fé af hendi rakna til slíkra málefna er mikið í mun að það skili sér til þeirra sem þeir vilja styrkja – helst hver einasta króna. En eins og fram kom í grein Skapta Hallgrímssonar í Morgunblaðinu sl. sunnudag, og haft var eftir Kristínu Jónasdóttur, framkvæmdastjóra Barnaheilla, er mikilvægt að dæma þó engan harkalega í þessari umræðu. Eftirspurnin eftir framlagi listamanna á góðgerðarsamkomum – ekki síst tón- listarmanna – er gífurleg og ekki hægt að ætlast til þess að þeir gefi vinnu sína í öllum tilfellum. Engu að síður á almenningur að sjálfsögðu fullan rétt á að vita hvernig þeim peningum sem safnað er með þessum hætti er varið – hversu mikill hluti ágóða skilar sér til góðgerðarstarfsins og hvað mikið fer í sjálfa framkvæmdina, enda getur verið allur gangur á því eins og heyra mátti á viðmælendum blaðsins. Mikilvægast af öllu er þó eins og Sigurður Krist- insson heimspekingur sagði í fyrr- nefndri grein; „að enginn sé blekktur; hvorki þeir sem gefa né þiggja, né neinn sá sem kemur að starfseminni á nokkurn hátt“. Af greininni má vera ljóst að það er löngu tímabært að þakka tónlistar- mönnum það óeigingjarna starf sem þeir vinna í þágu samfélagsins. Að sögn bæði Sigurgeirs Sigmundssonar í stjórn Félags íslenskra hljómlistar- manna og Björns Árnasonar, fram- kvæmdastjóra félagsins, er það nánast undantekning ef tónlistarfólk þiggur fé fyrir framlag sitt til góðgerðarsam- komu. Og Björn bendir réttilega á að: „Það sárasta fyrir þá listamenn sem taka þátt í ýmiss konar söfnunum og eru yfirleitt boðnir og búnir til að leggja sitt af mörkum, er að sjá að margir aðrir fá greitt fyrir sinn þátt í viðburðinum.“ Að hans mati vantar oft „að fólk geri sér grein fyrir þeim verð- mætum sem listamenn eru í raun að af- henda, [...]“. Slíkt er auðvitað ótækt, ekki er hægt að ætlast til þess að náunginn sé örlát- ari en maður treystir sér til að vera sjálfur. Fæstir myndu gera þá kröfu til lækna, hjúkrunarfólks, verkfræðinga eða fjölmargra annarra sem stunda hjálparstarf að unnið sé kauplaust. Því skyldu önnur gildi eiga við um lista- menn? Umræða eins og sú sem á sér stað núna er vel til þess fallin að veita það aðhald sem þarf til að enginn maki krókinn á þátttöku sinni í nafni þeirra sem minna mega sín og er það vel. Með tónleikum, söfnunum og sölumennsku í þágu góðra málefna er verið að höfða til samkenndar einstaklinga, mannúð- ar þeirra og vilja til að láta gott af sér leiða. Þar hefur hver og einn sjálfdæmi um það upp að hvaða marki hann er af- lögufær – listamenn sem aðrir. Góðar fyrirmyndir hvað örlæti varðar eru ómetanlegar og því er það svo að skýr markmið og greinagóðar upplýsingar um fyrirséðan kostnað frá skipuleggj- endum góðgerðarstarfsemi auðvelda fólki að gera upp við sig hvaða málstað það vill leggja lið. VÍTI FÍKNARINNAR Í Morgunblaðinu á sunnudag birtistmjög áhrifamikið viðtal Guðrúnar Guðlaugsdóttur við Frey Njarðarson um reynslu hans af heróínfíkn og tilraunir til að losna úr viðjum hennar. Reynsla Freys er einnig inntak bókarinnar Eft- irmál, sem kemur út nú um jólin og hann skrifar ásamt Nirði Njarðvík, föður sín- um. Sá heimur, sem Freyr lýsir, er skelfilegur. Hann er spurður hvernig fíknin sæki að fólki: „Það er eins og ég myndi taka þig og fleygja þér niður af hundruðustu hæð og þú ættir að beita vængjunum til að stoppa þig í loftinu. Fíkn og fíkill eru mjög misnotuð orð. Maður getur beinlínis orðið reiður að heyra fólk segja að það sé t.d. „súkku- laðifíkill“ eða „íþróttafíkill“. Maður hristist og skelfur af völdum fíknar og það er ekkert sem getur stöðv- að mann þegar hún er komin af stað. Engar tilfinningar til annarra stöðva mann, – enginn vilji. Vanmátturinn er al- ger, víman hefur völdin.“ Freyr lýsir jarðarför vinar síns, sem hafði verið í svipaðri neyslu og lést af of stórum heróínskammti: „Mér fannst af- ar erfitt að vera við jarðarför hans, mér fannst að þetta hefði allt eins getað verið mín eigin útför.“ Hann segir að þessi heimur sé ekki enn kominn hingað, en forsendurnar séu fyrir hendi. „Á Íslandi búum við ekki við heróín en akurinn er plægður. Hér eru nokkur hundruð morfínfíklar sem eru í daglegri neyslu og uppi er sú skoðun að morfín og heróín séu ekki svo frábrugðin hvort öðru. Það er rangt, heróín er eins og morfín í margföldu veldi. Heróín er hins vegar frábrugðið áfengi og ýmsum öðr- um vímuefnum að því leyti að víman helst ekki nema kannski fyrstu tvö árin, eftir það kemur viðvarandi deyfiástand sem fólk upplifir sem eðlilegt, en ef það tekur ekki heróín á átta til tíu klukku- stunda fresti fer það í það skelfilegasta líkamlega ástand sem ég hef nokkurn tímann upplifað og heyrt um. Ég hef aldrei getað haldið það ástand út nema fáeinar klukkustundir án þess að taka inn einhver mótefni. Það er það fárán- lega við heróínneysluna að víman hverf- ur er frá líður og óttinn við fráhvarfið kemur í staðinn. Ef efnið er ekki í lík- amanum brennur maður beinlínis lif- andi. Hver fruma er ánetjuð efninu og kallar á það, allur líkaminn, öll sálin og allur karakterinn.“ Freyr er nú í svokallaðri viðhaldsmeð- ferð hjá SÁÁ. Það er meðferð fyrir neyt- endur morfínskyldra lyfja, þar sem þeir fá skyld lyf eða önnur lyf til að mæta fíkninni og venjast af henni. Að sögn lækna eru 80% þeirra, sem fara í þessa meðferð, tilbúin að afnetjast fíkninni, eins og það er kallað. Freyr segir í við- talinu að hann myndi ekki bjóða í að vera án þessarar meðferðar: „Þessi meðferð slekkur á fíkninni án þess að hafa önnur áhrif á heilann.“ Nú blasir við að nýjum sjúklingum verði ekki boðið upp á þessa meðferð eftir áramót og er deilt um það hvernig eigi að mæta kostnaðinum af lyfjunum, sem slá á fíknina. Auðvitað verður að gæta aðhalds í fjármálum í heilbrigðiskerfinu, en það er erfitt að sjá að stætt sé á að loka einu færu leiðinni út úr því víti sem Freyr Njarðarson lýsir í viðtalinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.