Morgunblaðið - 14.12.2004, Page 29

Morgunblaðið - 14.12.2004, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2004 29 UMRÆÐAN ÉG ER eitthvað svo undrandi en samt ekki. Ég furða mig samt á þeim viðhorfum sem ég mæti hér og þar í garð þess starfs sem ég vinn. Sem reyndar birtist ekki í því að það sé sagt við mig persónulega hversu vafasamur kennari ég hljóti nú að vera. En það hljóta að vera skilaboðin sem mér eru send þegar talað er um að vinnustaðurinn minn sé umdeildur og sum- um finnst hann jafnvel viðsjárverður og meira að segja skrípalegur! Slík viðhorf eru reynd- ar mjög oft birt með þessum hætti – þekki það annars staðar frá svo ég er svo sem alveg í æfingu í að takast á við slíkt og einmitt þess vegna ákveð ég að segja frá með þessum hætti. Ég kýs að trúa því að það græði alltaf einhverjir á upplýstri umræðu. Ég velti sem sagt fyrir mér hvern- ig svo megi vera að almennt telji skólafólk kynjablöndun vera kynj- unum svo eiginlega að aldrei komi til tals að kynin geti hugsanlega haft af- drifarík áhrif á birtingarform líðanar hvors kynsins um sig innan um hitt. Í allri umræðunni um einstaklings- miðað nám virðist engum detta það einu sinni í hug að t.d. áhrif stelpna á stráka eða stráka á stelpur geti spilað einhvern þátt í því hvernig stelpum og strákum farnast á skólagöngunni sinni. Engum eða afar fáum virðist koma það til hugar að hér geti verið um afar þýðingarmikinn áhrifavald á námsframvindu barna yfirleitt að ræða. Þ.e. hvort þau fái notið sín á eigin forsendum án nokkurs áreitis sem t.d. annað kynið getur skapað hinu. Afar merkilegt finnst mér, að svo skuli vera, þegar öllum virðist ljóst að þegar stelpur og strákar verða konur og karlar virðast kynin sífellt eiga í átökum sín á milli sem oftar en ekki virðist vera afar erfitt að leysa svo vel megi vera. Einfaldar birtingarmyndir þessu til útskýr- ingar; ekki veit ég hvað boðið er upp á mörg mismunandi námskeið og fyr- irlestra ætlaða full- orðnum um það hvernig hvort kynið um sig megi efla sjálft sig gagnvart hinu kyninu. Eins er það almennt viðurkennt að karlar taki sér meira pláss á vinnumarkaðinum en konur. Karlar hafa völdin í sínum höndum á vinnumarkaðinum, það eru karlar sem eru þessir „aðal“ sama hvert litið er. Hvort sem við lítum til áhrifa- mikilla starfa eins og að stjórna land- inu eða til þess mikilvæga starfs að stjórna grunnskóla. Læra börn ekki það sem fyrir þeim er haft? Ekki ger- ist það á einni nóttu að konur eigi undir högg að sækja í samfélaginu. Hvers vegna má viðurkenna stórleg- an mun á eðli kynjanna þegar stelpur eru orðnar konur og strákar orðnir karlmenn en ekki þegar stelpur eru stelpur og strákar strákar og mik- ilvægasta mótunarskeiðið í fé- lagslegri færni fer fram? Þegar allur grunnundirbúningur fyrir lífið á sér stað er það algjört tabú að ræða um kynjamun sem hefur jafnvel það í för með sér að gert er úti um jöfn tæki- færi þeirra til árangurs í námi. Mér er að verða þetta fullkomlega óskiljanlegt hvernig margir ráða- menn menntamála og annað skóla- fólk virðist af fullri alvöru óttast það að hugsanlega megi ná einhverjum áþreifanlegum árangri í almennu jafnrétti kynjanna með alvöru að- gerðum. Að hugsanlega geti að- stæður þar sem hvoru kyninu um sig er sinnt eftir þörfum hvers ein- staklings þannig að árangur í ein- staklingsmiðuðu námi geti jafnvel mælst afgerandi, hvernig slíkar að- stæður eru hreinlega hunsaðar og flokkaðar sem eitthvert fyrirbæri sem best er að forðast sem heitan eld. Getur verið að þekkingarleysi á slík- um aðstæðum orsaki þennan ótta fyrst og fremst? Er ekki orðið tíma- bært að framafólk í menntamálum geri svolítið átak og kynni sér betur það sem er að gerast í menntun barna, kynnist svolítið því starfi sem unnið er utan þess hefðbundna ramma sem flestir eru að horfast í augu við að virkar ekki sem skyldi? Og öðlist þannig frekari sýn á hvern- ig mismunandi aðgerðir skila sér í já- kvæðni, metnaði, vellíðan og ekki síst frábærum árangri nemenda. En það hlýtur að vera markmiðið þegar allt kemur til alls. Það verður enginn hengdur fyrir að viðurkenna þekk- ingarleysi sitt en hugsanlega gætu stelpur og strákar út um borg og bý – ungviði þessa lands – stórgrætt á slíku átaki. Undrandi en samt ekki Sara Dögg Jónsdóttir fjallar um kynjamun ’Ég kýs að trúa því að það græði alltaf einhverjir á upplýstri umræðu. ‘ Sara Dögg Jónsdóttir Höfundur er drengjakennari við Barnaskóla Hjallastefnunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.