Morgunblaðið - 14.12.2004, Side 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Munið
að slökkva
á kertunum
❄
❄❄
❄
❄
❄
❄
Hafið hæfilegt bil
milli kerta; almenn
viðmiðun er að hafa
a.m.k. 10 cm bil á
milli kerta.
Slökkvilið
Höfuðborgarsvæðisins
❄
❄
❄
NOKKUR umræða hefur átt
sér stað um stóriðjur á Íslandi.
Hver svo sem hún verður þá er
ljóst að stóriðjur næstu framtíðar
munu framleiða þekkingar- og af-
þreyingarvörur. Nú
þegar eru slíkar af-
urðir orðnar að
stórum hluta heims-
verslunar. Þessar af-
urðir eru t.d. kvik-
myndir, tónlist,
tölvuleikir, fræðslu-
efni, ferðamennska,
líftækni o.s.frv. Þetta
er langur listi sem
nánast hver og einn
Íslendingur sem
heldur heim-
ilisbókhald getur
staðfest að drjúgur
hluti heimilisútgjalda fer til.
Þessi miklu umskipti á efna-
hagsstarfi heimsins, hvetja okkur
til að hugsa á nýjan hátt um
grundvöll efnahagslífsins. Til
skamms tíma hefur okkur verið
tamt að tala eingöngu um prótein-
framleiðendur eða þá sem sækja
hráefni í iður jarðar sem einu
frumframleiðendurna. Þetta er af-
skaplega takmörkuð sýn á und-
irstöður efnahagslífs nútímans.
Frumframleiðendur nútímans eru
miklu breiðari flokkur. Til frum-
framleiðenda má telja ein-
staklinga, fyrirtæki og stofnanir
sem nýta sköpunarkraft sinn til
að skapa eitthvað úr engu, eitt-
hvað sem síðan er umbreytt í
markaðsvöru.
Dæmi um slíka frumframleið-
endur geta verið skáld. Skáldið
sest niður, hripar orð á blað og
kemur til útgefanda. Ekki ósvipað
og þegar trillukarl siglir á miðin
og festir í fiska og kemur á land.
Í báðum tilvikum tekur við virð-
isaukandi efnahagsstarfsemi. Einn
veiðir prótein, annar veiðir orð,
þriðji veiðir járn og sá fjórði
veiðir orku, svo einhverjir séu
nefndir. Allir eiga það hins vegar
sammerkt að útvega hráefni sem
knýr efnahagsvél nútímans og all-
ir eiga það sammerkt að svara
þörfum okkar.
Nú geta menn gamla skólans
farið að hártoga um að sjómað-
urinn sinni grundvallarþörfum
okkar, nyti hans ekki við myndum
við fljótlega veslast upp úr hungri
(með bókina í hend-
inni), skáldið má hins
vegar missa sig, ekk-
ert æti er í skrudd-
unum. Um þetta
snýst hins vegar ekki
málið. Það snýst um
grundvöll efnahags-
lífsins og afkomu ein-
staklinga. Þagni
skáldið, hinn skap-
andi einstaklingur, þá
slokknar á efnahags-
kerfi nútímans. Þetta
eru staðreyndir hag-
kerfisins í dag.
Einhver mikilvægasta und-
irstaða hvers samfélags, frá því að
mannkynið fór af steinaldarstigi,
eru veitukerfi þess. Þannig getum
við sagt að áveiturnar hafi verið
lífæð landbúnaðarsamfélagsins og
orkuveitur lífæð iðnaðarsam-
félagsins. Á sama hátt getum við
sagt að upplýsingaveitur verði líf-
æðar upplýsingasamfélagsins.
Upplýsingaveitur eru í sjálfu sér
lítið frábrugðnar öðrum veitum,
nema þær miðla upplýsingum, en
áveitur miðla vatni og orkuveitur
miðla orku.
Í dag má segja að flestar upp-
lýsingaveitur séu einskonar
heimaveitur einstakra stofnana.
Það er varla hægt að tala um
„stórvirkjarnir“ eða almennings-
veitur í þessu samhengi. Með
stórvirkjunum og almennings-
veitum er ég að tala um samteng-
ingu ákveðinna grunnupplýs-
ingakerfa. Þessi
grunnupplýsingakerfi eiga það
flest sammerkt að varðveita upp-
lýsingar sem eru á einhvern hátt í
almannaþágu. Dæmi um slíkar
upplýsingar geta verið veðurfar,
landafræði, náttúru- og þjóðminj-
ar o.s.frv.
Eins og með önnur veitukerfi
þá eru upplýsingaveitur til einskis
nýtar ef „lón“ þeirra eru tóm. Án
innihaldsins streymir ekkert um
æðar þess, né heldur er hægt að
búa þær til. Því miður þá virðist
þetta oft hafa gleymst þegar ríkið
er að fjármagna gerð upplýs-
ingaveitna. Það er ekki gert ráð
fyrir að hin mikla „jarðvegsvinna“
að koma raunhlutum á stafrænt
form kosti nokkuð eða það þurfi
að gera sérstaklega ráð fyrir
henni. Þetta er svona svipað og ef
við létum okkur nægja að byggja
stöðvarhús með túrbínum en
gerðum ráð fyrir að allt hitt kæmi
af sjálfu sér.
Stórframkvæmdir á þessu sviði
eru því miður varla enn komnar
inn í orðaforða stjórnmálamanna.
Það þarf með einhverjum hætti að
uppfræða stjórnmálamenn um eðli
upplýsingaveitna og vekja áhuga
þeirra á að fara út í stór-
iðjuframkvæmdir á þessu sviði.
Eins og með veitukerfi fyrri sam-
félaga þá er kostnaður við gerð
þeirra slíkur að almenningsveitur
á þessu sviði eru eingöngu á færi
ríkisins. Við verðum líka að hafa í
huga að frumgögnin eru iðulega
almannaeign sem allir verða að
hafa opinn og jafnan aðgang að.
Dæmi um „Dettifoss“ upplýs-
ingalandslagsins eru „forðabúr“
þjóðminja- og skjalavörslunnar í
landinu. Eðli sínu samkvæmt end-
ar þar flest sem viðkemur menn-
ingu okkar og sögu. Hirslur þjóð-
minja-skjalavörslunnar eru eins
konar „menningarleg“ uppistöðu-
lón sem „safna heimildum um
manninn, sögu hans, umhverfi og
náttúru og stjórnsemi“. Líta má
þessa vörsluflokka sem „há-
hitasvæði“ og „fallvötn“ upplýs-
ingaveitna sem bíða þess eins að
verða virkjuð.
Upplýsingaveitur – stór-
virkjanir næstu framtíðar
Jóhann Ásmundsson
fjallar um stóriðju ’Þetta er afskaplegatakmörkuð sýn á und-
irstöður efnahagslífs
nútímans.‘
Jóhann Ásmundsson
Höfundur er félagsmannfræðingur.
HVAÐ borða börnin
okkar? Umræðan um
„ofeldi“ þjóðarinnar
kemur upp á yfirboðið
við og við, aðallega í
sambandi við neyslu-
kannanir sem fram-
kvæmdar eru. Í ljós
hefur komið að börnin
okkar eru að þyngjast
óeðlilega mikið og staf-
ar það af breyttu mat-
aræði þjóðarinnar og
minni hreyfingu.
Mataræði barnanna
okkar skiptir mjög
miklu máli, mun meira
máli en flesta grunar.
Flestir foreldrar
hafa sett næringarmál
barnanna sinna í hend-
urnar á öðrum og allt
of margir treysta á að
börnin fái „góða“ nær-
ingu annars staðar.
Börn sem eru í leik-
skóla fá að minnsta
kosti þrjár máltíðir
dagsins á leikskól-
anum.
Hver sér um að fæð-
ið sem boðið er upp á
sé rétt? Enginn. Það er enginn sem
lítur eftir hvort það sé næringarríkt
fæði, heldur ræður sá/sú sem eldar
fæðið, oft undir miklum áhrifum frá
starfsmönnum. Oft á tíðum getur
jafnvel „matvendni“ starfsmanns
haft mikil áhrif.
Í flestum grunn-
skólum eru komin
mötuneyti, þar er held-
ur ekki neitt eftirlit með
því hvað fer í pottana.
Víða er það verð sem
ræður hvað er í matinn
hverju sinni. Því oftast
verður að halda verðinu
innan ákveðinna marka.
Gott verð er ekki ávísun
á næringarríkan og
góðan mat. Oft er búið
að bæta einhverju í sem
hefur áhrf á næring-
argildið.
Er það ekki á ábyrgð
foreldranna að börnin
okkar fái hollan og nær-
ingarríkan mat? Við
getum ekki treyst því
að aðrir sjái um það.
Þess vegna er til mik-
ils að vinna.
Æskilegt er að borða
þrjár aðalmáltíðir yfir
daginn og tvo til þrjá
millibita.
Börn og unglingar
sem fá reglulegar mál-
tíðir og rétt samsettar
eru oftar skapbetri og
mun þægilegri í umgengni.
Næring barnanna
okkar – okkar næring
Guðrún Þóra Hjaltadóttir
fjallar um næringu barna
Guðrún Þóra
Hjaltadóttir
’Börn og ung-lingar sem fá
reglulegar mál-
tíðir og rétt
samsettar eru
oftar skapbetri
og mun þægi-
legri í um-
gengni.‘
Höfundur er kennari og
löggiltur næringarráðgjafi.
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið