Morgunblaðið - 14.12.2004, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 14.12.2004, Qupperneq 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Af öllum sem ég hef kynnst og umgengist um mína ævi hafði afi minn hvað mest áhrif á mig, allt sem hann sagði mér og kenndi geymi ég og reyni að lifa eftir því. Það voru mínar eftirlætisstundir sem barn þegar ég fór í heimsókn til afa og ömmu á Tjarnarbraut og þar dvaldi ég oft dögum saman, dekrað- ur út í eitt. Aldrei var hann of upp- tekinn til að leika við okkur krakk- ana eða sýna því athygli sem við gerðum. Afi var mjög laginn í hönd- unum og hafði lítið fyrir því að galdra fram ótrúlegustu leikföng úr hinu og þessu sem leyndist krókum MAGNÚS JÓNSSON ✝ Magnús Jónssonfæddist í Hafnar- firði 14. desember 1918. Hann lést á St. Jósefsspítala í Hafn- arfirði 30. nóvember síðastliðinn og var jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju 8. desember. og kimum bílskúrsins góða, sem var konungs- ríki hans. Eins og hendi væri veifað varð til kassabíll, hlaupahjól eða leikfangaskip með mastri og segli sem mátti sigla um Lækinn. Og enn er mér í fersku minni þegar við lékum okkur saman heilan dag með sitthvora upp- blásna dekkjaslönguna, afi með stóra og ég með litla. Þeim gátum við velt á milli okkar, upp og niður allar brekkur Hafnarfjarðar, að því er virtist tím- unum saman þar til amma kallaði á okkur í kvöldmat. Í lok dags las hann svo alltaf fyrir mig sögu og söng mig í svefn. Þegar ég varð eldri gat ég snúið mér til afa með nánast hvað sem var sem þarfnaðist viðgerðar eða lagfær- ingar, það var göldrum líkast hvern- ig hann gat lagað allt. Afnot af sum- arbústaðnum í Sléttuhlíð stóðu líka ávallt til boða. Þar hafði hann ræktað sjálfur sína eigin paradís og mér leið alltaf mjög vel þar. Hann afi minn kenndi mér ótrú- lega margt, og orð hans hafa verið mér gott veganesti gegnum lífið. Hann hafði einstakt lag á því að út- skýra hluti á einfaldan og aðgengi- legan hátt fyrir okkur krökkunum, svo að við meðtækjum allt og gætum farið eftir því. Það voru einfaldir hlutir eins og að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig, að bera virðingu fyrir hinum eldri, sýna öllum tillitsemi og nær- gætni, vera góður við dýr, alltaf að klára af disknum og alls ekki brjóta hríslurnar! Þannig voru lífsreglurn- ar lagðar og eftir þeim fer ég enn þann dag í dag. Ég kveð þig að sinni afi minn, og takk fyrir allt. Magnús Sveinsson. Nú höfum við kvatt ömmu okkar, Rann- veigu Eggertsdóttur. Amma átti sér algjöra sérstöðu í tilveru okk- ar, hún var í senn sterk kona sem virtist óbrjótanleg og hlýr persónuleiki sem alltaf var tilbúin að spjalla yfir kaffibolla. Maður var alltaf velkominn í heimsókn og engin takmörk fyrir þolinmæði hennar gagnvart okkar athyglisþörf hvort sem var á barnsaldri eða fullorðins- aldri. Hún hafði sérstakt lag á að setja sig í spor okkar og deila með okkur sinni reynslu á því aldurskeiði sem við vorum á. Hún gekk í gegn- um mikil veikindi og hafði ávallt skemmtisögur af síðustu heimsókn á spítalann þar sem hún náði alltaf að snúa alvarleika veikinda sinna upp í fyndni þar sem hún oftar en ekki RANNVEIG EGGERTSDÓTTIR ✝ Rannveig Egg-ertsdóttir fædd- ist í Reykjavík 21. júní 1927. Hún lést á líknardeild Landa- kotsspítala 14. nóv- ember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Neskirkju 23. nóvember. gerði grín að sjálfri sér í erfiðum aðstæðum. Hún hafði líka einstakt lag á að vera hreinskil- in og ef fólk þoldi ekki hreinskilni hennar fann hún efni í góða sögu sem hún hló óspart að og deildi með okkur. Hún átti það líka til að segja okkur sögur frá uppvaxtarár- um sínum, sérstaklega voru sögurnar um prakkarastrikin henn- ar eftirminnilegar. Oft var eins og hún myndi svo vel hvernig það er að vera ungur og óþekkur að hún fyrirgaf óþekkt- ina í okkur auðveldlega og skildi þörfina fyrir uppreisn, svo framar- lega sem hún gengi bara fram af for- eldrum okkar en ekki öðrum börn- um. Eitt sinn þegar við systkinin stóðum í átökum hvíslaði hún að okkur hverju um sig: „Sá vægir sem vitið hefur meira.“ Var þá keppst við að vera vægari en hitt og upphófust nýjar deilur um hver vægði nú meira. Átti hún þá til að skipta um gír og bjóða okkur upp á nýja tegund af skemmtun. Fataskápurinn hennar framkallaði heila veröld af ævintýr- um þar sem við fengum ótakmark- aðan aðgang að glæsikjólum og hin- um ýmsu gersemum. Sat hún undir leikritum sem voru samin á staðnum og alltaf klappaði amma og hló þó leikritið væri orðið lengra en sæmir hefðbundnu verki á sviði alvöru leik- húsa. Á jólunum var amma oft heima hjá okkur og gaf hún oft bækur sem hún svo las með okkur langt fram á kvöld. Bækurnar eftir Guðrúnu Helgadóttur voru sérstaklega vin- sælar á okkar heimili og sérstaklega þær sem fjalla um fjölskyldu á stríðsárunum. Okkur er minnisstætt að sitja með ömmu að lesa bækurn- ar og skellihlæja og skemmta okkur saman. Eftirfarandi bæn er okkur ofar- lega í huga eftir lesningu á þessum bókum og nú kveðjum við elskulegu ömmu okkar með þessum orðum, hennar verður sárt saknað: Endar nú dagur, en nótt er nær, náð þinni lof ég segi, að þú hefur mér, Herra kær, hjálp veitt á þessum degi. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Árni Rúnar Hlöðversson, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, Katrín Björk Svavarsdóttir. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef út- för hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skila- frests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áð- ur en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandend- ur senda inn. Þar koma fram upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl- ast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningar- greinar Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Elskulegur eiginmaður minn og besti vinur, ÞÓRÐUR GUÐMUNDSSON vélfræðingur, f. 13. apríl 1926, Reykjaborg, Mosfellsbæ, lést á heimili sínu sunnudaginn 12. desember. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Freyja Norðdahl. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, FJÓLA KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR, Naustum 1, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 12. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd barna minna, tengdabarna og barnabarna, Davíð Jónsson. Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS EGGERTSSON fv. yfirlögregluþjónn, sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtu- daginn 9. desember, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 16. desember kl. 15.00. Elinborg Magnúsdóttir, Jón M. Magnússon, Guðrún E. Jónsdóttir, Edda Björk Jónsdóttir, Svavar Ásbjörnsson, Unnur Arna Jónsdóttir, Gunnar G. Halldórsson og barnabarnabörn. Elskulegur bróðir minn, JÓN PEDERSEN, Brunnum 2, Patreksfirði, sem andaðist á heimili sínu þriðjudaginn 7. desember sl., verður jarðsunginn frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 18. desem- ber nk. kl. 14.00. Fyrir hönd ættingja, Poul E. Pedersen. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, STEFANÍA JÓHANNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Mýrarbraut 6, Blönduósi, lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfara- nótt mánudagsins 13. desember. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Þorsteinn Fr. Sigurgeirsson. Ástkær bróðir minn, vinur og frændi, KRISTINN SNÆVAR BJÖRNSSON, Strandaseli 3, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 16. desember kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Hjördís Sigríður Björnsdóttir, María Poulsen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.