Morgunblaðið - 14.12.2004, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2004 33
MINNINGAR
✝ Berndt Olov Edvard Grön-
qvist fæddist í Eke-
nes í Finnlandi 6.
október 1946. Hann
lést á heimili sínu 4.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Gerda Karen, f.
í Skt. Pétursborg 24.
október 1903, d. 22.
apríl 1995 og Ragnar
Grönqvist, f. í Hels-
inki 29. desember
1905, d. 16. mars
1973. Systkini eru
Birgitta, f. 12. des-
ember 1937, búsett í Svíþjóð, Jan,
f. 7. maí 1940, d.
1997 og Curt, f. 21.
desember 1942, bú-
settur í Þýskalandi.
Eiginkona
Berndts er Guðrún
Gerður Sæmunds-
dóttir, f. í Hvera-
gerði 16. maí 1950.
Börn þeirra eru Ró-
bert Ragnar, f. 20.
september 1979 og
Christína Guðrún, f.
10. júní 1982.
Útför Berndts fer
fram frá Kópavogs-
kirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Í dag kveðjum við kæran vinnu-
félaga okkar, Berndt Olov Edvard
Grönqvist.
Berndt fæddist í Finnlandi og
ólst upp í fallegum strandbæ sem
heitir Hanko. Þaðan átti hann góð-
ar minningar með vinum sínum.
Berndt sagði okkur oft frá
skemmtilegum stundum og minnt-
ist þá gjarnan á siglingar og aðrar
tómstundir. Það var notalegt að
setja sig inn í hugarheim hans þeg-
ar hann talaði um Finnland og lýsti
staðháttum. Ungur fór Berndt til
vinnu hjá SAS í Stokkhólmi þar
sem grunnurinn var lagður að lífs-
starfi hans.
Í byrjun áttunda áratugarins
fluttist hann til Kaupmannahafnar
og hélt áfram að vinna hjá SAS. Á
þessum tíma kynntist hann eigin-
konu sinni Gerði Sæmundsdóttur
sem var að vinna í Kaupmannahöfn.
Vegna vinnu sinnar ferðaðist
Berndt mikið og hann sagði okkur
margar skemmtilegar sögur frá
fjarlægum stöðum. Á Kaupmanna-
hafnarárunum var Berndt virkur
félagi í róðrarklúbbi og hélt hann
alla tíð góðum tengslum við róðr-
arfélagana. Berndt hafði mikinn
áhuga á hinum ýmsu íþróttum og
þá helst frjálsum, aksturs- og
keppni í norrænum greinum skíða-
íþrótta. Veiðimennskan átti þó hug
hans allan. Ófáar voru veiðiferð-
irnar austur á Þingvöll. Berndt
hafði yndi af að ferðast og dásam-
aði íslenska náttúru.
Við vinnufélagarnir og viðskipta-
vinir okkar hérlendis sem og er-
lendis fundum að Berndt var vel að
sér um margt og var áreiðanlegur.
Það tók Berndt ekki langan tíma að
setja sig inn í hin flóknustu mál.
Þegar Kaupmannahafnarárunum
lauk fluttu þau hjónin til Íslands
þar sem þau bjuggu sér fallegt
heimili og eignuðust tvö mannvæn-
leg og yndisleg börn, Róbert og
Christinu. Berndt talaði alltaf um
börnin sín og eiginkonu með stolti
og það var hans háttur að vera trúr
sinni fjölskyldu, vinum og vinnu-
félögum.
Kæri Berndt. Söknuðurinn er
mikill. Við minnumst þín með þakk-
læti fyrir allar þær stundir sem við
áttum saman og biðjum algóðan
Guð að styrkja fjölskyldu þína um
alla framtíð.
Hvíl í friði.
Jan, Páll, Ólafur og fjölskyldur.
Fyrir tveimur mánuðum síðan
voru skilaboð til mín í talhólfinu
„Ég er öskureiður út í þig –
hringdu í mig eins og skot.“ Ég
varð miður mín og hjartað tók að
slá hraðar. Hvað í ósköpunum hafði
ég gert sem gerði Berndt svo reið-
an? Ég hringdi til baka og þar var
Berndt skellihlæjandi og hafði
óskaplega gaman að öllu saman.
Hann vissi sem var að ég mundi
taka slík orð alvarlega og gat ekki
látið það vera að stríða mér svolítið.
Við spjölluðum og hlógum saman að
þessu uppátæki hans. Síðastliðinn
mánudag áttaði ég mig á að þetta
samtal okkar Berndts var okkar
síðasta hérna megin.
Berndt tilheyrði í mínum huga
„fraktfjölskyldunni“. Ég kynntist
honum fyrst sem sölumanni í flug-
frakt Flugleiða. Þá reyndi hann að
selja mér flugfrakt fyrir ferskan lax
til Bandaríkjanna á þeim forsend-
um að hætt yrði við flugið ef ekki
næðist að selja nægilegt magn til
að hægt væri að fljúga. Þannig var
nú framboðið á þessum markaði á
þeim tíma – fyrir 15 árum síðan.
Næst lágu leiðir okkar saman
þegar Berndt var kallaður til starfa
fyrir Flugflutninga þegar Cargolux
byrjuðu flug sitt hingað. Berndt bjó
að mikilli og eftirsóknarverðri
reynslu á markaði fyrir flugfrakt
sem fyrrum starfsmaður SAS, þeir
voru ekki svo margir hér á landi
með þá þekkingu. Það voru
skemmtilegir tímar, samskiptin
urðu mikil og náin. Við vorum á
þessum tíma að taka þátt í upp-
byggingu á nýrri atvinnugrein, það
sameinaði okkur og okkur varð vel
til vina. Fyrir ekki svo löngu síðan
tók Berndt á móti viðurkenningu
vegna þessara starfa sinna á upp-
hafsárum Flugflutninga. Það gladdi
hann óumræðilega og okkur öll sem
komum að þessari sögu.
Ósjaldan hef ég leitað til Berndts
þegar mig hefur vantað einhverjar
upplýsingar sem ég vissi að hann
byggi yfir og hann átti það til að slá
á þráðinn til mín í sömu erinda-
gjörðum.
Ég minnist þess einhverju sinni
þegar mér var mikið niðri fyrir
vegna skrifræðis í greininni að
Berndt sagði mér reynslusögu frá
árum sínum hjá SAS. Hann sagði
að þegar um útflutning til Sovét-
ríkjanna gömlu var að ræða gilti
það eitt að hafa nægilega marga
stimpla af öllum stærðum og gerð-
um – á umbúðum vörunnar sem og
á pappírum til að tryggja að varan
kæmist á áfangastað. Það gilti einu
hvaða stimplar þetta voru eða frá
hverjum – það var stimpillinn per
se sem skipti öllu máli. Þessa
reynslusögu Berndts er ástæða til
að við munum vel eftir nú á tímum
nýrrar öldu skrifræðis af öllum
toga.
Berndt hætti í „fraktfjölskyld-
unni“ fyrir nokkrum árum en hann
fór þó ekki langt. Hann fékk starf
sem sölumaður í ferskum fiski og
var sem slíkur stór viðskiptavinur
flugfraktar. Fyrir mér er það tákn-
rænt að Berndt var í símanum að
tala við starfsmann Flugleiða frakt-
ar þegar hann kvaddi svo snögg-
lega síðastliðinn laugardag.
Það er erfitt að trúa því að þú
sért ekki lengur á meðal vor og ég
geti ekki lengur hringt í þig þegar
ég þarf á aðstoð að halda eða bara
þegar mig langar að spjalla um
gamla tíma. Með þessum fátæklegu
orðum vil ég þakka þér, Berndt,
fyrir frábær kynni og samstarf í
gegnum árin. Góður guð veri með
fjölskyldu þinni og vinum á þessari
sorgarstundu.
Signý Sigurðardóttir.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Vald. Briem.)
Hvíl í friði, elsku Berndt.
Laufey Jóhannsdóttir,
Sesselja Henningsdóttir.
BERNDT O. E.
GRÖNQVIST
Minningarkort
Hjartaverndar
535 1825
Gíró- og greiðslukortaþjónusta
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
Pantanir í síma 562 0200
Á fallegum og notalegum
stað á 5. hæð Perlunnar.
Aðeins 1.250 kr. á mann.
Perlan
ERFIDRYKKJUR
Helluhrauni 10, 220 Hfj.
Sími 565 2566
Legsteinar
Englasteinar
www.englasteinar.is
Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við and-
lát og útför sonar okkar, bróður og ömmu-
barns,
GUÐNA MÁS BALDURSSONAR,
Hólmgarði 45,
Reykjavík.
Ásta Hjartardóttir,
Baldur Árni Guðnason,
Halldór Rafn Bjarnason,
Svanborg O. Karlsdóttir
og fjölskylda.
Útför
JÓNASAR GUÐJÓNSSONAR
fyrrv. kennara
við Laugarnesskóla,
fer fram frá Laugarneskirkju föstudaginn
17. desember kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknar-
stofnanir og minningarsjóði.
Ingibjörg Björnsdóttir,
Ragnar Jónasson, Eva Örnólfsdóttir,
Björn H. Jónasson, Guðrún Þóroddsdóttir.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
LILJA ÓLAFSDÓTTIR,
Sörlaskjóli 78,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni laugardaginn
11. desember.
Björn Þ. Þórðarson,
Þórunn B. Björnsdóttir, Pálmi V. Jónsson,
Sigurður H. Björnsson, Þórunn Ólafsdóttir,
Bryndís Anna Björnsdóttir,
Edda Björnsdóttir, Jakob Pétursson,
Páll Björnsson, Lilja Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug
og vináttu vegna andláts og útfarar okkar ást-
kæru,
SIGRÍÐAR E. HALLDÓRSDÓTTUR
frá Hnífsdal,
Þrastarási 6,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á líknardeild
Landspítalans í Kópavogi fyrir góða umönnun og einstakan hlýhug.
Rikharð Bess Júlíusson,
Júlíus Þór Bess Rikharðsson,
Anna Lísa Rikharðsdóttir,
Brynjar Örn Rikharðsson,
Eva Hlín Gunnarsdóttir, Jökull P. Jónsson,
Hákon Darri Jökulsson,
Marta Gunnarsdóttir, Sigvaldi L. Guðmundsson,
Halldór G. Pálsson
og fjölskylda.
Þökkum innilega samúð og vinarhug við frá-
fall föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
ÓLAFS TRYGGVASONAR
úrsmíðameistara,
Reynimel 26,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á K1 á Land-
spítala Landakoti.
Gróa Kristín Ólafsdóttir,
Tryggvi Ólafsson, Elín Jóhannsdóttir,
Garðar Ólafsson, Guðlaug Ingólfsdóttir,
barnabörn og langafabörn.