Morgunblaðið - 14.12.2004, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2004 37
FRÉTTIR
Atvinnuauglýsingar
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
Tilboð/Útboð
Útboð
sími 528 9000 • www.rarik.is
RARIK
RARIK óskar eftir tilboðum í :
RARIK 04019
Um er að ræða stækkun stöðvarhúss,
byggingu inntaks- og inntakslokumannvirkis
og rýmkun aðrennslisskurðar.
Helstu magntölur :
Útboðsgögn eru til sölu á skrifstofu RARIK,
Rauðarárstíg 10, Reykjavík og kostar hvert
eintak 10.000 kr.
Skila skal tilboðum á skrifstofu RARIK,
Rauðarárstíg 10, 105 Reykjavík fyrir kl. 14:00
mánudaginn 14. febrúar 2005. Tilboðin verða
þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda, sem
óska að vera viðstaddir.
Lagarfossvirkjun
Stækkun - Byggingarhluti
a) Gröftur lausra og fastra jarðlaga. . 40 000 m³
b) Sprengigröftur. . . . . . . . . . . . . . . . 95 000 m³
c) Fylling . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10 000 m³
d) Mótauppsláttur . . . . . . . . . . . . . . . 10 000 m²
e) Járnbending . . . . . . . . . . . . . . . . 480 000 kg
f) Steinsteypa. . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7 000 m³
Útboð þetta er auglýst á Evrópska
efnahagssvæðinu.
Svæðisskipulag
Samvinnunefnd um Svæðisskipulag
Austur-Húnavatnssýslu
auglýsir hér með skv. 13. gr. skipulags- og
byggingarlaga nr. 73/1997 tillögu að Svæðis-
skipulagi Austur-Húnavatnssýslu 2004-2016,
sem nær til sýslunnar neðan marka Svæðis-
skipulags Miðhálendis Íslands 2015.
Tillagan liggur frammi á skrifstofu Héraðs-
nefndar A-Hún., Húnabraut 32, 540 Blönduósi,
hjá oddvitum sveitahreppanna, skrifstofu Höfð-
ahrepps, skrifstofu Blönduósbæjar og hjá Skip-
ulagsstofnun, Laugavegi 166, 105 Reykjavík
á skrifstofutíma (milli kl. 10-16) frá 15. desem-
ber 2004 til 20. janúar 2005.
Þeir, sem telji sig eiga hagsmuna að gæta, er
gefinn kostur á að skila skriflegum athuga-
semdum við tillöguna fyrir kl. 16:00 laugar-
daginn 5. febrúar 2005.
Athugasemdum skal skila á skrifstofu Héraðs-
nefndar A-Hún., Húnabraut 32, 540 Blönduósi.
Þeir, sem ekki gera athugasemdir við tillöguna
innan tilskilins frests, teljast samþykkir henni.
Fyrir hönd samvinnunefndar um Svæðisskipu-
lag A-Húnavatnssýslu,
Jóhann Guðmundsson,
formaður.
Félagslíf
Miðlun/heilun
Sjálfsupp-
bygging
Hugleiðsla
Fræðsla
Halla Sigurgeirsdóttir, and-
legur læknir. Upplýsingar í
síma 553 8260 fyrir hádegi.
EDDA 6004121419 I Jf.
I.O.O.F. Rb. 1 15412148- Jv.
ATVINNA
mbl.is
Í ritdómi um ævisögu Halldórs Lax-
ness eftir Halldór Guðmundsson í
Lesbók sl. laugardag misritaðist
nafn Björgólfs Guðmundssonar og
bókaútgáfu hans, Nýja bókafélags-
ins. Beðist er velvirðingar á þessu.
Texta vantaði
Í grein Ásdísar Thoroddsen sem
birtist í blaðinu 7. desember um nið-
urstöðu í kærumáli til Eftirlitsstofn-
unar EFTA út af Kárahnjúkavirkjun
vantaði texta um að greinin væri
byggð á lögfræðiáliti Elviru Mendez
Pinedo, sem er spænskur lögfræð-
ingur og sérfræðingur í Evrópurétti.
Elvira.MENDEZ-PINEDO@-
cec.eu.int.
Rangt nafn
Í Morgunblaðinu 9. desember
birtist grein eftir Svein Einarsson,
fv. þjóðleikhússtjóra, þar sem hann
fjallar um bókina „Landsins útvöldu
synir“. Þar segir hann að Bragi Þor-
móður Ólafsson hafi tekið bókina
saman. Hið rétta er að það gerði
Bragi Þorgrímur Ólafsson.
Enn til meðferðar á Alþingi
Fram kom í frétt í blaðinu í gær
um skólagjöld við Tækniháskóla Ís-
lands, að frumvarp um afnám laga
um skólann hafi verið samþykkt fyr-
ir helgi á Alþingi. Hið rétta er að
frumvarpið er enn til meðferðar í
þinginu og verður það tekið til loka-
meðferðar á vorþingi.
LEIÐRÉTT
Nöfn misrituðust
BSRB og Framvegis, miðstöð um sí-
menntun, hafa undirritað samning
um tungumálafræðslu BSRB. Um
er að ræða afar metnaðarfullt átak
í að efla tungumálakunnáttu fé-
lagsmanna í BSRB. Boðið verður
upp á námskeið í ensku, dönsku,
spænsku, íslensku ritmáli, þýsku og
frönsku fyrir félagsmenn BSRB ár-
in 2005 og 2006. Í boði verður bæði
einingabært nám fyrir framhalds-
skóla, 60 klst. og einnig styttri nám-
skeið þar sem höfuðáhersla verður
lögð á talað mál, 30 klst. Stefnt er
að því að minnsta kosti 1.500 manns
sæki þessi námskeið. Lengra nám-
skeiðið mun kosta 32.984 kr. en
styttri námskeiðin 18.042 kr.
Framvegis hefur samið við sí-
menntunarmiðstöðvarnar um allt
land um að annast námskeið fyrir
félagsmenn utan höfuðborgarsvæð-
isins og verða þau á sama verði og
námsefnið samræmt.
Fjölbreytt tungu-
málafræðsla BSRB
Frá undirritun samningsins: Inga
Sigurðardóttir, formaður Kvasir,
samtaka símenntunarmiðstöðva,
Birna Gunnlaugsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Framvegis, Ögmund-
ur Jónasson, formaður BSRB, og
Elín Björg Jónsdóttir, formaður
fræðslunefndar BSRB.
EA-SAMTÖKIN halda sinn árlega
fund um jólakvíða fimmtudaginn
16. desember kl. 18 í Kórkjallara
Hallgrímskirkju. EA-samtökin
bjóða upp á 12 spor tilfinninga til
gleðilegra jóla. Allir velkomnir.
Það er því miður vaxandi hópur
fólks sem er að berjast við mikinn
jólakvíða fyrir þessi jól eins og und-
anfarin jól. Til dæmis vegna ást-
vinamissis, hjónaskilnaðar, fjár-
hagsörðugleika, fjölskylduvanda af
ýmsum toga sjúkdóma o.fl. sem erf-
itt er að sætta sig við, segir í frétta-
tilkynningu.
Fundur um
jólakvíða
NÝLEGA var opnuð ný húsgagna-
og gjafavöruverslun í sama húsi og
Vefnaðarvöruverslunin Virka í
Mörkinni 3, Reykjavík. Eigendur
verslunarinnar eru hjónin Helgi
Axelsson og Guðfinna Helgadóttir.
Verslunin er með úrval af hús-
gögnum í gamaldags stíl frá Banda-
ríkjunum, s.s. hillur, stóla, borð,
stóra skápa o.fl. Húsgögnin eru
handpússuð þannig að þau líti út
eins og gömul og slitin.
Einnig selur verslunin gam-
aldags gjafavörur, alpa-jólatré,
jólavörur, kertaljósakrónur og
bútasaumsrúmteppi, töskur og fl.
Frekari upplýsingar um vörurn-
ar eru á www.virka.is.
Ný verslun
Virku húsgögn
Fréttir á SMS