Morgunblaðið - 14.12.2004, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2004 39
Fjárhagserfiðleikar? Viðskipta-
fræðingur semur um skuldir við
banka, sparisjóði og aðra.
FOR, sími 845 8870.
www.for.is Skemmtileg og hlý jólagjöf fyrirbörn, dömur og herra – verð frá
750,- til 1.400,
Misty-skór,
Laugavegi 178, s. 551 2070.
Rafbylgjumælingar & varnir
Virðist hafa áhrif á:
Mígreni, höfuðverk, síþreytu,
svefntruflanir, vöðvabólgu, exem,
þurrk í húð vegna tölvu, fótaverki,
liðkast í mjöðm.
Klettur ehf., símar 581 1564,
892 3341.
Kynnum glæsilegu vöruna frá
ARIANNE
Misty, Laugavegi 178,
sími 551 2070.
Fagleg ráðgjöf - góð þjónusta.
HEIMAGALLAR
fyrir konur á öllum aldri. Nokkrar
gerðir. Verð frá 8.900 kr.
Ullarsjöl, 15 litir. Verð 3.500.
Ódýrar bensínvatnsdælur
LTP80C, afköst 830 l/min,
verð 40.629 án vsk. LTWT80C
"Heavy Duty", afköst 1300 l/min,
verð 63.345 án vsk.
Loft- og raftæki,
sími 564 3000, www.loft.is
Hitaveitur/vatnsveitur
Þýskir rennslimælar fyrir heitt
og kalt vatn.
Boltís sf.,
s. 567 1130 og 893 6270.
Það hefur sjaldan verið hag-
stæðara að flytja inn bíla frá
USA. Bjóðum ávalt hagstæðasta
verðið. Örugg þjónusta hjá lög-
giltum bifreiðasala. 10 ára
reynsla. Uppl. í síma 897 9227,
www.is-band.is
Jeppapartasala Þórðar,
Tangarhöfða 2, sími 587 5058
Nýlega rifnir Grand Vitara '00, Kia
Sportage '02, Terrano II '99,
Cherokee '93, Nissan P/up '93,
Vitara '89-'97, Patrol '95, Impreza
'97, Legacy '90-'94, Isuzu pickup
'91 o.fl.Innrömmun Gallerí Míró. Málverk
og listaverkaeftirprentanir. Speglar
í úrvali, einnig smíðaðir eftir máli.
Alhliða innrömmun. Gott úrval af
rammaefni. Vönduð þjónusta, byggð
á reynslu og góðum tækjakosti.
Innrömmun Míró, Framtíðarhús-
inu, Faxafeni 10, s. 581 4370,
www.miro.is, miro@miro.is
Allar þakpappalagnir!!
Viðgerðir og nýlagnir. Þakdúkar
og tveggja laga membrur. Nánari
upplýsingar í síma 892 8131 eða
www.pappi.is
mbl.is
FÉLAGAR úr MND-félaginu hafa
afhent forsvarsmönnum líkn-
ardeildar Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss í Kópavogi sérhannaða
dýnu og dýnubúnað sem veldur
ekki legusárum. Að sögn Guðjóns
Sigurðssonar, félagsmanns í MND-
félaginu, var dýnan afhent í minn-
ingu tónlistarmannsins og fyrrum
formanns félagsins, Rafns Ragnars
Jónssonar, eða Rabba, sem hefði
orðið fimmtugur sl. miðvikudag, en
hann lést á þessu ári eftir langvinn
veikindi.
„Með tilkomu þessarar dýnu og
búnaðar hefur bæði sjúklingurinn
það betra um leið og hún sparar
ómælda vinnu fyrir hjúkr-
unarfólkið. Því þar sem svona dýna
er þarf ekki starfsfólk til að snúa
sjúklingnum á tveggja tíma fresti
allan sólarhringinn, með öllu því
ónæði fyrir sjúklinginn sem því
fylgir. Þannig að það er mikill feng-
ur að þessari dýnu,“ segir Guðjón.
Hann segir dýnuna vera þá fyrstu
af þremur sem MND-félagið mun
ætla að safna fyrir og afhenda líkn-
ardeildum sjúkrahúsanna á næstu
misserum.
Aðspurður segir Guðjón dýnu-
búnaðinn, sem er að verðmæti um
eina milljón króna, að stærstum
hluta fjármagnaðan af TM trygg-
ingum, Orkuveitu Reykjavíkur og
Sparisjóði vélstjóra, auk frjálsra
framlaga og söfnunarfjár sem safn-
ast hefur við sölu smáhluta á borð
við lyklakippur, nælur og jólakort.
Morgunblaðið/Jim Smart
Valgerður Sigurðardóttir, yfirlæknir líknardeildar LSH, Friðgerður Guð-
mundsdóttir, starfsmaður MND-félagsins og ekkja Rabba, Guðrún Frið-
jónsdóttir læknir, Guðjón Sigurðsson og Hallfríður Reynisdóttir.
Dýnubúnaður afhentur
í minningu Rabba
ÞRJÚ börn Sri Rhamawati heitinnar
fengu að gjöf samtals 150.000 krón-
ur frá líknar- og hjálparsjóði Lands-
sambands lögreglumanna.
Geir Jón Þórisson, yfirlög-
regluþjónn í Reykjavík, segir að allir
lögreglumenn greiði af launum sín-
um í sjóðinn auk þess sem seld séu
merki og annað til að afla tekna. Á
hverju ári gefi sjóðurinn til ýmissa
góðra málefna, jafnt stórra sem
smárra. Frá því sjóðurinn var stofn-
aður fyrir 12 árum hafi um 4–5 millj-
ónum verið úthlutað víða um land.
Morgunblaðið/Júlíus
Amanda, dóttir Sri Rhamawati tekur við gjafabréfi úr hendi Geirs Jóns
Þórissonar yfirlögregluþjóns. Við hlið hennar eru Mardiana Nana, systir
Sri, og Gissur Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður í Hafnarfirði.
Lögreglan styrkir
börn Sri Rhamawati
REGLUR um val á mönnum í stjórn-
ir lífeyrissjóða virðast víðast hvar í
Evrópu vera með svipuðum hætti og
hér á landi og ef um lokaða sjóði er að
ræða, eins og meginreglan er hér-
lendis eru stjórnirnar nær alltaf skip-
aðir fulltrúum launþega og atvinnu-
rekenda til helminga.
Þetta kemur fram í skýrslu, sem
Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðu-
maður Hagfræðistofnunar Háskóla
Íslands hefur unnið fyrir Landssam-
tök lífeyrissjóða.
„Ef um starfsgreinasjóði er að
ræða velur verkalýðsfélag yfirleitt
fulltrúa launþega í stjórnina og heild-
arsamtök atvinnurekenda hina
stjórnarmennina. Það fyrirkomulag
sem tíðkast á Íslandi við val stjórn-
armanna virðist því ekki vera frá-
brugðið því sem almennt gerist í Evr-
ópu. Þetta er athyglisvert í því ljósi að
nokkur gagnrýni hefur komið fram á
fyrirkomulag það sem haft er um val í
stjórnir lífeyrissjóða á almennum
vinnumarkaði og því haldið fram að
eðlilegra sé að velja stjórnir á al-
mennum opnum fundum sjóðfélaga.
Slík aðferð við val í stjórnir starfs-
greinasjóða virðist hins vegar heyra
til undantekninga í viðmiðunarlönd-
unum,“ segir meðal annars á heima-
síðu Landssamtaka lífeyrissjóða um
niðurstöðurnar.
Fram kemur einnig að ef um opna
sjóði er að ræða virðist meginreglan
vera svipuð og hér á landi hvað það
snerti að vörsluaðili og sjóðfélagar
skipi stjórn oftast til helminga og eru
fulltrúar sjóðfélaga þá yfirleitt kjörn-
ir á aðalfundi.
Um fyrirtækjasjóði, sem víða
þekkjast erlendis, þó þeir séu nánast
óþekktir hér á landi, gildir almennt að
þeir eru skipaðir fulltrúum fyrirtækis
og fulltrúum starfsmanna og fer val á
fulltrúum þess síðarnefnda yfirleitt
fram á aðalfundi.
Svipaðar reglur um hæfi
Fram kemur einnig að svipaðar
reglur virðast gilda um hæfi stjórn-
armanna almennt í þeim löndum sem
könnunin náði til og eru reglurnar hér
mjög í takt við það sem almennt gildir
í Evrópu. Yfirleitt er ekki farið fram á
að stjórnarmenn búi yfir sérþekk-
ingu, en alls staðar gildir að stjórn-
armenn séu ráðvandir og hafi ekki
verið dæmdir fyrir brot sem snúa að
rekstri. Þá gilda hvergi neinar reglur
um það hversu lengi stjórnarmaður
getur setið í stjórn lífeyrissjóðs.
Skýrsla LL um reglur um val fulltrúa í stjórnir
lífeyrissjóða í Evrópu
Áþekkar reglur hér og
víðast hvar í Evrópu
vandamanna og er aðgangur að
kortasafninu ókeypis.
Þessi gömlu jólakort gefa mynd
af samtíma sínum og þeim hefðum
og stíl sem ríkt hefur á hverjum
tíma. Elstu kortin sem finna má á
vefnum eru frá því um það bil 1920
og er kortið sem fylgir með þessari
tilkynningu frá þeim tíma.
Á BORGARSKJALASAFNI
Reykjavíkur er að finna mikið
magn jólakorta sem safnað hefur
verið á undanförnum árum. Tekið
hefur verið saman safn nokkurra
gamalla korta og þau gerð aðgengi-
leg á vef Reykjavíkurborgar
www.reykjavik.is þar sem hægt er
að senda þau rafrænt til vina og
Gömlu jóla-
kortin
komin á
Reykjavik.is
EFTIRFARANDI ályktun var sam-
þykkt í stjórn Félags ungra fram-
sóknarmanna í Skagafirði, FUFS:
„Félagið mótmælir harðlega frum-
varpi menntamálaráðherra um
hækkun innritunargjalda í rík-
isrekna háskóla. Innritunargjöld
eru skólagjöld. Skólagjöld eru ekki
stefna Framsóknarflokksins. Við
skorum á þingmenn Framsókn-
arflokksins að styðja þetta mál
ekki.“
Gegn hækkun innritunargjalda