Morgunblaðið - 14.12.2004, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2004 41
DAGBÓK
Út er komin bókin Ljósberar og lögmáls-brjótar eftir Þorstein Antonsson. Bókininniheldur tíu ritgerðir um jafnmargaÍslendinga sem fóru eigin leiðir. Fæstir
eru af því tagi sem oftast er fjallað um í bókum um
íslenska originala; þessir höfðu eitthvað milli eyrn-
anna, að sögn höfundar, og þættirnir ævisögur
fremur en safn af skrítlum eins og oft vill verða í
bókum um utangarðsmenn á íslenska vísu. „Þó vona
ég að engum leiðist við lesturinn.“
Hvað er það sem gerir lögmálsbrjóta svo
heillandi?
„Ekki neitt eins og málin horfa við mér. Tilefni
spurningarinnar er líklega heiti bókarinnar sem vís-
ar til ritgerðar í henni um helgiljóðið Lilju sem flest-
ir kannast við sem lokið hafa miðskólastigi. Sam-
kvæmt ljóðinu hefur mannlífið tilgang sem auðvelt
er að misnota. Vera í fyrstu ljósberi en gerst lög-
málsbrjótur og er ljóðið sérstaklega ort síð-
arnefndum til stuðnings en ekki hróss. Orðið ljós-
beri er þýðing á orðinu Lúsifer og vísar til
erkiengils sem fór út af línunni og féll ofan í iður
jarðar; Lúsifer hafði brotið lögmál eins og fleiri fyrr
og síðar.
Bók mín fjallar meðal annars um Eystein Ás-
grímsson höfund ljóðsins Lilju, sem þekkti vel bæði
til myrkurs og ljóss. Hann hóf feril sinn sem munk-
ur með því að berja ábótann í Þykkvabæjar-
klaustri; fékk auk þess orð á sig fyrir kvennafar.
Skálholtsbiskup sá hvað í Eysteini bjó og kom hon-
um til betri verka.“
Hvers konar menn voru þetta?
„Bók mín fjallar um fleiri nafnkunna menn en
Eystein sem sett hefur verið spurningarmerki við
vegna sérkennilegs skaplyndis, svo sem Sigurð
Guðmundsson málara, einnig Bertel Þorleifsson
sem nefndur er í öllum kennslubókum fyrir að vera
brautryðjandi í ljóðagerð en fæstir hafa séð nokkuð
eftir fram til þess sem ég nú birti. Aðrir eru minna
þekktir þótt hafi haft áhrif á þjóðarsöguna eins og
homminn Þórður Sigtryggsson, góðvinur Halldórs
Laxness samkvæmt minningabókinni Grikklands-
árinu, og er höfundur að óbirtri ævisögu frá sjö-
unda áratugnum sem þrátt fyrir það hefur haft
áhrif á þjóðfélagsþróunina með hætti sem ég lýsi í
ritgerð minni um Þórð. Ég reyndi að fjalla af nær-
færni um þá menn tíu sem ég valdi mér að viðfangs-
efni, styðst við heimildir og skálda ekki í eyðurnar
en reyni að draga upp læsilegar lýsingar á mönnum
sem byggðu líf sitt á eigin forsendum og voru lík-
lega ekki til annars færir.“
Hvar eru slíkir menn í dag?
„Í dag hefur sálfræði og skyldar greinar náð að
sauma að sömu manngerðum með hugtökum sem
beina þeim í farveg, sumpart inni á stofnunum, ella
í skólakerfinu og við ámóta aðstæður allt frá fyrstu
æviárunum. Regluleg lyfjagjöf sér um framhaldið.
Þetta gildir þó ekki um alla; sem betur fer.
Með bók minni reyni ég að skoða mannlíf allt aft-
ur á 14. öld. En einkum þó á 20. öld í ljósi slíkra
fræða. Helst með að markmiðið fái notið sín, þó
ekki sé fyrr en í frásögn minni.“
Bækur | Þorsteinn Antonsson sendir frá sér bókina Ljósberar og lögmálsbrjótar
Lifað á eigin forsendum
Þorsteinn Antonsson
rithöfundur fæddist í
Reykjavík 30.5. 1943 og
er höfundur á þriðja tugar
bóka. Einkum fræðirita á
seinni árum en hefur
einnig skrifað og gefið út
skáldsögur og ljóð. Um
langt árabil birti hann
sögur og greinar í Lesbók
Morgunblaðsins. Höfund-
urinn hefur öðru hverju verið í sambúð og einu
sinni kvongast. Börn af hjónabandi eru tvö,
drengur og stúlka. Bæði hin mannvænlegustu,
að mati Þorsteins.
Fyrirspurn til þeirra stjórn-
valda sem hlut eiga að máli
MIG langaði til að kanna hvernig
stæði á því að allir flutningagámar
sem kæmu hingað til lands enduðu
alltaf í bakgarði hjá einhverju fólki
en ekki í brotajárni eins og allt ann-
að brotajárn?
Nú hef ég verið að fylgjast svolítið
með þessum gámum og hef ég tekið
eftir því að það eru skipafélögin sem
eru að selja gamla gáma frá sér til
einstaklinga og fyrirtækja. Það hef-
ur vakið svolitla undrun að þessir
gámar geti endað þar og eru seldir
þangað fyrir lítinn sem engan pen-
ing, gámarnir eru fluttir hingað inn í
land með þeim fyrirvara að þeir fari
úr landi aftur og þess vegna er ekki
settur skattur á þá þegar þeir koma
hingað inn í landið og svo úrelda
skipafélögin þá og fólk endar með
þetta í garðinum eins og áður kom
fram.
Ég bara skil ekki hvers vegna það
er ekki sett stopp á svona sjón-
mengun og einnig er ekki annað að
sjá en að skipafélögin séu að stela
undan skatti með því að selja svo
þessa gáma eftir að það er búið að
úrelda þá.
Í Evrópu eru komnir sérstakir
geymslugámar og eru þeir með sér-
stökum umhverfisstaðli sem og
vinnuverndarstaðli. Ef ekki er
brugðist við þessu, hvernig er þá
hægt að banna fólki að geyma gamla
bíla eða kerrur á lóðum sínum sem
eru notaðar til þess eins að geyma
dót í?
Það er því áskorun frá mér til við-
eigandi stjórnvalda, sem ég held að
sé tollstjórinn, að fylgjast með þeim
gámum sem koma til landsins og sjá
til þess að þeir fari aftur úr landi eða
að það verði lögð trygging á þessa
gáma sem er ekki greidd til baka
fyrr en gámurinn er farinn aftur úr
landi eins og er gert við bíla og aðra
hluti sem eru lánaðir hingað til
lands, sem dæmi má nefna formúlu
einn-bíl sem kom hingað, það þurfti
að borga af honum tryggingu sem
var fyrir því að hann færi örugglega
aftur úr landi eftir sýningu.
Kveðja og von um skjót og góð
viðbrögð frá stjórnvöldum.
Umhyggjusamur borgari.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is 100ÁRA afmæli.Í dag, 14.
desember, er 100 ára
Þorkell Sveinsson frá
Leirvogstungu í Mos-
fellssveit, Hvassaleiti
58, Reykjavík. Þor-
kell starfaði í allmörg
ár hjá Sláturfélagi
Suðurlands, en rak Vélsmiðjuna Steðja
síðan um áratuga skeið ásamt bræðr-
um sínum. Kona hans, Sigríður
Bjarnadóttir, lést árið 2002.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
70 ÁRA afmæli. Ídag, 14. des-
ember, er sjötugur
Sigurgeir Sigurðs-
son, fyrrverandi
bæjarstjóri á Sel-
tjarnarnesi. Hann
verður að heiman.
Systrabrúðkaup og skírn | Hinn 6. nóvember sl. voru gefin saman í Svalbarðs-
eyrarkirkju af sr. Pétri Þórarinssyni brúðhjónin Eiríkur Orri Hermannsson og
Sigrún Jónsdóttir og skírð dóttir þeirra Halldóra Eiríksdóttir og brúðhjónin Jón
Gunnar Einarsson og Guðrún Hjálmtýsdóttir og skírður sonur þeirra Einar
Hjálmtýr. Með þeim á myndinni er dóttir Sigrúnar, Karen Ósk.
Notið þægindin
Notaleg stæði í sex bílahúsum bíða þín
í jólaumferðinni.
H
ön
nu
n:
G
ís
li
B
.
Ráðhús Reykjavíkur
Innkeyrsla í kjallara frá Tjarnargötu.
130 stæði.
Úrslitin í enska boltanum beint í símann þinn