Morgunblaðið - 14.12.2004, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2004 49
MIKIÐ hefur farið fyrir hljómsveit-
inni Í svörtum fötum undanfarin
misseri. Meðan ég sef er þeirra þriðja
breiðskífa, árið 2000 sendu þeir fé-
lagar reyndar frá sér plötuna Verk-
efni1 en áhöld eru um hvort telja
skuli hana sem þeirra fyrstu breið-
skífu. Fyrsta eiginlega breiðskífa
þeirra kom út árið 2002 og bar nafn
sveitarinnar. Árið 2003 kom svo út
hin firnasterka Tengsl sem festi
hljómsveitina
rækilega í sessi
sem eina allra vin-
sælustu hljóm-
sveit landsins.
Ekki er laust
við að talsverðrar
eftirvæntingar hafi gætt fyrir út-
komu þessarar plötu, enda síðasta
plata þeirra Tengsl með betri ís-
lensku poppplötum sem komið hafa
út allra síðustu árin. Því er það mjög
miður, en plata þessi stenst engan
veginn væntingar og nær alls ekki að
fylgja eftir fyrrnefndri Tengsl, þann
lausbeislaða frumkraft sem ríkjandi
var á þeirri plötu er hér hvergi að
finna, þó votti reyndar aðeins fyrir
honum í laginu „Eldur“ og aukalagi
plötunnar „Kysstu mig“. Kraftinum
er einfaldlega drekkt í risavöxnum og
ofhlöðnum útsetningum. Hér er ekki
verið að halla á neinn, Þorvaldur
Bjarni er einn allra snjallasti upp-
tökustjóri hérlendis, hans klassíski
grunnur er bara ekki viðeigandi hér.
Hljómsveitin er kannski líka að
teygja sig aðeins of langt í því að búa
til „hlustendavæna“ plötu.
Af þessum sökum verður platan á
heildina litið frekar flatneskjuleg
áheyrnar, sem er synd því lögin eru
sum hver virkilega vel heppnaðar
smíðar. Þeir félagar hafa greinilega
til að bera merkilega gott skynbragð
á grípandi melódíur og réttu milli-
kaflana. Þetta má vel greina í fyrstu
tveimur lögum plötunnar, hinu Muse-
lega „Martröð“ og titillaginu „Meðan
ég sef“. Ágætis lög en mega sín lítils í
þessum tröllslegu útsetningum. Lag-
ið „Vaknaðu“ er svífandi, sálar-
kenndur gleðisöngur, grípandi lag
sem er í ótrúlegri mótsögn við lagið
sem á eftir kemur, gamla Upplyfting-
arlagið „Endurfundir“, sem betur
hefði fengið að lifa í þokukenndri
minningunni. Hér tekst drengjunum
það ómögulega; að taka væmnasta
lag Íslandssögunnar og gera það enn
væmnara, svo jafnvel ástsjúkum þyk-
ir nóg um. Sem betur fer hreinsar
hinn lítið eitt skynvillukenndi gleði-
söngur „Alsæla“ út mestu klígjuna.
Lögin „Engill“ og „Eitt“ sýna best
hvers þeir félagar eru í raun megn-
ugir þegar kemur að lagasmíðum.
Þessi tvö lög mynda skemmtilega
samhangandi heild, hljóma raunar
sem eitt lag, og tónlistarlega séð eru
þetta bestu lagasmíðar plötunnar.
Óþarflega lítið er þó gert úr glæsi-
legum hlut Regínu Óskar þar sem
hún syngur með Jónsa í „Eitt“.
Helsti styrkur hljómsveitarinnar
er í kröftugu rokki, þá er hún einmitt
í essinu sínu. Þeir sem séð hafa
hljómsveitina á sviði geta vitnað um
það að þar svífur engin kamm-
erstemning yfir vötnum. Því er kraf-
an fyrir næstu plötu: „Meiri Mars-
hall, færri fiðlur!“
Platan Meðan ég sef stendur fylli-
lega undir nafni, hljómsveitin Í svört-
um fötum sefur hér værum blundi, þó
með dálitlu rumski við og við. Rumsk-
ið er bara því miður ekki nógu öflugt
til að gera þessa plötu eftirminnilega.
TÓNLIST
Íslenskar plötur
Hljómsveitin Í svörtum fötum hefur sent
frá sér nýja plötu sem nefnist Meðan ég
sef. Hljómsveitina skipa þeir Sveinn Áki
Sveinsson (bassi), Einar Örn Jónsson
(hljómborð), Hrafnkell Pálsson (gítar),
Jón Jósep Snæbjörnsson (söngur) og Páll
Sveinsson (trommur). Um upptökustjórn
og hljóðblöndun sáu þeir Þorvaldur Bjarni
Þorvaldsson og Hafþór Guðmundsson,
útsetningar voru í höndum hljómsveit-
arinnar og Þorvaldar Bjarna, og fóru upp-
tökur fram í Sýrlandi, Hljóðrita, Hlíð-
arenda og Grjótnámunni. Skífan gefur út.
Í svörtum fötum – Meðan ég sef
Grétar Mar Hreggviðsson
Vaknið!
Jónsi og félagar eru svolítið lúnir á nýju plötunni að mati gagnrýnanda.
Morgunblaðið/Sverrir
Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin
KRINGLAN
kl. 10.20. B.i. 16 ára.
Stanglega bönnuð innan 16 ára
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 10.30.
RENEE ZELLWEGER HUGH GRANT COLIN FIRTH
AKUREYRI
Sýnd kl. 6.
BEN
AFFLECK
CHATERINE
O´HARA
CHRISTINA
APPLEGATE
JAMES
GANDOLFINI
KRINGLAN
kl. 6, 8.10 og 10.30.
KRINGLAN
Forsýnd kl. 8.
Fór beint á toppinn í USA
ÁLFABAKKI
kl. 4, 6.10, 8.20 og 10.30
SÝND Í LÚXUS VIP KL.
8.20 OG 10.30.
KRINGLAN
Sýnd kl. 6. Ísl. tal./
Sýnd kl. 6og 10.30. Enskt tal.
ÁLFABAKKI
kl. 8.20 og 10.30.
KRINGLAN
kl. 10.20.
Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin
AKUREYRI
kl. 8.
Deildu hlýjunni um jólin
Með hinum bráðskemmtilegaJames Gandolfini úr The Sopranos.
Kostuleg gamanmynd semkemur öllum í gott jólaskap.
Jólamyndin 2004Jólamyndin 2004
ÓTRÚLEGRI
FERÐ EN
HÆGT ER
AÐ ÍMYNDA
SÉR
I
Í
ÓTRÚLEGRI
FERÐ EN
HÆGT ER
AÐ ÍMYNDA
SÉR
I
Í
Jólamynd ársins sem kemur allri fjölskyldunni
í rétta jólaandann fyrir hátíðarnar! Gerð með
splunkunýrri, byltingarkenndri tölvutækni.
Jóla ynd ársins se ke ur allri fjölskyldunni
í rétta jólaandann fyrir hátíðarnar! erð eð
splunkunýrri, byltingarkenndri tölvut kni.
AKUREYRI
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8. Ísl tal.
OCEAN´S TWELVE
HINIR ELLEFU
ERU ORÐIN TÓLF.