Morgunblaðið - 14.12.2004, Qupperneq 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
MARGRÉT Lára Viðarsdóttir
úr Val og Eiður Smári Guðjohn-
sen hjá Chelsea voru í gær út-
nefnd knattspyrnukona og
knattspyrnumaður ársins í leik-
mannavali Knattspyrnu-
sambands Íslands, en vel á ann-
að hundrað mannst tók þátt í
að velja bestu knattspyrnumenn
landsins að þessu sinni. Laufey
Ólafsdóttir varð í öðru sæti hjá
konunum og Olga Færseth í því
þriðja. Hjá körlunum var Her-
mann Hreiðarsson í öðru sæti
og Heimir Guðjónsson, fyrirliði
Íslandsmeistara FH, í því
þriðja./ B1Morgunblaðið/Sverrir
Margrét Lára
og Eiður
Smári best
ÆFINGAR á leikriti eftir skáldsögunni
„Misery“, eða Eymd, eftir bandaríska rit-
höfundinn Stephen King hefjast í nýju
fjölnotarými í Vatna-
görðum 4, sem áður
hýsti kvikmyndafyr-
irtækið Saga Film,
strax eftir áramót.
Fleiri leiksýningar eru
í farvatninu í húsnæð-
inu. Verið er að semja
við landsfræga leik-
konu og leikara til að
fara með hlutverk í
leikritinu, en eins og
margir muna fóru
Kathy Bates og James Caan eftirminni-
lega með aðalhlutverk í kvikmynd sem
gerð var eftir sögunni.
Það er fyrirtækið Stúdíó 4 sem stendur
að uppsetningunni, en félagið keypti ný-
lega sýningarréttinn að Eymd. Stúdíó 4
hefur einnig fest kaup á húsnæðinu í
Vatnagörðum 4 og er stefnan að vera með
reglulegar leiksýningar í húsnæðinu á
kvöldin en nýta rýmið sem upptökustúdíó
á daginn meðal annars.
Valdimar Örn Flygenring, leikari og
einn eigenda Stúdíós 4, segir að sem
stendur sé húsnæðið í útleigu og hafi verið
það allt síðan hann og Jóhann Sigurðarson
leikari keyptu húsnæðið við þriðja mann.
„Við hugsum okkur að húsnæðið nýtist
bæði sem stúdíó, sem leikhús og undir
námskeiðahald ýmiss konar, meðal ann-
ars. Auk þess má hugsa sér að þarna gætu
farið fram alls konar kynningar, veislur
og annað slíkt. Þetta er frábært húsnæði
til ýmissa nota. Það er greinileg vöntun á
svona húsnæði í Reykjavík.“
Eymd í nýju
leikhúsi í
Vatnagörðum
Valdimar Örn
Flygenring
UM tvö þúsund Íslendingar á aldrinum 45
til 54 ára gætu verið tannlausir eða 6% Ís-
lendinga á þessum aldri samkvæmt könn-
un Guðjóns Axelssonar tannlæknis og
Sigrúnar Helgadóttur tölfræðings frá
árinu 2000 sem byggist á niðurstöðum
könnunar meðal 800 manna. Árið 1995
voru 14% Íslendinga tannlaus í báðum
gómum, rúm 26% árið 1990 og árið 1962
voru 70% kvenna á þessum aldri tannlaus
í báðum gómum og rúm 30% karla.
Í samantekt Guðjóns um könnunina
kemur fram að Alþjóðaheilbrigð-
ismálastofnunin telji að unnt sé að fylgj-
ast með breytingum á tannheilsu þjóða
með því að kanna hlutfall tannlausra í
slembiúrtaki eins og hér var gert. Guðjón
segir í samtali við Morgunblaðið að á
þessu megi sjá að tannheilsa þjóðarinnar
fari batnandi. Þá segir hann könnunina
sýna að mikilvægt sé að fara reglulega til
tannlæknis, þeir sem það geri séu með
fleiri tennur en þeir sem síður leiti þjón-
ustu tannlækna./6
Tannlausum
fækkar hratt
TVÖ SÍÐUSTU ár hafa verið þau
hlýjustu í röð sem vitað er um. Tíð-
arfar hefur verði einkar gott á yf-
irstandandi ári og mun það skipa sér
í flokk hlýrri ára, „en þó verður það
að líkindum ekki eins gott og árið í
fyrra“, segir Trausti Jónsson, veð-
urfræðingur hjá Veðurstofunni.
Ástæður þessara hlýinda má að
nokkru leyti rekja til loftslagsbreyt-
inga, að sögn Páls Bergþórssonar,
fyrrverandi veðurstofustjóra.
Þegar litið er á árið í heild hefur
hiti verið yfir meðallagi alla mán-
uðina fyrir utan október./8
Tvö óvenju-
hlý ár í röð
VIÐSEMJENDUR í kjaradeilu
leikskólakennara og sveitarfélaga
ætla að reyna til þrautar á næstu
dögum og vikum að ná samkomu-
lagi í kjaradeilunni undir stjórn rík-
issáttasemjara en leikskólakennar-
ar eru orðnir óþolinmóðir vegna
gangs viðræðnanna og svartsýnir á
að lausn finnist.
Enn gera forsvarsmenn samn-
inganefndanna sér þó einhverjar
vonir um að ná megi samkomulagi
án þess að komi til átaka. Fari hins
vegar allt á versta veg má búast við
að leikskólakennarar hefji eftir
áramót undirbúning að atkvæða-
greiðslu um verkfallsboðun. Skelli
á verkfall í leikskólum snemma á
næsta ári næði það til rúmlega
1.500 leikskólakennara og um 17
þúsund barna sem eru í leikskólum
landsins. Áhrifin af lokun leikskól-
anna vegna mögulegs verkfalls
yrðu víðtæk og alvarleg.
Spurður um möguleg áhrif þess
fyrir atvinnulífið ef starfsemi leik-
skólanna lamast vegna verkfalla
segir Ari Edwald, framkvæmda-
stjóri Samtaka atvinnulífsins, að
afleiðingarnar gætu orðið alvarleg-
ar líkt og í sjö vikna verkfalli
grunnskólakennara, sem hafði
truflandi áhrif í atvinnulífinu og
mikil áhrif á börnin sjálf og heim-
ilin í landinu.
Að sögn Bjargar Bjarnadóttur,
formanns FL, snýst ágreiningur-
inn um launalið samninga. Leik-
skólakennarar bera laun sín saman
við aðra háskólamenntaða hópa.
,,Það vantar töluvert upp á að þeim
samanburði verði náð,“ segir hún.
Karl Björnsson, forsvarsmaður
launanefndar sveitarfélaga, segist
ekki vilja hugsa þá hugsun til enda
að til verkfalls komi á næsta ári.
Reynt til þrautar að ná samningum í kjaradeilu leikskólakennara
Leikskólaverkfall hefði
víðtæk og alvarleg áhrif
Verkfall næði til/27
LÚSÍUHÁTÍÐIN svokölluð var haldin hátíðleg
í Seltjarnarneskirkju í gærkvöldi en það var
Sænska félagið á Íslandi sem stóð að hátíðinni.
Sterk hefð er fyrir Lúsíuhátíðinni í Svíþjóð en
eitt helsta einkenni hennar er að stúlkur, sem
sums staðar eru kosnar í hlutverk Lúsíu, ganga
um með ljósakrónur á höfði. Saga ítölsku stúlk-
unnar Lúsíu, sem hátíðin er kennd við, segir að
hún hafi dáið píslarvættisdauða 13. desember
árið 304 á Sikiley. Segir sagan að hún hafi kallað
yfir sig reiði unnusta síns eftir að hafa notað
heimanmundinn til að gefa fátækum. Önnur
saga segir að hún hafi verið kristin og viljað lifa
ógift og gefa Jesú líf sitt. Hvort heldur var þá
var Lúsía dæmd til að brenna á báli.
Morgunblaðið/Jim Smart
Ljósum prýdd Lúsía í Seltjarnarneskirkju