24 stundir - 29.11.2007, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2007 24stundir
24stundir
Útgáfufélag:
Ritstjóri:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Árvakur hf.
Ólafur Þ. Stephensen
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Þröstur Emilsson
Elín Albertsdóttir
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: 24stundir@24stundir.is, frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is
Prentun: Landsprent ehf.
Á blaðsíðu sex í 24 stundum í gær voru þrjár fréttir, sem varpa dálitlu ljósi
á hinar gríðarlegu andstæður í lífskjörum og aðbúnaði mannkynsins.
Það var í fyrsta lagi fréttin um að Ísland sé í efsta sæti á þróunarlista Sam-
einuðu þjóðanna. Hér eiga lífskjör að vera þau beztu í heimi, á heildina litið.
Í öðru lagi var sagt frá því að fyrir jólin verða teknir í notkun 30.000 fer-
metrar af nýju verzlunarhúsnæði. Því er spáð að veltan í jólaverzluninni
verði næstum því 10% meiri en í fyrra og að hvert mannsbarn á Íslandi eyði
að meðaltali 45.500 krónum í búðum fyrir jólin. Þetta endurspeglar vænt-
anlega rúm kjör þjóðarinnar sem trónir í efsta sæti á þróunarlistanum.
Í þriðja lagi var á blaðsíðu sex frétt um að í Jemen bíða 350 börn eftir
plássi í skólamiðstöð í Jemen, þar sem 110 börn sitja nú á skólabekk með
styrk frá einstaklingum á Íslandi. Jemen er í 153. sæti á þróunarlistanum.
Þar fá börn oft enga skólagöngu, sérstaklega ekki stúlkur. Talið er að 60%
kvenna í landinu kunni ekki að lesa. Jóhönnu Kristjónsdóttur, blaðamanni
og rithöfundi, rann ástandið til rifja þegar hún dvaldist í Jemen fyrir nokkr-
um árum og hún stofnaði sjóð sem hefur vaxið með frjálsum framlögum fé-
laga í Vináttu- og menningarfélag Mið-Austurlanda á Íslandi.
Jóhanna segir í samtali við 24 stundir að nú sé tímabært að leita stuðnings
hjá fleirum. Ef 25 milljónir króna safnist sé hægt að kaupa nýtt húsnæði fyrir
skólamiðstöðina fyrir næsta vetur.
Ber ekki ríkasta þjóðin talsverðar siðferðilegar skyldur gagnvart hinum fá-
tækustu? Ef Íslendingar eiga að meðaltali 45.500 krón-
ur aflögu til að verzla fyrir jólin, hljóta þeir þá ekki að
eiga eitthvað handa fólki sem ekki nýtur einu sinni
grunnskólamenntunar, sem við tökum sem gefnum
hlut? Ef allir Íslendingar legðu 83 krónur af mörkum
væru það samtals 25 milljónirnar, sem skólamiðstöðina
í Jemen vantar.
24 stundir sögðu í síðustu viku frá því að það færðist
í vöxt að brúðhjón og afmælisbörn bæðust undan dýr-
um gjöfum, en mæltust til þess að veizlugestir gæfu
frekar fé til góðgerðamála. Þetta er ein af jákvæðu hlið-
unum á allsnægtaþjóðfélaginu, sem hér hefur orðið til.
Myndu ekki líka margir gleðjast yfir jólagjöf, sem
rynni til þróunar- og hjálparstarfs?
Skyldur ríkustu
þjóðarinnar
SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@24stundir.is
Miðvikudaginn 28. nóvember birtist hér
í 24 stundum frétt þess efnis að tilmæli
hefðu borist frá menntamálaráðuneytinu til skóla-
stjórnenda í grunnskólum landsins, þar sem tekið er
fram að óheimilt sé að skipuleggja ferðir á skólatíma
vegna fermingarfræðslu. Í sömu frétt er viðtal við
Guðrúnu Pétursdóttur skólastjóra sem segir að það
sé hjákátlegt að ekki megi gefa frí vegna ferming-
arfræðslu, en skólarnir verði að gefa frí í réttir,
skemmtanir eða ferðir ef foreldrar vilja.
Fermingarfræðsla hefur tekið miklum breytingum á
undanförnum árum. Mikil áhersla er lögð á að
fermingarbörnin upplifi hið jákvæða samfélag í
kirkjunni og leitast er við að efla tengsl þeirra við
kirkjuna sína, presta og aðra starfsmenn. Ferming-
arfræðslan sjálf byggir í ríkum mæli á samtali, gagn-
kvæmri virðingu og uppbyggilegri reynslu enda er
um virkt forvarnarstarf að ræða. Til að styrkja og
efla tengslin bjóða flestir söfnuðir upp á ferðalag
fyrir fermingarbörnin, einn til tvo sólahringa. Marg-
ir söfnuðir fara til dæmis í Vatnaskóg héðan af höf-
uðborgarsvæðinu og njóta fermingarbörnin þá um
leið alls þess sem skógurinn og vatnið hafa upp á að
bjóða.
Ég tek undir það með Guðrúnu Pétursdóttur skóla-
stjóra að tilmæli menntamálaráðuneytisins eru í
besta falli hjákátleg. Að taka þátt í fermingarfræðslu
kirkjunnar er sjálfstætt val fermingarbarna og að-
standenda þeirra. Ef foreldrar óska eftir því að börn-
in fái leyfi í einn til tvo sólahringa vegna ferðalaga á
vegum kirkjunnar sinnar, þá er það þeirra mál en
ekki mál menntamálaráðherra. Al-
veg eins og það er þeirra mál að
skipuleggja annað félagsstarf fyrir
fjölskylduna. Nema það sé orðin
stefna ríkisstjórnarinnar að hindra
foreldra í því að bjóða börnum
sínum upp á þátttöku í ferming-
arfræðslu kirkjunnar. En slík
stefna hefur ekki verið kynnt á Al-
þingi og væri fróðlegt að heyra
hvað forsætisráðherra hefur um
það að segja.
Höfundur er prestur
Kirkjan fær ekki skólafrí
ÁLIT
Sr.Þórhallur
Heimisson
thorhallur.heim-
isson@kirkjan.is
N1 VERSLANIR
Í AVÖR