24 stundir - 29.11.2007, Blaðsíða 30

24 stundir - 29.11.2007, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2007 24stundir MENNINGBÆKUR menning@24stundir.is a Von mín með þessum skrifum er sú að ég geti lýst því hvernig það er að vera manneskja sem á þá ósk heitasta að vera góður og að aðrir álíti mann góðan en vera einfaldlega ekki fær um það. Titus: Við fæðumst öll með ljós innra með okkur. Það geislar frá okkur. Það knýr okkur áfram. Það ljómar af andliti okkar þegar við brosum eða hlæjum. Það sést í augum okk- ar. Það má segja að það komi frá Guði eða sálinni eða jafnvel tauga- kerfinu. Aðalatriðið er að það er innra með okkur öllum. Það er dásamlegt að fylgjast með þessu flöktandi ljósi, jafnvel hjá fjörgömlu fólki. En það er að sama skapi sorg- legt að sjá þegar ljósið hefur dofnað eða jafnvel slokknað hjá ungu fólki. Þetta er sagan um það hvernig mitt ljós slokknaði. Satt að segja vonast ég til að geta kveikt það aftur með því að taka þátt í að skrifa þessa bók. Ég verð samt að taka það fram að ég er ekki sérfræðingur. Ég er ekki með svör á reiðum höndum. Ég er enginn indverskur gúrú eins og Deepak Chopra, sem segir: „Gerðu þetta og hitt og svo þetta. Þá verðurðu frískur og hamingjusam- ur.“ Ég er ekki alltaf frískur og ég er ekki alltaf hamingjusamur. Ég veit það ekki en ég vona að þessar rit- smíðar geti hjálpað mér að skilja betur hvað kom fyrir mig. Þetta er aðferð til að rifja upp alla þá at- burði, allar þær athafnir og allar af- leiðingarnar sem hafa komið mér á þennan stað í lífinu og til skrifa þessa bók. Ef til vill get ég sagt að lokum: „Jæja, gott fólk, ég veit ekki hvað Deepak Chopra veit og ég kem sennilega aldrei til með að vita það. En ég gerði þetta, hitt og svo þetta og fjandinn hafi það, ljósið mitt slokknaði.“ Ég ætla að byrja á játningu. Ég veit að móðir mín hefur skrifað um ljúfan, greindan og hæfileikaríkan strák sem lenti í vandræðum hvað eftir annað án þess að geta nokkuð að því gert og féll að lokum saman. Að ég hafi ávallt verið vongóður og afskaplega „indæll“ þrátt fyrir allt; að innst inni sé ég góð manneskja sem veröldin hafi leikið grátt. Allt er þetta satt En ef ég ætla að skrifa bók um það sem hefur komið fyrir mig síð- astliðin tuttugu og fjögur ár verð ég að segja frá því eins og það var í raun og veru. Það sem í rauninni gerðist var að ég var mjög hæfileika- ríkt og vel gefið barn sem tókst ekki að nýta gáfur sínar á réttan hátt og fór að nota þær í ómerkilegri hluti. Þannig fór ég að færast út úr ljós- inu. Það er bæði ljós og myrkur í þessari veröld og það sem ég er að læra fyrst núna er hve mikilvægt það er að halda sig í ljósinu. En ef maður veit ekki hvar ljósið er, hvernig í ósköpunum á maður að geta haldið sig þar? Ég á ekki svarið við því. Það eina sem ég veit er að ég hef ekki fundið nokkurn frið með sjálfum mér. Saga mín er um dreng sem reyndi allt sitt líf að vera „góð- ur“ en tókst það ekki vegna þess að hann var alltaf að missa fótanna. Ég reyndi svo óskaplega mikið að standa mig vel að ég eyðilagði allt sem skipti mig máli í lífinu. Ég var klár og ég komst langt á því. En ég fann að ég fjarlægðist jafnaldra mína og fór þess vegna að slaka á, fara milliveg, látast vera heimskari en ég var. Ég reyndi að vera „ekki klár“ í þeirri von að ég yrði tekinn í hópinn sem hrekklaus meðaljón. Og þegar ég komst að því að það kostaði mun meiri fyrirhöfn að leggja hart að sér en að vera „kúl“ var ég fljótur að tileinka mér þann háttinn. Skrifa fyrir móður mína Þetta byrjaði mjög sakleysislega – sem trúðurinn í bekknum. Þetta var hlutverk sem ég átti mjög auðvelt með að tileinka mér. Í framhalds- skóla var ég orðinn „fyndni strák- urinn sem var alltaf að klúðra ein- hverju“. Á síðustu árunum þar, þegar ég var í Englandi og á leið í lokaprófin, var mér oft lífsins ómögulegt að skila góðu verki vegna þess að ég hafði í rauninni gleymt hvernig ég ætti að fara að því. Í leiklistarskólanum féll ég gjör- samlega saman og þegar ég hætti í honum hafði mér tekist að full- komna klúðrið. Það sem gerðist var að ég var svo upptekinn af því að reyna að vera heiðarlegur gagnvart sjálfum mér og öðrum að ég var ekki ærlegur lengur og var satt að segja ófær um það. Von mín með þessum skrifum er sú að ég geti lýst því hvernig það er að vera manneskja sem á þá ósk heitasta að vera góður og að aðrir álíti mann góðan en vera einfald- lega ekki fær um það. En það eru fleiri ástæður fyrir því að ég skrifa. Ég vil trúa því að við getum gert ýmislegt til að sigrast á mótlæti. Það að þessi bók geti orðið einhverjum að gagni ýtir undir þá sannfæringu mína. Og ég skrifa fyr- ir móður mína. Vegna þess að bókin er ekki síst, og kannski fyrst og fremst, um það hvernig mér hefur tekist að gera móður mér hefur tek- ist að gera móður mína fráhverfa mér. Ég bý á heimili hennar og við ræðum saman og við erum að skrifa þessa bók saman en það er gjá á milli okkar. Mikið vatn hefur runn- ið til sjávar. Og þess vegna skrifa ég í þeirri von að með þessari játningu minni getum við og fjölskyldan sameinast á ný. Mig langar að segja svolítið frá sársaukanum sem ég finn fyrir. Vanalega tekur hann á sig mynd angistar með ákafri ofsóknarkennd og óróleika. En stundum er ég glað- ur og líður mjög vel – þá elskar Guð mig og allt er í himnalagi. Ég reyni að segja sjálfum mér að svona líði öllum. En ég er að skrifa þessa bók vegna þess að ég verð að finna ÁSTÆÐUNA fyrir þessari hryllilegu óreiðu í lífi mínu. Ég ætla að skilja eins mikið eftir af því góða og hægt er handa móður minni en segja sjálfur frá því slæma. Ég lét aldrei vel að stjórn og hafði heilbrigt en svolítið óskammfeilið viðhorf til allra yfirboðara. Ekki þannig að ég beitti mér sérstaklega gegn þeim heldur var ég alltaf áhugasamari um að skemmta mér en vinna. Alltaf til í að fíflast. Alltaf ánægðari með skipulagsleysi en reglusemi. Og þess vegna verð ég líklega að viðurkenna að næstum því hver einasti kennari sem ég lagði fæð á fyrir að lítillækka mig, ávíta eða fyrirlíta átti sennilega fullan rétt á því! Ég á góðan vin frá leiklistarskóla- árunum sem útskrifaðist úr Ox- fordháskóla. Hann sagði mér eitt sinn frá gömlum kennara sínum sem hélt því fram að til væru tvenns konar nemendur: gulrótin og prik- ið. Ef þú lemur gulrótarnema með prikinu leggst hann í gólfið en ef þú lætur priknemann fá gulrót hlær hann upp í opið geðið á þér. Ég hélt lengi að ég væri gulrótarnemi sem hefði of oft fengið að finna fyrir prikinu. Það er sagan sem móðir mín á eftir að segja og hún er að vissu leyti sönn. Ég vil hins vegar að þið lítið á mig sem priknema sem hafi fengið of margar gulrætur. Ég er ennþá latur og dauðlangar alltaf í gulrót. Þegar ég var kominn í leik- listarskólann var ég strákur sem hélt á risastórri gulrót. Þetta er sagan um það hvernig ég fékk að lokum að finna fyrir prik- inu. Samræður um Churchill Clare: Ég ætla ekki að telja upp afrek hans. Þessi bók er ekki um móður sem hreykir sér af undrabarni. En ég verð samt að segja að það var ekkert í fari Titusar fyrstu þrettán árin sem við foreldrarnir, læknar hans eða kennarar sáum sem fyr- irboða þess sem í vændum var. Að vísu var honum stundum lýst sem háspenntum, atorkusömum og jafnvel hviklyndum en aðallega í sambandi við lærdómsþorsta hans og þekkingu. Það er ekki erfitt að skrifa um barnæsku Titusar. Ef ég segði að lánið hafi leikið við okkur í þá daga væri það síst ofmælt. Við áttum að vísu ekki annað barn til að bera hann saman við en strax á fyrsta ári var hann farinn að skara fram úr. Hann var mjög hrifnæmur og heill- aði alla sem í kringum hann voru. Fólk var dolfallið yfir orðaforðan- um sem hann hafði og kímnigáf- unni – strax þegar hann var smá- barn – minni hans og hve auðvelt hann átti með að umgangast fólk. Átján mánaða gat hann haldið uppi samræðum um Winston Churchill og vitnað í ýmsar sögulegar stað- reyndir. Hann byrjaði í Montessori- skólanum þegar hann var tveggja ára og blómstraði. Eina hugsanlega vísbendingin um það sem framtíðin bar í skauti sér var háttatíminn. Ti- tus harðneitaði að fara snemma að sofa. Hann var algjör nátthrafn allt sitt líf. Alltaf í sérflokki Fróðleiksfýsn Titusar fylgdi hon- um alla tíð, hvort sem hann kynnt- ist nýju fólki, heimsótti nýja staði eða upplifði nýja atburði. Þegar hann sat heima og horfði á kvik- myndir drakk hann í sig tilvitnanir, raddbrigði, mállýskur og brandara. Hann var áhugasamur frjálshugi sem naut tilverunnar. Honum leiddist aldrei og væri hann sorg- mæddur stóð það ekki lengi og gleymdist fljótt. Titus var skemmti- legur grallari án þess að vera til vandræða. Hann var duglegur í skólanum og tók þátt í hefðbundn- um skólaíþróttum – hafnabolta og fótbolta, tennis og sundi. Hann hafði lítið fyrir hlutunum. Þegar Titus hætti í skólanum að loknum þriðja bekk sagði skóla- stjórinn okkur að árangur hans á lokaprófi væri sá besti í sögu skól- ans. Hann átti eftir að vera í fimm öðrum skólum og alls staðar var það sama sagan: Hann var einn skarpasti nemandi sem sótt hafði skólann. Þótt hann skilaði verkefn- um sínum seint og ætti augljóslega erfitt með að skipuleggja sig kvikn- uðu engin viðvörunarljós – hann átti jú tvo óskipulagða foreldra! Störf föður hans í utanríkisþjónust- unni og búseta erlendis í tvígang fyrstu tíu æviárin virtist frekar hvetja hann en letja. Hann átti alltaf auðvelt með að laga sig að aðstæð- um, var fljótur að eignast nýja vini og virtist hafa ánægju af því að spreyta sig á nýjungum. Við nánari íhugun má vera að ég hafi tekið létt fas hans og augljósa sátt við tilveruna sem sjálfsagðan hlut. Af hverju tók ég ekki eftir neinu? Síðar meir sagði hann okkur hve erfitt það hefði verið að standast þær kröfur sem gerðar voru til hans. Frá unga aldri hafði hann alltaf ver- ið í sérflokki, hvort sem það var hjá kennurum, þjálfurum, foreldrum vina hans eða jafnvel ættingjum. „Þetta er góð ritgerð, en frá þér er hún ekki nógu góð.“ „Jú, hann varði tvö mörk í leiknum en hann klúðraði samt einu.“ – ekki nógu gott hjá Titusi. Svona hélt þetta áfram allan grunnskólann og líka í framhaldsskóla.Við áttuðum okkur ekki á því að þetta var farið að hafa áhrif á hann og brjóta hann niður. Og þegar þunglyndið fór að herja á hann skorti hann kappið og löng- unina til að berjast og lét kröfuna um að vera ávallt bestur flækjast fyrir sér. Úr bók Clare Dickens: Þegar ljósið slokknar, baráttusaga sonar og móður Ég hef ekki fundið nokkurn frið Titus Dickens var sextán ára þegar hann greindist með geðhvörf. Í hönd fóru erfið ár en Clare, móðir hans, gafst aldrei upp í glímunni við sjúk- dóminn og kerfið. Fjöl- skyldan bjó á Íslandi um nokkurra ára skeið og síðar stóð til að Titus kæmi til meðferðar og endurhæfingar á Íslandi. Áður en af því gat orðið varð sjúkdómurinn hon- um ofviða. Clare og Titus Átján mánaða gat hann haldið uppi samræðum um Win- ston Churchill og vitnað í ýmsar sögulegar stað- reyndir.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.