24 stundir - 29.11.2007, Blaðsíða 6

24 stundir - 29.11.2007, Blaðsíða 6
Eftirlit með spilakössum er nú á vegum sýslumannsins á Hvolsvelli og kemur sumum sjoppueigendum í Reykjavík, þar sem kassarnir eru flestir, það spánskt fyrir sjónir. ,,Það var dómsmálaráðherra sem ákvað að við skyldum sjá um eftirlit og var það ákveðið í febrúar á þessu ári. Þetta er hluti af til- færslu verkefna út á land,“ segir Kjartan Þorkelsson, sýslumaður á Hvolsvelli. Hann segir starfsmenn embætt- isins hafa fundað með rekstrarað- ilum og starfsmönnum í dóms- málaráðuneytinu um málið. ,,Við erum að vinna að verklagsreglum og verðum svo í samvinnu við lög- reglu á viðkomandi stöðum um eftirlitið.“ Kjartan segir starfsmenn sýslu- mannsembættisins einnig verða við eftirlit á þeim stöðum þar sem spilað er. ingibjorg@24stundir.is Sýslumaðurinn á Hvolsvelli með ný verkefni Spilakassaeftirlit út á land 24stundirs/Árni Sæberg 6 FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2007 24stundir Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann til að greiða 200 þúsund króna sekt fyrir að slá annan mann með hnefanum í andlitið á dansgólfi skemmtistaðarins Pakkhússins á Selfossi í apríl. Höggið lenti á hægra kinnbeini og nefi fórnarlambsins, með þeim afleiðingum að af hlaust glóðarauga og mar. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða fórnarlambi sínu 140 þúsund krónur í skaðabætur. aí Greiðir 200 þúsund Kýldi mann á dansgólfinu „Ég er að læra íslensku“ og „Hvernig á að fallbeygja kýr“ eru meðal þeirra frasa sem prýða barmmerki sem Alþjóðahús, Efl- ing, SVÞ og VR hafa látið útbúa. Merkin eiga að stuðla að betra viðmóti viðskiptavina við erlenda starfsmenn við verslun og þjón- ustu sem tala litla eða enga ís- lensku. Merkin voru kynnt í Al- þjóðahúsi í gær. ejg Átak í verslunum Betra viðmót Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu verða útgjöld ríkissjóðs til al- mannatrygg- inga og velferð- armála samtals 94 milljarðar á næsta ári. Meira en helm- ingur er vegna elli- og örorku- lífeyristrygg- inga. Samtals er aukningin meiri en sem nemur fólksfjölgun eða 46 prósent mið- að við verðlag næsta árs. Hækk- unin nemur 22 prósentum miðað við launavísitölu. Útgjöld hækka á áratug úr 205 þúsund krónum á mann í 300 þúsund. bee 100 þúsund meira á mann Útgjöld aukast Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is Verð fyrir farsímaþjónustu hækk- aði á sama tíma og meðalnotkun farsíma stóð í stað hérlendis á tímabilinu 2002 til 2006. Sé miðað við árið 1999 þá hefur meðalnotk- unin minnkað á Íslandi. Þessi þró- un er þveröfug við þá sem átti sér stað annars staðar á Norðurlönd- um og innan Evrópusambandsins (ESB), þar sem verðið lækkaði og notkunin jókst. Þetta kemur fram í samnorrænni skýrslu eftirlitsstofn- ana á fjarskiptamarkaði sem var birt í fyrra. Verð náð jafnvægi hjá hinum Samkvæmt upplýsingum frá Póst- og fjarksiptastofnun eru ekki til nýrri tölur um meðalnotkun farsíma sem stendur. Í 24 stundum á þriðjudag kom fram að verð fyrir farsímaþjónustu hefði hækkað um 23,5 prósent á Íslandi á sama tíma og það lækkaði um tæplega 60 prósent annars staðar á Norður- löndum. Mest var lækkunin hér- lendis á liðnu ári á sama tíma og verðið hafði náð nokkru jafnvægi í nágrannalöndum okkar og hækk- aði meira að segja í Danmörku milli ára. Verðið hindrar meiri notkun Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir þessa þróun eina af meginniður- stöðum skýrslunnar. „Svo virðist vera samkvæmt þessum tölum að neytendur setji fyrir sig í meira mæli verðlagningu í farsímaþjón- ustu á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum. Í Finnlandi er til dæmis um helmingur símnotenda ekki með heimilissíma vegna þess að verðþröskuldurinn milli fastl- ínu og farsíma er orðinn svo lítill að menn eru tilbúnir að borga að- eins meira fyrir þægindin. Á Ís- landi hafa menn ekki náð þessu stigi.“ Hjá íslensku símafyrirtækj- unum tveimur, Símanum og Vodafone, kostar símtal úr farsíma í heimasíma á bilinu 15 til 16,8 krónur á mínútu og símtal úr heimasíma í farsíma á bilinu 17 til 21,1 krónu. Að hringja úr heima- síma í heimasíma kostar hins vegar á bilinu 1,7 til 1,85 krónur á mín- útu á Íslandi. Verðið hindrar farsímanotkun  Á meðan verð fyrir farsímaþjónustu hækkaði á Íslandi stóð notk- unin í stað  Þveröfug þróun annars staðar á Norðurlöndum ➤ Markaðshlutdeild á íslensk-um farsímamarkaði er þannig að Síminn er með 61 prósents hlut og Vodafone/Sko með 39 prósent. ➤ Frá árinu 2002 hefur farsíma-fyrirtækjum fækkað á Íslandi en fjölgað verulega annars staðar á Norðurlöndum. FARSÍMAMARKAÐUR FARSÍMANOTKUN Notkun farsíma mæld í fjölda mínútna á viðskiptavin á ári. 2.000 1.500 1.000 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 NOREGUR ÍSLAND DANMÖRK FINNLAND SVÍÞJÓÐ Jeppadekk Alorka • Vagnhöfða 6 • Sími 577 3080 Heilsársdekk 31" kr. 12.900 (31x10.50R15) 33" kr. 15.900 (33x12.50R15) Úrval annarra stærða upp í 38". Felgustærð 15", 16" 17" og 18". Sendum frítt um land allt! Við mælum með míkróskurði P IPA R • S ÍA • 70 622 Nánar á jeppadekk.is Fundarstjóri: Einar Skúlason Alþjóðahúsi 13.00 – 14.20 Ávarp hr. Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands Dagur B. Eggertsson flytur opnunarávarp og setur ráðstefnuna Anh-Dao Tran verkefnisstjóri: Hugmyndafræði og starfsaðferðir FÍNL Reynslan af þátttöku og samstarfi ólíkra aðila: Fjölnir Ásbjörnsson, sviðsstjóri Iðnskóla Reykjavíkur Páll Daníel Sigurðsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs hjá Eykt hf Hải Anh thị Nguyễn, þátttakandi í FÍNL Chung thị Nguyễn, foreldri þátttakanda í FÍNL Guðmundur Erlingsson, mentor við FÍNL 14.20 Kaffihlé / video frá málþingi 14.40 – 15.00 Hildur Jónsdóttir: Árangur FÍNL og tillögur verkefnisstjórnar Fyrirspurnir 15.10 – 16.00 Hvernig munu niðurstöður verkefnisins nýtast okkur? Helga Halldórsdóttir sviðsstjóri RKÍ Sigurður Bessason, formaður Eflingar Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra Einar Skúlason framkvæmdastjóri Alþjóðahúss: Samantekt og slit. Leggjum framtíðinni lið Lokaráðstefna tilraunverkefnisins Framtíð í nýju landi Fjölbrautaskólanum í Garðabæ föstudaginn 30. nóvember kl. 13 – 16 Á ráðstefnunni er fjallað um hugmyndafræði, starfsaðferðir og árangur verkefnisins sem miðar að því að efla ungmenni af erlendum uppruna í námi og starfi. Þá verður fjallað um hvernig niðurstöður þess geta nýst til framtíðar, sem og öðrum minnihlutahópum, og gerð grein fyrir tillögum og ábendingum verkefnisstjórnar til stjórnvalda, skólayfirvalda, sveitarfélaga og annarra sem hafa hlutverki að gegna við aðlögun ungra innflytjenda. Aðgangur er ókeypis, en væntanlegir ráðstefnugestir eru beðnir um að skrá sig með tölvupósti á netfangið anhdao.tran@reykjavík.is fyrir 29. nóvember nk. GLAÐLEG BARNAFÖT HÖRHANDKLÆÐI HANNYRÐIR HANDGERÐIR BURSTAR ÚRVAL FALLEGRA JÓLAGJAFA Laugavegi 8 sími 551-8640

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.