24 stundir - 29.11.2007, Blaðsíða 22

24 stundir - 29.11.2007, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2007 24stundir Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@24stundir.is Guðni af lífi og sál er ævisaga Guðna Ágústssonar sem Sig- mundur Ernir Rúnarsson, for- stöðumaður fréttasviðs Stöðvar 2, skráir. „Guðni bað mig um að skrá sögu sína og ég hafði efa- semdir um að standa svo nálægt stjórnmálamanni sem er við völd þannig að ég geymdi samvisku- samlega ákvörðun fram yfir kosn- ingar en þá kom í ljós að Guðni var með brotið skip,“ segir Sig- mundur Ernir. „Eftir því sem á leið varð ég æ sannfærðari um að þetta væri rétt ákvörðun hjá mér. Mér finnst gaman að vera með fyrstu mönnum til að fá að gera upp Davíðstímann. Þess utan er stjórnmálasagan fyrir tíma Dav- íðs mjög áhugaverð. Og svo hef ég alltaf haft óskaplegan áhuga á hinni raunverulegu Íslandssögu þar sem konan er við eldavélina og karlinn úti á akrinum, allt er gjörnýtt, vegasamgöngur engar og húsin lek. Heimildaöflunin þar og það að rekja garnirnar úr Guðna var það sem heillaði mig mest og best.“ Fyrirgefur ekki Gissuri En bregður bókin upp nýrri mynd af Guðna Ágústssyni? „Í bókinni er brugðið upp heildar- mynd af honum og við áttum okkur á því af hverju hann er þessi alþýðlegi einlægi stjórn- málamaður, sumpart fornaldar- legur,“ segir Sigmundur Ernir. „Hann stendur á styrkum stoðum íslenskrar sagnahefðar, er alinn upp við Íslendingasögurnar og hefur ekki enn getað fyrirgefið Gissuri hvíta aðförina að Gunnari á Hlíðarenda. Það kom mér líka á óvart við samningu bókarinnar hvað Guðni kom miklu í verk sem ráðherra. Hann tók við land- búnaðinum í rúst og skilaði hon- um nánast eins og tískuvöru átta árum síðar þegar ekkert þykir flottara en að kaupa sér jörð og gerast bóndi. Það sem stendur upp úr er hvað Guðni er feikilega skemmti- legur, einlægur og sannur. Það er ekki til í honum pólitísk illska sem er heillandi því nú er til siðs að vera pólitískur kafbátur, slá frá sér og tala niðrandi um andstæð- inga. Guðni er af annarri kyn- slóð, ungmennafélagskynslóðinni sem er ekkert fyrir það að rægja menn og baktala. Hann er þessi heili, sanni íslenski sveitastrákur, mjög heillandi á sinn einlæga hátt.“ Engin styggðaryrði Um frásagnaraðferð sögunnar segir Sigmundur Ernir: „Ég ákvað að blanda mér inn í söguna. Ævi- sögur geta orðið svo leiðinlegar ef ævisöguefnið sjálft fær of mikið að ráða; því þykja hlutir merki- legir sem fréttamannsaugað greinir að sé ekkert sérstaklega skemmtilegt fyrir alþýðu manna að lesa. Það gat verið sársauka- fullt á köflum að koma Guðna í skilning um það að hlutir sem honum þykja merkilegir eru ekki mjög merkilegir og aðrir sem honum þykja ómerkilegir eru frá- bærir.“ Sigmundur Ernir segir sam- vinnu þeirra Guðna hafa gengið mjög vel. „Það féll aldrei styggð- aryrði okkar á milli. Undir lokin var ég orðinn svolítið óþreyju- fullur vegna allra lagfæringa Guðna á lýsingarorðum. Hann vildi snúa af þeirri braut að hall- mæla mönnum og dró úr hér og þar og bætti við hér og þar. Þegar ég hélt ég væri búinn að skrifa bókina tók við að fínstilla hana alla. Guðni er sitjandi formaður og að skrifa sögu mjög áberandi stjórnmálamanna sem þjóðin gerir sér mjög sterka mynd af get- ur verið mjög viðkvæmt. Menn eru að leggja spilin á borðið og verða dæmdir næstu aldirnar af einni sögu. Það er viðkvæmt fyrir menn og hinn óþreyjufulli frétta- maður sem er að skila af sér fréttatíma á hverjum degi var við að springa á limminu á köflum.“ Sigmundur Ernir. „Hann er þessi heili, sanni íslenski sveitastrákur, mjög heillandi á sinn ein- læga hátt,“ segir hann um Guðna Ágústsson. Sigmundur Ernir skráir ævisögu Guðna Ágústssonar Einlægur og sannur ➤ Sigmundur Ernir er fæddur á Akureyri árið 1961. ➤ Hann hefur gefið út nokkurnfjölda ritverka og eru ljóða- bækur þar fyrirferðarmestar. ➤ Bók hans, Barn að eilífu, hlautmikið lof gagnrýnenda og varð metsölubók. MAÐURINN„Það sem stendur upp úr er hvað Guðni er feikilega skemmtilegur, einlægur og sannur. Það er ekki til í honum pólitísk illska,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson sem hefur skráð ævisögu Guðna Ágústssonar. Á þessum degi árið 1986 lést leikarinn Cary Grant, 82 ára gamall. Hann naut gríðarlegra vinsælda á hvíta tjaldinu. Hann var hæfileikaríkur gamanleikari og naut sín einnig sérlega vel í kvikmyndum Alfreds Hitch- cocks, en hann var eftirlætisleikari kvikmyndaleikstjór- ans. Grant hafði mikla persónutöfra og röddin átti ekki síst þátt í að gæða hann sjarma. Einkalíf hans var alla tíð stormasamt en hann kvænt- ist fimm sinnum. Síðasta eiginkona hans var fjörutíu og sjö árum yngri en hann og var við hlið hans þegar hann lést. Grant eignaðist eina dóttur, Jennifer, sem fæddist þegar hann var sextíu og tveggja ára. Grant var repúblikani og mikill andstæðingur McCarthy-ismans. Hann var einn fárra sem vörðu Charlie Chaplin þegar sá síðarnefndi var sakaður um kommúnisma. Árið 2004 útnefndi Premiere-tímaritið Cary Grant mestu kvikmyndastjörnu allra tíma. Cary Grant deyr MENNINGARMOLINN AFMÆLI Í DAG Louisa May Alcott rithöfundur, 1832 C.S. Lewis rithöfundur, 1898 KOLLAOGKÚLTÚRINN kolbrun@24stundir.is a Lög eru eins og pulsur, það er betra að verða ekki vitni að því hvernig þau verða til. Otto von Bismarck 10. Die For Me Karen Rose 9. 1080 Recipes Simone Ortega 8. Stardust Neil Gaiman 7. The Naming of the Dead Ian Rankin 6. The Woods Harlan Coben 5. Treasure of Khan Clive Cussler 4. Wintersmith Terry Pratchett 3. Cross James Patterson 2. Anybody Out There? Marian Keyes 1. Sword of God Chris Kuzneski Listinn er gerður út frá sölu í Pennanum Eymundsson og Bókabúð Máls og menningar dagana 13.11 - 19.11.2007. METSÖLULISTI Erlendar bækur 10. Bíbí, sagan um Bíbí Ólafsdóttur Vigdís Grímsdóttir 9. Matreiðslubók barnanna Katharine Ibbs 8. Óreiða á striga Kristín Marja Baldursdóttir 7. Gælur, fælur og þvælur Þórarinn Eldjárn / Sigrún Eldjárn 6. Tíu litlir kenjakrakkar Þórarinn Eldjárn / Sigrún Eldjárn 5. Guðni - af lífi og sál Guðni Ágústsson / Sigmundur Ernir 4. Aska Yrsa Sigurðardóttir 3. Harry Potter og dauðadjásnin J.K. Rowling 2. Hnífur Abrahams Óttar M. Norðfjörð 1. Harðskafi Arnaldur Indriðason Listinn er gerður út frá sölu í Pennanum Eymundsson og Bókabúð Máls og menningar dagana 21.11 – 27.11.2007. METSÖLULISTI Bækur á íslensku Í Listasafni Íslands stendur yfir yfirlitssýning á verkum Krist- jáns Davíðssonar. Í dag, fimmtudag, mun Kristján árita þar bók sem gefin var út um hann í tilefni af sýningunni. Kristján áritar bókina milli kl. 17 og 18. Kristján áritar

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.