24 stundir - 29.11.2007, Blaðsíða 32

24 stundir - 29.11.2007, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2007 24stundir Þriðja hvert barn í Bandaríkj- unum segist hafa orðið fyrir stríðni og hótunum á netinu samkvæmt nýrri könnun á ein- elti í netheimum. Í annarri ný- legri könnun er reyndar ekki dregin upp jafndökk mynd af ástandinu en einn af hverjum tíu þátttakendum í henni sagðist hafa orðið fyrir áreitni á netinu. Sérfræðingar í lýðheilsu telja engu að síður ástæðu til að hafa áhyggjur af ástandinu og að vandinn muni fara vaxandi. Í sumum tilfellum verða börn jafnframt fyrir einelti í raun- heimum, einkum á skólalóðinni, en algengara er þó að eineltið eigi sér aðeins stað annað hvort á netinu eða í raunveruleikanum. Könnunin var lögð fyrir 1.588 börn á aldrinum 10-15 ára. Þar af sögðust 34% hafa orðið fyrir áreitni á internetinu að minnsta kosti einu sinni á undanförnu ári. Lögð í einelti á netinu Einelti á netinu Ástæða er til að hafa áhyggjur af einelti á internetinu. Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Hætt er við að fólk láti líkamsrækt og hreyfingu sitja á hakanum á að- ventunni enda um margt að hugsa fyrir jólin. „Það dregur aðeins úr mæting- unni eftir því sem meira er að gera í jólaundirbúningnum en þetta hefur breyst mikið á undanförn- um árum. Það er alltaf stækkandi hópur sem kemur og forgangsrað- ar hjá sér og lætur ekki stressið ná tökum á sér,“ segir Ágústa John- son, framkvæmdastjóri Hreyfing- ar. Hreyfing í rútínu „Þeir sem eru komnir með lík- amsræktina í fasta rútínu hjá sér eru líklegir til að halda henni hvað sem á dynur. Þeir sem eru ekki með hana eins fastmótaða eiga til að detta út á þessum tíma þegar allt verður vitlaust,“ bætir hún við. Logi Sigurfinnsson, forstöðu- maður Laugardalslaugar, segir að þar á bæ sé aðsókn minnst í des- ember. „Á þeim dögum sem er op- ið í kringum jól og áramót er aftur á móti gríðarleg aðsókn. Við höf- um til dæmis opið hérna á annan í jólum og þá er á köflum röð út úr dyrum,“ segir hann. Vinnur gegn streitu Gígja Gunnarsdóttir, verkefnis- stjóri hreyfingar hjá Lýðheilsustöð, segir að hætt sé við að fólk láti hreyfingu og útivist víkja fyrir öðru þegar jólaannirnar bætast of- an á það sem fólk þarf að gera fyr- ir jólin. „Þetta er svolítill streitutími fyr- ir marga og því er ekki síður mik- ilvægt að gefa sér smátíma til að gera eitthvað skemmtilegt saman og fá smáhreyfingu. Það hjálpar manni í raun og veru að takast á við jólastressið og hvílast betur ef maður fær líkamlega og andlega útrás með því að hreyfa sig,“ segir Gígja sem hvetur fólk til að nýta tímann vel á aðventunni. „Það er til dæmis mjög gott að nýta hádeg- ið og þann tíma þegar birtu nýtur. Fólk sem er í vinnu getur rölt í há- deginu með vinnufélögunum og um helgar getur fjölskyldan stund- að útivist saman og fengið smá birtu og kraft í kroppinn,“ segir Gígja. Margir láta líkamsrækt sitja á hakanum um jólin Hreyfing gegn streitu Hætt er við að fólk gleymi líkamsrækt og hreyfingu í jólaundirbún- ingnum. Hreyfingin hjálpar fólki að takast á við streitu auk þess að halda aukakílóunum í skefjum. Í ræktinni Þeir sem stunda líkamsrækt reglulega halda því áfram þegar aðventan gengur í garð. ➤ Gott er að sinna líkamsræktað degi loknum ef annir eru miklar. ➤ Gönguferðir, skíða- ogskautaferðir eru upplögð að- ventuhreyfing fyrir alla fjöl- skylduna. LÍKAMSRÆKT UM JÓL LÍFSSTÍLLHEILSA heilsa@24stundir.is a Það hjálpar manni í raun og veru að tak- ast á við jólastressið og hvílast betur ef maður fær líkamlega og andlega útrás með því að hreyfa sig. Hálkuslys eru því miður algeng á þessum árstíma. Þó að margir nái sér fljótt á strik geta afleiðing- arnar verið alvarlegri fyrir aðra, ekki síst eldra fólk sem hlýtur gjarnan slæm beinbrot við að falla í hálku. Til að draga úr líkum á hálkuslys- um er mikilvægt að fólk verði sér úti um viðeigandi skóbúnað og jafnvel mannbrodda. Skósmiðir veita gjarnan ráðgjöf um hvers konar skóbúnaður hentar hverj- um og einum. Hægt er að kaupa hálkustrimla til að setja á tröppur og gott ráð er að geyma salt eða sand við úti- dyrnar sem dreifa má á heim- tröðina þegar hálka lætur á sér kræla. Síðast en ekki síst er mikilvægt að fólk gæti að sér og sýni varúð þegar hálka er á gangstígum og velji öruggustu leiðina eftir að- stæðum. Hálkuslys á göt- um og stígum Kalk er mikilvægt fyrir: • Hjarta, taugaboð og vöðva. • Gefur værð, bætir svefn og lagar sinadrátt. • Styrkir tennur, tannhold og bein. • Minnkar húðþurrk. • Hylki, auðveld inntaka, takist inn að kvöldi. F Æ S T Í A P Ó T E K U M O G H E I L S U B Ú Ð U M Lífrænt kalk og steinefni rannsóknir sýna betri upptöku ECC Bolholti 4 Sími 511 1001 www.ecc.is Vinsælasta lofthreinstitæki á Íslandi! ATVINNUBLAÐIÐ atvinna@24stundir.is alltaf á laugardö gum Pantið gott pláss t ímanlega Feim-Lene Bjerre Bæjarlind 6 www.feim.is Opið virka daga 10-18 og laugardaga 11-16 Leður blaðagrindur

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.