24 stundir - 29.11.2007, Blaðsíða 40

24 stundir - 29.11.2007, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2007 24stundir SMÁRALIND ÞÉR ER BOÐIÐ ! NÝJAR VÖRUR VIKULEGA LAUGAVEGI 95 GOTT ÚRVAL AF SÓFUM TIL AFHENDINGAR FYRIR JÓL a Ég gerði skipið að mestu einn en fékk þó nokkrar hendur til þess að halda við á meðan ég var að líma allt saman. Í verðlaun fékk ég 16 manna rjómatertu, sem ég fór með í skólann daginn eftir og bauð félögunum, ásamt öðru. 24ÚTI Á LÍFINU 24@24stundir.is Í Fjöltækniskóla Íslands var haldin piparkökuhúsakeppni á dögunum, þó sigurverkið hafi átt lítið skylt við piparkökuhús. „Þetta var eina skipið í keppninni,“ segir Sigurður Helgi Hallgrímsson, höfundur piparkökuskipsins og nemi til stýrimanns í Fjöltækniskólanum. Hann neitar því ekki að sigurinn hafi verið dísætur. „Ég gerði skipið að mestu einn en fékk þó nokkrar hendur til þess að halda við á með- an ég var að líma allt saman. Í verðlaun fékk ég 16 manna rjóma- tertu, sem ég fór með í skólann daginn eftir og bauð félögunum, ásamt öðru.“ En hvað ætli Sig- urður geri við þetta sérstaka skip sitt? „Ég tími nú varla að borða það. Kannski ég stilli því upp í Smáralindinni.“ Piparkökuskipið hreppti 1. verðlaun Sigurður Helgi Hallgrímsson fyrir miðju var höf- undur skipsins og sigurvegari keppninnar. Pipar- kökuskip Dómnefndin íhugar möguleikana Guð- björg, Francois og Björgvin Keppnishús Eitt af krúttlegri húsum keppninnar í Fjöltækniskólanum. 24stundir/Sverrir Það var mikil gleði og húllumhæ á Gauki á Stöng og Organ þegar tón- listarhátíðin Nokia on Ice- tónlistarhátíðin var haldin þar. Motion Boys var ein af sex sann- kölluðum gleðisveitum sem stigu á stokk og skemmtu gestum fram á rauða nótt. „Fólk virðist þurfa að hreyfa sig við músíkina okkar,“ segir Birgir Ísleifur, söngvari Mo- tion Boys. „Laglínurnar virðast heilla fólk, þetta er svona melódíu- drifið ryþma-popp.“ Birgir Ísleifur er þekktur fyrir mikinn sviðs- sjarma en man þó ekki hvað er það brjálaðasta sem hann hefur fram- kvæmt á sviðinu. „Mig langar hins vegar rosalega að taka eitt kvöld þar sem ég er í miðjum áhorf- endaskaranum, geng á milli manna og syng til þeirra,“ segir hæfileikapilturinn. Fólk þarf að hreyfa sig við þessa músík Strípalingur Siggi í Ultramegatechnobandinu Stefán er alltaf með hressari mönnum. Stimamjúkur Biggi í Motion Boys Ein stór fjölskylda Meðlimir Hjaltalín eru jafn margir og íbúar Eyrarbakka. Fríða og fuglinn Alda Mjöll Sveinsdóttir og Þröstur Sigurðsson. Fyrir neðan má sjá meðlimi Sprengjuhallarinnar ásamt heitum grúppíum.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.