24 stundir - 29.11.2007, Blaðsíða 8

24 stundir - 29.11.2007, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2007 24stundir Eftir Björgu Evu Erlendsdóttur beva@24stundir.is „Grunnskólum er ekki heimilt að blanda saman kirkjulegu starfi og almennu grunnskólastarfi. Þetta er skýrt,“ segir Bjarni Jónsson, varaformaður Siðmenntar. Hann vísar til bréfs ráðherra til grunnskóla um að fermingarfræðsla eigi að fara fram utan skólatíma og óheimilt sé að veita nemendum í 8. bekk leyfi til ferða á vegum kirkjunnar vegna fermingarundirbúnings. Nokkrir skólastjórar og íslenska þjóðkirkjan telja tilmælin óskýr. Halldór Reyn- isson hjá fræðslusviði Biskupsstofu telur að ráðuneytið sé ekki að reyna að koma í veg fyrir ferming- arfræðslu á skólatíma, enda hafi ráðuneytið ekki völd til að meina skólastjórnendum að gefa leyfi liggi gildar ástæður til. Halldór býst við að ferðirnar verði áfram á skóla- tíma en að foreldrar biðji um leyfin en ekki kirkjan. Kirkjan misskilur viljandi Bjarni er ekki sáttur og grunar kirkjuna um græsku. „Að mínu mati er ekki hægt að misskilja þessa grein, og það er frekar svo að kirkj- an og stöku skólastjórar misskilji viljandi til að réttlæta núverandi ástand. Í 24 stundum í gær spurði skólastjóri hvort skíða- og sólar- landaferðir væru rétthærri en fermingarfræðsla. Siðmennt bend- ir á skólaskyldu í landinu og skóla- tímann eigi ekki að nota í kirkju- starf. „Ég veit ekki hvort ummæli Halldórs eru hótun um að nú verði foreldrar beittir þrýstingi til að við- halda núverandi ástandi og biðja um leyfi til kirkjustarfs. Kirkjan þarf að sætta sig við að víkja.“ Burt með helgileiki og Biblíur Skólastjórnendur og kennarar velta fyrir sér framhaldinu. Frá Grunnskóla Njarðvíkur er spurt hvort Siðmennt vilji leggja niður allt sem tengist kristni í skólum, þar með jólafrí, páskafrí og allt sem byggir á aldagamalli kristinni menningu. Bjarni segir fríin kjara- samningsatriði, en kirkjuferðir, litlu jólin og útdeilingu Nýja testa- mentisins telur hann þurfa að víkja til að blanda ekki saman starfi skóla og kirkju. Litlu jólin úr skólunum  Biblíurnar burt  Kirkjan sætti sig við að víkja úr grunnskólum Bráðum koma litlu jólin og messuferðir hafa ver- ið fastur liður í grunn- skólum fyrir jólin. ➤ Kristin uppeldisviðmið víkjanú úr grunnskólum fyrir al- mennri fræðslu um siðferði sem mismunar ekki trúar- brögðum. ➤ Kveðið er á um aðskilnaðskóla og kirkju í frumvörpum að nýrri menntastefnu. FJÖLMENNING 24stundir/Frikki Menntaráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt þá tillögu meirihlutans að fara í saum- ana á tilhögun og fyrir- komulagi kennslu nemenda með félagslegar, tilfinninga- legar og hegðunarraskanir í almennum grunnskólum, sér- deild og sérskóla. Í tilkynningu segir að leið- arljós menntastefnu borg- arinnar sé að ,,börnunum í borginni líði vel, fari stöðugt fram og öðlist uppeldi og menntun fyrir líf og starf“. aí Skóli án aðgreiningar Reykjavíkurborg „Skólaþingið var bara mjög skemmtilegt og núna veit ég meira um það hvernig Alþingi virkar,“ segir Hafdís Matsdóttir, nemi í 10. ÁP í Vogaskóla. Hún og samnem- endur hennar tóku í gær þátt í Skólaþinginu sem er eins konar hlutverkaleikur þar sem þátttak- endur fylgja reglum um starfshætti Alþingis. Nemendur þinga um ákveðin málefni en eiga að komast að lýðræðislegri niðurstöðu með því að hlusta á og meta rök og álit annarra, tjá eigin skoðun og taka afstöðu. Að sögn Freys Sverrisson- ar, sem einnig er í 10. ÁP, var ung- lingunum skipt í stjórnmálaflokka sem svo fjölluðu um þingmálin. „Ályktað var gegn hertu eftirliti með kattahaldi en með auknum hömlum á tölvuleikjanotkun barna og herskyldu.“ fifa@24stundir.is Hlutverkaleikur um störf Alþingis Gaman á skólaþingi Í sparifötunum Ungmennin mættu snyrtileg til fara á þingfundinn Íbúfen® – Bólgueyðandi og verkjastillandi Höfuð, herðar… Notkunarsvið: Íbúfen inniheldur íbúprófen sem er bólgueyðandi, verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Íbúfen er notað við liðagigt, slitgigt, tíðaverkjum, tannpínu og höfuðverk. Einnig eftir minniháttar aðgerðir, t.d. tanndrátt. Varúðarreglur: Fólk sem hefur ofnæmi fyrir íbúprófeni eða öðrum skyldum lyfjum (NSAID), með skerta lifrarstarfsemi eða alvarlegan hjarta- og nýrnasjúkdóm ætti ekki að nota lyfið. Fólk sem hefur fengið astma, nefslímubólgu eða ofsakláða eftir töku acetýlsalicýlsýru eða annarra bólgueyðandi lyfja ætti ekki að nota lyfið. Nota skal lyfið með varúð hjá fólki með tilhneigingu til magasárs eða sögu um slík sár. Lyfið er ekki ætlað barnshafandi konum. Aukaverkanir: Íbúfen getur valdið aukaverkunum eins og t.d. meltingaróþægindum, niðurgangi, ógleði, útbrotum, þreytu og höfuðverk. Skammtastærðir: Fullorðnir: Venjulegir skammtar eru 600-2000 mg á dag í 3-4 jöfnum skömmtum. Ekki mælt með stærri skammti en 2400 mg. Börn: Venjulegir skammtar eru 20 mg/kg líkamsþunga á dag í 3-4 jöfnum skömmtum. Börnum <30 kg skal eigi gefa meira en 500 mg á dag. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Júlí 2004. Ánægja viðskiptavina íslenskra tryggingafélaga hefur aldrei mælst minni en nú samkvæmt niðurstöð- um Íslensku ánægjuvogarinnar. Þetta er þriðja árið í röð sem dreg- ur úr ánægju viðskiptavinanna með tryggingafélögin og er hún nú fimm prósentum minni en hún var árið 2004. Óánægðastir á Norðurlöndum Íslendingar eru einnig óánægð- ari en aðrir Norðurlandabúar með sín tryggingafélög. Ánægðastir eru Danir sem líkar 14,4 prósentum betur við ástandið á trygginga- markaði en Íslendingum. Raunar eykst ánægjan með tryggingamark- aðinn á Norðurlöndunum nema á Íslandi. Mest ánægja með TM Af íslensku tryggingafélögunum er mest ánægja með þjónustu Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) en minnst með þjónustu Sjóvár. Samkvæmt niðurstöðunum dregst ánægja viðskiptavina allra íslenskra tryggingarfélaga saman milli ára. thordur@24stundir.is Ánægja með íslenska tryggingamarkaðinn Aldrei mælst minni Það er misskilningur að sérfræð- ingsstarf hjá Matís flytjist suður frá Ísafirði. Þetta segir Sjöfn Sig- urgísladóttir, forstjóri Matís, að því er greint er frá á fréttavefnum bb.is. Sjöfn segir Jón Atla Magn- ússon einungis hafa verið ráðinn í stöðu verkefnisstjóra til ára- móta og því vanti einhvern í hans stað frá þeim tíma. Staða Matís auglýst aftur Skiptar skoðanir komu fram á Al- þingi í gær um samning um framleiðslu dag- skrárefnis fyrir sjónvarp, sem Ríkisútvarpið ohf. og Björg- ólfur Guðmundsson hafa gert. Lýst var efasemdum um að samn- ingurinn samræmdist lögum um tekjustofna Ríkisútvarpsins en menntamálaráðherra sagði að samningurinn hefði ekkert með þá tekjustofna að gera. Margir þingmenn fögnuðu einnig samningnum. mbl.is Dagskrárgerð á dagskrá þings Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í fyrrinótt afskipti af þrem- ur piltum sem höfðu brotið flöskur í Hlíðunum. Fátt var um svör þegar leitað var eftir skýr- ingum á athæfi þeirra en á þeim mátti helst skilja að þetta hefði verið gert í gamni. Lögreglan skammaði piltana og þeir voru síðan látnir fjarlægja öll glerbrotin eftir sig. Þegar allt var orðið hreint á ný var þeim leyft að halda ferð sinni áfram. Unglingspiltur var staðinn að veggjakroti í strætisvagni í Háa- leitishverfi um hádegisbil í fyrra- dag. Hald var lagt á tvo úðabrúsa og tússpenna sem hann var með í fórum sínum. Pilturinn var líka með myndavél meðferðis og hafði hann tekið myndir af öðru veggjakroti. Lögreglan hafði einnig afskipti af nokkrum krökkum í Kópavogi í fyrradag sem köstuðu snjóbolt- um í bíla. Litlu mátti muna að einn ökumannanna, sem fyrir þessu varð, missti stjórn á bíln- um sínum en framrúðan í bíl hans brotnaði og því er um nokk- urt tjón að ræða. Haft var sam- band við foreldra krakkanna og farið yfir málið sem lögregla seg- ist líta alvarlegum augum. mbl.is Látnir fjarlægja glerbrotin

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.