24 stundir - 29.11.2007, Blaðsíða 28

24 stundir - 29.11.2007, Blaðsíða 28
Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is Hinn nýstofnaði atvinnuleikhópur Kraðak frumsýnir leikritið Lápur, Skrápur og jólaskapið í Skemmti- húsinu við Laufásveg næstkomandi laugardag klukkan 16. Um er að ræða nýtt íslenskt leikrit eftir Snæ- björn Ragnarsson í leikstjórn Önnu Bergljótar Thorarensen. Það gerist þann 11.desember, daginn sem Stekkjarstaur kemur til byggða, og fjallar um Grýlusynina Láp og Skráp sem eru einu trölla- börnin í Grýluhelli sem hafa ekki enn komist í jólaskap. Grýla mamma þeirra rekur þá því af stað út úr hellinum og bannar þeim að koma þangað aftur fyrr en þeir eru búnir að finna jólaskapið. Þeir arka af stað og leita út um allt og ber leitin þá inn í svefnherbergi Sunnu litlu, sem ákveður að hjálpa bræðrunum og saman lenda þau í alls kyns ævintýrum. Í hlutverki Láps og Skráps eru þeir Guð- jón Þorsteinn Pálm- arsson og Ólafur S. K. Þorvalz og með hlutverk Sunnu litlu fer Andrea Ösp Karlsdóttir. „Þetta er leikrit fyrir alla fjöl- skylduna,“ seg- ir Andrea. „Því er ætlað að koma áhorfend- um, jafnt börn- um sem fullorðn- um, í gott jólaskap, en það er líka nokkuð spennu- þrungið þar sem tröll verða að steini ef þau sjá dagsljósið og Lápur og Skrápur verða því að vera bún- ir að finna jólaskapið áður en dag- ur rennur.“ Jólalegt leikhús Skemmtihúsið við Laufásveg, þar sem leikritið er sýnt, er í eigu Brynju Benediktsdóttur og Erlings Gíslasonar og þar hafa meðal ann- ars Halldóra Geirharðsdóttir og Benedikt Erlingsson sett upp verk- ið Ormstungu. „Þetta er lítið leik- hús í hjarta miðbæjarins sem við erum búin að skreyta hátt og lágt,“ útskýrir Andrea, en leikhópurinn Kraðak hefur einmitt sjálfur séð um allt í tengslum við sýninguna, hannað leikmynd og búninga, leik- stýrt og leikið. „Reyndar fengum við utanaðkomandi ljósamann til þess að hanna lýsingu en að öðru leyti er þetta allt í okkar höndum,“ segir hún. Stífar æfingar að baki Undirbúningur fyrir sýninguna hófst í lok síðasta sumars og æfing- ar hafa staðið frá miðjum október. „Þetta er fyrsta leikritið sem leik- hópurinn Kraðak setur upp en ekki það eina, enda erum við þegar komin með önnur verk í undirbúning þó svo að lítið sé hægt að gefa upp um þau að svo stöddu. Hópur- inn var í raun stofnaður í tengslum við þetta leikrit segir Andr- ea og bætir því við að fjölbreytni verði höfð að leiðarljósi. „Krað- ak rekur líka um- boðsskrifstofu fyrir listamenn og við leggjum svolitla áherslu á að vera með skemmtiatriði fyrir börn og að margt sé í boði fyrir börn og fjöl- skyldur þeirra. Við ætlum þó ekki að einskorða okkur við það.“ Geisladiskur með leikritinu Í tengslum við sýninguna verður gefinn út geisladiskur með öllu leikritinu, bæði tónlistinni og söguþræðinum sjálfum. Hvað verða margar sýningar í Skemmtihúsinu? „Það ræðst náttúrlega eins og annað af eftirspurn en stefnan er að þær standi yfir í allan desember. Eins og er verða sýningar alla laug- ardaga, sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga en það er alls ekki ólíklegt að þær eigi eftir að verða alla dagana,“ segir Andrea. Nýtt fyrirtæki Kraðak var stofnað í ágúst, en upphaflega hugmyndin var að halda jólasýningu í Jólahúsi sem væri skemmtun fyrir alla fjölskyld- una en hugmyndin stækkaði fljótt, og úr varð einkahlutafélag sem rek- ur Skemmtihúsið, setur upp leik- sýningar, sér um jólasveinaleigu og tekur að sér ýmis umboðsverkefni fyrir leikhópa og hljómsveitir. Nánari upplýsingar um fyrirtækið og sýningarnar má sjá á kradak.is. Nýtt íslenskt fjölskylduleikrit frumsýnt í Skemmtihúsinu á laugardaginn Grýlusynirnir Lápur og Skrápur í leit að jólaskapi Tveir tröllastrákar, Lápur og Skrápur, eru reknir úr helli sínum af Grýlu, mömmu sinni, til að finna jólaskapið sem þeir hafa ekki enn fundið. En þar sem tröll verða að stein- um í dagsbirtu verða þeir að hafa hraðan á. ➤ Hefur lært leiklist í Englandiog Bandaríkjunum og tekið að sér ýmis hlutverk. Má þar nefna sem dæmi hlutverk Lilla Klifurmúsar í Dýrunum í Hálsaskógi sem Leikhópurinn Lotta sýndi undir berum himni í sumar. ANDREA ÖSP 28 FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2007 24stundir Kvennakór Reykjavíkur heldur sína fyrri aðventutónleika í Grens- áskirkju í kvöld klukkan 20, en seinni tónleikarnir verða á sama stað á laugardaginn klukkan 17. Efnisskráin verður, að sögn Sigrún- ar Þorgeirsdóttur kórstjóra, fjöl- breytt að vanda. „Fyrir hlé ætlum við að einbeita okkur að hátíðlegri og kirkjulegri tónverkum, jafnt ís- lenskum sem erlendum. Eftir hlé ætlum við síðan að skipta um gír og syngja meira gospel og jólalög í léttari kantinum,“ útskýrir hún. „Ég er mjög ánægð með blönduna sem mér finnst sýna vel hvað kór- inn er að gera og getur gert vel. Og nú þegar aðventan er rétt að ganga í garð fannst okkur ekki alveg til- hlýðilegt að hafa eingöngu hátíð- leg jólalög þannig að við ætlum að fara út í kirkjulegu sálmana og leyfa okkur svo að fara út í lauflétt jólalög.“ Aðventutónleikarnir eru annar af tveimur stórum við- burðum kórsins yfir vetrartímann, en hinn er haldinn á vorin. „Á vortónleikunum okkar að þessu sinni ætlum við að bjóða upp á svona djass-skotna dagskrá, en það er alveg nýtt fyrir okkur að vera með heila dagskrá í þeim anda. Áður höfum við sungið popp, þjóðlög, nútímatónlist, söngleikjadagskrá og sitthvað fleira, enda er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt. En við byrjum að æfa fyrir vortónleikana í janúar. Nú einbeitum við okkur að að- ventutónleikunum, enda ekki vanþörf á,“ segir Sigrún. Fyrir utan hina stóru dag- skrárliði vetrarins er kórinn jafn- framt á faraldsfæti. „Þumalputt- areglan hjá okkur er að reyna að komast til útlanda þriðja hvert ár en ég er reyndar að þverbrjóta hana með mun tíðari ferðum. Við fórum út haustið 2005 og í fyrra- sumar fórum við til Rómar. Í apríl ætlum við síðan á kvennakóramót í Þrándheimi, þannig að það er í nógu að snúast!“ segir Sigrún glaðbeitt að lokum. Kvennakór Reykjavíkur á aðventutónleikum Á faraldsfæti Kórinn fór til Rómar síðast- liðið sumar. Stærsta listmunauppboð sem haldið hefur verið hérlendis verður haldið á vegum Gall- erís Foldar á Hótel Sögu næst- komandi sunnudags- og mánudagskvöld. Um 260 verk af ýmsum toga verða boðin upp, en þau eru sýnd í Gallerí Fold um helgina. Jólauppboð eftir helgi Tónleikar með kórum í héraði verða haldnir í Snorrastofu í Reykholti í kvöld klukkan 20. Þar leiða saman hesta sína Freyjukórinn, Kammerkór Vesturlands, Karlakórinn Söngbræður, Kirkjukór Borg- arness, Kirkjukór Saurbæj- arsóknar, Kór eldri borgara í Borgarnesi og fleiri. Kóraveisla Listasafn Íslands hefur gefið út bók um Kristján Davíðsson listmálara í tengslum við yf- irstandandi sýningu á verkum hans í safninu. Af því tilefni ætlar listamaðurinn að árita bókina í safninu á milli klukk- an 17 og 18 í dag, fimmtudag- inn 29. nóvember. Bókin er bæði á íslensku og ensku. Kristján áritar bók Sigfús Ólafsson, tónlist- armaður og kennari við Tón- listarskóla Árnesinga á Selfossi, hefur gefið út þriðja heftið af bókinni „Þú og hljómborðið“. Í henni eru fróðleikur, íslensk lög, gömlu dansarnir og erlend lög ásamt nokkrum jólalögum. Bókin er seld í Tónastöðinni í Reykjavík og í Hljóðfærahús- inu á Selfossi. Þú og hljómborðið MENNING menning@24stundir.is a Þetta er lítið leikhús í hjarta miðbæjarins sem við erum búin að skreyta hátt og lágt. SKRÁÐU ÞIG NÚNA Þú færð nánari upplýsingar um Vildarpunkta Glitnis á www.glitnir.is WWW.GLITNIR.IS Annar stofnenda Kraðaks Andrea Ösp í hlutverki sínu sem Sandra litla.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.