24 stundir - 29.11.2007, Blaðsíða 42
Ólafur Páll Einn þeirra sem stigu
sín fyrstu skref á Útvarpi Akraness
Dagana 30. nóvember til 2. des-
ember fer Útvarp Akranes í loftið í
tuttugasta sinn. Útvarpað verður
frá kl. 13:00 á föstudegi til kl. 16:00
á sunnudegi. Sundfélag Akraness
starfrækir útvarpsstöðina eins og
venjulega og útsendingin er fyrir
löngu orðin fastur liður í jólaund-
irbúningi bæjarbúa á Akranesi
ásamt því að vera einhver mik-
ilvægasta fjáröflun Sundfélagsins
Elís Þór Sigurðsson útvarpsstjóri
hefur verið hluti af Útvarpi Akra-
ness síðustu árin og segir fjöl-
breytnina í dagskrárgerð vera
mikla þetta árið. „Meðal annars er
pólsk-íslenskur þáttur sem 14 ára
pólsk stúlka sér um ásamt kenn-
aranum sínum. Tónlistin á föstu-
dagskvöldið er svo bara spiluð af
vínylplötum og þar fá gömlu slag-
ararnir að hljóma. Á laugardags-
kvöldið er tónlistin hins vegar öll
valin af unglingum á Skaganum og
dagskrágerðin alfarið í þeirra
höndum.“
Dagskrárgerðamenn eru á ýms-
um aldri og margir góðir útvarps-
menn hafa stigið sín fyrstu fjöl-
miðlaskref í Útvarpi Akraness.
„Ólafur Páll er einn þeirra sem
hafa ílengst í starfi dagskrárgerð-
armanna, eftir að hann komst á
bragðið hjá okkur,“ segir Elís Þór.
„Svo hefur tónlistarmaðurinn Orri
Harðarson komið að þessu af og til
sem og leiklistarneminn Haraldur
Ólafsson eða Halli Melló eins og
hann er kallaður hér á Skaganum,“
segir útvarpsstjóri að lokum.
Tuttugu ára afmæli
Útvarp Akranes næstu helgi
42 FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2007 24stundir
Eftir Ragnheiði Eiríksdóttur
heida@24stundir.is
Í hljómsveitinni Thundercats eru
þeir Magnús Leifur og Bjarni Guð-
mann sem báðir eru einnig í hljóm-
sveitinni Úlpu. Ásamt söngkon-
unni Jöru halda þeir útgáfutónleika
á Organ í kvöld vegna nýútkom-
innar plötu sinnar, New Wave.
Unnin hratt og örugglega
Magnús Leifur verður fyrir svör-
um og er spurður út í nýju plötuna.
„Já, við erum ánægðir. Eiginlega
gekk allt upptökuferlið eins og við
vildum. Platan er unnin skipulega,
hratt og örugglega. Í upptökunum
og mixinu úti í Glasgow bættist svo
aðeins við plötuna en þá hittum við
súdönsku söngkonuna Hindu
Khogali og hinn skoska Nick
Schooley, og þau eru bæði með á
plötunni.“
Ekki fyrir þröngsýna
Þegar Magnús er spurður út í
Thundercats-nafnið segir hann að
eiginlega heiti sveitin Þrumukettir
þegar hún syngur á íslensku og
Thundercats þegar textarnir eru
enskir. „Hún heitir Þrumukettir því
við erum bara svo miklir þrumu-
kettir. Þetta hefur ekkert með
teiknimyndirnar að gera eins og
sumir halda.“
En hvernig tónlist er á nýju plöt-
unni? „Þetta er góð tónlist en hún
er þó ekki fyrir þröngsýna. Þetta er
heilmikill bíladiskur, sem sagt tón-
list sem gott er að hlusta á undir
stýri. Tilvonandi hlustendur Thun-
dercats vil ég þó biðja að fara var-
lega í hlustuninni og hafa beltin
alltaf spennt ef hlustað er í bíl, því
það eru nokkur lög sem eru svolítið
hressandi og fólk gæti farið að keyra
of hratt,“ segir Magnús. Er tónlist
Thundercats frábrugðin Úlpu?
„Hún gæti alveg verið útsett fyrir
Úlpu líka, en við ákváðum bara að
hafa hana í þessum búningi. Platan
heitir New Wave því þetta er eig-
inlega nýja nýbylgjan.“
Ókeypis er á Organ í kvöld og
drykkir á sérstöku þrumutilboði.
Fyrir áhugasama er hægt senda
Thundercats póst á netfangið thun-
dercatstheband@gmail.com, gefa
upp nafn og heimilisfang og platan
verður send um hæl í póstkröfu.
Thundercats Lofa þrumu-
stuði á Organ í kvöld
Útgáfutónleikar Thundercats
Thundercats er
nýja nýbylgjan
Hljómsveitin Thunder-
cats er ný hljómsveit sem
er nokkurs konar hlið-
arverkefni sveitarinnar
Úlpu. Nafninu laust niður
í huga meðlima eins og
þrumu úr heiðskíru lofti.
➤ Hljómsveitin var stofnuð árið2006 og kom fram á geisla-
plötunni Pældu í því sem
pælandi er í undir nafninu
Þrumukettir.
➤ Christian Pliefke hjá þýskafyrirtækinu Nordic Notes gef-
ur út.
THUNDERCATS
24 stundir/Frikki
Á tímum þar sem allt virðist
snúast um umhverfisvernd eru
farnar að spretta fram margar
býsna frumlegar hugmyndir sem
eiga að geta stuðlað að verndun
umhverfisins.
Ein af þessum frumlegu hug-
myndum er leitarvélin Blackle.com
sem byggir að miklu leyti á hinni
alheimsráðandi Google-leitarvél.
Blackle-leitarvélin er með svört-
um bakgrunni og skilar öllum nið-
urstöðum með gráum stöfum en
samkvæmt útreikningum vísinda-
manna eyðir meðal-heimilistölva
mun minni orku þegar hún birtir
heimasíðu með svörtum bak-
grunni heldur en með hvítum.
Blackle var hönnuð af Heap
Media og er leitarvélin hugsuð til
að leggja sitt af mörkum til um-
hverfisverndar. Hugmyndin að
gerð leitarvélarinnar var blogg-
færsla sem birtist á bloggsíðunni
ecoiron.blogspot.com í byrjun árs-
ins þar sem því var haldið fram að
svört útgáfa af Google myndi spara
750 megavattstundir á ári hverju.
Nú er bara spurning hvort netverj-
ar yfirgefi Google til að bjarga
jörðinni með Blackle.
Umhverfisvænni leitarvél
Blackle.com Kolsvört leitarvél
24LÍFIÐ
24@24stundir.is a
Þetta er góð tónlist en hún er þó ekki fyrir
þröngsýna. Þetta er heilmikill bíladiskur, sem
sagt tónlist sem gott er að hlusta á undir stýri.
JÓLAFÖTIN SEM KRAKKARNIR VILJA
SMÁRALIND - KRINGLAN VIÐ HLIÐINA Á VERO MODA
FULLAR VERSLANIR AF FALLEGUM JÓLAFATNAÐI
KJÓLL 2690
Hljómsveitirnar Cliff Clavin,
Thingtak og Artika komust áfram
í fyrri undanúrslitum hljóm-
sveitakeppninnar Global Battle of
the Bands. Keppnin var haldin á
Gauki á Stöng á þriðjudagskvöld,
en sex hljómsveitir kepptu um
þrjú sæti í úrslitunum sem fara
fram á föstudagskvöld.
Seinni undanúrslit fara fram á
Gauki á Stöng í kvöld klukkan 20.
Hljómsveitin sem sigrar í undan-
keppninni keppir fyrir hönd Ís-
lands í Global Battle of the Bands
í London í desember. afb
Þrjár hljómsveitir komust áfram
Cliff Clavin Hljómsveitin er ein af
þremur sem eru komnar í úrslit.