24 stundir - 31.01.2008, Síða 8

24 stundir - 31.01.2008, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2008 24stundir Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir.is Fasteignasalar eiga að afhenda kaupanda og seljanda lista með nöfnum og símanúmerum þeirra sem gert hafa kauptilboð. Þetta er tillaga nefndar á vegum sænskra yfirvalda sem endurskoðað hefur lögin um sölu íbúðarhúsnæðis í Svíþjóð. Grétar Jónasson, fram- kvæmdastjóri Félags fasteignasala, sem á sæti í nefndinni sem end- urskoðar lögin hér á landi, er ef- ins um ágæti slíks fyrirkomulags. „Það er litið svo á hér að tilboð í eign sé trúnaðarmál. Þessi tillaga Svía er náttúrlega til þess að fólk geti sannreynt að tilboð hafi bor- ist en ég sé ekki alveg þörfina fyr- ir slíkt fyrirkomulag. Þetta getur líka verið spurning um persónu- verndarsjónarmið,“ tekur Grétar fram. Ekkert misjafnt Efist fólk um að raunverulegt tilboð hafi borist getur það leitað til eftirlitsnefndar Félags fast- eignasala, að sögn Grétars. „Það hefur komið upp slíkt tilvik en það kom ekkert misjafnt í ljós,“ greinir hann frá. Stærsta málið að mati Grétars er endurskoðun á skilgreining- unni á hlutverki fasteignasala. „Fasteignasalinn hefur löggildingu af hálfu ríkisvaldsins og honum er falið að gæta hagsmuna kaupenda og seljenda út frá kunnáttu og menntun. Norðmenn hafa endur- skoðað lögin um fasteignasölu og skilgreint verkaskiptingu milli fasteignasalanna sjálfra og al- mennra starfsmanna á fasteigna- sölum. Það þurfum við líka að gera.“ Óviðunandi staða Félag fasteignasala vill að öll ráðgjöf, verðmat og samningsgerð verði í höndum fasteignasala. Fé- lagið bendir á að með því sé neyt- endavernd tryggð auk þess sem það tryggir að ekki sé brotið gegn starfsréttindum fasteignasala.. „Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að einn fasteignasali sé með fjölda manna í vinnu sem sjá um allt ferlið. Þess eru dæmi að sölu- menn sem starfað hafa á fast- eignasölu í nokkra daga fari og verðmeti eignir. Sölumennirnir veita einnig ráðgjöf um lántöku, yfirtöku lána og veðflutning. Þetta nær ekki nokkurri átt þegar fólk er með alla sína fjármuni undir. Staðan í dag er algjörlega óásætt- anleg,“ leggur Grétar áherslu á. Skilgreining á hlutverki fast- eignasala er bara ein af fjölmörg- um tillögum að úrbótum sem fé- lagið hefur lagt fram í endurskoðunarnefndinni, að því er Grétar greinir frá. Eftirlitsnefnd aðstoðar leiki vafi á tilboðum  Litið er á tilboð í eignir sem trúnaðarmál  Nefnd endurskoðar lög um fasteignasölu Mikilvæg viðskipti Nefndin sem endurskoðar lögin um fasteigna- sölu á að skila tillögum í mars. ➤ Dómsmálaráðherra skipaði ámiðju ári 2007 nefnd til að endurskoða lögin um sölu fasteigna. Nefndin skilaði til- lögum fyrir síðustu áramót. ➤ Þegar málaflokkurinn varfluttur til viðskiptaráðuneyt- isins um áramótin óskaði við- skiptaráðherra eftir að nefnd- in skoðaði ákveðna þætti betur. ENDURSKOÐUN LAGANNA Árvakur/Árni Torfason 18,2% aðspurðra töldu REI- málið svokallaða stærsta fjöl- miðlamál ársins 2007 sam- kvæmt niðurstöðum könn- unar Gallup. Næst á eftir komu borgarstjórnarskiptin í október með 15,9%. Miðað við fréttamagn voru alþing- iskosningarnar stærsta málið en í apríl og maí birtust 3.857 fréttir um þær. Baugsmálið fékk 6,1% en 2,4% töldu Lúk- asarmálið stærst. aak Stærsta fjölmiðlamálið Borgarstjórn, REI og Lúkas Hr. Örlygur, sem sér um Ice- land Airwaves-tónlistarhátíð- ina, hefur sent frá sér yfirlýs- ingu vegna fyrirhugaðs niðurrifs Klapparstígs 30. Þar segir að niðurrif hússins sé aðför að tónlistar- og menn- ingarlífi höfuðborgarinnar. Skaðinn fyrir ferðaþjónustu Reykjavíkur og nágrennis ætti að vera öllum ljós. aak Vill vernda Sirkus Skaðinn ljós „Viðurlögin við því að fara ekki að áliti mannréttindanefndarinnar eru sæmdarmissir,“ sagði Þorvald- ur Gylfason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, á málstefnu sem bar yfirskriftina Álit Mann- réttindanefndar Sameinuðu þjóð- anna – Er kvótakerfið í uppnámi? Þorvaldur sagði það ekki sköp- um skipta hvort álitið væri form- lega séð bindandi eða ekki. Það sem máli skipti væri að íslensk stjórnvöld hefðu, með því að mis- muna fólki við úthlutun aflaheim- ilda, orðið uppvís að mannrétt- indabrotum. En slíkar ávítur ættu íslensk stjórnvöld ekki að sætta sig við án þess að grípa til viðeigandi aðgerða. Með vel útfærðu veiðigjaldi, þar sem allir sætu við sama borð þegar kæmi að úthlutun heimilda, væri komið í veg fyrir það óréttlæti sem felst í núverandi fiskveiðistjórnun- arkerfi, sagði Þorvaldur. Auk þess nefndi Þorvaldur tvær ástæður fyrir því að veiðigjald væri hagkvæmara en kvótakerfi. Í fyrsta lagi hvetji kvótakerfið til brottkasts á ákveðnum hluta aflans. Í öðru lagi jafngildi ókeypis úthlutun kvótans styrkjum, en eins og í öðr- um atvinnugreinum valdi styrkir óhagkvæmni. Á málstefnunni tók einnig til máls Helgi Áss Grétarsson, sér- fræðingur við Lagastofnun Há- skóla Íslands. Helgi tók undir með Þorvaldi um að álit mannréttinda- nefndarinnar hefði bæði pólitískt og siðferðilegt vægi, þótt það væri ekki bindandi. „Lög veita engin skýr svör við því hvernig bregðast eigi við álitinu – það er pólitísk spurning,“ sagði Helgi. Jafnframt tók hann fram að álit nefndarinnar væru ekki talin hafa fordæmisgildi, heldur væri litið svo á að hvert álit væri einungis umsögn um afmörk- uð atvik. Galli í áliti nefndarinnar Þá benti Helgi á þann veikleika í áliti mannréttindanefndarinnar að það byggði á þeirri röngu forsendu að veiðiheimildum hefði verið út- hlutað varanlega samkvæmt veiði- reynslu á árunum 1980-83, en eftir þann tíma væri ekki nokkur leið að komast inn í kerfið án þess að kaupa kvóta af þeim sem þegar hefðu fengið hann úthlutaðan. Hið rétta væri hins vegar að aflaheim- ildir hefðu breyst margoft eftir að kvótakerfinu var komið á, og veiði- reynsla á áðurnefndum árum væri ekki nauðsynleg forsenda þess að menn fengju úthlutað heimild. Helgi tók þó fram að að hans mati gætu yfirvöld ekki skýlt sér á bak við áðurnefndan galla. Enda væri ekki líklegt að mistökin væru upprunnin hjá nefndarmönnum mannréttindanefndarinnar, heldur hefðu þeir líklega fengið óviðun- andi skýringar frá íslenskum stjórnvöldum á eðli og verkan ís- lenska kvótakerfisins. hlynur@24stundir.is Skrafað um álit mannréttindanefndar SÞ á fiskveiðistjórnunarkerfinu Sæmdarmissir að hlusta ekki Mikið niðri fyrir Þor- valdur sagði kvótakerfið óréttlátt og óhagvæmt. Árvakur/Golli

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.