24 stundir


24 stundir - 31.01.2008, Qupperneq 14

24 stundir - 31.01.2008, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2008 24stundir 24 stundir hafa að undanförnu rakið skrýtna sögu af reykingaherbergi, sem bareigandi í miðbænum lét innrétta á barnum sínum, í andstöðu við ný tóbaksvarnarlög. Eigandi barsins kom alveg fjallbrattur í viðtal við blaðið og sagði: „Lögin eru svo illa samin að ég tel að yfirvöld hafi engin úrræði til að framfylgja þessu reykingabanni.“ Í sama blaði kom fram að heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar teldi sig hafa „óljós úrræði“ til að framfylgja reykingalögunum en gæti kært brotin til lög- reglu, sem hefði heimild til að beita sektum. Þegar leitað var til lögreglu, fengust aftur á móti þau svör að „óvíst væri að til væru ákvæði sem heimila að refsa bareigendum sem hundsa reykingabannið.“ Lögreglan taldi að úrræðin væru í höndum borgarinnar. Næst fengum við að heyra túlkun heilbrigðisráðuneytisins. Lögmaður þar á bæ sagði að heilbrigðisnefnd borgarinnar gæti beitt dagsektum eða svipt veit- ingastaðinn starfsleyfi. Úrræðin væru því fullnægjandi. Nú fór heilbrigðiseftirlitið á stúfana og hótaði að innsigla reykherbergið. Það átti að gerast í lok síðustu viku. Bareigandinn svaraði fyrir sig með bréfi, þar sem hann hótaði borginni skaðabótakröfu og benti aukinheldur á að reyk- ingabannið bryti í bága við jafnræðisreglu stjórnarskrár með því að heimila reykingar í stofnunum og fyrirtækjum í sérstökum afdrepum, en ekki í sam- bærilegum rýmum á veitingahúsum. Bareigandinn hafði áður bent á að á Al- þingi er slíkt reykherbergi. Í 24 stundum í gær kemur svo í ljós að lögmaður hjá borginni og settur sviðsstjóri umhverfissviðs hennar er sammála bareigandanum, bæði um jafn- ræðissjónarmiðin og skort á þvingunarrúræðum! Hann auglýsir eftir „al- mennilegum úrræðum en ekki einhverjum hálfkveðnum vísum.“ Og enn hefur reykherberginu ekki verið lokað. Þetta er því miður ekki eina dæmið um að löggjöf frá Alþingi sé meingölluð. Í þessu tilviki verður því ekki kennt um að þingmenn hafi setið í tímaþröng á nætur- fundum að klára tóbaksvarnalögin; það var nógur tími til að undirbúa löggjöfina áður en reykingabann á veitinga- stöðum tók gildi. Einhver verður að binda enda á þennan skrípaleik. Lík- lega stendur það heilbrigðisráðherranum næst að leggja til við Alþingi breytingar á lögunum, sem gera kleift að framfylgja þeim. Í leiðinni mætti skoða að loka reykinga- herbergi þingmanna, þannig að þeir hætti að vaða reyk og tekinn sé af vafi um jafnræði manna gagnvart lögunum. Þingmenn vaða reyk Mjög skiptar skoðanir hafa verið um fyr- irhugaðar framkvæmdir í miðbæ Hafn- arfjarðar við Strandgötu 26-30. Um er að ræða afar viðkvæmt svæði í hjarta gamla bæjarins. Því er eðli- legt að Hafnfirðingar fái tíma til að lýsa skoðun sinni á því deiliskipulagi sem lagt var fyrir. En það er samt ekki afsökun fyrir því hve gríðarlega langan tíma af- greiðsla málsins tók hjá meirihluta Samfylking- arinnar eða hátt í tvö ár. Enda var ástæðan sú að bæjaryfirvöld áttu erfitt með að taka á því þegar upp reis mikil andstaða meðal Hafnfirðinga gegn hug- myndum þeirra um 12 hæða byggingu á miðri Strandgötunni. Málið þvældist í kerfinu í mörg miss- eri og á meðan stóð lóðin auð. Það er afar mikilvægt að byggja upp og lífga miðbæ Hafnarfjarðar; styðja og styrkja þá verslun og viðskipti sem fyrir er. Því var margan farið að lengja verulega eftir því að ákvarð- anir yrðu teknar svo framkvæmdir gætu hafist og fleiri verslanir og þjónusta hafið starfsemi. Í Hafn- arfirði er starfandi miðbæjarnefnd sem á að vera umsagnaraðili um öll mál sem tengjast miðbænum. Fulltrúar hennar biðu átekta og þess að fá nýju deili- skipulagshugmyndirnar til umfjöllunar og umsagnar. En það leið og beið. Skyndilega föstudaginn 7. des- ember voru nefndarfulltrúar boðaðir á kynningu á fundi skipulags- og byggingarráðs. Þar voru nefnd- armönnum kynntar nýjar tillögur að sjö hæða húsi og þeim sagt að gengið yrði frá málinu eins og það leit þá út, í bæjarstjórn á næsta þriðjudegi. „Þakka ykkur komuna og verið bless.“ Bókaður var inn á vef Hafnarfjarðar fundur í miðbæjarnefnd en hann var aldrei haldinn enda var búið að ákveða hvernig bygg- ingin ætti að líta út og ekki beðið umsagnar nefndarinnar. Yfirklór og yfirlýsingar bæjarstjórans nú um að nefndarmenn hafi bæði haft tíma og tækifæri til að koma með at- hugasemdir sínar á þessum dögum sem um ræðir, dæma sig því sjálfar. Því er mjög eðlilegt að nefndarmenn og ekki síður bæjarbúar sem borga nefndinni laun spyrji sig hvort ein- hver þörf sé fyrir nefnd sem þessa. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði Nefndin ekki virt viðlits ÁLIT Rósa Guð- bjartsdóttir rosagu@althingi.is 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Ólafur Þ. Stephensen Björg Eva Erlendsdóttir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: 24stundir@24stundir.is, frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is Prentun: Landsprent ehf. SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST Svo virðist sem Gísli Marteinn Baldursson sé kominn í blaðafull- trúahlutverk fyrir nýja borg- arstjórann. Alla- vega verður Gísli æði oft til svara fyrir borgarstjór- ann í fréttum, samanber frétt Stöðvar 2 í kvöld [þriðjudag] um fyrirhugaðan fund borgarstjóra Norðurlanda. Ég man ekki til þess að stjórnmálamaður hafi áður eft- irlátið keppinaut í öðrum flokki að sjá um fjölmiðlasamskipti fyrir sig. Til samanburðar; dettur nokkrum í hug að Geir Haarde, svo dæmi sé tekið, myndi láta Öss- ur Skarphéðinsson um að svara fyrir sig í fjölmiðlum? Eiríkur Bergmann Einarsson eirikurbergmann.blog.is BLOGGARINN Almannatengill Sá sem hlustar á Spegilinn þessa dagana fær á tilfinninguna að hann sé allt í einu kominn í spor Bills Murray í kvikmyndinni Groundhog Day – en í stað þess að Sonny og Cher syngi: „I’ve got you babe,“ segir Gunnar Gunn- arsson graf- alvarlega: „Olíu- hreinsunarstöð á Vestfjörðum“. Fyrirhuguð olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum var til umræðu í gærkvöldi, 28. janúar, og einnig 15., 16., 17. og 24. janúar. Skv. þessu hefur Spegillinn fjallað a.m.k. sex sinnum á einum mán- uði um hugmyndir Vestfirðinga um olíuhreinsunarstöð. Guðbjörg Hildur Kolbeins kolbeins.blog.is Spegillinn Verkalýðsfélögin settu fram í byrjun desember um hvað þau vildu semja, en SA hafa ekki feng- ist til þess að ræða það. Ef verkalýðfélögin samþykktu það sem til boða hef- ur verið þá fengju mjög stórir hópar engar launa- hækkanir. Það er helst að skilja á frjálshyggjumönnum að fyr- irtækin bíði í ofvæni eftir því að fá heimild verkalýðsfélaganna til þess að hækka launin. Sú töf sé að þeirra mati ástæðulaus, starfs- menn eigi að taka á móti þessum launahækkunum án afskipta og tilgangslausra tafa verkalýðs- félaganna. Guðmundur Gunnarsson gudmundur.eyjan.is Engin hækkun Ólafur Þ. Stephensen olafur@24stundir.is upplysingar Kolbrun S.510 3722 Kolla@24stundir.is Kata@24stundir.is Katrin s.510 3727 Bilablad Serblad 24 stunda 5.FEB.2008

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.