24 stundir - 31.01.2008, Síða 15

24 stundir - 31.01.2008, Síða 15
24stundir FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2008 15 Enn fá áhugamenn umskondið sögulegt sam-hengi sitt- hvað fyrir sinn snúð. Guðmundur Magnússon sagn- fræðingur rifjar upp á bloggi sínu þegar ungt fólk fjölmennti á áheyrendapalla borgarstjórnar til að láta skoð- anir sínar í ljós. „Talsmenn meirihlutans segja að minni- hlutinn hafi safnað ungmenn- unum saman. Þetta sé pólitík og segi ekkert um skoðanir ungs fólks. Kunnuglegt? Jamm, en þetta er árið 1969 en ekki 2008,“ skrifar Guðmundur. Til umræðu voru atvinnumál ungs fólks og alþýðubandalagsmenn smöluðu á áheyrendapallana. Varaborgarfulltrúi Alþýðu-bandalagsins, SvavarGestsson, flutti ræðu á fundinum og hvatti til að borg- in yki framboð á vinnu fyrir ungt fólk. Unga fólkið var með mótmæla- borða á pöllunum og klappaði mikið fyrir Svavari, en var annars kurteist. Í Morg- unblaðinu daginn eftir birtist frétt af fundinum, þar sem sagt er frá því að eftir að fólkið yf- irgaf salinn hafi fundizt minn- isblað á áhorfendabekknum: „Klappa þegar Svavar er bú- inn.“ Blaðið birti mynd af mið- anum og glósur um gesti á borgarstjórnarfundinum og for- sprakka mótmælanna, segir Guðmundur. Í Þjóðviljanum daginn eftirvar tekið til varna og bent áað vondi blaðamaðurinn á Morgunblaðinu, sem skrifað hafði fréttina, væri Styrmir Gunn- arsson. Voru hon- um sízt vandaðar kveðjurnar. „Ein- hverjir í Alþýðu- bandalaginu hafa kannski sagt upp Mogganum af þessu tilefni,“ skrifar Guð- mundur Magnússon. „Sagan lætur ekki að sér hæða. End- urtekur sig í margvíslegum myndum eftir hentugleikum. En merkilegt hvað hún getur verið íhaldssöm þegar hún velur í hlutverkin!“ Styrmir enn á sínum stað á Morgunblaðinu – en Svandís tekin við af Svavari yzt á vinstri vængnum. olafur@24stundir.is KLIPPT OG SKORIÐ Sviptingar í stjórnmálaheimin- um að undanförnu, ekki síst í borgarstjórn Reykjavíkur, gefa fullt tilefni til vangaveltna um grunngildi í stjórnmálabaráttu og hvert stjórnmál á Íslandi eru að þróast. Á ég þar ekki aðeins við ákvarðanir stjórnmálamannanna sjálfra, vinnubrögð og aðferðir, heldur líka umræðuna sem af þeim atburðum sprettur og jafn- vel umfjöllun fjölmiðla um málin. Undirritaður hefur áður sagt að hann sé hugsi – og er þá vægt til orða tekið – yfir því hvert stefnir með viðhorf og gildismat í stjórnmálabaráttu þegar hafðir eru í huga atburðirnir í borg- arstjórn Reykjavíkur. Það sem ég á einkum við er að mér sýnist komið að ákveðnum tímamótum, jafnvel að stigið hafi verið yfir til- tekna línu í stjórnmálabaráttunni, sem ekki hefur verið venjan að gera á Íslandi. Það viðhorf virðist allsráðandi að öllu sé til kostandi og allt sé leyfilegt til þess að ná völdum eða haldast við völd. Málefni eru sáralítið ef nokkurn tímann nefnd og kaupskapur um valdastöður er afgreiddur eins og sjálfsagður hlutur. Sú þróun náði að mínu mati hámarki þegar einn maður, eitt atkvæði, var keyptur til stuðnings sjö manna minnihluta sjálfstæðismanna í borgarstjórn með æðstu virðingarstöðu, borg- arstjóraembættinu. Þessu má líkja við að verið væri að koma saman ríkisstjórn og vantaði einn mann upp á að meirihluti væri á hendi. Þá gripu menn til þess ráðs að sækja sér eitt atkvæði inn í raðir einhverra annarra stjórnmála- samtaka og bjóða viðkomandi forsætisráðherraembættið. Fyrir slíku eru engin fordæmi í lands- málunum og fá, ef nokkur, á sveitarstjórnarstiginu, sem hægt er að segja að séu sambærileg við það sem gerðist í borgarstjórn Reykjavíkur nú á dögunum. Og þá kemur spurningin: Eru það svona stjórnmál, er það svona þróun sem við viljum eða teljum heppilega? Ótrúlega fáir hafa í umræðum um þessi mál sett spurningarmerki við gjörninginn sjálfan. Því miður hafa aðrir þætt- ir og óskemmtilegri yfirskyggt umræðuna, svosem heilsa ein- stakra stjórnmálamanna eða hvort mótmæli á áhorfendapöll- um hafi verið skipuleg aðför að lýðræðinu, eins og sumir hafa gengið svo langt að kalla það. Í mínum huga eru þetta ekki aðal- atriði málsins, heldur það for- dæmi sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú sett. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á, að ekki sé ýmsum lýðræðislega þenkjandi sjálfstæðismönnum eða stuðningsmönnum þess flokks, sem verið hafa fram að þessu, nokkuð brugðið. Eru völd- in virkilega þess virði að ganga jafn nærri sjálfsvirðingu sinni og Sjálfstæðisflokkurinn gerir í nefndu tilviki? Einstakir skríbentar á blöðum, sem maður hefur fram að þessu talið að vildu vera teknir alvar- lega, hafa lagt út af því að aðrir hljóti að naga sig í handarbökin fyrir að hafa ekki náð að skjóta Ólafi F. Magnússyni ref fyrir rass og verða á undan að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Í slíkum skrifum er tekinn sá út- gangspunktur, að því er virðist, að völdin ein skipti máli, að Sjálf- stæðisflokkurinn sé fýsilegur sam- starfsaðili óháð þeim vinnu- brögðum sem hann hefur gert sig beran að, valdanna vegna. Spyrja má um hvatirnar að baki slíkum skrifum: hvað ræður för? Vissulega má lýsa stjórnmálum sem list hins mögulega og mæra í hita leiksins pólitíska refi sem kunni bellibrögðin betur en aðrir og skáki andstæðingum sínum eða keppinautum með slíkum að- ferðum. En virðing við grunngildi stjórnmálanna er þetta þó alla- vega ekki og þeir sem lofa nú um stundir klækjastjórnmálin ættu að hugsa sinn gang. Er það virkilega bara gamal- dags og úrelt að reyna að halda því til streitu og minna á að stjórnmál eigi að snúast um mál- efni, að heiðarleiki, orðheldni og traust séu verðmætustu innistæð- ur jafnt einstakra stjórnmála- manna sem stjórnmálahreyfinga, að tímabundin valdaaðstaða og einstaklingsbundin metorð, til skamms tíma litið, megi aldrei kaupa á kostnað langtímahags- muna í stjórnmálum og að sjálfs- virðing sé verðmætari en völd? Höfundur er formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs Sjálfsvirðing eða völd? VIÐHORF aSteingrímur J. Sigfússon Er það virki- lega bara gamaldags og úrelt að reyna að halda því til streitu og minna á að stjórnmál eigi að snúast um málefni. Merkilegt með þessa karla hvað þeir verða handóðir þegar þeim finnst þeir hafa öðlast rétt til að vera sálusorgarar og geta jafnvel ráð- ið ögn yfir fólki. Þrymur Sveinsson á blog.is Þetta er lýsandi dæmi um að fólk er ekki allt þar sem það er séð. Emma Vilhjálmsdóttir á blog.is Það er alltaf gaman að sjá að fólk getur bætt sig. Ef hann hefði verið full- kominn alla sína ævi hefði hann ekkert að gera með að ráðleggja öðrum. Nanna Katrín Kristjánsdóttir á blog.is Það hlaut að vera að eitthvað slæmt væri að segja um Dr. Phil, manninn sem hefur ráð undir rifi hverju fyrir fólk í erfiðleikum. Sverrir Þorleifsson á blog.is BLOGGAÐ UM FRÉTTIR Hlaut að vera 24stundir 30. jan MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 2008 Í nýjasta tölublaði Star Magazine er að finna stóra grein um sjónvarpssálfræðinginn Phil McGraw, sem er betur þekktur und-ir nafninu Dr. Phil, og meintavafasama fortíð hans. Í greininnier rætt við konu sem starfaði áskrifstofu Dr. Phils árið 1984, þegarhún var 19 ára, og kærði hannfyrir kynferðislega áreitni.„Hann fór inn undirblússuna mína og snertibrjóstin á mér. Hann varstöðugt að snerta á mérfótleggina og elskaði aðnudda á mér mjaðmirn-r,“ er haft eftir konunniviðtalinu. Dr. Phil var sýknaður af ákærunni, en var þó ávíttur af sam- tökum sem veita sálfræðileyfi í Texasríki. Af þeim sökum var honum óheimilt að starfa sjálf- stætt sem sálfræðingur.Í greininni er einnig sagt frá því að Dr. Phil hafi rekið líkamsræktarsvikamyllu á áttunda áratugnum. Á hann að hafa selt fjölda fólks að-gang að heilsuræktarstöð, sem hann síðanlokaði og stakk af með peninginn. Í kjölfar-ið var lögreglurannsókn sett af stað.Dr. Phil er sagður hafaskuldað fjölda fólks ogbönkum tugþúsundirdollara, sem hann hef-ur enn ekki greitt. bjornbragi@24stundir.is Sjónvarpssálfræðingur kærður fyrir kynferðislega áreitni og líkDr. Phil sagður eiga sér vafa Ph við Skúrkur? Star segir Dr. Philhafa óhreint mjöl í pokahorninu. Fyrsta flokks sumarhús og einbýlishús frá virtri finnskri verksmiðju. Margar þykktir af límtré og bjálkum, sem henta íslenskum aðstæðum. Mikil gæði- gott verð. G. Pálsson ehf. Símar 462 – 2272 og 896 - 0423 upplysingar Kolbrun S.510 3722 Kolla@24stundir.is Kata@24stundir.is Katrin s.510 3727 Serblad 24 stunda heimili og honnun 6.februar 2008

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.