24 stundir


24 stundir - 31.01.2008, Qupperneq 19

24 stundir - 31.01.2008, Qupperneq 19
24stundir FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2008 19 Hagvöxtur í Bandaríkjunum féll niður í 0,6 prósent á fjórða fjórð- ungi seinasta árs. Mánuðinn áður óx hagkerfið um 4,9%. Hagvöxtur- inn var 2,2% yfir árið í fyrra og hef- ur ekki verið minni síðan árið 2002. Margir þættir eru taldir skýra minnkandi hagvöxt, t.d. minnk- andi vöxtur einkaneyslu og lækk- andi húsnæðisverð, en verð á fast- eignum hefur ekki lækkað jafn hratt í Bandaríkjnum síðan á fjórða áratugnum. Verra en búist var við Greinendur höfðu spáð 1,2% hagvexti á þessu tímabili og því er þetta helmingi verra en menn héldu. Ennfremur þykir þetta styrkja það viðhorf að dýfan í bandaríska hagkerfinnu verði dýpri en haldið var og hafi þar með meiri áhrif á önnur hagkerfi. Sumir óttast að þetta sé byrjunin á kreppu þar vestra. M.a. sagði Al- an Greenspan, fyrrum seðlabanka- stjóri Bandaríkjanna, að líkurnar á kreppu væru meiri en 50 á móti 50, að sögn Guardian í gær. Spá stýrivaxtalækkun Því er spáð að bandaríski seðla- bankinn, sem hefur nú þegar lækk- að stýrivexti úr 4,25% í 3,5%, lækki stýrivexti enn frekar í dag, jafnvel niður í 3%, til þess að auka hag- vöxt. thorakristin@24stundir.is Óttast kreppu Í dag birtist í blöðum auglýsing sem jafnframt hefur verið send stjórnendum margra stærstu fyrir- tækja landsins. Á henni eru nöfn yfir 100 kvenna sem lýsa sig reiðu- búnar að setjast í stjórnir fyrir- tækja. „Með bréfi þessu viljum við hvetja fyrirtæki til að setja konur á dagskrá við tilnefningu í stjórnir því við teljum að hvorki fyrirtækin né samfélagið hafi efni á því að konur skipi áfram innan við 10% stjórnarsæta í íslenskum fyrirtæk- um – en sú hefur verið raunin ár- um saman,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá Félagi kvenna í atvinnurekstri og Leiðtogaauði sem standa að auglýsingunni. Miklu fleiri eru til Allar konurnar hundrað eru sagðar hafa víðtæka reynslu og þekkingu. „Það skal jafnframt tekið fram að þessi listi er langt frá því að vera tæmandi. Þær eru miklu, miklu fleiri.“ Í hádeginu í dag efna félögin til fundar á Hótel Nordica með Björg- vini G. Sigurðssyni viðskiptaráð- herra. Umræðuefni fundarins er: „Hvernig fjölgum við konum í stjórnum og öðrum áhrifastöð- um?“ Fundað með viðskiptaráðherra í dag Hundrað konur vilja í stjórn fyrirtækja Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins hefur úrskurðað að- þýski orkurisinn E.ON skuli greiða sekt sem nemur um 3,6 milljörð- um króna. Er E.ON sakað um að hafa rofið innsigli sem sett var á skjala- geymslu þess í tengslum við rann- sókn á samkeppnishamlandi starf- semi þess á þýskum orkumarkaði. Talsmenn fyrirtækisins neita því að innsiglið hafi verið rofið vilj- andi. Hafa þeir meðal annars sagt að ræstitæknir hafi verið þar að verki óviljandi. „Framkvæmdastjórnin mun ekki og getur ekki liðið að fyrirtæki reyni að grafa undan baráttu fram- kvæmdastjórnarinnar gegn auð- hringjum og annarri samkeppnis- hamlandi iðju,“ segir í tilkynningu Neelie Kroes, framkvæmdastjóra samkeppnismála hjá ESB. „Fyrirtæki vita vel að háar fjár- hæðir eru í húfi í samkeppnismál- um og fyrir sum kemur til greina að brjóta lög til að hamla rannsókn og forðast með því sekt,“ segir enn- fremur í tilkynningunni. Talsmenn E.ON hyggjast áfrýja málinu. Segja þeir engin skjöl hafa horfið úr geymslunni og því ljóst að ekki hafi verið unnið gegn rann- sókninni. andresingi@24stundir.is Evrópusambandið sektar orkufyrirtæki Rofið innsigli kostar 3,6 milljarða Vallý s.510 3728 Böddi s.510 3726 ATVINNUBLAÐIÐ atvinna@24stundir.is alltaf á laugardö gum Pantið gott pláss t ímanlega Minnkandi hagvöxtur í Bandaríkjunum

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.