24 stundir - 31.01.2008, Page 24

24 stundir - 31.01.2008, Page 24
24 FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2008 24stundir LÍFSSTÍLLHEILSA heilsa@24stundir.is a Hvatinn kemur innan frá. Ef manni finnst hreyfingin skemmtileg eru meiri líkur á því að manni gangi betur að viðhalda henni. Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Þegar fólk er komið yfir miðjan aldur reynist því oft erfitt að byrja að stunda reglulega hreyfingu á ný eftir langt tímabil hreyfingarleysis og kyrrsetu. Gígja Gunnarsdóttir, verkefnastjóri hreyfingar hjá Lýð- heilsustöð, mælir með því að fólk fari rólega af stað og setji sér ekki of háleit markmið í upphafi. „Það er alltaf gott fyrir fólk sem ætlar að byrja að hreyfa sig að staldra við og meta eigin hreyfi- venjur til að sjá hvar tækifæri fyrir aukna hreyfingu liggja,“ segir Gígja og bendir á að hugsanlega sé hægt að ganga eða hjóla til vinnu, nýta hádegishlé til gönguferða og svo framvegis. Álagið aukið smám saman Fyrir þá sem hafa ekki hreyft sig lengi og eru orðnir stirðir er ganga frábær leið til að koma sér af stað að mati Gígju. „Fólk ætti að byrja rólega þannig að það finni aðeins fyrir andardrættinum og mæðist kannski svolítið. Síðan er hægt að bæta við tímann sem gengið er eða auka álagið með því að ganga til dæmis meira í brekkum,“ segir Gígja sem hvetur fólk jafnframt til að ganga í umhverfi sem því þykir fallegt. „Síðan getur fólk leitað eftir auk- inni þjónustu hjá íþróttafélögum og heilsuræktarstöðvum ef það hefur áhuga á því. Úrvalið er orðið það fjölbreytt að flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi og inn- an skynsamlegra marka í verðlagi,“ segir hún. Skemmtileg hreyfing Fyrir þá sem ætla að byrja að stunda reglulega hreyfingu á ný eft- ir langt hlé er ekki vitlaust að gera það í góðum félagsskap svo sem vina, vinnufélaga eða fjölskyldu. Síðast en ekki síst ætti fólk að velja hreyfingu sem því finnst skemmtileg. Oft hefur fólk til dæmis stundað íþrótt á yngri árum sem það gæti hugsað sér að taka upp á nýjan leik. „Hvatinn kemur innan frá. Ef manni finnst hreyf- ingin skemmtileg eru meiri líkur á því að manni gangi betur að við- halda henni,“ segir Gígja Gunnars- dóttir að lokum. Mörgum reynist erfitt að byrja að stunda hreyfingu á ný Farið rólega af stað Fólk sem komið er yfir miðjan aldur og vill stunda reglulega hreyf- ingu ætti ekki að fara of geyst af stað heldur setja sér raunhæf markmið og taka eitt skref í einu. Góð hreyfing Ganga er frábær hreyfing fyrir þá sem hafa ekki stundað reglulega hreyfingu lengi. ➤ Miðað er við að lágmarks-hreyfiþörf fullorðins fólks sé um hálftími á dag. ➤ Hreyfiþörfina má uppfyllameð 10-15 mínútna lotum í senn. ➤ Hreyfiþörf barna er meiri enhinna fullorðnu en miðað er við að þau hreyfi sig í a.m.k. klukkutíma daglega. HREYFING FULLORÐINNA Fólk er hamingjusamara snemma á lífsleiðinni og undir lok hennar en um miðja ævi ef marka má niðurstöður tveggja rannsókna breskra og bandarískra vísinda- manna sem nýlega voru birtar. Þættir á borð við hjúskaparstöðu, barneignir, atvinnu eða tekjur hafa ekki áhrif á líkurnar á því að fólk finni fyrir depurð eða þung- lyndi um miðjan aldur. Góðu fréttirnar eru að með hækkandi aldri batnar yfirleitt andleg líðan fólks á ný. Lægð um miðjan aldur Breski þingmaðurinn Greg Mul- holland vill að vínveitingastöðum verði gert að selja léttvín í hefð- bundnum litlum glösum. Hefð- bundið vínglas tekur 125 ml en víða er vín selt í 175 ml og 250 ml glösum. Mulholland heldur því fram að 125 ml glösin séu á und- anhaldi á breskum börum og krám á kostnað stærri glasanna og sums staðar sé jafnvel ekki hægt að fá vín í minni glösum en 175 ml. Mulholland telur að afleiðingar séu þær að fólk geri sér ekki grein fyrir því hve mikið áfengi það innbyrðir í raun og veru þegar það fær sér fáein vínglös. Hann telur jafnframt að fullt tilefni sé til að hafa áhyggjur af þróuninni í ljósi þess að heilbrigðisvanda- mál sem tengjast áfengisneyslu færist í vöxt í landinu, meðal annars hjá konum sem fá sér frekar léttvín á barnum en karlar. Vill minni vínglös Fullbúin máltíð á innan við 5 mínútum Má bjóð a þér upp á ljú ffengan grænme tisrétt í kvöld? Matvælastofnun varar við fæðu- bótarefninu Therma Power sem inniheldur efedrín og er selt á net- inu. Danska matvælastofnunin til- kynnti um 36 ára gamlan mann sem dó af hjartaslagi eftir að hafa tekið inn efnið og tilkynnt hefur verið um þrjú önnur tilvik þar sem alvarlegar aukaverkanir komu fram. Auk efedríns inniheldur efn- ið koffín og synefrín. Herdís Guð- jónsdóttir hjá Matvælastofnun seg- ir að þegar um sé að ræða blöndu efedríns, koffíns og fleiri sterkra efna geti það kallað fram sterk við- brögð sem líkaminn þoli ekki. Fæðubótarefnið var pantað á netinu og hvetur Matvælastofnun fólk til að vera á varðbergi gagnvart vörum sem seldar eru á netinu eða í póstverslun. Skaðleg fæðubótarefni á netinu Hættuleg blanda

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.