24 stundir - 31.01.2008, Page 32

24 stundir - 31.01.2008, Page 32
32 FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 2008 24stundir HEILL HEIMUR AF SKEMMTUN Opið sunnudaga til fimmtudaga 11.00 -24.00 Opið föstudagaoglaugardaga 11.00 - 02.00 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Ég held að þetta skapi skemmti- lega umræðu um hvenær hlutirnir eru stolnir og hvenær ekki. Laugardagskvöldið 2. febrúar mun ítalski plötusnúðurinn Benny Benassi koma fram á vetr- arhátíð Techno.is á Broadway ásamt Exos, Sindra Bm og Plugg’d. Benny Benassi er einn af frumkvöðlum „Electrohouse“- stefnunnar eða „New Rave“ eins og hún er kölluð í Bretlandi. Margir vilja meina að Benny Be- nassi hafi gert fyrsta Electro- house lagið og það vinsælasta en það er lagið „Satisfaction“ sem kom út árið 2002. Árið 2005 stofnaði Benny útgáfu- fyrirtækið Pump-Kin Music sem hefur það hlutverk að færa upp á yfirborðið unga og efnilega tón- listarmenn framtíðar. Í ágúst í fyrra kom Benny Benassi sterkur inn í danssenuna aftur eftir smálægð, en þá gaf hann út endurhljóðblöndun sína af Pu- blic Enemy-laginu Bring the Noise, og náði það efsta sæti á sölulista Beatport.com. Allar nánari upplýsingar má finna á síðunum www.bennybe- nassi.com og myspace.com/ benassi. Einnig er hægt að kaupa tónlist eftir kappann á www.beat- port.com. Miðaverð á laugardag- inn er 2.500 krónur. re Benassi á Broadway Leikstjórinn Mark Romanek, sem leikstýra átti endurgerð á The Wolfman, hefur sagt upp störf- um, aðeins nokkrum vikum áður en tökur áttu að hefjast. Upp- sögnin á rætur sínar að rekja til rifrildis um kostnað mynd- arinnar en Romanek taldi sig þurfa meira ráðstöfunarfé til að ljúka við myndina sem skartar Benicio del Toro, Anthony Hopk- ins og Emily Blunt í aðal- hlutverkum. Handritið skrifaði Andrew Kevin Walker, er gerði meðal annars handritið að Seven. Romanek hættir við Úlfmanninn Sean Young, ein aðalstjarnan úr meistarastykkinu Blade Runner og Ace Ventura: Pet Detective, er farin í meðferð. Young, sem er 48 ára, þótti heldur ódæl á verð- launahátíð leikstjóra, þar sem hún greip ítrekað fram í fyrir Julian Schnabel, sem reyndi að flytja þakkarræðu sína. Young, sem hafði fengið sér aðeins of mikið neðan í því, sagði Schnabel að flýta sér með ræðuna, en Schnabel sagði henni að fá sér bara annan kokteil. Young var loks leidd í burtu. Sean Young fer í áfengismeðferð Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@24stundir.is Þrívíddarkvikmyndir eru nú að ryðja sér til rúms, enn á ný, en fyr- irbærið er ekki alveg nýtt af nál- inni. Þegar árið 1890 voru menn farnir að taka upp í þrívídd, en tækjabúnaðurinn til áhorfs þótti ekki praktískur fyrir hinn almenna bíógest. Gullaldarár þrívídd- arkvikmynda voru frá 1952-1955 og síðan aftur á fyrri hluta níunda áratugarins. Og nú virðist önnur gullöld í uppsiglingu, ef marka má sérfræðingana. Ný og fullkomnari tækni Tæknin hefur tekið stakkaskipt- um síðan fólk sat með blá og rauð filters-gleraugu og horfði á Jaws-3D og A Nightmare on Elm Street í þrívídd. Nýja tæknin heitir Stereoscopic 3D þar sem kraftar stafrænnar tækni gera kvikmynda- gerðarmönnum kleift að sjá af- rakstur hvers tökudags áður en haldið er í eftirvinnsluna, en efnið er þá tekið upp með tveimur myndavélum sem eru cirka 6,3 cm hvor frá annarri, sem er um það bil breiddin á milli augna fólks. Með notkun póleraðra gleraugna jafnar heilinn síðan út hina skekktu mynd á skjánum, svo útkoman verður afar raunveruleg, líkt og áhorfandinn sé persóna í atburða- rás myndarinnar sjálfrar. Það sem einnig er heillandi fyrir framleiðendur er að ferlið allt er litlu dýrara en að taka upp í 2D, aðeins um 20-30% aukalega, auk þess sem efnið er auðveldara í dreifingu með tilkomu DVD í stað VHS. Og ef marka má aðsókn á Beowulf, sem einmitt var sýnd með slíkri tækni, virðist almenn- ingur sáttur við nýju tæknina. Í kjölfar vinsælda Beowulf tilkynnti Dreamworks að allar þeirra mynd- ir yrðu framleiddar með nýju tækninni og er Disney sagt ætla að feta í sömu spor. Þá fjölgar stöðugt þeim kvikmyndahúsum sem styðja slíka tækni. Árið 2005 voru þau aðeins 98 talsins, en verða yfir 3000 fyrir árslok 2008. Nú er bara að bíða og sjá. Frumkvöðull Kvikmynd- in Beowulf markar tíma- mót þegar kemur að þrí- víddarkvikmyndum. Ný þrívíddartækni loksins boðleg bíógestum Upplifun áhorf- enda hámörkuð Hollywood hefur oft reynt að hámarka upp- lifun áhorfenda með þrí- víddartækni, en með mis- jöfnum árangri. Nýja stereoscopic-tæknin gæti þó verið varanleg lausn. ➤ Fyrsta þrívíddarmyndin hétThe Power of Love, frá 1922. ➤ Steven Spielberg vinnur aðþróun tækni sem ekki krefst gleraugna. ➤ George Lucas hefur sagstætla að gefa út Star Wars- myndirnar allar í 3-D. ÞRÍVÍDD Í BÍÓ „Þetta er ótrúlegt. Umslögin eru rosalega lík,“ segir Högni Egilsson, söngvari og gítarleikari hljómsveit- arinnar Hjaltalín. Umslag væntanlegrar breið- skífu Íslandsvinanna í Hot Chip þykir líkjast umslagi fyrstu breiðskífu Hjaltalíns sem kom út fyrir jól. Málverk eftir Eggert Pétursson prýðir umslag Hjaltalíns, en Sigurður Egg- ertsson sá um hönnun og uppsetningu. Högni býst við að um tilviljun sé að ræða. „Þeir hafa náttúrlega komið nokkrum sinn- um til landsins, en ég veit ekki hvort þeir hafa séð plötuna okk- hvenær hlutirnir eru stolnir og hvenær ekki,“ segir hann. „Flest sem skapar umræðu er fínt.“ atli@24stundir.is að hringja í lögfræðingana, en leggur áherslu á að málið geti skapað umræðu. „Ég held að þetta skapi skemmtilega umræðu um ar,“ segir hann. „Mér finnst það frekar ólíklegt þó að það geti verið að þeir hafi séð umslagið okk- ar á netinu.“ Umslag óútkominnar breiðskífu Hot Chip þykir einnig svipa til smáskífu sem Hjaltalín gaf út á síðasta ári. Þar er not- ast við svipaðan bláan lit þó að hringurinn hafi verið skorinn í tvennt. Högni segir í léttum dúr að hann ætli að hinkra með Umslag óútkominnar breiðskífu Hot Chip svipar til umslags fyrstu breiðskífu Hjaltalíns Ótrúlega líkt Umslögin tvö nota sama einfalda hringformið þó málverkið eftir Eggert Pétursson á umslagi Hjaltalíns (t.v) sé töluvert mikilfenglegra. Ólíklegt að um þjófnað sé að ræða Tilviljun Högni er ekki búinn að hringja í lögfræðing. Róbert Örn Hjálmtýsson og fé- lagar hans í hljómsveitinni Ég halda tónleika á Organ á morgun, fimmtudag, klukkan níu. Síðasta plata sveitarinnar var hin stór- skemmtilega Plata ársins, en lítið hefur heyrst frá sveitinni síðan. „Þetta er svona kickstartið hjá okk- ur. Við erum búnir að vera mjög rólegir undanfarið hvað tónleika- hald varðar, en núna ætlum við að gera þetta í alvöru. Við verðum með gömlu góðu lummurnar og svo ný lög í bland af nýju plöt- unni,“ segir Róbert, en breiðskífan Lúxusupplifun er væntanleg frá sveitinni innan tíðar. Og líkt og á öllum alvöru tónleikum verður boðið upp á upphitunaratriði. „Já, heldur betur. Það er hann Steindór Ingi Snorrason, úr hljómsveitinni Apríl. Hann er svona „altmulig- mand“ þegar kemur að hljóðfæra- leik og tónlist, en hann lætur sér nægja að munda kassagítarinn í kvöld. Tónleikarnir hefjast stund- víslega klukkan níu og aðeins kost- ar 500 krónur inn. Fólk þarf að mæta tímanlega, því það komast ekki alveg allir fyrir sem keyptu síðustu plötu okkar,“ sagði Róbert hlæjandi í lokin. Ég með tónleika á Organ Britney-vísitalan hækkaði lít- illega í gær eftir að foreldrar Britneyjar Spears heimsóttu dótt- ur sína. Það gaf markaðnum von um að stúlkan fengi brátt hjálp. Sú von er reyndar veik þar sem Britney lét senda heim til sín nýj- an Benz í gær og byrjaði á að týn- ast á honum eftir að hún ætlaði að stytta sér leið heim. BRITNEY-VÍSITALAN 2006 2007 2008 30. 01. 2008 3.2680,86% Lítil hækkum vegna batavona

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.