24 stundir - 01.02.2008, Síða 1

24 stundir - 01.02.2008, Síða 1
24stundirföstudagur1. febrúar 200822. tölublað 4. árgangur ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA10- 70% F SLÁTT UR Fataefni Gardínuefni Bútasaumsefni Gjafavara Reykjavík: Mörkin 4, sími: 533 3500 I Akureyri: Hofsbót 4, sími: 462 3504 I Afgreiðslutími virka daga: 10-18 og laugard. 11-15                                 Lára Magnea Jónsdóttir ætlar að kenna krökkum á öllum aldri öskupokagerð um næstu helgi en þessi skemmtilegi og sér- íslenski siður hefur því miður nánast lagst af. Öskupokagerð HELGIN»25 Í kvöld verður leikritið Hetjur frumsýnt í Borgarleikhúsinu en það er í leikstjórn Hafliða Arn- grímssonar sem segir leikritið vera grátbroslegt verk um menn sem hafa misst af lífinu. Grátbroslegt verk MENNING»16 Páll Egill Winkel fangelsismála- stjóri telur fráleitt að fangar sinni símsvörun í fyrirtæki Jónasar Inga Ragnarssonar. Engir samningar hafi verið gerðir og vinnu fanga verði aðeins breytt á forsendum Fangelsismálastofnunar. Fyr- irtækið Hjúpur á að bæta atvinnu- tækifæri fanga og dæmdra manna. Engin símsvörun í fangelsinu »2 „Ég valdi að vera með sérstaka skýrslu um Evrópumál í þinginu til að skapa umræður um þau. Al- þingi hefur látið sig þessi mál litlu varða,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sem kynnti í gær nýja Evrópuskýrslu sína fyrir Alþingi. Hún ræðir Evrópumál í 24 stundum í dag. Vill virkari þátt- töku Alþingis »8 Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í gær karlmann af því að hafa brot- ið lög með því að sýna kvikmyndir um eldgosið í Heimaey í leyfisleyfi á veitingastaðnum Kaffi Kró. Mað- urinn sem var sýknaður furðar sig á því að dómstólar skuli eyða tíma í svona mál, þegar önn- ur mikilvægari bíða. Tóm steypa fyrir dómstólum »9 Eftir Ægi Þór Eysteinsson aegir@24stundir.is Samkvæmt upplýsingum frá rík- islögreglustjóra eru tuttugu og níu ökutæki, þar með taldir tjaldvagn- ar og felli- og hjólhýsi, enn eftirlýst eftir að hafa verið tilkynnt stolin eða horfin til lögreglu árið 2007. Þeirra á meðal eru fimmtán bif- reiðar, allt frá Toyota-smábílum upp í dýra jeppa á borð við Cadil- lac Escalade. Sjö ökutækja saknað frá 2005 Á heimasíðu lögreglunnar, sem er uppfærð daglega, er að finna lista yfir eftirlýst ökutæki. Sam- kvæmt honum hafa sex bifreiðar horfið sporlaust á höfuðborgar- svæðinu frá áramótum, sú fyrsta var grá Toyota Corolla sem var til- kynnt horfin til lögreglu 10. jan- úar. Sjö ökutækja er enn saknað frá því árið 2005 samkvæmt heima- síðunni og tólf ökutæki sem til- kynnt voru til lögreglunnar sem stolin eða horfin árið 2006 hafa enn ekki komið í leitirnar. Mörg dæmi eru um að ökutæki sem hverfa hér á landi finnist aldr- ei. „Það er alltaf einhver hluti öku- tækjanna sem aldrei finnst, en sú tala hefur ekki verið tekin saman,“ segir Þorvaldur Sigmarsson, varð- stjóri á almennri deild lögreglunn- ar á höfuðborgarsvæðinu. „Það virðist þó vera stígandi í þessu ár frá ári, enda fjölgar fólki hér ört og ökutækjunum sömu- leiðis.“ Mest stolið af Nissan-bílum Athygli vekur að þriðjungur þeirra bíla sem horfið hafa á ár- unum 2005 til 2007 er af gerðinni Nissan. „Nissan-bílar eru búnir að vera ansi áberandi. Þetta virðist fara eftir gæðum á kveikjulásunum í bílunum hverju sinni, það virðist vera auðveldara að stela Nissan- bílum en öðrum og við höfum tekið eftir því,“ segir Þorvaldur. Bílar gufa upp  Um þrjátíu ökutæki enn eftirlýst, sem tilkynnt voru stolin eða horfin í fyrra  Sex bifreiðar hafa horfið í borginni frá áramótum ➤ 15 bifreiðar hurfu sporlaust ásíðasta ári. ➤ Sömu sögu er að segja af 6bifhjólum og 4 fjórhjólum. ➤ 2 tjaldvagnar og 1 fellihýsihafa ekki komið í leitirnar, ekki heldur einn vélsleði. HORFIN ÖKUTÆKI 2007 „Kuldinn nú í vikunni er aðeins sýnishorn af því sem koma skal, það verður kalt þegar kuldinn fer yfir 20 stig, fyrst kuldinn bítur núna, “ segir Ásgeir Einarsson sem fann til kuldans í gær og rætt er við inni í blaðinu. Grunnskólabörnum úr Norðlingaskóla sem sóttu útikennslu í Björnslundi veitti ekki af varðeldi til að orna sér við. Kalt og verður enn kaldara Árvakur/Árni SæbergKrakkarnir vilja vera úti nema kuldaskórnir gleymist Kommakerra á uppboði -6 -4 -3 -6 -4 GENGI GJALDMIÐLA GENGISVÍSITALA 127,22 ÚRVALSVÍSITALA 5.364,5 SALA % USD 65,23 0,05 GBP 129,78 0,14 DKK 13,03 0,73 JPY 0,61 1,06 EUR 97,10 0,72 -0,48 3,19 NÁNAR 4 VEÐRIÐ Í DAG 45%verðmunur ákaffi NEYTENDAVAKTIN 14 Glæsibifreið sem sagt er að til- heyrt hafi Sovétleiðtoganum Leoníd Brezhnev verður seld á internetuppboði í Þýskalandi í dag. Bíllinn, sem er Mercedes Benz 600, er einn af aðeins 2.190 sem framleiddir voru. Bíllinn er í prýðisgóðu ástandi. Þykir það benda til þess að Brez- hnev sjálfur, annálaður öku- níðingur, hafi sjaldan setið við stýrið. aij

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.