24 stundir - 01.02.2008, Síða 9

24 stundir - 01.02.2008, Síða 9
henni munu sitja fulltrúar alla stjórnmálaflokka auk hagsmuna- aðila. Ingibjörg segir hlutverk nefndarinnar verða að fylgjast með þróun mála í Evrópu og leggja mat á breytingar út frá hagsmunum Ís- lendinga. „Við viljum fylgjast með þróuninni í Evrópu þannig að við séum alltaf á vaktinni og tilbúin ef hlutirnir breytast þannig að við þyrftum mögulega að breyta okkar stöðu gagnvart ESB.“ Hagsmunaaðilar á vaktinni Íslendingum býðst, á grundvelli EES-samningsins, að hafa áhrif á þróun mála innan ESB á fyrsta stigi tillagna. Ingibjörg segir það tæki- færi ekki hafa verið nýtt sem skyldi. „Við erum ekki að nýta okkar tæki- færi nógu vel, en það er þó að aukast. Við höfum verið að læra hvernig við getum sinnt þessari hagsmunagæslu og við sýndum það mjög vel varðandi málefni hafsins að við getum náð árangri. Þar vann utanríkisráðuneytið sínar athugasemdir með öðrum ráðu- neytum, sendi þær til gríðarlega margra hagsmunaaðila og þeir voru beðnir um ábendingar eða at- hugasemdir. Örfáir nýttu sér það. Þetta er því ekki bara spurning um að stjórnmálamenn standi vaktina heldur líka þeir fjölmörgu hags- munaaðilar sem ættu að vera fylgj- ast með því sem er að gerast á vett- vangi ESB, en gera það ekki.“ Árvakur/Frikki Utanríkisráðherra segir að það sem gerist innan ESB verði alltaf að veruleika okkar. 24stundir FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 9 Héraðsdómur Suðurlands sýkn- aði í gær karlmann af því að hafa brotið höfundarréttarlög með því að sýna tvær kvikmyndir um eld- gosið í Heimaey án leyfis höfundar, á veitingastaðnum Kaffi Kró í Vest- mannaeyjum. Málavextir voru þeir að Sigurmundur Gísli Einarsson sem rak ferðaþjónustu í Vest- mannaeyjum sýndi sumarið 2004 myndina Uppbyggingin-Eldgosið í Heimaey á veitingastað sínu Kaffi Kró í tvö skipti. Jafnframt sýndi Sigurmundur myndina The Heimaey eruption, Iceland 1973 í nokkur skipti árið 2005. Höfund- arréttarhafar myndanna kærðu Sigurmund fyrir sýningarnar til sýslumannsins í Vestmannaeyjum 29. ágúst árið 2005. Ákæra í málinu var hins vegar ekki gefin út fyrr en 18. júlí 2007. Var því sök fyrnd í málinu auk þess sem ekki taldist sannað að Sigurmundur hefði brotið höfundarrétt með sýningu á hluta myndar sem talið var að væri úr The Heimaey eruption. Málið bara steypa Sigurmundur segist glaður yfir málalokunum. „Þetta mál var bara steypa. Ég skil ekki að menn skuli eyða tíma í þetta. Við töldum ekki að við værum að brjóta nein lög og hættum sýningum strax og haft var samband við okkur af höfundun- um. Við leituðum þá eftir því við þá að fá að sýna þessar myndir en fengum ekki. Mér finnst hins vegar út í hött hvað þetta mál gekk langt. Það væri gagnlegra að nota tímann í alvöru mál, ég hélt að menn hefðu nóg annað að gera hjá dómstólum. Þetta er bara hjákátlegt. Vonandi verður þetta víti til varnaðar.“ freyr@24stundir.is Ákæra gefin út tveimur árum eftir meint brot á höfundarréttarlögum Sýknaður af að sýna myndir Vestmannaeyjar Maður var sýknaður af broti á höf- undarréttarlögum. Matthías Guðmundsson, formað- ur Félags kjúklingabænda, segir hættu á að hækkun á fóðurverði fari út í verðlagið. „Það sést í vor hvort þær verða meiri. Þá verður uppskera í Ástralíu og menn sjá hvað mikið kemur á markað. Kjarasamningar geta líka kallað á verðhækkun á kjúklingum.“ Hækkun á fóðurverði Hætta á hærra verði á kjúklingi Umhverfisráðuneytið fjallar um kæru Landverndar vegna ákvörð- unar Skipulagsstofnunar að nýta ekki lagaheimildir um heildarmat á umhverfisáhrifum vegna álvers í Helguvík. Stofnunin taldi álver- ið ekki valda verulega neikvæð- um og óafturkræfum áhrifum, segja Víkurfréttir. Umhverfisráðuneytið Fjallar um kæru Landverndar Hæstiréttur dæmdi í gær 39 ára karlmann í 10 mánaða fangelsi fyrir að hafa haft í vörslum sínum 4.048 ljósmyndir og 7 hreyfimynd- ir með barna- klámi. Héraðs- dómur Reykjavíkur hafði dæmt manninn í 12 mánaða fangelsi vegna brotsins. Árið 2001 var ákærði dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir kynferð- isbrot gegn tveimur drengjum. Árin 1998 og 2003 var hann dæmdur fyrir vörslu barnakláms. Varsla barnakláms 10 mánaða fangelsisdómur HEKLA Laugavegi 172-174 · sími 590 5000 · www.hekla.is · hekla@hekla.is Umboðsmenn HEKLU um land allt: Akureyri · Akranesi · Ísafirði · Reyðarfirði · Reykjanesbæ · Selfossi Das Auto. KOLEFNIS- JAFNAÐUR Í EITT ÁR EYÐIR AÐEINS FRÁ 5.0 l/100 KM ALVÖRU 6 ÞREPA SJÁLF- SKIPTING Golf Trendline kostar aðeins frá 2.098.000 kr. Eða 24.740 kr. á mánuði miðað við bílasamning SP til 84 mánaða og 20% útborgun. Árleg hlutfallstala kostnaðar er 7,06%. Aukabúnaður á mynd: Álfelgur og samlitur. Komdu og prófaðu betur búinn Golf með nýrri sex þrepa sjálfskiptingu GOLF GTI BÍLL ÁRSINS 2008 Car&driver DÚXAÐI Á EURO NCAP PRÓFINU FÉKK GULLNA STÝRIÐ SVEIGJAN- LEGIR SÖLUMENN Sex þrepa sjálfskiptingin í Golf er ein af þeim tækninýjungum sem færa honum forskot á aðra bíla. Í Golf tvinnast saman hágæðahönnun, framúrskarandi aksturseiginleikar og nýstárleg tækni. Kraftalegur afturhluti og sportlegar línur í bílnum gefa fyrirheit sem aksturseiginleikarnir standa fyllilega undir. Álfelgur, sam litur, armpúð i á milli framsæta og rafstýrð sóllú ga. Bættu við Sp ortpakka fyri r 290.000 kr. .

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.