24 stundir - 01.02.2008, Side 11
24stundir FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 11
kynnir
Áætlað er að 6.000 vöruflutn-
ingabílar bíði tollafgreiðslu
við eystri landamæri Póllands.
Leiðir þetta af mótmælaað-
gerðum tollvarða, sem hafa
tafið vinnu sína þar til stjórn-
völd koma til móts við launa-
kröfur þeirra.
Segja tollverðir vinnu sína
hafa orðið erfiðari eftir að
Pólland varð aðili að Schen-
gen-svæðinu. Nú þurfi að
gæta meira öryggis við landa-
mæri Hvíta-Rússlands, Úkra-
ínu og Kalíningrad.
Stjórnvöld hafa boðið um
13.000 króna hækkun, en toll-
verðir krefjast þrefalt meiri
hækkunar. aij
Sprenging í óleyfilegri flug-
eldaverksmiðju skók Istanbúl
í gær. 20 manns létu lífið,
rösklega 100 særðust og nær-
liggjandi hús skemmdust.
„Það urðu tvær sprengingar.
Fyrri sprengingin kveikti eld
og fólk hópaðist að fyrir utan
til að fylgjast með. Átta af
þeim týndu lífi í seinni
sprengingunni,“ segir Kadir
Topbas borgarstjóri.
Verksmiðjan stóð í hverfi þar
sem mikið er af ólöglegu at-
vinnuhúsnæði. Yfirvöld höfðu
lokað henni í tvígang, en
framleiðsla hófst jafnharðan
aftur. aij
Indverskar kvikmyndir hafa
verið bannaðar í Pakistan síð-
an stríð geisaði á milli
ríkjanna tveggja árið 1965. Nú
stendur til að aflétta banninu.
Kvikmyndhúsaeigendur fagna
því að geta tekið hinar vinsælu
Bollywood-myndir til sýn-
inga, en pakistönskum kvik-
myndagerðarmönnum líst illa
á samkeppnina.
„Við munum leyfa innflutn-
ing á indverskum kvikmynd-
um í eitt ár. Eftir það tímabil
verður hægt að endurskoða
reglurnar,“ segir þingmað-
urinn Zafar Iqbal Chaudhry. aij
Pólskir tollverðir
Krefjast
bættra kjara
Istanbúl í Tyrklandi
20 farast í
flugeldaslysi
Pakistan
Bollywood-
banni aflétt
Þingmaður Afríska þjóðarráðs-
ins, ANC, stjórnarflokks Suður-
Afríku, hefur lagt til að vændi
verði lögleitt meðan heimsmeist-
aramót í knattspyrnu stendur yf-
ir árið 2010. Tillaga George Lek-
getho var rædd þegar þingnefnd
lista og menningar fór yfir stöðu
mála í undirbúningi HM í vik-
unni.
„Ef kynlífsiðnaður er lögleidd-
ur gerir fólk ekkert í leyni. Það
myndi færa okkur skatttekjur
sem nýta mætti til að bæta líf
þeirra sem ekki eru í vinnu,“
sagði Lekgetho. Hélt hann því
enn fremur fram að breyting-
arnar myndu fækka nauðgunum
á konum.
Stjórnarandstöðuþingmaður-
inn Sydney Opperman mótmælti
því að ríkið gerði sér samband
kynjanna að féþúfu. „Þú getur
ekki sett verðmiða á innilegasta
samband karls og konu og tengt
hann skattheimtu okkar,“ sagði
Opperman.
Urðu nefndarmenn að sögn
Mail&Guardian sammála um að
hugmyndina mætti taka til al-
mennrar umræðu úti í samfélag-
inu áður en lengra yrði haldið.
andresingi@24stundir.is
Óhefðbundin tillaga sem ætlað er að auka tekjur af ferðamennsku í Suður-Afríku
Vill lögleiða vændi meðan HM fer fram
Vændiskona Bíður eftir
viðskiptavini í Jóhann-
esarborg í Suður-Afríku.
Nordic-Photo/AFP