24 stundir - 01.02.2008, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 24stundir
• Bylting fyrir bakið
• Styrkir magavöðvana
• Frelsi í hreyfingum
• Með eða án hjóla
Swopper vinnustóllinn
www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25
FÉOGFRAMI
vidskipti@24stundir.is a
Ég velti því oft fyrir mér hvernig í ósköpunum
fasteignasalar eigi að geta gætt hagsmuna beggja
aðila að fasteignaviðskiptunum, þegar annar borgar
honum en hinn ekki.
Eftir Hlyn Orra Stefánsson
hlynur@24stundir.is
Ekki er hægt að ætlast til þess að
fasteignasali gæti bæði hagsmuna
kaupenda og seljanda, þrátt fyrir
að lög kveði á um að svo skuli
vera. Þetta segir Guðfinna J.
Guðmundsdóttir fasteignalög-
fræðingur, sem rekur kaupenda-
þjónustu hjá Fasteignamál lög-
mannsstofu.
„Við bjóðum kaupendum fast-
eigna að koma í viðtal til okkar
áður en þeir kaupa eign, förum
yfir með þeim hvaða spurninga
þurfi að spyrja og hvaða gögn
þurfi að skoða,“ segir Guðfinna.
„Svo bjóðum við fólki líka upp á
aðstoð við tilboðsgerðina og
mætum með því í kaupsamn-
ingagerð og við afsal.“
Fara ekki að lögum
Í lögum um sölu fasteigna, fyr-
irtækja og skipa, 15. grein, segir
að fasteignasali skuli „liðsinna
báðum aðilum, seljanda og kaup-
anda, og gæta réttmætra hags-
muna þeirra.“
Þrátt fyrir að lögin séu skýr
segir Guðfinna raunina vera þá
að hagsmunir kaupenda fái ekki
jafn mikið vægi og hagsmunir
seljenda. „Fasteignsali er settur í
þá stöðu að hann fær mikinn
meirihluta tekna sinna frá selj-
andum. Ég velti því oft fyrir mér
hvernig í ósköpunum fasteigna-
salar eigi að geta gætt hagsmuna
beggja aðila að fasteignaviðskipt-
unum, þegar annar borgar hon-
um en hinn ekki.
Mín skoðun er sú, og sama
gildir um marga fasteignasala
sem ég hef rætt við, að fráleitt sé
að sami einstaklingur gæti hags-
muna beggja aðila, á sama hátt
og fráleitt væri að sami lögmaður
gætti hagsmuna tveggja einstak-
linga sem deila.“
Guðfinna segist ekki telja að
fasteignasalar gefi meðvitað hags-
munum seljenda meiri gaum en
hagsmunum kaupenda. Hins
vegar þyrftu fasteignasalar að
setjast niður með kaupandanum
áður en gert er tilboð í eign, fara
yfir söluyfirlitið og ástandið á
húsinu með honum og hvað gera
skuli ef í ljós kemur galli, til að
gæta jafnt að hagsmunum beggja
aðila. Það geri þeir hins vegar yf-
irleitt ekki.
„Það ætti að vera í lögum hér,
eins og t.d. í Danmörku, að
kaupandi verði að vera með sér-
stakan löggiltan fasteignasala eða
lögmann með sér í gegnum
kaupferlið,“ segir Guðfinna.
Viljum redda hlutunum eftir á
Boðið hefur verið upp á kaup-
endaþjónustu hjá Fasteignamál
lögmannsstofu í um þrjú ár. „Það
eru alltaf einn og einn sem nýtir
sér þjónustuna, en ekki margir.
Við Íslendingar erum ekkert sér-
staklega mikið fyrir fyrirbyggj-
andi aðgerðir; við viljum frekar
redda hlutunum þegar allt er
komið í voll. En þá er orðið
miklu erfiðara og dýrara að leysa
úr hlutunum.“
Guðfinna Guðmunds-
dóttir Býður kaupendum
fasteigna upp á ráðgjöf.
Býður kaup-
endum aðstoð
Segir fasteignasala ekki geta gætt hagsmuna bæði kaupenda og
seljenda Kallar á breytingar á lögum um sölu fasteigna
➤ 15. gr. Fasteignasali skal ...liðsinna báðum aðilum, selj-
anda og kaupanda, og gæta
réttmætra hagsmuna þeirra.
LÖG UM SÖLU FASTEIGNA
Árvakur/Golli
MARKAÐURINN Í GÆR
!""#
!"#
$
%
&#
'()*+
'
,
-./.
0#1
2
345
#"
" 61
"(##
(7
81
!"# "
+9#/
01 - -
:
-
;#
1
-/
!
: -
0 -< =
$
'
5>?@34?A
B3C@>3A?5
CD?ADD@C?
CD?4>>>A@
BB>??4C>@4
3ABB354@
4@AA>3@@
35D5@C?BC>
@C3C44D@4
5AD???
C44@C?@CC
53B3CAC??
D35C?@C@
34?>@3A>
>?4A5??
>44>????
?
A4?DBD4
,
B5>?A>>@
45?A44
4A???
,
,
,
B@AB5A???
,
,
@EB5
CAE4?
B3E4>
B?EB@
BAEC?
3>E?5
>DE5?
DD@E??
3?E5?
AAE5?
4ED5
B3E@D
5E4D
A5E>?
BEA4
4E4?
B@AE5?
BC@?E??
C>3E??
BE>5
B3CE??
3ECB
>3E>?
,
,
33C?E??
,
,
@E>?
5?E??
B3EDC
B?E>?
BAE5?
3>EC5
>DED5
D@CE??
3?E@?
B??E5?
4E@>
B3EA@
5EDC
A4E??
BEA@
4E45
BA>E??
BCA4E??
C35E??
BE>4
B3@E??
3EC4
,
,
,
33@5E??
B?E??
4E5?
/
- B?
B5
4D
DA
D>
BB
@
>?4
4B
>
BBA
43
B5
BB
>
3
,
B?
,
CA
5
B
,
,
,
BA
,
,
F#
-#-
3BB>??@
3BB>??@
3BB>??@
3BB>??@
3BB>??@
3BB>??@
3BB>??@
3BB>??@
3BB>??@
3BB>??@
3BB>??@
3BB>??@
3BB>??@
3BB>??@
3BB>??@
3BB>??@
3?B>??@
3BB>??@
3?B>??@
3BB>??@
3BB>??@
3BB>??@
AB>??@
4B>>??D
>>@>??D
3BB>??@
>5B>??@
BCB>??@
● Mestu viðskiptin í Kauphöll
OMX í gær voru með bréf í Kaup-
þingi banka, fyrir 3.342 milljarða
króna.
● Mesta hækkunin var á bréfum
í Kaupþingi eða um 1,69%. Bréf í
Century Aluminium Com hækk-
uðu um 0,15%.
● Mesta lækkunin var á bréfum í
Flögu Group eða 13,19 %. Bréf í
FL Group lækkuðu um 7,6% og
bréf í P/F Atlantic Petroleum um
5,8%.
● Úrvalsvísitalan lækkaði um
1,09% og stóð í 5,481 stigi í lok
dags.
● Íslenska krónan veiktist um
0,4% í gær.
● Breska OMX-vísitalan hækk-
aði um 0,7%. Þýska DAX-
vísitalan lækkaði um 0,3%.
Laun Íslendinga eru dreifðari nú
en þau voru 1998, skv. Hagtíð-
indum sem komu út í gær. T.d.
hefur það hlutfall þjóðarinnar
sem er með heildarlaun á algeng-
asta launabilinu minnkað. Árið
1998 var þriðjungur með algeng-
ustu heildarlaun en árið 2006 var
það hlutfall aðeins 18%. Algeng-
ustu heildarlaun voru 145-195
þúsund árið 1998 og 245-295 þús-
und árið 2006. Innan starfsgreina
hefur dreifing líka aukist. þkþ
Launin orðin dreifðari
Hluthafar Kaupþings
högnuðust um 70 milljarða
á seinasta ári eftir skatta
sem er töluvert minna en í
fyrra, þegar hagnaðurinn
nam rúmum 85 millj-
örðum. Segir Hreiðar Már
Sigurðsson forstjóri að það
hafi gengið sérlega vel hjá
Kaupþingi framan af ári en
viðsnúningur á alþjóð-
legum fjármálamörkuðum
hafi sett mark sitt á seinni
hlutann.
Heildareignir bankans námu 5.347 milljörðum króna í lok ársins og
jukust um 31,9% í íslenskum krónum. Þá jukust innlán sem hlutfall af
heildarútlánum til viðskiptavina, en þau voru 29,6% í upphafi ársins
og 41,8% í árslok. Arðsemi eigin fjár var 23.5% á árinu og hagnaður á
hlut 95,2 krónur. Kemur fram í fréttatilkynningu frá bankanum að
stjórnin muni leggja það til við aðalfund að hluthöfum verði greiddar
14.810 milljónir í arð vegna ársins 2007, eða 20 krónur á hlut. þkþ
Kaupþing: Hagnaður 70 milljarðar
Seðlabanki Bandaríkjanna hefur
lækkað stýrivexti úr 3,5% í 3,0%.
Þar með hefur bankinn lækkað
stýrivexti um 2,25% á seinustu
fjórum mánuðum og hafa þeir
ekki verið lægri síðan 2005.
Lækkun stýrivaxta hefur ekki ver-
ið jafn hröð síðan í byrjun ní-
unda áratugarins.
Lækkunin kemur í kjölfar frétta
um að hagvöxtur hafi verið mun
minni á seinasta fjórðungi ársins
2007 en búist var við. Spáð var
1,2% hagvexti en hann var aðeins
0,6% í reynd. þkþ
Enn meiri lækk-
un stýrivaxta
Heildarlaun voru lægst í verslun
og ýmiss konar viðgerðarþjón-
ustu árið 2006, skv. Hagtíðindum
Hagstofunnar. Þar voru heild-
arlaun 337 þúsund krónur að
meðaltali á mánuði.
Hæst voru launin í fjármálaþjón-
ustu, lífeyrissjóðum og vátrygg-
ingum en þar voru heildarlaun að
meðaltali 530 þúsund.
Séu heildarlaun skoðuð eftir
starfsstéttum voru stjórnendur
með hæst laun og skrifstofu- og
verkafólk með þau lægstu. þkþ
Lægst laun í
viðgerðum