24 stundir - 01.02.2008, Side 25

24 stundir - 01.02.2008, Side 25
Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Sú var tíðin að börn fóru um bæ- inn á öskudag og hengdu ösku- poka á bak vegfarenda án þess að þeir yrðu þess varir. Þessi skemmti- legi og séríslenski siður hefur því miður nánast lagst af á undanförn- um árum en nú hyggjast Heimilis- iðnaðarfélagið og menningarmið- stöðin Gerðuberg endurvekja hann og halda námskeið í öskupokagerð fyrir krakka á öllum aldri. Börn syngja í búðum „Þetta er gamall og góður siður sem er að detta upp fyrir því nú eru krakkar farnir að taka upp norð- lenska siði og syngja í búðum,“ segir Lára Magnea Jónsdóttir text- ílhönnuður sem verður leiðbein- andi á námskeiðinu. Sjálf er Lára alin upp á Akureyri og segir að þar hafi bæði tíðkast að syngja á ösku- dag og hengja poka á vegfarendur. „Upphaflega voru þetta kannski frekar ungar konur sem hengdu poka aftan á einhvern sem þær voru hrifnar af og má segja að þær hafi verið að reyna að krækja sér í kærasta,“ segir hún. Til þess að hengja megi ösku- poka aftan á einhvern er mikilvægt að vera með títuprjón sem hægt er að beygja. Framboð á slíkum títu- prjónum hefur dregist saman á undanförnum árum og vilja sumir tengja minnkandi vinsældir ösku- pokanna við það. Lára Magnea kann ráð við því. Títuprjónar úr skyrtum „Maður þarf að safna títuprjón- um úr herraskyrtum sem eru keyptar úti í búð. Það eru einu títu- prjónarnir sem hægt er að beygja núna,“ segir hún og bendir jafn- framt á að sumir noti einfaldlega litlar nælur í staðinn. Öskupokagerðin fer fram í Gerðubergi laugardaginn 2. febr- úar kl. 15-17. Siður á undanhaldi Sá siður að hengja öskupoka aftan á vegfar- endur hefur vikið fyrir barnasöng í búðum að mati Láru Magneu Jóns- dóttur sem ætlar að kenna krökk- um að búa til öskupoka. Heimilisiðnaðarfélagið efnir til öskupokagerðar Gamall og góður siður endurvakinn Efnt verður til öskupoka- gerðar fyrir krakka á öll- um aldri í Gerðubergi á laugardag en sá gamli siður að hengja ösku- poka aftan á vegfarendur hefur því miður verið á undanhaldi. ➤ Öskupokar þekkjast ekki ann-ars staðar en á Íslandi. ➤ Lengi vel hengdu konur pokameð ösku á karla. ➤ Karlar hengdu aftur á mótipoka með steinum á konur. ÖSKUPOKAR Árvakur/Kristinn Ingvarsson 24stundir FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 25 LÍFSSTÍLLHELGIN helgin@24stundir.is a Þetta er gamall og góður siður sem er að detta upp fyrir því nú eru krakkar farnir að taka upp norðlenska siði og syngja í búðum. Hörður Torfa og Laxness Tónleikar Söngvaskáldið Hörður Torfason flytur lög við ljóð Hall- dórs Laxness í stofunni á Gljúfra- steini á sunnudag kl. 16. Upphaf- lega stóð til að halda tónleikana um síðustu helgi en þá þurfti að fella þá niður vegna veðurs. Dave Spoon á Íslandi Skemmtanir Dave Spoon spilar á afmælishátíð Agent.is á Nasa í kvöld og í Sjallanum á Akureyri annað kvöld. Einnig koma fram Ghozt, JayArr, Frigore og fleiri. Gospelsveifla á nýju ári Messa Gospelkór Árbæjarkirkju og hljómsveit verða í syngjandi sveiflu í fyrstu léttmessu ársins í Árbæjarkirkju á sunnudagskvöld kl. 20. Vampírur í Salnum Kvikmyndir Hin árlega tónskáldahátíð Myrkir músíkdagar hefst í Salnum á sunnudag með pallborðsumræðum um fyrstu vampírumyndina Nosferatu. Að umræðum loknum verður myndin sýnd við lifandi tónlistarflutning. Umræðurnar hefjast kl. 14 og kvik- myndasýningin kl. 17. Það besta í bænum Tveir meistarar Hörður Torfason flytur lög við ljóð Halldórs Laxness í stofu skáldsins á sunnudag. Árvakur/Kristinn Árleg hönnunarkeppni véla- og iðnaðarverkfræðinema við Háskóla Íslands fer fram í Háskólabíói í dag. Keppnin gengur út á að þátttak- endur hanna og smíða tæki sem leysir fyrirfram ákveðna þraut. Að þessu sinni eru 11 lið skráð til leiks og því búist við harðri og spenn- andi keppni. „Þessi keppni skipar stóran sess í skemmtanalífi okkar og hefur í raun bæði fræðslu- og skemmtigildi,“ segir Bjarni Ólafur Stefánsson, formaður undirbún- ingsnefndar. Þá hefur almenningur einnig sýnt henni mikinn áhuga. „Þetta hefur verið vel sóttur við- burður í gegnum tíðina. Það hefur verið fullur salur eða því sem næst síðustu ár,“ segir hann. Keppnin hefst í Háskólabíói kl. 13 í dag og er öllum opin. Hönnunarkeppni verkfræðinema Hugvit og skemmtun Ævintýrið um Pétur og úlfinn eft- ir Prókofiev og þættir úr Mynd- um á sýningu eftir Mussorgsky verða fluttir á sérstökum barna- og fjölskyldutónleikum í Salnum í Kópavogi á laugardag kl. 13. Tónleikarnir eru liður í TKTK, tónleikaröð kennara Tónlistar- skóla Kópavogs, og verður tón- listin leikin í útsetningum fyrir blásarakvintett. Sögumaður er Sigurþór Heimisson leikari. Ýmislegt fleira verður í boði fyrir börn um helgina því að á sunnu- dag kl. 14 fer fram listasmiðja Listasafns Reykjavíkur í Hafn- arhúsi. Smiðjan er helguð huldu- fólki en á sýningu Steingríms Ey- fjörð; Lóan er komin, sem stendur yfir í safninu leynast til- vísanir í álfa og huldufólk. Áður en listasmiðjan hefst verður gengið undir leiðsögn um sýn- inguna. List fyrir börn Listasmiðja fyrir börn verður haldin í Hafnarhúsi á sunnudag. Tónleikar og listasmiðja Sængurfataverslun, Glæsibæ Sími: 552 0978, www.damask.is Opið mán. - fös. kl.10-18 og lau. kl.10-16. ● Byssusýning Starfsár Veiði- safnsins á Stokkseyri hefst með árlegri byssusýningu í samvinnu við verslunina Vest- urröst. Sýningin er opin laug- ardag og sunnudag kl. 11-18 í húsakynnum safnsins Eyr- arbraut 49. ● Vítamín á Vélsmiðjunni Hljómsveitin Vítamín leikur fyrir dansi á Vélsmiðjunni á Akureyri á föstudags- og laug- ardgskvöld. Húsið verður opn- að kl. 22 og er frítt inn til mið- nættis. ● Dísel í Kópavogi Hljóm- sveitin Dísel gerir víðreist um helgina og leikur á Players í Kópavogi í kvöld og á Lukku- Láka í Grindavík annað kvöld. ● Benassi á Broadway Benny Benassi kemur fram á vetr- arhátíð Techno.is á Broadway á laugardagskvöld. Fyrri sýningin er ætluð fólki á aldrinum 16-20 ára og hefst kl. 20. Sú síðari hefst kl. 00:30. ● Dalton í bænum Hljóm- sveitin Dalton leikur á Players í Kópavogi á laugardagskvöld. ● Benny Crespo og félagar Benny Crespo’s Gang koma fram á tónleikum á Dillon í kvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 23:30 og er aðgangur ókeypis. ● Styrktartónleikar Félag anti-rasista heldur styrkt- artónleika á Gauki á Stöng í kvöld kl. 22. UM HELGINA

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.