24 stundir - 01.02.2008, Qupperneq 28
28 FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 24stundir
ÍÞRÓTTIR
ithrottir@24stundir.is a
Sú ákvörðun Hoya að taka aftur slaginn við Mayweather er ekki
endilega byggð á hefnigirni. Síðasti slagur þeirra reyndist
tekjuhæsti hnefaleikaviðburður sögunnar og Hoya fékk umtalsvert
meira í launaumslag sitt fyrir vikið en andstæðingur hans.
Kamerúninn SamuelEto’o fór í sögubækur ífyrra-
kvöld þegar
Kamerún sigr-
aði Súdan 3-0 í
Afríkukeppn-
inni. Bætti
kappinn tveim-
ur mörkum þar
í safn sitt en enginn hefur skor-
að jafn mörg mörk í keppninni
frá upphafi og Eto’o eða sextán
alls.
Loksins er farið að glitta íliti AC Milan meðaltopp-
liðanna á Ítal-
íu. 1-0 sigur
gegn Emil
Hallfreðssyni
og félögum í
Reggina kom
stórliðinu í
sjötta sætið en slíkar hæðir hafa
leikmenn þess ekki komist upp
í á þessum vetri. Emil kom ekki
við sögu en lið hans er í vond-
um málum við botn Seríu A.
Það ætti einnig að gefaaðdáendum AC tilefni tilglotts að
þjálfari erki-
fjendanna í
Inter, Roberto
Mancini, þykir
ekki merki-
legur þjálfari
þrátt fyrir stór-
kostlegan árangur Inter undir
hans stjórn. Allavega er hann
ekki meðal þeirra þriggja þjálf-
ara sem til greina koma sem
þjálfarar ársins á Ítalíu.
Nú eru skrílslæti eða lýð-ræði, eftir því hver lít-ur á, í
gangi í Liver-
pool. Þar hafa
aðdáendur
liðsins stofnað
hlutafélag sem
hefur það eitt
markmið að
kaupa liðið af bandarískum eig-
endum þess. Plottið gæti
mögulega gengið ef nógu marg-
ir leggja í púkkið auk þess sem
hægt er að koma eigendunum í
bobba með því einu að láta ekki
sjá sig á einum eða tveimur
heimaleikjum liðsins enda eig-
endurnir vel skuldugir.
Ungstirnið Theo Walcottvar ekki par sáttur viðAr-
sene Wenger
sem setti hann
á lánslista Ars-
enal enda beð-
ið lengi tæki-
færis. Ætlar
hann ekki að
fara neitt heldur freista þess
áfram að heilla Wenger á æf-
ingasvæðinu.
Betri en Beckham. Þettasegir Alex Ferguson umauka-
spyrnusnilli
Cristiano Ro-
naldo hins
portúgalska.
Mark hans úr
aukaspyrnu
gegn Ports-
mouth fer að sögn fræðinga
beint í metabækur sem eitt hið
glæsilegasta í boltanum og
undir það tekur stjórinn Alex
sem hefur séð tonn af slíkum
mörkum.
Knattspyrnugoðið, fíkillinn og dansstjarnan
Diego Maradona hefur loks beðist afsökunar á
einhverju umtalaðasta og umdeildasta marki
sem nokkurn tíma hefur verið skorað í knatt-
spyrnu; marki hans með hendi í landsleik Eng-
lands og Argentínu á HM í Mexíkó 1986 sem
Maradona hélt fast við að „hönd Guðs“ hefði
komið nærri og átt sök á.
Áberandi var í sjónvarpi að markið væri
ólöglegt en dómarinn var illa staðsettur og lét
það standa sem vakti deilur í mörg ár á eftir
enda tryggði það að Argentína komst áfram í
undanúrslit og vann heimsmeistaratitilinn það
árið.
Heimspekingurinn Maradona var samt ekki
á því að gera mál úr afsökuninni. „Þetta er vatn
undir brúna og hluti af sögunni og verður ekki
breytt úr þessu. Lífið heldur áfram.“
Diego Armando Maradona að bæta fyrir syndir sínar
Biður afsökunar á „hendi Guðs“
Eftir Albert Örn Eyþórsson
albert@24stundir.is
Það má líkja þessu við að Tiger
Woods hætti í golfi. Eftir verða
hundruð góðra kylfinga en eng-
inn þeirra kemst með tærnar þar
sem Woods hefur hælana í hreinu
aðdráttarafli. Þess vegna eru
blendnar tilfinningar hjá áhuga-
mönnum yfir því að Oscar de la
Hoya, gulldrengurinn sjálfskipaði,
hætti keppni eftir árið. Góðu
fréttirnar eru hins vegar þær að
þangað til ætlar hann að berjast
þrívegis.
Eftirsjá
Hversu mjög sem margir hafa
horn í síðu Hoya, sem nánast einn
síns liðs gerði hnefaleikara að
kyntáknum og breytti kynjaáhorfi
á hnefaleikabardaga umtalsvert,
er engum blöðum um það að
fletta að Hoya er frábær hnefa-
leikari og bardagar hans jafnan
skemmtilegir. Fékk hann talsvert
skítkast frá gömlum hundum í
bransanum er í ljós að konur sem
löngum hafa aðeins verið milli 20
og 30 prósent áhorfenda á hnefa-
leika juku áhorf sitt umtalsvert
þegar Hoya steig í hringinn.
Stærsti bardagi ársins
Sú ákvörðun Hoya að taka aftur
slaginn við Floyd Mayweather er
ekki endilega byggð á hefnigirni.
Síðasti bardagi þeirra sem Hoya
tapaði eftir ákvörðun dómara
reyndist tekjuhæsti viðburður
nokkru sinni í sportinu og Hoya
fékk þar umtalsvert meira útborg-
að en Mayweather þrátt fyrir tap-
ið. Sama verður uppi á teningn-
um nú og áhuginn líklega enn
meiri þegar ljóst er að Hoya hend-
ir hvíta handklæðinu í árslok.
Í desember ætlar kappinn svo
að taka lokaslag að nafninu til.
Hvort það verður nettur heiðurs-
slagur eða hvort alvöru andstæð-
ingur mætir til leiks veltur á út-
komunni úr slagnum við
Mayweather.
Síðustu metrarnir Vinsæl-
asti hnefaleikari samtímans
fer á eftirlaun eftir árið.
Hoya hendir
handklæðinu
Hnefaleikarinn stórkostlegi Oscar de la Hoya hættir eftir þetta ár
En fyrst ætlar hann að hefna harma sinna gegn Mayweather
➤ Maí Hoya mun taka upphanskana, að líkindum gegn
Steve Forbes í Mexíkó. Úrslit-
in þykja fyrisjáanleg enda
bardaginn hugsaður til að
Hoya komist í form fyrir bar-
dagann gegn Mayweather.
➤ September Hoya mætir FloydMayweather en þeim bar-
daga tapaði Hoya fyrir ári.
Tapið í hringnum skipti litlu
enda varð gróðinn í bank-
anum því meiri en Hoya fékk
tvöfalt meira fyrir bardagann
en Mayweather.
➤ Desember Hoya tekur sinnsíðasta bardaga á ferlinum.
Óvíst hver er andstæðing-
urinn.
ALLT ER ÞÁ ÞRENNT ER
Dýrir hlaupaskór eru að lík-
indum verri kostur en þeir
ódýrustu hvað hlaup varðar.
Hafa vísindamenn breskir
komist að því að ódýrir
hlaupaskór vernda fætur og
bein jafnan betur en flottir,
fágaðir og dýrir og þátttak-
endur í sérstakri könnun
vildu ekki meina að dýrustu
skórnir væru almennt þægi-
legri heldur. Skýrist þetta að
flestu leyti af því að ódýrari
týpur af skóm eru jafnan með
aðeins þykkari sóla sem taka
betur við höggum og þrýst-
ingi.
Dýrt spaug
Fernando Alonso sem fannst
ekkert skemmtilegra en að
baða sig í sviðsljósi fjölmiðla
fyrir nokkrum mánuðum hef-
ur ekki sagt múkk opinberlega
í þrjá mánuði fyrr en í gær. Á
blaðamannafundi Renault-
liðsins var hann klisjugjarn og
sagðist vonast til að geta bætt
árangur Renault sem var dap-
ur á síðasta ári. Engar sprengj-
ur um lið McLaren eða fyrrum
félaga sinn Lewis Hamilton.
Þrár og þögull
Þýsk rannsókn hefur leitt í
ljós að mikil aukning hjarta-
áfalla átti sér stað í landinu
þegar þýska landsliðið keppti
á HM fyrir tveimur árum.
Virðist karlmönnum þannig
15 prósentum hættara við
hjartaáfalli í tengslum við æs-
ing vegna íþróttaviðburðar en
ella.
Hjartans áföll
Sama virðist vera hvað Darren
Clarke reynir til að koma sér
aftur til fyrri frægðar í golf-
inu. Karlanginn sem batt
miklar vonir við Dubai Clas-
sic-mótið endaði fyrsta dag-
inn í 92. sæti og gerir vart
miklar rósir héðan í frá.
Tröllum gefinn
SKEYTIN INN