24 stundir - 26.02.2008, Blaðsíða 8

24 stundir - 26.02.2008, Blaðsíða 8
var vinsamlegast beðinn um að hætta að kalla skíðasvæðið okkar Kon- ung austfirsku Alpanna í símsvarakveðjunni, ann- ars myndi lögfræðingur þeirra hafa samband við okkur því þeir hefðu einkaleyfi á Austfirsku Ölpunum. Ég hreinlega trúði því ekki að þeir væru að láta svona húmor fara í taugarnar á sér.“ Seyðfirðingar urðu við beiðni Fjarðarbyggðar og kalla nú skíða- svæðið ýmist Konung austfirsku tindanna eða skíðasvæði allra landsmanna í símsvarakveðju skíðasvæðisins. „Mér finnst margt alveg frábært Forstöðumaður skíða- svæðis Fjarðarbyggðar í Oddsskarði hefur óskað eftir því að Seyðisfjarða- kaupstaður hætti að kalla skíðasvæði bæjarbúa í Stafdal Konung austfirsku Alpanna í símsvarakveðju skíðasvæðisins. Ástæðan er sú að skíðasvæði Fjarðabyggðar hefur einkaleyfi á að nota heitið Austfirsku Alparnir um skíðasvæði sveitarfélagsins. „Þegar ég fékk símhringinguna frá þeim hélt ég að þetta væri bara eitthvað grín, því mér fannst þetta alveg meinfyndið,“ segir Einar Bragi Bragason, formaður skíða- deildar Hugins á Seyðisfirði. „Ég sem Seyðfirðingarnir eru að gera varðandi uppbygginguna á skíða- svæðinu þeirra en við erum búnir að vera að markaðssetja skíðasvæð- ið í Oddsskarði sem Austfirsku Alpana síðan 1989 og höfum einkaleyfi á að kalla skíðasvæðið okkar það,“ segir Dagfinnur Óm- arsson, forstöðumaður skíðasvæð- isins í Oddsskarði. „Ég hringdi í þá og benti þeim á að við ættum heit- ið og spurði hvort þeir gætu ekki bara kallað skíðasvæðið sitt annað. Þeim fannst við eitthvað merkilegir með okkur en féllust loks á kröfu okkar, enda eru Austfirsku Alparn- ir klárlega í Oddsskarði.“ aegir@24stundir.is Austfirsku Alparnir Sam- kvæmt einkaleyfi eru Aust- firsku Alparnir í Oddsskarði en ekki á Seyðisfirði. Fjarðabyggð með einkaleyfi á heitinu Austfirsku Alparnir Alparnir eru ekki í Seyðisfirði FJARÐABYGGÐ 8 ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2008 24stundir Allianz Ísland hf. | Laugavegur 176 | 105 Reykjavík | 595 3300 | allianz@allianz.is | allianz.is | BYR er eigandi Allianz á Íslandi Eru þínir peningar að fuðra upp? Viðbótarlífeyrissparnaður - tryggir þína framtíð Hafðu samband við ráðgjafa Allianz. Þú ferð aldrei í mínus hjá Allianz! Ó ! ·1 1 1 7 0 Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir.is Alls runnu rúmlega 72,2 milljónir króna úr dánarbúum til ríkissjóðs á árunum 2004 til 2007 vegna þess að engir erfingjar fundust. Sam- kvæmt lögum um skipti á dán- arbúum eiga að fara fram opinber skipti finnist ekki erfingi og er þá skipaður skiptastjóri sem kemur eigum í verð og skilar andvirðinu í ríkissjóð, að því er Eyrún Guð- mundsdóttir, deildarstjóri í sifja- og skiptadeild hjá Sýslumanninum í Reykjavík, greinir frá. Sveiflukennt milli ára „Þetta gerist öðru hverju og get- ur verið sveiflukennt milli ára,“ seg- ir Eyrún. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu námu eignir dánarbúa sem runnu í rík- issjóð rúmum 9,2 milljónum króna árið 2004. Árið 2005 námu eign- irnar rúmum 17,8 milljónum krón- um en rúmri 1,1 milljón króna árið 2006. Í fyrra runnu tæpar 44 millj- ónir króna í ríkissjóð vegna þess að enginn erfingi fannst. Samtals eru þetta rúmar 72,2 milljónir króna. Til hagsbóta fyrir vandamenn Í erfðalögunum, sem eru frá 1962, segir að dómsmálaráðherra geti vefengt erfðaskrá fyrir hönd sjóðsins: Nú þykir ráðherra sýnt, að erfðaskrá, sem er vefengjanleg, gefi til kynna raunverulegan vilja arfleifanda, og getur hann þá látið hjá líða að rengja erfðaskrána. Dómsmálaráðherra er enn fremur heimilt að hafna arfi fyrir hönd sjóðsins til hagsbóta fyrir vanda- menn arfleifanda, þegar sérstaklega stendur á, einkum ef arfleifandi hefur ekki verið arfleiðsluhæfur eða ekki getað komið því við að gera erfðaskrá. Erfðaskrá svo ríkið erfi ekki Að sögn Eyrúnar er talsvert um að einstaklingar geri ekki erfðaskrá. „Það að ekki skuli gerð erfðaskrá má ef til vill túlka á þann veg að fólk sé sátt við reglur erfðalaganna sem það vonandi þekkir,“ tekur Ey- rún fram. ,,Þeir sem eiga enga lögerfingja yfirhöfuð þurfa að gera erfðaskrá vilji þeir afstýra því að eignirnar renni til ríkisins,“ bætir hún við. Engir lögerfingjar Erfðaskrá er nauðsynleg vilji menn ekki að íbúðin renni til ríkisins. Eignirnar til ríkisins  Yfir 70 milljónir króna runnu til ríkisins á fjórum árum þar sem engir erfingjar fundust ➤ Árið 2004 var komið með 85erfðaskrár til vottunar til Sýslumannsins í Reykjavík. ➤ Árið 2005 var komið með 122erfðaskrár til vottunar en 113 erfðaskrár árið 2006. ERFÐASKRÁR Árlegur lomberdagur verður haldinn á Skriðuklaustri á laugar- daginn. Spilararnir ætla þar að æfa sig fyrir Húnvetningamótið sem haldið verður í apríl. Lomber var lengi framan af síðustu öld vinsælla spil en bridge, einkum þó í sveitum landsins. Spilað var víða á bæjum, bæði daga og nætur, sérstaklega á stórhátíðum og helst upp á peninga. Spilamennskan á Skriðuklaustri hefst upp úr hádegi og verður spilað fram á nótt að fornum sið. Nýir lomberspilarar eru boðnir velkomn- ir og eru konur sérstaklega hvattar til að mæta, en lomber var gjarnan dægradvöl heldri manna og oftast voru þeir líka í eldri kantinn. Kennsla í lomber verður á staðnum Skáldið Gunnar Gunnarsson var mikill lomberspilari og var lomber spilaður reglulega yfir veturinn á Skriðuklaustri, eins og víða í dreif- býli á Íslandi og er raunar enn. Kennsla í lomber verður í boði, en það er flóknara en svo að hægt sé að setjast við, byrja að spila og læra svo af mistökunum. Röðin í spil- unum er önnur en fólk á að venj- ast, sum spilin eru alls ekki með og svartir tvistar og rauð sjö gegna öðru hlutverki en fólk á að venjast þegar spiluð eru algengari spil. beva Spilamenn undirbúa slag við Húnvetninga Spila lomber langt fram á nótt og æfa fyrir einvígi Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir málflutning Íslensks hátækniiðnaðar um olíuhreinsistöð mótsagnakenndan. Viðmið- unartölur þeirra um losun á gróðurhúsaloftteg- undum koma frá stöðinni í Slangentangen í Noregi. Sú stöð framleiðir aðallega dísilolíu og að sögn Árna losa þannig stöðvar mun minna en tæknilegri stöðvar. „Ólafur Egilsson sagði í samtali við Blaðið í ágúst að stöðin myndi framleiða yfir tvö þúsund mismunandi afurðir. Þá þarf meiri bruna sem þýðir meiri losun, allt að 40% af losun Íslands en ekki 15% eins og þeir segja“, segir Árni, sem teldi nær- tækara væri að taka mið af stöðinni í Mongstad í Noregi. bb.is Olíuhreinistöðvar hér og þar

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.