24 stundir - 26.02.2008, Blaðsíða 26

24 stundir - 26.02.2008, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2008 24stundir Eftir Hildu H. Cortez hilda@24stundir.is Undanfarin misseri hefur mikið verið rætt um sykurneyslu þjóð- arinnar en Íslendingar borða mest allra Norðurlandaþjóða af sykri. Er þá ekki átt við þann sykur sem fólg- inn er í mikilli ávaxtaneyslu eða neyslu á öðrum matvörum sem sætar eru frá náttúrunnar hendi, heldur er átt við viðbætta sykurinn sem kemur meðal annars úr gos- drykkjum, sælgæti, kexi, sykruðum mjólkurvörum og sætu morg- unkorni. Sykurmagn í mjólk- urvörum hefur mikið verið rætt undanfarið eftir að Lýðheilsustöð birti upplýsingar á heimasíðu sinni um magn sykurs í einstaka vörum en mörgum brá í brún við að sjá fjölda sykurmola í vörum sem telj- ast til hollustuvara eins og Skyr.is drykkurinn og Léttdrykkjarjógúrt frá MS. Má alltaf gera betur „Sykur er fyrst og fremst settur í mjólkurvörur til þess að maska súr- inn,“ segir Björn S. Gunnarsson, matvæla- og næringarfræðingur hjá MS. „Auðvitað er hægt að við- urkenna það að í sumum mjólk- urvörum er eitthvað meira af syk- urmagni en hefði þurft aðeins í þeim tilgangi að maska súrinn, en á undanförnum árum höfum við reynt að draga úr sykurmagninu.“ Björn tekur Skyr.is drykkinn sem dæmi. „Þegar hann var þróaður reyndum við að fara eins lágt í syk- urinnihaldi vörunnar og mögulegt var en sykurinnihald drykkjarins er ekki nema um 7% en í mjólk- urvörum almennt er sykurinn um 8-9%. Vegna þess hve Skyr.is drykkjareiningin er stór kemur þetta út sem svona margir syk- urmolar. Molarnir eru líka dálítið villandi að mínu mati. Ef þeir eru umreiknaðir í teskeiðar þá eru um fimm teskeiðar í einingu sem er 330 ml eins og Skyr.is drykkurinn. En það má alltaf gera betur.“ Erfitt að eiga við markaðinn „Við höfum í vetur verið að vinna mikið í þróun á vörum sem eru sykurminni og ætlum að reyna að ganga eins langt og mögulegt er í því. Það eru þá vörur sem innihalda ekki heldur sætuefni enda hafa þau líka verið í umræðunni. En mjólk- uriðnaðurinn hefur alltaf reynt að bregðast við þegar svona umræða kemur upp. Fyrir um 15 árum þá var það fitan sem rætt var um en þá var ekki mikið af fituskertum vöru- tegundum í boði og mjólkuriðn- aðurinn brást við því. Núna er það sykurinn og við viljum að sjálf- sögðu reyna að draga úr notkun hans og erum alltaf með slíka vöruþróun í gangi. Auðvitað væri draumavaran ávextir plús skyr eða jógúrt og ekkert annað en það er því miður hægara sagt en gert.“ Aðspurður um þá neytendur sem vilja hvorki viðbættan sykur né sætuefni í mjólkurvörum við- urkennir Björn að úrvalið sé ekki mikið. „Það er auðvitað hægt að velja hreinar vörur en ástæðan fyrir því að það er minna úrval af þeim er einna helst sú að þær ganga ekki jafn vel í sölu og hinar bragðbættu. Þá lendir framleiðandinn í því að framstilling á vörunum minnkar og búðirnar taka þær út en við mynd- um gjarnan vilja hafa hreina vöru í hverjum flokki til að fólk hefði allt- af það val en það er ekki alltaf ger- legt ef varan á að vera markaðs- væn.“ Mikið hefur verið gagnrýnt hversu vörur sem eru sérstaklega ætlaðar börnum innihalda mikinn sykur en litlu munar til dæmis á einum skammti af Skólajógúrt og einni skál af Kókó Puffsi hvað syk- urinn varðar. „Skólajógúrtin inni- heldur í raun ívið minni sykur en önnur bragðbætt jógúrt. Hún er orðin frekar gömul vara hjá okkur þannig að hún siglir inn í þessa um- ræðu eins og hún var, en við höfum gætt þess í okkar vöruþróun að það sé ekki mikið meira af sykri en þarf til þess að maska súrinn. Við höfum ekki sett á markaðinn nýjar vörur með miklum sykri sem eru sér- staklega ætlaðar börnum. Við erum að skoða þessi mál og ef við gætum tekið sykurinn og sætuefnin út þá værum við löngu búnir að því, enda vill enginn framleiðandi vera með vöru sem fær neikvætt umtal. Þrátt fyrir að mjólkurvörur hafi verið mjög áberandi í allri þessari sykurumræðu má benda á að úr mjólkurvörum koma aðeins um 5% af heildarsykurneyslu eða 1 moli af hverjum 20. Þannig að það er í fleiri horn að líta. En við viljum og leggjum okkur fram við að minnka sykur í okkar vörum og neytendur verða vonandi varir við það í nýjungum okkar á næstunni.“ Árvakur/Þorkell Lítið úrval af sykur- og sætuefnalausum mjólkurvörum Mjólkuriðnaðurinn bregst við sykurumræðunni ➤ Íslendingar neyta mest allraNorðurlandabúa af sykri. ➤ Börn á aldrinum 10 til 15ára borða að meðaltali um 96 grömm af sykri á dag eða 48 sykurmola daglega. ➤ Tveggja ára börn borða aðmeðaltali um 32 grömm af sykri á dag eða 16 syk- urmola. SYKURNEYSLA Mikið magn af við- bættum sykri er í íslensk- um mjólkurvörum. Björn Gunnarsson hjá MS segir erfitt að draga úr sykr- inum þar sem hreinar og lítt bragðbættar vörur seljast síður en hinar sykruðu. Sykur Mikið hefur verið rætt um magn viðbætts sykurs í mjólkurvörum. Lýðheilsustöð hefur tekið saman upplýsingar um viðbættan sykur í matvælum og birt á heimasíðu sinni: www.lydheilsustod.is ásamt ráðleggingum um neyslu, myndum er sýna viðbættan sykur í vöruteg- undum og fleira. Á heimasíðunni kemur til að mynda fram að í ein- um skyr.is drykk eru 24,4 grömm af sykri í 330 ml drykkjaríláti. Þar kemur einnig fram að ekki sé ráð- lagt að neyslan hjá fullorðnum (miðað við 2000 hitaeiningar) fari yfir 50 grömm af sykri á dag. Í ein- um mjólkurvörudrykk sem er aug- lýstur sem hollustuvara fæst því um helmingur af því hámarki sem ráðlagt er. „Ég tel æskilegt að draga úr magni viðbætts sykurs í mat- vælum,“ segir Hólmfríður Þor- geirsdóttir hjá Lýðheilsustöð. „Við- bættur sykur rýrir hollustugildi matvæla, hann bætir tómum hita- einingum við en hefur nánast ekk- ert næringargildi.“ Brynhildur Briem hjá Matvælastofnun var spurð hvort kalla mætti drykki með hátt sykurinnihald, svo sem skyr.is drykkinn frá MS, holl- ustudrykk, þannig að neytandinn tryði því að varan sem hann neytti væri hollari en hún í raun og veru er. Brynhildur segir ekki leyfilegt að fullyrða um hollustu vöru án þess að fá fyrir því leyfi. „Samkvæmt reglugerð sem fjallar um fullyrðingar í merkingu matvæla (nr. 588/1993, 43. gr) er óheimilt að vísa til þess í merkingu, kynningu eða auglýsingu að ákveð- in matvæli ein og sér séu holl, eða hafi heilsusamlega eiginleika. En ef einstök vara er kölluð holl- ustuvara í auglýsingu þá flokkast það undir að vera fullyrðing og slíka fullyrðingu má ekki nota nema að fengnu leyfi hjá Mat- vælastofnun. Stofnunin hefur ekki gefið slíkt leyfi fyrir skyr.is drykk.“ dista@24stundir.is Fullorðin manneskja á ekki að neyta meira en 50 g af sykri á dag Í Skyr.is drykk eru 24,4 g af sykri Hvíti sykurinn leynist víða enda hefur magn viðbætts sykurs í mat- vælum aukist undanfarin ár bæði hérlendis og erlendis. Sykurneysla á Íslandi er meiri en gengur og gerist víða annars staðar og er einna helst um að kenna mikilli neyslu á sykr- uðum gos- og svaladrykkjum en samkvæmt könnun Manneldisráðs á mataræði Íslendinga sem gerð var árið 2002 borða unglingsstrákar mestan viðbættan sykur eða um 143 grömm á dag. Sykurmagnið er að- eins minna meðal stúlkna og með aldrinum fer þetta minnkandi. Mest af sykrinum kemur úr gos- drykkjum, en unglingsdrengir drekka að meðaltali um fjóra lítra af gos- og svaladrykkjum á viku. Sam- kvæmt könnun á mataræði níu og 15 ára barna sem rannsóknarstofa í næringarfræði gerði 2003 kemur mest af viðbætta sykrinum úr gos- drykkjum, sælgæti og ís, kexi, kök- um, mjólkurvörum og morg- unkorni. Níu ára börn fá 12% af heildarsykurneyslu sinni úr mjólk- urvörum en 15 ára gömul fá þau 7% heildarsykurneyslunnar úr slík- um vörum. Mikil neysla á sykruðum drykkjum Sykurinn er fyrirferðarmikill 1 matsk. safieða 1 hylki. Fæst í apótekum og heilsubúðum. Magann og meltinguna í jafnvægi og vellíðan Opnunartími - Mán–fös 11-18 - Lau 11-14 Glæsilegur haldari sem veitir góðan stuðning fyrir bakið Hamraborg 7 Kópavogi Sími 544 4088 www.ynja.is Útsölustaðir: Snyrtivöruverslunin Nana Hólagarði, Esar Húsavík, Pex Reyðarfirði Verð kr. 4.290.-

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.