24 stundir - 26.02.2008, Blaðsíða 10

24 stundir - 26.02.2008, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2008 24stundir Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Barcelona 28. eða 31. mars frá kr. 21.690 Allir elska vorið í Barcelona! Heimsferðir bjóða einstök tilboð á allra síðustu sætunum til Barcelona í mars. Í boði er frábært tilboð á þriggja nátta helgarferð 28. mars og á flugsætum 31. mars. Barcelona er einstök perla sem Íslendingar hafa tekið ástfóstri við. Borgin býður frábært mannlíf og óendanlega fjölbreytni í menningu, afþreyingu og úrvali fjölbreyttra veitingastaða og verslana. Gríptu þetta frábæra tækifæri - takmarkaður fjöldi sæta og gistingar í boði! Verð kr. 21.690 Netverð á mann, flugsæti báðar leiðir með sköttum, 31. mars-3 apríl. Verð kr. 44.990 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Catalonia Aragon *** í 3 nætur með morgunverði Verð kr. 52.990 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á Hotel Catalonia Plaza **** í 3 nætur með morgunverði. M bl 9 73 83 4 Samfylkingarfélagið í Reykjavík heldur fund um fyrstu ríkisstjórn Samfylkingarinnar. Fundurinn verður 27. febrúar kl. 20:30-22:00 á Hallveigarstíg 1. Húsið verður opnað kl. 20:00. Gestur fundarins er Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra. Fundarstjóri er Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar. Fyrsta ríkisstjórn Samfylkingarinnar Allir velkomnir Kaffi og meðlæti Björn Körlof, yfirmaður stofn- unarinnar sem kveður fólk í sænska herinn, vill að reglum verði breytt þannig að kynin sitji við sama borð. Í apríl næstkomandi mun 135.000 sautján ára Svíum berast bréf frá Körlof þar sem ósk- að er upplýsinga um heilsufar þeirra og menntun. Samkvæmt gildandi reglum er drengjum skylt að svara bréfi hers- ins, en stúlkum frjálst að sleppa því. Þessu vill Körlof breyta. „Það kemur á óvart að við höf- um kerfi sem greinir svona á milli karla og kvenna í Svíþjóð árið 2008,“ segir Körlof. aij Jafnrétti í sænska hernum Herkvaðning án tillits til kynferðis David Cameron, leiðtogi Íhalds- flokksins á Bretlandi, hefur lýst stuðningi við áform um að lækka tímamörk fóstureyðinga úr 24 vik- um í tuttugu. Segist hann vilja kosningu um málið á þinginu. „Ég myndi vilja sjá núverandi mörk lækkuð, þar sem það er ljóst að framfarir í læknavísindum hafa valdið því að mörg börn lifa eftir 24 vikna meðgöngu,“ segir Came- ron. Þingmenn allra flokka ætla að mæla fyrir lækkun markanna á þingi á næstu vikum. Þeir njóta þar stuðnings helstu trúarleiðtoga landsins, sem hafa þrýst á að mörk- in yrðu lækkuð. Benda trúarleið- togarnir meðal annars á að tíunda hver kona í kringum þrítugt hafi farið í fóstureyðingu. Árið 2007 gengust ríflega 200.000 konur á Englandi og í Wa- les undir fóstureyðingu, en voru 175.000 árið 2002. Þeir sem gagnrýna 24 vikna mörkin benda á rannsóknir sem sýna að á síðustu tuttugu árum hafi lífslíkur barna sem fæðast mjög fyrir tímann tvöfaldast. andresingi@24stundir.is Cameron vill lögum breytt Fóstureyðingar fyrr STUTT ● Hvalveiðar Japanski hval- veiðiflotinn er á flótta undan verndarsinnum og er langt frá því að fylla 1000 dýra hvalveiði- kvóta sinn. Þetta segir Paul Watson, forstjóri Sea Shepherd, sem telur að Japanir muni ná að fanga 400 hvali. ● Blair hjálpar Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur boðist til að hjálpa Rúanda að laða til sín erlenda fjárfesta. Segist hann vilja nota stöðu sína til að að- stoða Paul Kagame forseta og vill ekki fá greitt fyrir. ● Skortir mat Matvælaáætlun SÞ gæti þurft að grípa til skerð- inga á matarúthlutunum innan skamms. Kennir framkvæmda- stjóri hærra matarverði, lægri framlögum og aukinni eftir- spurn um. Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Lík sjö barna gætu verið grafin þar sem áður var vistheimili fyrir börn á Ermasundseynni Jersey. Lögregla fann leifar beinagrindar á laugar- dag og óttast að lík muni finnast á sex stöðum til viðbótar. Búist er við að vettvangsrann- sókn muni standa í nokkrar vikur og hálfur mánuður mun líða þar til hægt verður að ákvarða aldur, kyn og dánarorsök barnsins sem fannst. Yfirgripsmikil rannsókn Rannsókn lögreglu á ásökunum fyrrum vistmanna á heimilinu Haut de la Garenne hefur staðið í rúmt ár. Hófst hún þegar lögregla veitti því athygli að fjöldi manna sem voru grunaðir um að misnota börn áttu það sameiginlegt að hafa unnið á vistheimilinu. Í nóvember síðastliðnum aug- lýsti lögregla eftir vitnisburði þol- enda og hefur síðan rætt við um 140 manns sem segjast hafa verið misþyrmt á heimilinu. Sögðust þrír þeirra vita til þess að börn hafi horfið af heimilinu í sinni tíð. Einnig hefur verið rætt við 40 grunaða. Segir Lenny Harper, sem stýrir rannsókn lögreglu, að flestir hinna grunuðu hafi notið virðingar koll- ega sinna og gegnt ábyrgðarstöð- um innan vistheimlisins. Langt tímabil Rannsókn lögreglu beinist að tímabilinu frá fimmta áratugnum og til 1986, þegar heimilinu var lokað. Megnið af tilfellunum virð- ast þó hafa átt sér stað á sjöunda áratugnum. „Ásakanirnar ná frá ofbeldi upp í nauðgun. Það er erfitt að ímynda sér hryllilegri glæpi en suma þeirra sem talið er að hafi verið framdir hér,“ segir Harper. Fórnarlömb hafa sagst hafa orð- ið fyrir hörðum barsmíðum, kyn- ferðislegri áreitni eða nauðgunum. Þau segja börn hafa verið barin í höfuðið, hýdd með keðjum og sett í einangrunarvist. Lík finnst Sérþjálfaður hundur var fenginn til að leita að líkamsleifum í hús- inu. Leiddi það til þess að bein sem talið er vera hluti af hauskúpu fannst undir steinsteyptu gólfi á laugardag. Hefur hundurinn vísað á sex aðra staði þar sem lögregla óttast að leynist líkamsleifar. „Hljóðsjárbúnaður benti til þess að þar sem hundurinn fann þef af einhverju virðist jörð hafa raskast undir yfirborðinu,“ segir Harper. Hann áætlar að rannsókn á stöð- unum sex muni taka næstu tvær vikur. Harmleikur á vistheimili  Óttast að sjö barnslík séu grafin þar sem áður var vistheimili fyr- ir börn  Börn virðast hafa verið beitt ofbeldi áratugum saman ➤ Vistheimilið var stofnað árið1867 og hýsti upphaflega bara drengi. ➤ Starfsemi var hætt 1986. Þádvöldust að meðaltali 60 börn á heimilinu hverju sinni. ➤ Bein fundust í húsinu fyrirfimm árum, en ekki var frekar aðhafst þar sem þau voru tal- in vera úr dýrum. ➤ Farfuglaheimili hefur verið íhúsinu undanfarin ár. HAUT DE LA GARENNE Getty Images Á glæpaslóð Lögregluhundur leitar að fleiri líkum fyrir utan fyrrum barna- vistheimilið Haut de la Garenne.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.