24 stundir - 26.02.2008, Blaðsíða 16

24 stundir - 26.02.2008, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2008 24stundir www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Rafknúnir hæginda- stólar • Auðvelda þér að standa upp • Einfaldar stillingar og fjölbreytt úrval Verð frá 98.000 krónum             !!"                               !"#      $ %        &#  '()*+ '  , -./.   0#1   2         345   #"   " 61  "(## (7      81 !"# "    +9 #/   01  - -   :   -        ;# 1         -/    !                                                               : -   0 -< = $ ' >34?@?4 3A4?@B@> ?C@@343B >4B>53?> A4DC5>DB@ C?@CC@? A>A4?>?B C@ACDD?C?D BD@5>@53> CD?C3>BA 5?>5@4>A B@34A@CC@ ?3>@4?? C533>B3 , 33B5@@ C4?CAB4 @ B@3?44> C@5@@@ C?C35@B , , , , A?5A5@@@ , , >E@@ D3E?@ CBE3@ ?E?4 CAE>5 B>E?5 B5E@@ A3>E@@ BAE?5 ?BE4@ 5EA? CBEBB 5EBA ?3EC@ CE5A 4E4C B@4E@@ C5?@E@@ D35E@@ CE@D C3>E@@ 3EC@ , , , D53@E@@ , , >E@D DDE@@ CBE35 ?E?A CAE?@ B?E3@ B5EB5 A3?E@@ B>EC5 ?3E@@ 5E>B CBEB> 5E3C ?3E4@ CE5? 4E44 B@?E@@ C5?5E@@ DD@E@@ CE@5 C3>E5@ 3ECD BBEA5 , >E5@ D5A@E@@ ?E>@ 4E@@ /   - 5 C3 B5 B4 5> B CB >A 3A C@ C? DD > B , C 3 , 3 C C@ , , , , 4 , , F#   -#- B5BB@@> B5BB@@> B5BB@@> B5BB@@> B5BB@@> B5BB@@> B5BB@@> B5BB@@> B5BB@@> B5BB@@> B5BB@@> B5BB@@> B5BB@@> B5BB@@> BBBB@@> B5BB@@> B5BB@@> BBBB@@> B5BB@@> B5BB@@> B5BB@@> C?BB@@> C>BB@@> 4CBB@@A BB>B@@A B5BB@@> B5CB@@> CDCB@@> MARKAÐURINN Í GÆR ● Mestu viðskiptin í Kauphöll OMX í gær voru með bréf í Kaup- þingi, fyrir um 974 milljónir króna. Þá var verslað með bréf í Glitni banka fyrir 719 milljónir króna og í Landsbankanum fyrir 241 milljónir króna. ● Mesta hækkunin var á bréfum Century Aluminium, 6,62%. Þá hækkuðu bréf í Glitni um 0,85%. ● Bréf í Eimskipum lækkuðu mest, um 0,69%. Þá lækkuðu bréf í Marel um 0,43%. ● Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,48% og stóð í 5048 stigum í lok dags. Íslenska krónan veiktist lítillega, eða um 0,12%. ● Samnorræna OMX-vísitalan hækkaði um 1,93%. Breska FTSE- vísitalan hækkaði um 1,9% og þýska DAX-vísitalan um 1,1%. Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur thorakristin@24stundir.is „Það er þrennt sem hefur mest áhrif á það hvernig ríkjum gengur í baráttunni við verðbólguna: Sveifl- ur í áhættuþóknun viðkomandi gjaldmiðils, hve mikil áhrif geng- issveiflur hafa á verðbólguna og fyrirsjáanleiki peningastefnunnar. Á Íslandi eru það einkum sveiflur í áhættuþóknun krónunnar og áhrif gengissveiflna á verðbólgu sem skýra verðbólgusveiflurnar. Seðla- bankinn virðist nánast eins fyr- irsjáanlegur og seðlabankar ann- arra ríkja,“ segir Þórarinn G. Pétursson, staðgengill aðalhag- fræðings og framkvæmdastjóri rannsóknar- og spádeildar Seðla- banka Íslands sem hefur gert rann- sókn í Seðlabankanum sem hann kallar „Er þetta eitthvert mál? Bar- átta við verðbólgu víða um heim.“ Þórarinn fjallar þar um rannsókn sína á mismunandi árangri þjóða í baráttunni við verðbólguna.„Ég er að reyna að skýra hvers vegna sum- um ríkjum gengur verr í barátt- unni við verðbólgu en öðrum, t.d. af hverju okkur hefur gengið þetta illa. Hvort þar sé um að kenna Seðlabankanum eða einhverju í innviðum hagkerfisins,“ segir Þór- arinn. Hagkerfið ekki of lítið „Það er algengt að menn beri því við að sveiflurnar hér séu miklar af því að hagkerfið sé svo lítið. Það virðist hins vegar ekki augljóst því t.d. eru mun minni sveiflur í Lúx- emborg,“ segir Þórarinn. Hann tel- ur einnig að gengi krónunnar sé ekki eingöngu um að kenna því t.d. hafi gengi dollarans sveiflast svipað og gengi krónunnar undanfarin ár. „Þegar við skoðum þessi 42 ríki sem ég rannsaka yfir tíma, sést að þau standa sig öll betur en þau gerðu fyrir tuttugu árum. Hins vegar hefur röð þeirra lítið breyst, þau sem stóðu sig best standa sig yfirleitt ennþá best. Örríkin, t.d. Eistland og Ísland, ásamt nýmark- aðslöndunum, standa sig verst. Verða alltaf meiri sveiflur „Örríkin og nýmarkaðslöndin geta bætt sig með því að vera með fyrirsjáanlegri peningastefnu sem einnig gæti dregið úr áhrifum gengisveiflnanna á verðbólgu. Þessi lönd þurfa þó líklega að búa við meiri verðbólgusveiflur en stóru, þróuðu ríkin vegna meiri sveiflna í gengisáhættuþóknun gjaldmiðla þeirra (sem rekja má t.d. til vanþróaðri gjaldeyrismarkaðar). Ein möguleg lausn væri því að tengjast stærra gjaldmiðlakerfi, t.d. með upptöku annars gjaldmiðils,“ segir Þórarinn. Hann óttast að trúverðugleiki Seðlabankans hafi beðið hnekki vegna verðbólgunnar.„Á endanum er þetta ávallt spurning um vænt- ingar. Ef gengi krónunnar lækkar búast menn við verðbólgu og treysta ekki Seðlabankanum til að halda stjórn. Vegna skorts á trú- verðugleika verður svo meiri verð- bólga,“ segir Þórarinn. Meiri stjórn með evru  Áhættuþóknun gjaldmiðilsins og gengissveiflur skýra hve erf- iðlega gengur stýra verðbólgunni hér, segir Þórarinn G. Pétursson Verðbólgan Stjórn ríkja á verðbólgunni skýrist m.a. af inn- viðum hvers hagkerfis. ➤ Úrtak: Þau lönd innan OECDsem eru fátækari en Tyrkland og/eða minni en Ísland voru útilokuð.Eftir stóðu 42 þró- uðustu ríkin innan OECD. ➤ Ýmsir þættir voru skoðaðir,t.d. uppbygging hagkerfisins, þróunarstig þess og stærð, hagsveiflur, utanrík- isviðskipti og hve fjölbreytt útflutningsstarfsemin er. RANNSÓKNIN Evran er orðin vinsæl í verslunum á Manhattan í New York vegna veikrar stöðu dollarsins. Verslunum sem taka við evrum fjölgar stöð- ugt í stórborginni, að því er greint er frá í Washington Post. „Evrópskir ferðamenn koma hingað og svo kaupa þeir íbúðir og síðan húsgögn í íbúðirnar sínar. Um helgina voru 50 prósent viðskiptavina minna Evr- ópubúar,“ segir Billy Lery, eigandi antikverslunar. Hann er einn margra verslunareigenda sem farnir eru að græða á Evrópubúum sem hafa nóg fé milli handanna. Það er hins vegar ekki bara í verslunum þar sem hinir ríku eyða fénu sínu sem tekið er við evrum. Hjá götusöl- um við Times Square og SoHo gengur ágætlega að borga með evrunni. Evran vinsæl í New York Hús á Bishop Avenue í norður- hluta London seldist nýlega á rúmlega 6 milljarða íslenskra króna. Endurbætur á húsinu munu kosta um 4 milljarða, að því er greint er frá á vefnum e24.se sem vitnar í Times online. Í húsinu, sem er 2.100 fermetrar og var byggt fyrir 7 árum, eru 5 salir, 9 svefnherbergi og 16 bað- herbergi og snyrtingar. Eigand- inn er 75 ára kona sem flýði frá Kasakstan þegar hún var 17 ára. Hún varð ástfangin af læknastúd- ent í Íran en þau efnuðust á jarðakaupum í Íran og Evrópu. Húsið á rúma 10 milljarða FÉOGFRAMI vidskipti@24stundir.is a Það er algengt að menn beri því við að sveifl- urnar hér séu miklar af því að hagkerfið sé svo lítið. Það virðist hins vegar ekki augljóst því t.d. eru mun minni sveiflur í Lúxemborg.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.