24 stundir - 26.02.2008, Blaðsíða 36

24 stundir - 26.02.2008, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2008 24stundir HEILL HEIMUR AF SKEMMTUN Opið sunnudaga til fimmtudaga 11.00 -24.00 Opið föstudagaoglaugardaga 11.00 - 02.00 ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Ég vona að rýrð hafi ekki kastast á hand- boltann vegna þessa. Eina kvörtun mín er sú að farið hefur of mikið fyrir ráðningu nýs þjálfara í fjölmiðlum. Mál málanna þessa dag-ana eru grafalvarlegmeiðsl Eduardo hjá Arsenal eftir samstuð við Martin Taylor hjá Birm- ingham. Bresk blöð fara mik- inn um að ferill kappans geti því sem næst verið búinn enda brotið slæmt og aflimun jafnvel komið til greina. Fjölmargir aðrir hafa í fortíðinni brotnað svipað í boltanum en komið til baka með bravör og nægir þar að nefna kappa á borð við Luis Figo, Francesco Totti, Djibril Cisse, Martin Palermo og Manuel Pablo. Aðeins Pablo var frá lengur en hálft ár. Hætt er við að köllumeftir haus FrankRijka- ards hafi fækk- að til muna eft- ir leiki helg- arinnar á Spáni. Bör- sungar, sem margir blaða- menn voru búnir að afskrifa fyrir aðeins tveimur vikum, eru komnir upp að hlið Real Ma- drid eftir tap þeirra á heimavelli gegn Getafe. Aðeins tveimur stigum munar á liðunum. AC Milan komst í fyrstasinn í vetur í hóp fjög-urra efstu liða á Ítal- íu um helgina eftir sigur á Pa- lermo. Sig- urmarkið skor- aði Filippo In- zaghi og segir það sitt um framherjavesen Milan að markið var hans fyrsta í deildarleik í heilt ár. Fjölgar þeim öldnu köpp-um er senn ætla að látaverða af því að fara á eftirlaun frá boltanum. Edgar Davids segir næsta víst að yfirstand- andi tímabil með Ajax sé hans síðasta. Ekki hjálpar að nýr þjálfari liðsins er Marco van Basten en samband þeirra tveggja hefur um árabil verið við frostmark eftir að Bas- ten valdi Davids ekki í lands- liðshóp Hollands 2006. Markvörðurinn PetrCech segir ekkert aðAvr- am Grant þjálfara og ekki sé honum að kenna að liðið hafi ekki blómstrað sem skyldi und- anfarið. Deildarbikarinn tap- aðist gegn Tottenham og bar strax á gagnrýni á ísraelska þjálfarann í bresku pressunni. Cech segri sökina leikmanna liðsins, ekki þjálfarans. „Til mín var leitað að taka við liðinu og eftir að yfirmenn mínir sýndu þessu skilning þá ákvað ég að slá til og þykir sómi að,“ sagði Guðmundur Þ. Guð- mundsson, nýr landsliðsþjálfari Íslands í handbolta. Lauk þar með þrautagöngu Handknattleikssam- bandsins í bili en fjórir einstaklingar hafa sem kunnugt er hafnað starfinu á síðustu vikum. Mun Guðmundur, sem áður hefur gert ágæta hluti með landsliðið, stýra liðinu framyfir Ólymp- íuleikana í Kína en þangað á íslenska liðið enn möguleika á að komast. Guðmundur Ingvarsson, formaður stjórnar HSÍ, vildi ekki meina að ráðning Guðmundar hefði verið björgunaraðgerð af hálfu sambandsins sem margir vilja meina að hafa beðið nokkurn hnekki und- anfarið. „Ég vil ekki meina að svo sé og vona að rýrð hafi ekki kastast á handboltann vegna þessa. Eina kvörtun mín er sú að farið hefur of mikið fyrir ráðningu þjálfara í fjölmiðlum.“ Guðmundur Guðmundsson aftur ráðinn landsliðsþjálfari í handbolta Skal koma liðinu á Ólympíuleikanna Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir.is Tæplega eitt hundrað íslensk ung- menni af báðum kynjum skemmtu sér konunglega í árlegum hæfi- leikabúðum Blaksambands Íslands sem að þessu sinni fóru fram í Snæfellsbæ. Aldrei áður hafa svo margir skráð sig til þátttöku en búðirnar eru árlegur viðburður í blakinu. Fleiri stúlkur en strákar tóku þátt í nokkuð stífum en skemmti- legum æfingum auk kappleikja alla helgina en fjölmargir þjálfarar auk heimamanna í Snæfellsbæ lögðu hönd á plóg til að vel tækist til og var mál manna að það hefði sann- arlega tekist vel til. Metaðsókn í hæfileikabúðir  Velheppnaðar æfingabúðir fyrir unglinga í blaki að baki Tiger Woods heldur áfram að standa við stóru orðin og er ósigraður á árinu að þremur mótum loknum. Er staðan orðin kjánaleg fyrir alla aðra atvinnukylfinga sem ekkert gengur að saxa á forskot hans í greininni. Þvert á móti standa þeir í stað meðan Tiger bætir sig dag frá degi. Hann er nú kominn fram yfir Arnold Palmer með flesta sigra á PGA mótaröðinni og aðeins Ben Hogan, Jack Niclaus og Sam Snead enn fyrir ofan hann með flesta sigra á því móti. Heimsyfirráð Annar kappi sem er í sérflokki í sinni grein er LeBron James í NBA körfuboltanum. LeBron er stigahæstur í deildinni nú þegar rúmur þriðjungur lifir af henni. Karlinn setur að meðaltali 30,2 stig í leik eða tveimur til þremur stigum betur í hvert sinn en helstu keppinautarnir Kobe Bryant og Allan Iverson. Fyrsti flokkur Samkvæmt heimildum hins þýska tímarits Bild var Heiki Kovalainen aldrei fyrsta skot- mark liðs McLaren Mercedes til að leysa af Fernando Alonso fyrir vertíðina fram- undan. Reyndu forsvarsmenn liðsins ítrekað við Sebastien Vettel og Nico Rosso áður en þeir snéru sér að Kovalainen. Uppörvandi fyrir Finnann. Kovalainen hinn þriðji Rallkapparnir Daníel Sigurð- arson og Ísak Guðjónsson, sem þátt tóku í Evo-Chal- lenga-rallinu í Bretlandi um helgina, urðu frá að hverfa eft- ir vélarbilun eftir frábæra byrjun. Voru þeir meðal efstu manna eftir fyrsta daginn en þeir eru enn að læra á bíl sinn og eiga eftir að bæta sig frekar. Hrein bilun SKEYTIN INN heiminum. Sex önnur íslensk ung- menni stóðu sig einnig vel, þó eng- inn næði viðlíka árangri og Jakob. Umrædd keppni, Topolino, er sögð vera óopinber heimsmeist- ararakeppni ungmenna í skíða- íþróttum og þangað mætir allt efnilegasta skíðafólk heims hverju sinni. Í því samhengi er árangur Jakobs frábær en hann hefur gert gott strandhögg í vetur í keppnum í Noregi og unnið hverja keppnina á fætur annarri í sínum flokki þar í landi. Jakob Helgi Bjarnason gerði sér lítið fyrir og náði fjórða sæti í sam- anlagðri keppni í svigi og stórsvigi á einu sterkasta unglingamóti í skíðaíþróttum sem haldið er í Íslensk ungmenni skíða vel á sterku móti á Ítalíu Einstakur árangur Jakobs Helga Stíft prógramm Æfingar bæði laugar- og sunnudag og keppt síðar þann dag. Koma svo Keppnisliðin voru vel studd af pöllunum svo ómaði í höllinni. Myndir/Sævar Már

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.